NT


NT - 23.04.1985, Side 22

NT - 23.04.1985, Side 22
 Þriðjudagur 23. apríl 1985 22 Utlönd Að Neves látnum: Sorg í Brasilíu Efasemdir um ágæti nýs forseta Sao Paulo-Brasilía-Keuler. ■ Mikil sorg ríkir nú í Brasilíu vegna fráfalls Tancredo Neves sem kosinn var fyrsti forseti Brasilíuinanna eltir 21 árs herstjórn. Skyndilegt innan- mein varð til þess að hann gat ekki svarið emhættiseið sinn 15. mars síðastliðinn. Víetnamar finnaolíu Hanoi-Reuter ■ Vietnamar, sem háðir eru Sovétríkjunum um alla þá olíu sem þeir þurfá, segjast hafa fundið um- talsverðar olíulindir und- an ströndum landsins. Tran Phuong, aðstoðar efnahagsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi að verið væri að byggja tvo borpalla skammt frá borginni Vung Tau á suðurströndinni og búist væri við því að framleiðsla gæti hafist þegar á þessu ári. Bandaríska olíufélagið Mobil fann olíu undan ströndum Vung Tau árið 1572 og sagði Phuong að enn meiri olía hefði fund- ist þegar grafið var dýpra. Hann sagði ennfremur að góðar náttúrulegar gas- lindir hefðu einnig fundist norðarlega í landinu. Phuong sagði að of snemmt væri að gefa upp tölur um olíubirgðir Víet- nama, en utanríkisráð- herrann, Nguyen Co Tliach, sagði, á öðrum blaðamannafundi, að bú- ast mætti við að ná mætti 300 milljónum tonna úr þessum lindum. Hann sagði að það þýddi að þær gætu séð þeim fyrir 50 milljón tonnum á ári í 20 ár. Víetnamar nota um 1,7 milljón tonn af olíu á ári að því er talið er. Neves, sem var 75 ára gamall, varð að gangast undir hvern uppskurðinn á fætur öðrum, en án árangurs. Honum hrakaði stöðugt og höfðu læknar raun- verulega gefið upp alla von um að hann myndi nokkurn tímann ná sér aftur þótt þeir legðu sig allir fram um að halda í lionum lífinu. Nokkru áður en Neves lést höfðu Brasilíumenn kallað til bandarískan sérfræðing, dr. Warren Myron Zapol, til að aðstoða við meðferö hans. Dr. Zapol sagði það nánast ótrúlegt hvað brasilísku læknunum hefði tekist að halda lengi lífinu í Neves. Hann fullyrti að Neves hefði ekki getað fengið betri meðferð þótt hann hefði verið fluttur til Bandaríkjanna. Neves naut mikilsog almcnns stuönings. Hið sama verður hins vegar tæpast sagt um eftirmann hans og fyrrverandi varaforseta Jose Sarney, Ijóðskáld og lög- fræðing. Pegar fréttist að Neves væri látinn safnaðist fólk saman fyrir utan sjúkrahúsið og hróp- aði vígorð. Sumir hrópuðu „Niöur með Sarney við viljum lýðræði ...við viljum beinar kosningar". En aðrir hrópuöu hins vegar vígorð til stuðnings Sarney. Sarney, sem er 55 ára gamall, var áður formaður Sósíaldem- ókrataflokksins sem herinn studdi. En eftir að hann sagði sig úr flokknum fékk aðaland- stöðuflokkurinn í Brasilíu, Lýðræðishreyfingarflokkurinn, hann til að verða varaforseta- efni með forsetaframbjóðanda flokksins, Neves. Margir segjast ekki treysta Sarney vegna pólitískrar fortíð- ar hans og víst er að hann kemur til með að eiga erfitt með að gegna forsetaembættinu svo að öllum líki. En helstu stjórn- málaöflin í Brasilíu virðast samt tilbúin til að gefa Sarney mögu- lcika á að gegna forsetaembætt- inu a.m.k. enn um sinn og sjá til hvernig hann reynist. ■ Jose Sarney mun ekki eiga sjö dagana sæla sem forseti 131 milljónar manna sem búa í Bras- ilíu. Margir hafa sýnt honum vantraust vegna pólitískrar for- tíðar sem tengist fráfarandi herstjórn. Símamynd-POLFOTO Filipseyjar: 44 táningar láta lífið í bíóbruna Manila-Keuter. ■ Að minnsta kosti 44 létu lífið og fjöldi inanns slasaðist þegar kvikmyndahús í Ta- baco á Filipseyjum brann nú um helgina. Flestir hinna látnu voru unglingar. Um 800 manns voru í kvik- myndasalnum þegar eldur- inn kom upp. Kvikmyndasal- urinn var á annarri hæð og létust margir þegar þeir köst- uðu sér út um glugga eða tróðust undir við útganga.’ Aðeins tveir létust vegna brunasára að sögn lögregl- unnar. Ekki er vitað hvað olli brunanum en fyrst varð sprenging inni í bíósalnum. Bandungráðstefnunnar minnst: Sjötíu Asíu- og Afríku ríki funda á Indonesíu Jakarta-Keuter. ■ Á morgun hefst tveggja daga fundur fulltrúa meira en sjötíu Asíu- og Afríkuríkja í tilefni af því að nú eru 30 ár liðin frá Bandungráðstefnunni svo- kölluðu sem varð upphafið að heimshreyfíngu óliáðra ríkja. Fundurinn verður haldinn í Bandung á Vestur-Jöfu eins og ráðstefnan árið 1555. Fundar- gestir munu meðal annars ræða um vígbúnaðarkapphlaup stór- veldanna og leiðir til að efla samstarf þróunarríkja. í tillögu að ályktun, sem 1 ndó- nesar munu leggja fyrir ráð- stefnuna, er hvatt til minni spennu milli Austur- og Vestur- veldanna og til stöðvunar kjarn- orkukapphlaupsins. Utanríkis- ráðherra Indónesa, Mochtar Kusumaatmadja, segir að bandarísk og sovésk stjórnvöld væru ekki tilbúin til tilslakanna núna þar sem þau væru hrædd um að slíkt yrði túlkað sem veikleikamerki. Hins vegar gætu forystumenn þessara þjóða hugsanlega komið til móts við alþjóðlega hvatningu til slökunar á vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Nær öll ríkin, sem áttu full- trúa á Bandungráðstefnunni fyrir 30 árum, taka þátt í ráðstefn- unni núna. Kambódíumenn munu þó ekki taka þátt þar sem Sihanouk, leiðtogi kambódísku útlagastjórnarinnar, sem nýtur alþjóðaviðurkenningar, segist ekki vilja vekja upp deilur með þátttöku sinni þótt hann hafi sjálfur verið meðal þátttakenda fyrir 30 árum. Um tírna var óttast að Víet- namar myndu ekki taka þátt í fundinum en eftir að Sihanouk skýrði frá því að hann myndi ekki taka þátt í honum, til- kynntu Víetnamar að þeir myndu senda sendiherra sinn í Jakarta. Tran Huy Chuong, til ráðstefnunnar. Pham Van Dong, einn af helstu leiðtogum Víetnama, tók þátt í Bandung- ráðstefnunni fyrir 30 árum. Hann mun samt ekki taka þátt í fundinum nú. Sovéskir glæpamenn fá þyngri refsingar Moskva-Reuter ■ Æðsta ráðið hefur ákveðið að þyngri refsingum fyrir ákveðna glæpi, og fleiri tegund- um þrælkunarbúða verði komið á laggirnar, að því er fram kemur i blaði ráðsins. opinberu viku- Liechtenstein: Góð viðbrögð við „bíllausum degi“ Hingað til hefur fólk, sem dæmt hefur verið fyrir afbrot á borð við ólöglegt gjaldeyris- brask og eiturlyfjasölu og allt upp í flugvélarán og nauðganir, getað vænst náðunar innan fárra ara. En samkvæmt nýju lögunum, sem eiga að taka gildi 1. október næstkomandi, verða afbrota- mennirnir að afplána að ■ Fyrir nokkrum dögum kom Mikhail Gorbachev í óvænta heimsókn í bflaverksmiðju nokkra í Moskvu. Heimsókn hins nýja leiðtoga vakti mikinn fögnuð meðal verkamannanna og sést hann hér á tali við tvo þeirra. Gorbachev hefur lofað þjóð sinni bættum neysluvarningi og verða þeir ábyrgu aðilar sem ekki standa sig í framleiðslunni dregnir fyrir dómstóla og refsað harðlega. minnsta kosti þrjá-fjórðu huta fangelsisvistarinnar áður en þeir verða látnir lausir skilorðsbund- ið eða náðaðir. 1 Sovétríkjunum eru fjórar tegundir þrælkunarbúða sem ákvarðast af því hve glæpirnir eru alvarlegir en nú verður þremur tegundum bætt við, einni fyrir hættulausa afbrota- menn, annarri fyrir þá sem fremja glæpi sökum vanrækslu en sú þriðja er ætluð þeim „sem leiða.þarf af festu á stigu rétt- lætisins." Skömmu eftir að þessi lög voru sett, hinn 2. apríl s.l., setti hæstiréttur lægri dómstólum nýjar reglur sem kveða á um þyngri refsingar gegn þeim sem dæmdir eru fyrir að bera ábyrgð á glæpsamlegri vanrækslu við framleiðslu neysluvarnings. Taiwan: Vadu/, Liechten.stein-Reuter ■ Fólk skildi bílana sína cftir heima og hópaðist í ókeypis ferðir almcnningsvagnana í litlu höfuðborginni í Liechtcnstein nú á sunnudaginn og sagði lög- reglan að viðbrögð almennings við bíllausa sunnudeginum helðu ylirleitt verið góð. Hugmyndin um bíllausa daga er upprunnin í hópi skólabarna sem vildu að ríkisstjórnin gripi til aðgerða til þess að draga úr menguninni sem er að ganga af skógum landsins dauðum. Upprunaleg hugmynd skóla- barnanna var á þann veg að fólk yrði skyldað til að leggja bílum sínum 12 eða 15 daga á ári, en síðar söfnuðu þau um 5000 undirskriftum til stuönings fjór- um bíllausum dögum. Talsmaður ríkisstjórnarinn- ar, Egon Gstoehl, sagði að stjórnvöldum þætti óraunhæft að neyða fólk til að leggja bílum sínum og hefðu því lagt fram málamiðlunartillögu um einn bíllausan dag fyrir þá sem vildu, en enginn var skyldaður til að láta bíl sinn óhreyföan. Pessi tilraun verður svo endurtekin í september. Liechtensteinbúar eru ákaf- lega vélvædd þjóð og eru í landinu 18.000 bílar en þjóðin telur 25.000 manns. Þegar hafa verið sett mjög ströng lög til að reyna að draga úr menguninni. Á fjögurra ára fresti er út- blástursbúnaður bílanna skoðaður og rfkisstjórnin er að reyna að auka hlut þeirra bílteg- unda sem hannaðar eru með vinsamlegra viðhorfi til um- hverfisins en aðrar, með því að leggja niður skatta af þeim far- artækjum sem búin eru tækjum sem draga úr eitruðum út- blæstri. Yf irmaður leyniþjón- ustu sekur um morð Taipei-Reutcr ■ Yfirmaður leyniþjónustu hers kínverskra þjóðemissinna á Taitvaneyju var nú fyrir helgina dæmdur til æfílangrar fangelsisvistar af herdómstóli fyrir aðild að morði kínverska rithöfundarins Henry Liu í Bandaríkjunum á síðasta ári. Henry Liu hafði skrifað ýmis rit og greinar með gagnrýni á leiðtoga þjóðernissinna á I’aiwan. Yfirmaður lcyniþjónustunnar, Wang Hsi-Ling aðstoðaraðmíráll var sekur fundinn um að hafa (ekið þátt í samsæri um. að myrða Liu sem var skotinn til bana fyrir framan heimili sitt í San Francisco i október síðastliðnum. Morðið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og þóttu böndin berast að útsendurum kínverskra þjóðernissinna þar. Margir hátt- settir Bandaríkjamenn létu í ljós reiði vegna morðsins og hótuðu því að beitaTaiwanstjórn refsiaðgerð- um ef hún tæki ekki fullan þátt í því að upplýsa morðið. Sumir bandarískir þingmenn hótuðu því jafnvel að hætta að samþykkja • vopnasölu til þjóðernissinna áTai- wan ef Taiwanstjórn reyndi að vernda morðingjana. Fyrir nokkru voru tveir kín- verskir glæpamenn í Bambus- leynireglunni dæmdir í lífstíðar- fangelsi á Taiwan fyrir morðið á Henry Liu. Við yfirheyrslur báru þeir að hafa fengið . skipun frá yfirmanni leyniþjónustu hersins, Wang Hsi-Ling um að myrða Liu. Þeir sögðu að Wang hefði lýst Henry Liu sem þreföldum njósn- ara sem hefði starfað fyrir þrjá herra, þ.e. kínverska kommún- ista, þjóðernissinna á Taiwan og Bandaríkjamenn. Bandarísk blöð hafa staðfest að Henry Liu hafi a.m.k. látið bandarísku alríkislög- reglunni FBI í té upplýsingar um Kínverja í Bandaríkjunum, sem m.a. er talið skýra hvað alríkislög- reglan brá skjótt við þegar hann var myrtur. Wang Hsi-Ling neitar að hafa fyrirskipað morðið á Henry Liu en við yfirheyrslur viðurkenndi hann að hafa sagt Wu, einum af forystu- mönnum Bambusleynilögreglunn- pæmdur lífstíðar tengelsi ar, að það væri nauðsynlegt að „kenna Liu lexíu". Wu segir að þeir hafi ekki ætlað að drepa Liu heldur hafi skotið hlaupið af í átökunum við hann þegar Liu snerist til varnar. Einn af aðal- sökudólgunum í málinu, Tung Kue-Sheng, sem einnig tilheyrir Bambusleynireglunni, flúði til Filipseyja þegar upp komst um málið og mun að öllum líkindum vera þar núna. Auk Wang Hsi-Ling voru tveir aðrir háttsettir menn í leyniþjón- ustu hers þjóðernissinna sekir fundnir um aðild að samsæri til að myrða Liu. Þeir voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hvor.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.