NT - 23.04.1985, Qupperneq 24
f lT Þriðjudagur 23. apríl1985 24
L Jf i ■1
Enskir molar:
Vilja Don Howe
burt frá Arsenal
„The Action Group“ að verki - Liverpool ætlar að kaupa
■ Gates skoraði þýðingarmikið mark gegn Tottcnham á White Hart Lane. Ipswich er nú í mikilli fallhættu en gat nýtt ser dapra
frammistödu Tottenhain á hcimavclli.
Enska knattspyrnan:
Frá Heimi Bergssyni fréttara NT í Englandi:
■ ...Liverpool hefur nú uppi
áætlanir um að eyða talsverðum
peningum í að styrkja Iið sitt og
gera það aftur að stórveldi í
enskri knattspyrnu og í Evrópu.
Er talið líklegt að liðið muni
eyða sem næst einni milljón
punda í þessa áætlun. Þeir menn
sem efstir eru á óskalista Liver-
pool cru hinn frábæri leikmaður
Newcastle, Chris Waddle, Paui
McStay frá Celtic og Steve
McMahon frá Aston Villa. Lík-
legir til að fara frá Liverpool í
sumar eru Craig Johnston sem
líklega fer til Chelsea og mark-
vörðurinn Bob Boulder, sem er
oröinn leiður á að vera vara-
markvörður og fer jafnvel til
síns gamla framkvæmdastjóra,
Jackie Charlton hjá New-
castle...
... Aðdáendur Arsenal eru ekki
ánægðir með framkvæmda-
stjóra félagsins, Don Howe, um
þessar mundir. Stuðnings-
mannahópur Arsenal, eða öllu
heldur meiður af þessum hóp,
hefur ákveðið að kalla saman
fund fyrir leik Arsenal og Sout-
hampton sem fram fer 6. maí.
Fundur þessi verður haldinn í
Islington Town Hall sem tekur
ca. 1000 manns. Munu forráða-
menn hópsins ætla að biðja
stuðningsmenn Arsenal um að
kaupa ekki ársmiða fyrr en nýr
framkvæmdastjóri hefur tekið
við stjórn hjá félaginu. Það var
einmitt þessi hópur, svokallaður
„Action Group” sem mun hafa
átt stóran þátt í því að Terry
Neil fékk að taka pokann sinn
hér um árið. Don Howe má því
vara sig...
Enn lá Spurs á heimavelli
Nú fyrir Ipswich þar sem Gates skoraði sigurmarkið - David Leworthy skoraði bæði mörk Spurs - Everton með báðar a Don Howe má assa sj _
hendur á bikarnum - Kendall ekki viss - Liverpool búið að jafna sig - Dixon skorar enn einu sinni
Frá Heimi Bergssyni frétlaritara NT í Eng-
landi:
■ Everton heldur áfram að
vinna og vinna og fallkandídat-
arnir Stoke City voru endanlega
scndir niður í 2. deild á laugar-
daginn. Hið afbragðsgóða lið
Everton var ekki í vandræðum
með þá. Everton viröist nú vera
oröiö mjög öruggt með meist-
aratitilinn og þá sérstakiega
vegna þess að Tottenham féll
enn einu sinni á heiinavelli, nú
fyrir einu af botnliðunum,
Ipswich. Eini Ijósi punkturinn á
White Hart Lane var sá að bæði
mörk Tottenham voru gerð af
táningnum Leworthy, sem nú
spilaði sinn annan leik með
aðalliöinu. NT skýrði einmitt
frá því er hann kom inní liöið
fyrir lcikinn gegn Arsenal á
miövikudag. Þessi piltur er mik-
ið efni.
Leikmenn Stoke byrjuðu
heldur betur en Everton á Vic-
toria Ground og Ian Painter og
Sounders fengu báðir góð færi
sem þeir klúðruðu áður en
Everton-liðið fór í gang. Þegar
leikmenn Everton fundu hver
annan sendu þcir boltann á milli
sín með frábærri nákvæmni.
Það er einmitt mjög góður sam-
leikur liðsins sém gert hefur það
að sterkasta liði í Englandi í
dag.
Á 24. mínútu skoraði Gra-
hain Sharp enn einu sinni fyrir
Everton. Georgc Berry mis-
tókst að hreinsa frá og Sharp
var mættur á réttan stað á rétt-
um tíma og sendi boltann örugg-
lega í netið. Eftir markið náði
Everton enn bctri tökum á
leiknum og á miðjunni lék Paul
Bracewell mjög vel og fór oft
illa mcð sitt gamla lið, Stoke
City. Það var svo Kevin Sheedy
sem innsiglaði sigur Evcrton
með góðu marki á 47. mínútu.
Skotinn knái Andy Gray var
ekki á skotskónum þessa hclg-
ina og vill eflaust gleyma þess-
um leik sem fyrst. Gary skaut
yfir og framhjá hvað eftir annað
í góðum færum og sannaði þar
með að haus hans er betri en
báðir fætur.
Howard Kendall, fram-
kvæmdastjóri Everton neitaral-
veg að tala um mcistaratign enn
sem komið er þó lið hans sé nú
mjög langt á undan næstu
liðum. Howard sagði eftir leik-
inn á laugardaginn: „Það er
kjánalegt að fara að hugsa um
meistaratign á þessu stigi. Það
er ekki fyrr en það er stærð-
fræðilega öruggt að titillinn
muni nást að ég byrja að ræða
þau mál.“
Það er kannski jafn kjánalegt
af Kendall að viðurkenna ekki
að Everton mun vinna 1. deild-
ina í ár.
Liverpool-Newcastle ... 3-1
Liverpool náði fljótlega átt-
■ Dixon skorar og skorar
um eftir að hafa tapað fyrir
Manchester United í undanúr-
slitum bikarsins á miðvikudag-
inn. John Wark, sem átti mikinn
þátt í sjálfsmarki United, skor-
aði fyrst en þeir Garry Gillespie
og Paul Walsh bættu við
mörkum. McDonald skoraði
fyrir Newcastle eftir að Chris
Waddle hafði leikið varnar-
menn Liverpool uppúr skónum.
Norwich-Leicester........1-3
Góður sigur Leicester á
mjólkurbikarmeisturunum.
Smith skoraði tvívegis en Banks
gerði eitt. Donowa skoraði fyrir
Norwich.
Nott. Forest-Coventry . . 2-0
Clough og félagar bættu við
sig stigum á kostnað Coventry
sem er í mjög alvarlegri fall-
hættu. Gary Mills skoraði fyrst
en síðar gerði Hibbitt
sjálfsmark.
QPR-Arsenal............. 1-0
Robbie James skoraði mark-
ið eina á Loftus Road og Evr-
ópusæti fyrir Arsenal er nú í
verulegri hættu.
Southampton-
Aston Villa ............ 2-0
Þeir félagar Steve Moran og
Armstrong ýttu við von Sout-
hampton um Evrópusæti á
næsta ári með fallegum
mörkum.
Sunderland-West Ham . . 0-1
Mjög mikilvægur sigur West
Ham á einu af hinum botnliðun-
um. Þessi sigur færir West Ham
fjær hættusvæðinu en ekki alveg
örugglega í skjól. Goddard
skoraði markið og leikmenn
Sunderland voru púaðir af leik-
velli.
Tottenham-Ipswich .... 2-3
Enn tapar Tottenham á
heimavelli. Árangur liðsins á
hinum stórglæsilega velli sínum
í London er nú ekkcrt til að
hrópa liúrra fyrir. David Lew-
orthy, táningur úr varaliði Tott-
enham sem var að spila sinn
annan leik með aðalliðinu, kom
Spurs í 2-1 eftirað AlanSunder-
land hafði skorað á- fimmtu
mínútu. Ipswich náði þó að
sigra og eru þessi stig mjög
ENGLAND STAÐAN
l.deild:
Everton 34 23 6 5 77-36 75
Man. Utd. 36 19 8 9 68-39 65
Tottenham 36 19 7 10 66-41 64
Liverpool 35 17 9 8 53-26 60
Southampton 36 17 9 10 49-42 60
Sheff. Wed. 36 15 14 7 52-37 59
Arsenal 38 17 8 13 56-44 59
Nott. Forest 37 17 6 13 52-42 57
Chelsoa 36 15 11 10 53-40 56
Aston Villa 37 13 10 14 49-54 49
QPR 37 12 11 14 45-56 47
Leicester 37 13 6 18 59-63 45
West Brom. 37 13 6 18 47-57 45
Newcastle 38 11 12 15 50-66 45
Watford 36 11 11 13 64-61 44
Norwich 36 11 9 16 41-56 42
West Ham 34 10 11 13 52-54 41
Luton 34 11 8 15 46-55 41
Ipswich 35 10 9 16 37-51 39
Sunderland 37 10 9 18 37-51 39
Coventry 34 11 4 19 36-54 37
Stoke 35 3 8 24 20-73 17
2. deild
Oxford 37 23 7 7 75-31 76
Birmingham 38 22 6 10 55-33 72
Blackburn 37 19 10 8 60-37 67
Man. City 36 19 10 9 57-35 67
Portsmouth 38 17 14 7 62-47 65
Brighton 38 17 12 9 43-29 63
Leeds 38 17 11 10 62-40 62
Shrewsbury 37 16 11 10 61-48 69
Fulham 38 17 7 14 61-61 58
Grimsby 37 16 7 14 65-55 55
Bamsley 36 14 13 9 41-33 55
Wimbledon 37 15 8 14 66-69 53
Huddersfield 37 14 9 14 48-55 51
Carlisle 38 13 7 18 46-55 46
Sheff. Utd. 38 10 13 15 51-69 43
Oldham 38 12 7 19 41-64 43
Charlton 38 10 10 18 45-54 40
C. Palace 37 9 12 16 41-62 39
Middlesbrough 38 8 9 21 37-55 33
Notts County 38 8 6 24 38-69 30
Wolves 38 7 9 22 34-66 30
Cardiff 37 7 8 22 40-72 29
mikilvæg í fallbaráttu liðsins.
Brcnnan og Gates úr víti
tryggðu sigurinn.
Það voru aðeins 20 þúsund
áhorfendur sem sáu leikinn og
eru áhangendur Spurs orðnir
langeygir eftir sigri á heimavelli.
WBA-Chelsea...............0-1
Að sjálfsögðu var það Kerry
Dixon sem skoraði markið fyrir
Chelsea.
2. deild
1 annarri deild vann Oxfcird
stóran sigur á Oldham og er
sennilega búið að tryggja sér
sæti í 1. deild að ári. Leikurinn
var góður og endaði 5-2. Marka-
maskínan mikla John Aldridge
skoraði þrennu fyrir Oxford og
hefur nú gert 30 mörk í 2. deild.
Þeir Brooke og McDonald skor-
uðu einnig.
Manchester City sigraði
Sheffield United og á nú enn
góðan möguleika á að fara upp.
Tolmi og Clements skoruðu og
er City nú í 4. sæti.
Leeds náði ekki að sigra
Brighton þrátt fyrir góða til-
burði. Táningurinn snjalli Scott
Sellars skoraði mark Leeds sem
enn á veika von um að ná sæti í
1. deild.
Skotland:
Aberdeen
aðeinsfeti
frá titlinum
■ Aberdeen er nú aðeins
tveimur stigum frá sigri í skosku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu
eftir stórsigur á Dumbarton á
laugardaginn. Þeir McLeish,
Angus, Stark og eitt sjálfsmark
gerðu út um Dumbarton sem nú
er nánast fallið.
Celtic heldur örugglega öðru
sætinu en þeir unnu góðan sigur
á St. Mirren með mörkun
Atkins, sem gerði tvö úr vítum
og McGarvey.
■ Frank McGarvey
ENGLAND
ÚRSLIT
1. deild:
Liverpool-Newcastle..........3-1
Norwich-Leicester............1-3
Nott. Forest-Coventry........2-0
QPR-Arsenal..................1-0
Southampton-Aston Villa......2-0
Stoke-Everton ................0-2
Sunderland-West Ham..........0-1
Tottenham-lpswich............2-3
West Bromw.-Chelsea.......... -0-1
Luton-Man. Utd...............2-1
2. deiid:
Birmingham-Charlton..........2-1
Blackburn-Middlesbrough......3-0
Brighton-Leeds...............1-1
Carlisle-Cardiff ............0-1
C. Palace-Portsmouth .........2-1
Fulham-Grimsby...............2-1
Huddersfield-Notts County .... 1-2
Man. City-Sheff. Utd.........2-0
Oxford-Oldham ................5-2
Shrewsbury-Barnsley..........2-0
Wimbledon-Wolves.............1-1
3. deild:
Bradford-Burnley.............3-2
Brentford-Bournemouth........0-0
Bristol-Preston..............4-0
Cambridge-Reading ............0-2
Gillingham-Bolton............2-3
Millwall-Bristol R...........1-0
Newport-Hull.................0-1
Orient-Rotherham.............0-1
Walsall-Plymouth .............0-3
Wigan-Derby ..................2-0
York-Lincoln.................2-1
4. deild:
Aldershot-Swindon............0-1
Blackpool-Hereford...........2-0
Bury-Mansfield ...............0-0
Chester-Port Vale ............2-0
Chesterfield-Torquay .........1-0
Darlington-Peterborough......2-1
Exeter-Stockport .............0-2
Northampton-Tranmere.........2-0
SKOTLAND
Abordeen-Dumbarton...........4-0
Celtic-St. Mirron ...........3-0
Dundee-Hearts................3-0
Hibernian-Dundee Utd.........1-1
Morton-Rangers...............0-3
Staðan:
Aberdeen 33 25 4 4 83-24 54
Celtic 32 21 6 6 73-27 48
Dundee Utd. 33 18 7 8 63-31 43
Rangers 32 12 11 9 42-33 35
Dundee 33 13 6 14 46-50 32
St. Mirren 33 14 4 15 41-54 32
Hearts 33 13 5 15 44-53 31
Hibemian 33 8 7 18 35-56 23
Dumbarton 33 6 7 20 29-59 19
Morton 33 5 1 27 27-96 11