NT - 28.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 28.04.1985, Blaðsíða 8
Sunnudagur 28. apríl 1985 8 kerin í Straumsvík haldið áfram að mala sitt gull. Á síðasta ári var framleiðslan rúmlega 83 þúsund tonn og þrátt fyrir harða samkeppni á heimsmarkaðinum tókst að selja tæp 79 þúsund tonn af ál og álmelmi. Frá upphafi hefur rúmlega þriðjungur af öllum sölutekjum ÍSAL runnið til íslenska þjóðarbúsins. í heild eru þetta um 371 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 15 nrill- jarðar íslenskra króna miðað við gengi um síðustu áramót. Til glöggvunar á tölum af þessari stærðar- gráðu eru öll fjárlög íslenska ríkisins fyrir þetta ár rúnrlega 25 milljarðar króna. Af þessari upphæð eru launa- greiðslur til starfsmanna tæpir sex milljarðar og greiðslur fyrir orku rúmlega 3,3 milljarðar. Álframleiðslan het'ur líka haft sín áhrif hvað heildarútflutning iðnaðar- vara snertir. Pannig var hlutdeild áls, 60 prósent af öllum útflutningi iðnað- arvara árið 1983 og var að meðaltali 57,3 prösent á árunum 1977 til 1983. Hár starfsaldur Það eru og margir sem leggja hönd á plóginn. Nú vinna um 600 manns í álverinu og flestir þeirra hafa starfað þar lengi. Þegar við röltum á milli vinnsluhúsanna og tókum menn tali virtust flestir ef ekki allir. sem talað var við, ánægðir rncð hlutskipti sitt. Launin eru há og þrátt fyrir hávaða og óþrif er andrúnrsloftið meðal starfsmanna gott. Hár starfsaldur í álverinu segir einnig sína sögu. Rafmagn í föstu formi Fyrir þá, sem ekki þekkja til fram- leiðslunnar á áli, gengur hún þannig fyrir sig að álið er unnið úr súráli, en það er aftur unnið úr báxíti. Súrálið kemur hingað til lands í 30-40 þúsund tonna skömmtum frá Ástralíu þar sem er að finna mikla báxítnámur. Geysimikið magn af raforku þarf til þess að kljúfa súrálið, sem í rauninni er efnasamband, og því er ál stundum nefnt rafmagn í föstu formi. Auk raforkunnar þurfa að koma til mörg efni til að framleiða ál. í kerunum er að finna krýolít, álflúorið og kolefni, auk súráls. í þessa blöndu er hleypt B Kenkálamir tveir eru m kílómetri 6 lengd hvor m sig. Kerin standa i tvöfaldri róðogem eins konar hjórtu verksmiðjunnar því það er íþeim sem álið verður til.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.