NT - 03.05.1985, Blaðsíða 3
v,t J' s tKi’vt f ?
Föstudagur 3. maí 1985 3
Tillaga um að hætta við byggingu ratsjárstöðva felld á Alþingi:
Þrír þingmenn Framsóknar með
en forsætisráðherra á móti
Utanríkisráðherratúlkarafstöðu Alþingis sem grænt Ijós á
framkvæmdir sem gætu hafist á þessu ári
■ Alþingi felldi í gær með
42 atkvæðum gegn 15 þings-
ályktunartillögu Steingríms
J. Sigfússonar Alþýðu-
bandalagi og Kolbrúnar
Jónsdóttur Bandalagi jafn-
aðarmanna, um að falla frá
hugmyndum um að reisa
nýjar hernaðarratsjár-
stöðvar á íslandi. Haraldur
Ólafsson þingmaður Fram-
sóknarflokksins í Reykja-
vík sat hjá við atkvæða-
greiðsluna, en áður hafði
tillaga hans um að vísa
málinu til ríkisstjórnarinnar
verið felld með 43 atkvæð-
um gegn 13 atkvæðum
framsóknarmanna en einn
þeirra var fjarstaddur.
Það vakti athygli við atkvæða-
greiðsluna að.þrír framSóknar-
menn, þeir Páll Pétursson, Guð- ■
mundur Bjarnason og Ingvar
Gíslason studdu tillögu Stein-
gríms og Kolbrúnar. Gerðu þeir
grein fyrir atkvæðum sínum og
kváðust vilja taka af öll tvímæli
um afstöðu sína til kjarnaþes
w ^>0*' Wrtist' sem ætti aó’ festa
Island í sessi sem herstOð-um
ófyrirsjáanlegan túna. í öðru
lagi töídu þeir að taka ætti tillit
til vilja heimafólks fyrir austan
og vestan en þar hefði komið
fram mikil andstaða og áhyggjur
«ml væntanlegum ratsjárstöðv-
um.
Þeir þingmenn .aðrir sem
greiddu tillöfu Steingríms og
Kolbrúnar atkvæði voru 8 þing-
menn Alþýðubandalagsins, en
2 voru fjarstaddir, þingmenn
Kvennalistans, og Kolbrún
Jónsdóttir, sem jafnframt er
flutningsmaður, var eini þing-
maður BJ sem greiddi tillögunni
atkvæði.
Við atkvæðagreiðsluna um
tillögu HaraldarÓlafssonar, um
að vísa málinu til ríkisstjórnar-
innar, sem var felld, gerði for-
sætisráðherra Steingrímur Her-
mannsson grein fyrir atkvæði
sínu og sagði: „Á meðan hér á
landi er eftirlitsstöð tel ég rétt
að sú stöð sé sem allra best úr
garði gerð til að gegna sínu
hlutverki. Því eréghlynntur því
að ratsjárstöðvar verði endur-
reistar á Norðurlandi og Vest-
fjörðum og endurbyggð á Suð-
austurlandi, þannig að þaðan
megi flytja það herlið sem þar
er. Ég tel einnig slíkar stöðvar
mikilvægar fyrir öryggi íslensks
flugs. Eg mun því styðja að
ratsjárstöðvarnar verði reistar."
Jafnframt benti Steingrímur á
að það væri óeðlilegt að Alþingi
ákveði einstök atriði í fram-
kvæmd varnarsáttmálans og að
það væri hægt að gera slíkt með
þingsályktun. Því styddi hann
tillögu um að vísa þessu máli til
ríkisstjórnarinnar.
Þingmenn Alþýðubandalags-
ins gerðu sameiginlega grein
fyrir atkvæðum sínum og sögðu
ma. að þeir lýstu andstöðu sinni
við útþenslu yfirráðasvæðis
bandaríska herliðsins á íslandi
og að kanna þyrfti afstöðu
heimamanna á þeim svæðum
þar sem framkvæmdir eru fyrir-
hugaðar.
Það kom fram hjá utanríkis-
ráðherra, Geir Hallgrímssyni,
eftir afgreiðsluna á Alþingi í
gær að hann liti svo á að hún fæli
í sér heimild til ríkisstjórnarinn-
ar um að reisa umræddar rat-
sjárstöðvar. Formleg beiðni
hefur komið frá varnarliðinu
um að fá að reisa stöðvarnar og
þarf að svara henni innan tíðar.
Taldi utanríkisráðherra að
ákvörðun yrði tékin á næstu
vikum og þá gætu íramkvæmdir
jafnvel hafist á þessu ári.
Týndi Garðbæingurinn:
Skipulögð
leit hófst
I morgun
■ Hjálparsveifir úr
Hafnarfirði, ásamt
sveitum frá Kjalarnesi
og víðar, hófu skipu-
lagða leit í morgun að
Reyni Smára Frið-
geirssyni, 27 ára göml-
um Garðbæingi, sem
fór að heiman frá sér
þann 13. apríl síðast-
liðinn og hefur ekki
sést síðan.
Áherslan verður lögð á
leit fyrir botni Hvalfjarðar
en þar fannst bifreið
Reynis Smára þann 14.
apríl. Lögreglan í Hafnar-
firði fór með leitarhund á
svæðið í fyrradag, en varð
einskis vísari.
Reynir Smári er um 175
sentímetrar á hæð, svart-
hærður með stutt hár. Þeg-
ar hann fór að heiman var
hann klæddur svartri
rúllukragapeysu, bláum
gallabuxum og svörtum
skóm. Þeir sem kunna að
hafa orðið varir ferða hans
eftir 13. apríl eru beðnir
um að láta rannsóknarlög-
regluna í Hafnarfirði vita.
■ 1. maí var afhjúpaður
minnisvarði um Jónas Jónsson
frá Hrifhifyrir utan Arnarhvol.
Austurbæjabíó:
Hrafninn flýgur
fyrir útlendinga
- myndin fær lofsamlega
dóma í Bandaríkjunum ^
■ Hrafninn ílýgur, kvikmynd
Hrafns Gunnlaugssonar, verður
sýnd í Austurbæjarbíói í sumar.
Enskir skýringatcxtar verða á
myndinni, og eru sýningarnar eink-
um ætlaðar erlendum ferðamönn-
um, svo og íslenskum námsmönn-
um erlendis, sem dvelja heima
aðeins yfir sumarmánuðina.
Hrafninn hefur flogið víða að undan-
förnu, og um þessar mundir er verið að
sýna hana í almennum kvikmyndahúsum
í Svíþjóð, Noregi, ísrael og Indlandi. Þá
verður hún sýnd á aðaldagskrá kvik-
myndahátíðarinnar í Tókýó í lok maí.
Kvikmyndin er einnig sýnd um þessar
mundir í þremur borgum Bandaríkjanna,
Los Angeles, New York og Washington,
og hefur hún hlotið lofsamlega dóma
gagnrýnenda.
Landeigendur smáir og stórir
GIRPING ER VÖRN
FYRIR VIÐKVÆMAN GRÓDUR
Pú færð allar tegundir af
GIRÐINGAEFNI í BYKO
Járnstaurar, tréstaurar,
gaddavír og girðinganet af öllu tagi.
-x-----
vvw
BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO
KÓPAVOGS SF^ jQ
SKEMMUVEGI 2 SÍMI:41000