NT - 03.05.1985, Síða 5

NT - 03.05.1985, Síða 5
 ÍTF Föstudagur 3. maí 1985 5 L1 Fréttir Eigendur vatnsréttinda á Suðurnesjum: Rekstrardeild Tækniskólans: Orkustofnun hvet- Viðskipta- og tækni kunnátta sameinuð - til reksturs fyrirtækja ■ Rekstrardeild Tækniskóla Islands hóf göngu sína um síð- astliðin áramót. Tilgangur með stofnun deildarinnar er fyrst og fremst að veita mönnum scm hafa sérhæft sig við tæknilegan rekstur fyrirtækja, innsýn í al- mennan rekstur fyrirtækja og framleiðsluaðila. Aáge Steinsson deildarstjóri rekstrardeildarinnar sagði í samtali við NT að mikil þörf hefði verið á deildinni því hún væri. til þess ætluð að brúa bilið milli viðskipta- og tæknikunn- áttu. Aáge sagði ennfremur að fyrsta árið hefðu einungis verið teknir inn menn sem höfðu hlotið iðntækni-, tæknifræði- og útgerðatæknifræðimenntun og væri nárn þeirra við skólann nokkurskonar tilraun bæði með násmefni og einnig yrði kennsla komandi ára mótuð af árangri fyrsta ársins. Síðan verður einnig boðið upp á 5 anna nám sem miðast við að kenna fólki nýútskrifuðu úr Iðnskóla þessa sömu hluti.l Alls eru þrettán sem nema við deildina og var það sam- dóma álit þeirra allra að mikil vöntun hefði verið á nárni sam- bærilegu þessu, eða eins og einn þeirra orðaði það: „Þetta er eina námskeiðið fyrir utan við- skiptafræði í Háskólanum sem kennir hvernig fyrirtæki skuli rekið" Varðandi vinnuálag voru menn sammála um að þeir hefðu ekki átt von á jafn miklu álagi, en það væri nauðsynlegt þar sem námsefnið væri geysi viðamikið. Aáge taldi að ekki hefði háð nemendum sá skammi tími sem námskeiðið tæki, enda allt nemendur sem hafa áður lagt í mikið og strangt nárn. Námið í rekstrardeildinni er sundurliðað í sjö fög og má þar m.a. nefna á fjárntál fyrirtækja, þar sem nt.a. eru kenndar rann- sóknir á fjárhagslegri stöðu fyrirtækja.greiðsluáætlaniro.fl. Verkstjórn-vinnurannsóknir tekur á helstu þáttum sam- skiptatækni. Framleiðslu og birgðastýring kennir rn.a. hvernig nota má einfaldar að- ferðir við birgðastýringu. Verk- smiðjuskipulagning, tæpir á staðsetningu, skipulagi ogfram- kvæmd við verksmiðjuuppsetn- ingu. Þá er haldið námskeið í verkstjórn fyrir ncmendur. Alls hófu fimmtán af tuttugu skráðum nemendum nám við deildina í vetur en þegar NT leit í heimsókn voru þrettán enn við nám og allir staðráðnir í að útskrifast. Útskrift verður í lok næsta mánaðar. ur til samstarfs - vatnið ekki óþrjótandi auðlind ■ Orkustofnun hefur skrif- að eigendum vatnsréttinda á Suðurnesjum bréf og hvatt þá tii að stofna hið fyrsta til samstarfs með það fyrir aug- um að skipuleggja vinnslu ferskvatns og meðhöndlun úrgangsefna á svæðinu, til að koma í veg fyrir óhöpp vegna blöndunar við salt vatn, eða vegna mengunar. Slík óhöpp liafa ekki gerst svo neinu nemur en hættan eykst með vaxandi vinnslu ferskvatns. 1 greinargerð um fersk- vatnsmál Suðurnesja, sem Orkustofnun hefur samið, kemur nt.a. frant að gleggri mynd sé af ferskvatni á Suðurnesjum en á flestum öðrum svæðum á landinu, og sé það árangur rannsókna stofnunarinnar. Veigamestu n L» ■ Alls stunda 13 manns nám við rekstrardeildina og útskrifast í lok næsta mánaðar. ■ Aáge Steinsson deildarstjóri og kennari við deildina telur að þörfin fyrir kennslu sem þessa hafi verið mjög brýn. NT-myndir Kóbcrt rannsóknirnar hafa verið framkvæmdar fyrir Hitaveitu Suðurnesja, en ferskvatn hefur einnig verið rannsakað fyrir sveitarfélög, fiskeldis- stöðvar, varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins og fleiri aðila. Rannsóknir Orkustofnun- ar hafa leitt í Ijós, að svo til allt grunnvatn á vestanverð- unt Reykjanesskaga sé úr- koma, sem fallið hefur á svæðinu. Ekkert bendi til þess, að hluti þess sé kontinn af hálendi landsins. Undir lok greinargerðar- innar segir, að langt sé frá því að ferskvatn á Reykja- nesi sé óþrjótandi, og því beri að nýta þessa auðlind með gát og nota til þess þá þekkingu, sem sé fyrir hendi. Arnarflug: í leiguf lug í Mið-Asíu ■ Arnarflug hcfur gert sanining við flugfélagið Saudi Arabian Airlines um leigu á þremur DC-8 þotum til farþegaflutninga, eink- um á milli Saudi-Arabíu og Egyptalands. Gert er ráð fyrir að fyrstu ferð- irnar verði í maíbyrjun og samið hefur verið um flug til loka júlí- mánaðar með möguleika á fram- lengingu um tvo mánuði til viðbót- ar. Gert er ráð fyrir ákveðinni lág- marksnýtingu vélanna og sé miðað við hana verður samningsupphæð- in á þriðja hundrað milljónir króna. Gert er ráð fyrir að um 100 starfsmenn sinni þessu flugi. Arn- arflug vinnur sem fyrr að frekari verkefnaöflun á erlendum mörkuðum og á nú í viðræðum við nokkra aðila og verður flugfélagið með 7 þotur í rekstri á næstunni. BSRB vill fá kjarabæt- ur strax eins og BHMR ■ Vegna verulegs misræm- is sem skapast hefur í launa- kjörum ríkisstarfsmanna með dómi Kjaradóms um röðun ríkisstarfsmanna inn- an BHM í þann launastiga sem dómurinn hafði áður ákveðið þeim, svo og vegna almennrar þróunar í launa- málum hefur BSRB nú strax óskað eftir viðræðum við fulltrúa ríkisins um breyt- ingar á iaunastiga bandalags- ins. En honum er samkvæmt samningi hægt að segja upp 1. sept. n.k. Um viðhorf stjórnvalda til þessa erindis verður væntanlcga nánar vit- að um eða eftir helgina, segir í frétt frá BSRB. Líklegt er talið að verkfall BSRB s.l. haust og þar á meðal fjármögnun verkfalls- sjóðs og atkvæðagreiðsla um kjarasamninga í lok verkfalls verði meðal þeirra mörgu mála sem koma muni til kasta bandalagsþings þess sem nú er í undirbúningi og á að standa dagana 4. til 8. júní n.k. Fulltrúar á þinginu verða um 215 talsins. Helgi S. Keflavík: Nauðungaruppboð að beiðni Fiskveiðasjóðs ■ Vélbáturinn Helgi S KE-7 frá Keflavík fer á nauðungar- uppboð, að beiðni Fiskveiða- sjóðs, þann 6. júlí næstkom- andi. Skuldirsem hvíla á skipinu eru 60,7 milljónir og að sögn Harðar Falssonar mun það vera svipuð upphæð og húftryggingarverðmæti bátsins sem er 250 tonn. „Ég á skipið og þeir gera þá ekki meira en að taka það af ntér," sagði Hörður þegar hann var inntur eftir því hvort líkleg- ir kaupendur væru aðrir cn Fiskveiðasjóður. Það er útgerðarfélagið Heimir í Keflavík sem Hörður veitir forystu sem á bátinn. Heimir á einnig vélbátinn Heimir KE 77 en aðspurður um hvort skuldir væru einnig áhvílandi á því skipi svaraði Hörður því til að ef einn hlekkurinn færi, þá færu þeir allir. Gunnar ívarsson skrifstofu- stjóri staðfesti í samtali við NT að skuldir sem hvíla á bátnum Helga S.væru að andvirði svip- aðar húftryggingarverði. Þá sagði Gunnar að skuldir á Heimi væru ekki umfram það sem eðlilegt mætti teljast. BORCARNESDAGAR I LAUGARDALSHOLL 2.-5. MAI í KVÖLD: Kl. 18:45: Söngvar úr Ingiríði Óskarsdóttur eftir Trausta veðurfræðing Kl. 21:00 Tískusýning Lukkugesturinn fær verðlaun Vörusýning, matvælasýning, listsýning, leikir. Bragðið gómsæta rétti, skoðið listaverk 20 þekktustu listmálara landsins og spáið í silfur Egils - 10.000 króna verðlaun. Borgarnes er komið í bæinn. OPIÐ KL. 13-22 TIL SUNNUDAGSKVÖLDS

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.