NT - 03.05.1985, Side 6
cc
Föstudagur 3. maí 1985
Loftur Jónsson:
Brátt mun sannleikur-
inn gera okkur frjálsa
- NT prestinum svarað
rr
FÁTÆKT ER NAIIIN MARClflU
Loftur Jónsson, forstjóri JL-hússins í
Helgorpóstsviðtali 1
Biblion ar bókin
Boróttan við kerfið
mi oð lil/a auðmn hnnóam i
vrmMv t»*. Hottur eftlr tvö ór
rót»ktln er þeirra noutn JJjJJ (3/í!*ÍJb6«!w«!iInE
..|jllhv«A um tritíu minni *A mM*lt*l> - /hmni
- hnnurðu hl miéil* nuldl uA u/nrnu I|«| Irga omw
Vigfús Geirdal og Árni Hjartarson:
Hollendingurinn fljúgandi í kafbátaleit
■ Þar sem blaðaviðtal við
undirr. í HP 24. þ.m. er tekið
fyrir af blaðamanni ykkar,
Baldri Kristjánssyni í NT 27.
þ.m. óskast eftirf. línur birtar
í blaði ykkar hið fyrsta undir
fyrirsögn: NT prestinum
svarað.
Baldur „prestur" Kristjáns-
son tekur fyrir í NT 27.4.viðtal
við undirr. úr HP 24.4, og þar
sem hann, af yíirlýstri kær-
leiksást m.m., ætlar mér hugs-
anir út frá þessu viðtali, sem ég
kannast ekki við að hafa orðað
í nefndu viðtali, finnst mér rétt
að svara, þótt presturinn jafn-
vel forheimski sjálfan sig og
segi í blaði sínu af hroka:
„Þennan texta þarf varla að
ritskýra frekar..“
„Sælir eru fátækir í anda,
því að þeir munu Guð sjá“
sagði Jesús Kristur. Hann sagði
ekki í þessu sambandi, að þcir
yrðu að vera fátækir í efninu
líka enda Hann sem dæmir um
fátækt (hreinleika) andans
(hjartans). Að efnisleg fátækt
sé nautn margra er staðreynd,
sem varla þarf að eyða mörg-
um orðum að til útskýringa, en
samt mætti nefna hið viða-
mikla klausturkerfi páfadóms-
ins gegnum aldirnar og jafnvel
fram á þennan dag og jafnvel
með anga hérlendis. Jafnvel
höfum við séð landa okkar í
sjónvarpsþáttum iðkandi efn-
islega fátækt og margir jafnvel
öfundast af. Á hinn bóginn eru
þeir, sem viljaekki verafátæk-
ir og hafa fullan vilja til hins
mótsetta, en sökum hins
„ómanneskjulega kerfis", sem
minnst var á í blaðagreininni,
ná ekki árangri. Inn í þetta allt
vefst svo uppskera viðkom-
andi, þ.e. verkin fylgja okkur
og auðvitað eru það verk úr
fyrra lífi (lífum). Allt er þetta
afstætt og mætti skrifa langa
grein um. en hér aðeins sett
fram, til að sýna fram á, að um
þetta er alls ekkcrt „alhæft" í
blaðagreininni. Blaðamaður-
inn notaði ekki segulband í
viðtalinu. heldur punktaði nið-
ur og stílfærði og var fyrirsögn-
in e.t.v. ekki heppileg, enda
hefur sýnt sig að hún var gripin
úr samhengi af mörgum, en
það var auðvitað blaðamanns-
ins að velja heiti á viðtal sitt.
Þvæla prestsins um amerísk-
an trúsöfnuð og „röksemdir
þessa öfluga félagsskapar um,
að Jesú hafi verið hlynntur
dauðarefsingu" o.s.frv. er út í
hött og lýsir e.t.v. annarri
„andlegri fátækt“ en á er
minnst hér að ofan og mætti
minna prestinn á fullyrðingu
Jesú Krists um „lögmálið og
stafkrókinn" og stendur ekki
líka Skrifað, að sá sem deyðir
(t.d. með sverði) verði einnig
deyddur? Eða hvernig ætti
annars réttlætingu og upp-
skeruþroskanum að verða
fullnægt?
Mættu svo sálaraugu prests-
ins að lokum uppljúkast fyrir
þeim uppskerutíma, sem við
nú lifum á, til skilnings um
„verkin, sem fylgja“ litlu börn-
unum, sem fæðast bækluð eða
hungruð eða hvorutveggja,
sem betur fer oft til skammrar
úttektar en til fullnustu rétt-
lætisinsoge.t.v. síðartil nýrrar
fæðingar, ef Drottinn vill, í
Guðsríkið, sem er breytingin
framundan.
Ekki notaði ég í nefndu
blaðaviðtali orðið „endur-
holdgun", enda fjarri mér að
nota það orð. Hinsvegar talaði
Jesú um endurfæðinguna og
skýrir orðið sig sjálft, þ.e. ný
fæðing, nýtt líf í nýju holdi sbr.
„vínviðinn". Hin gamla
„lumma“ prestastéttarinnar,
að nota orðið endurholdgun í
stað „endurfæðing" hefur ver-
ið vísvitandi gert, til að rugla
söfnuðinn í ríminu til að halda
honurn í gamla „kerfinu".
Enda hefur þessi orðaleikur
um „að gamla holdið komi
aftur" verið notaður víðar í
sama tilgangi. En brátt mun
sannleikurinn gera okkur
frjálsa og þá getur „prestur-
inn“ væntanlega haft fullt starf
að væntanlega betri blaða-
mennsku en hann nú iðkar
enda söfnuðurinn orðinn að
því prestafélagi, sem sagt er
i'yrir um.
Loftur Jónsson
29.4 ’85
■ íslendingar fá alltaf fréttir
um vígbúnaðarþróunina á land-
inu erlendis frá. Þannig gerðist
það að fyrri hlutann í mars
mánuði birti Reuter frétt þess
efnis, að Hollendingar hefðu
mikinn áhuga á að gera út eina
eða tvær kafbátaleitarflugvélar
af Orion gerð frá Keflavíkur-
flugvelli. Fréttaritari Reuters
hafði samband við íslenska
utanríkisráðherrann og spurði
hann um þetta mál. Hann
kannaðist vel við það þótt
hann hefði ekki rætt það í
ríkisstjórninni þegar þarna var
komið sögu, en bætti því við
að fjöldi hermanna á Keflavík-
urvelli mundi ekki aukast þótt
Hollendingar kæmu, því flug-
vélum þeirra yrði skipt út fyrir
jafnmargar af 9 Orionvélum
Bandaríkjamanna. Tilgangur-
inn með útgerð hollensku vél-
anna héðan væri að æfa og
samhæfa herflugvélarekstur
aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins.
Orionflugvélarnar gegna því
hlutverki að leita uppi kafbáta,
fylgjast með þeim og granda
þeim ef með þarf á ófriðartím-
um. Til þess er þeim ætlað að
(
nota kjarnorkusprengjur. Þær
48 kjarnorkudjúpsprengjur
sem upp komst að áætlanir
hefðu verið gerðar um að stað-
setja hér á landi á hættutímum
eru einmitt ætlaðar Orionvél-
unum. Talið er að þessar
sprengjur yrðu sendar hingað
frá Machrihanish herstöðinni
á Skotlandi.
Hressir Staksteinar
Staksteinar Morgunblaðsins
gerðu Hollendingana að um-
ræðuefni 16. mars og voru að
vonum harla ánægðir. Ánægð-
astir voru þeir þó með það „að
ekki hefur orðið vart við hina
hefðbundnu fordæmingu hjá
þeim sem eru andvígir því að
ísland sé varið“. Af því drógu
þeir þá ályktun að hugmyndin
um að Hollendingar hafi að-
stöðu á Keflavíkurflugvelli
falli þeim ekki illa í geð, sem
gagnrýna „varnarsamstarf“ ís-
lendinga og Bandaríkja-
manna. „Sýnist Ijóst, að koma
Hollendinganna hingað gæti
stuðlað að enn víðtækari
stuðningi víð þátttöku okkar í
varnarsamstarfi vestrænna
þjóða. Hvert skref í þá átt er
mikilvægt, því að miklu
skiptir, að stuðningur við
stefnuna í öryggismálum sé
sem víðtækastur.
Um þetta er það að segja að
í augum flestra herstöðvaand-
stæðinga er dvöl erlends setu-
liðs í landinu óþolandi smán-
arblettur. Þar að auki líta þeir
á staðsetningu kjarnorkuvíg-
búnaðar í landinu, eins og
Orionvélarnar eru hluti af, sér-
staklega illu auga. Þá gildir
einu hvort vopnin og liðið eru
bandarísk eða hollensk. Hitt
er svo annað mál að hernaðar-
brölt Hollendinga fellur alger-
Iega í skuggann af þeirri geig-
vænlegu hernaðaruppbygg-
ingu sem í gangi er hér á landi.
Og á meðan er ekki um viðbót
við hervæðinguna að ræða
beinist athygli herstöðvaand-
stæðinga í aðra átt.
Erlendar fréttir
Ástæðurnar fyrir þvf, að við
erum að rifja þetta ómerkilega
mál upp er sú, að íslenskar og
erlendar fréttir af því stangast
á. í mars kom frétt í breska
hermálaritinu Milavnews þar
sem haft var eftir opinberum
heimildum, að Bandaríkin
hefðu beðið Hollendinga að
fara fram á staðsetningu
tveggja Orionvéla á Keflavík-
urflugvelli til viðbótar þeim 9
vélum sem Bandaríkjamenn
hafa þar að staðaldri. Ef rétt er
eftir haft þá er frumkvæðið
bandarískt en ekki hollenskt
og tilgangurinn sá að auka á
herstyrkinn á Vellinum eftir
baktjaldaleiðum. Og ef rétt er
hermt er hér um að ræða rétt
eitt dæmið um hvernig íslend-
ingar eru mataðir á villandi
fréttum af vígbúnaðarbram-
boltinu hér á landi.
Það er því full ástæða til að
hafa vakandi auga með holl-
enska hernum ekki síður en
þeim bandaríska meðan beðið
er skýringa á þessu misræmi í
fréttaflutningi af málinu.
Áunnin ónæmisbæklun?
Þetta er þriðji og síðasti
pistill okkar um vígbúnaðar-
mál hér í blaðinu að sinni en
áður en við sláum botninn í
hann viljum við varpa fram
nokkrum spurningum sem
þessi skrif hafa vakið með
okkur.
Liðþjálfar flokkanna
eru þagnaðir í bili
■ Það verða engar kosningar
í haust, eins og spáð hafði
verið. Kosningaskjálftinn sem
borið hefur á síðustu mánuði
er horfinn.
Báðir stjórnarflokkarnir
hafa kallað saman fulltrúa-
fundi sína og fengið þar endur-
nýjuð umboð sín til stjórnar-
samstarfsins, og bar lítt á gagn-
rýnisröddum á fundum
þessum. Miklir menn erum
við.
Gagnrýnisraddir liðþjálfa
flokkanna þögnuðu er þeir
fengu liðsforingja og generála
flokka sinna augum barið. Þá
var mönnum klappað á öxlina
og spurt um líðan frúarinnar
og hvernig búskapurinn gengi.
Jafnvel boðið í kaffi.
Allt er í heimi hverfult. Líka
óánægðir flokksmenn.
Hugtök og frasar
Stjórnarumræðan nú, eins
og endranær, einkennist helst
af ofnotuðum frösum og hug-
tökum. Nýsköpun atvinnu-
vega, hátækni, upplýsingariðn-
aður og frelsi. Þetta eru hug-
tökin sem nú eru hvað helst í
tísku - og almenningur gleypir
við. Það geta jú allir sett upp
landsföðursvip í fermingar-
veislum, stunið við og sagt
með spekingsrödd: „Jú, það
sem þarf er nýsköpun atvinnu-
vega og efling hátækni og upp-
lýsingaiðnaðar.
Sá sem efast um réttmæti
þessarar fullyrðingar er strax
stimplaður sem argasta aftur-
hald og bjáni. Enda skilur
engin hvað átt er við, og það
sem fólk ekki skilur, kærir það
sig ekki um að ræða náið. Því
kinka allir kolli og sannfærast
um að sá er tjáði sig viti sínu
viti í þjóðmálum.
En enginn skilur neitt.
Sama þrasið áfram
I raun hefur þó ekkert gerst.
Jú 50 milljónum á að veita til
rannsókna. Ogeitthvað þróun-
arfélag á að hafa 500 milljón-
um króna að spila úr, allt af
lánsfjárlögum. Þetta eru þó
aðeins orð, ekkert hefur enn
verið gert.
Frelsishugtakið er jafn mis-
notað. Frelsi almennings hefur
ekkert aukist. Frelsi banka
hefur aukist. Frelsi heildsala
hefur aukist.
Og við gónum á með stjörn-
ur í augum af aðdáun á frelsis-
hugtakinu.
Nei, þingið situr og þrasar
um sömu frumvörpin ár eftir
ár og ekkert gerist í framfara-
átt. Mál hlaðast upp, sum hafa
verið til umræðu þing eftir
þing, og þingmenn stæra sig
jafnvel af því að hafa kæft mál
í einni nefnd eða annarri.
Dægurmál taka mikinn
tíma. Er NT upplýsti um bíla-
fríðindi bankastjóra þá tóku
þingmenn stjórnarandstöð-
unnar andköf. Hvar hafa þeir
verið. Eins og margoft hefur
verið bent á af bankaráðs-
mönnum og fleirum, þá er
þetta mál ekkert nýtt, heldur
kom þarna verðlagning á fríð-
indi sem bankastjórar og ráð-
herrar hafa notið í áratugi.
En „bankastjórabílarnir"
tóku samt tvo daga á Alþingi.
Óskað er eftir skýrslum og
greinargerðum.
Fjölmiðlafár
Óneitanlega vakna spurn-
ingar vegna máls þessa. Eru
þingmenn farnir að spila með
fjölmiðlum, þ.e. vegna að-
stöðuleysis þeirra sjálfra þurfa
þeir að treysta á upplýsingar
fjölmiðla til að geta tekið þátt
í urnræðu á þingi?
Eru fjölmiðlar farnir að
stjórna umræðu á þingi? Er
stjórnkerfið orðið það þungt í
vöfum og lokað að það þurfi
dagblöð til að koma upplýsing-
um milli stofnana þess?
Ef svo er, þá væri almenn-
ingi hollt að gera sér grein fyrir
því að hér eru engin lög um
upplýsingaskyldu hins opin-
bera í gildi. Hvaða upplýsingar
almenningur fær er háð duttl-
ungum embættismanna.
Án upplýsingaskyldu stjórn-
valda er lýðræði í landinu orðið
ansi fátæklegt. Almenningur
fær að kjósa flokka en fær
aðeins útgáfu flokkanna af því
hvað sé gert og hvernig. Og ef
aðgangur þingmanna að upp-
lýsingum er síðan svo fátækleg-
ur að uppljóstrun á borð við
bankastjórafrétt NT veldur
tveggja daga utandagskrárum-
ræðu, þá þarf vart að búast við
að þingheimur hafi traust tak á
stjórnkerfinu.
Kverkatak embættis-
manna
Það eru að sjálfsögðu hags-
munir há-embættismanna og
flokkseigenda að halda upplýs-
ingum frá fólkinu. Því minna
sem fólk veit, því minni ástæðu
hefur það til að vera óánægt.
I skjóli leyndar er hægt að
hygla flokksbræðrum og sam-
herjum í ríkisbraski. í skjóli
leyndar er hægt að breiða yfir
mistök, afglöp og mistæka
embættismenn sem fengu em-
bætti sín aðeins vegna flokks-
skírteinis, ekki vegna hæfi-
leika.
Það er ansi hætt við að
almenningur, sem verður að
Iifa á sínum sultarlaunum og
standa sína pligt hvað sem á