NT


NT - 15.05.1985, Síða 4

NT - 15.05.1985, Síða 4
 fTír Miðvikudagur 15. maí 1985 4 LU Fréttir Kolefnið hitað upp. iimusiiuiu iiu MCj|Miiiiaiiua i Um 40-50manns að störfum í Steinullarverksmiðjunni Framkvæmdir á undan áætlun Frá fréttaritura NT í Skagafirði, Ö.Þ.: ■ Unnið er af miklum krafti við Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki þessa dagana. Alls vinna að jafnaði 40-50 manns við hina ýmsu verkþætti bygg- ingarinnar, þar af 15manns sem ráðnir hafa verið við verk- smiðjuna, sem nú vinna við samsetningu og niðursetningu véla. í samtali við Einar Einarsson, framleiðslustjóra kom fram, að framkvæmdir við verksmiðjuna væru nú heldur á undan áætlun og allt útlit því fyrir að tilrauna- vinnsla gæti hafist í lok júlí. Tæpast væri hins vegar hægt að búast við að vinnsla væri komin ífullan gangfyrren umáramót. Fulltrúar frá Elkem í Noregi og Tartek í Svíþjóð hafa verið á Sauðárkróki um nokkurn tíma og fylgst með samsetningu og frágangi á tækjabúnaði, sem að mestu er keyptur frá þessum fyrirtækjum. Fleiri aðilar frá Noregi og Svíþjóð eru væntan- legir þegar verksmiðjan verður gangsett. Sem fyrr segir hafa nú þegar verið ráðnir 15 starfsmenn af þeim 30 sem ráðnir verða til starfa við verksmiðjuna og eru það nær eingöngu Skagfirðing- ar. Fleiri starfsmenn bætast við áður en vinnsla hefst. Fyrst í stað er fyrirhugað að unnið ve'rði frá mánudagsmorgni til fimmtudagskvölds, á tveim 12 tíma vöktum með 14 mönnum á hvorri vakt. Um þetta standa nú yfir samningar við verkalýðsfé- lagið á Sauðárkróki, að sögn Einars. Landsþing bahá’ía ■ Á landsþingibahá’íasem haldið var nýlega fór fram árleg kosning Þjóðráðsins, auk þess sem fulltrúar hina ýmsu svæðisfélaga af öllu landinu ráðguðust um stöðu bahá'í-trúarinnar. Á þinginu samþykktu þeir fjölda til- lagna ætlaðar nýkjörnu Þjóðráði til úrvinnslu. í júlí eru 50 ár liðin frá því að trúin var fyrst kynnt í fjölmiðlum hér í tengslum við komu blaðakonunnar Martha Root 1935. Þá flutti hún meðal annars fyrirlestra á vegum Háskóla íslands, Guðspekifélagsins og Esper- antistafélags íslands. Bahá’íar munu minnast þessa síðar á árinu. / ■ Seyðfirskar blómarósir við lukkuhjólið - skreyttar öllum regnbogans litum. Seyðisfjörður í sumarskapi: „Húllum-Hæ“ á lokadaginn Frá frcftaritara NT á Seydisfírði, A.Ö.G.: ■ Á Seyðisfirði var mikið um dýrðir á lokadaginn, 11. maí. Það voru börn og ung-, lingar í bænum sem undir- bjuggu fjölskylduhátíð sem nefnd var „Húllum-Hæ" - langa dagskrá undir stjórn Pét- urs Kristjánssonar, kennara. Um hádegisbilið var safnast saman við Félagsheimilið Herðubreið. Hópurinn var skrýddur og málaður á hinn furðulegasta máta. Farið var í skrúðgöngu um bæinn með ærslum, miklum söng, blístri og bumbuslætti. Af skemmti- atriðum má nefna lukkuhjól, eldgleypingar, hjólreiða- keppni og margt fleira. Á Seyðisfirði var staddur Bubbi Mortens, sem tók lagið og voru undirtektir hinar bestu í eiginlegri merkingu, því á stundum var hærra sungið í salnum en á sviðinu. Á eftir fengu seyðfirskar blómarósir eiginhandaráritanir stjörnunn- ar. Þeir sem svangir voru gátu satt hungur sitt með kjöt- og pylsuáti af stóru útigrilli sem komið var fyrir á staðnum. ■ Arnar Klemensson, „ís- landsmeistari“. ■ Vel var tekið undir sögn Bubba Mortens - kannski ein- um of vel ef eitthvaö var því á sutndum heyrði hann tæpast í sjálfum sér. NT-myndir: Albcrt Ómar. Kvenfélögin leiðrétt! ■ í frétt NT fyrir skömmu af starfsemi Sambands sunn- lenskra kvenna slæddist meinleg villa. í fyrlrsögn fréttarinnar stóð að sam- bandið hefði veitt einni milljón króna til líknarmála á s.l. ári, en hið rétta er að það eru kvenfélögin 29, inn- an sambandsins, sem veittu samanlagt eina milljón króna til líknarmála. Sömu mistök urðu þar sem skýrt var frá tekjum sambandsins og þær sagðar hafa verið 2,3 milljónir króna en hið rétta er að félögin 29 höfðu samanlagt 2,3 milljónir í tekjur en hins vegar munu tekjur Sambands sunn- lenskra kvenna vera af skornum skammti. Lágheiðinmokuð mánuði fyrr en venjulega: ■ Víða má sjá fyrstu vorlömbin hoppa á túnum í Skagafirði, en sauðburður er nú víðast hvar að hefjast af fullum krafti. ■ Lambfé á túnum, annir við sauðburð, áburðarflutn- ingar á aurblautum vegum, mikill jarðklaki sem tefja mun fyrir jarðræktarfram- kvæmdum en aftur á móti minni snjór á fjöllum en um margra ára bil, er það sem hæst ber í Skagafirði um þessar mundir. Vorannir eru nú sem óðast að hefjast hjá bændum í Skagafirði, enda hefur tíðar- far verið mjög hagstætt það sem af er surnri. Víða má sjá lambfé á túnum í héraðinu þótt snernmt sé. Sauðburður er víðast hvar að hefjast af fullum krafti. Mikill anna- tími er því framundan hjá þeim sem stunda sauðfjárbú- skap, enda má segja að fjár- hagsafkoma þeirra ráðist verulega af því hvernig lambalíf og frjósemi ánna verður ásamt tíðarfarinu næstu 2-4 vikurnar. Áburðarflutningur til bænda er hafinn fyrir stuttu, þrátt fyrir þungatakmarkanir á vegum. Heyrst hefur að sumir bændur muni draga talsvert úr áburðarnotkum, bæði vegna mikillar verð- hækkunar og einnig að þeir telji sig geta dregið eitthvað úr áburðarkaupum vegna hagstæðs tíðarfars. Astand vega í Skagafirði er nú með lakasta móti, sér- staklega er vegurinn frá Hofsósi út í Fljót illa farinn. Virðist sem klaki í jörð sé með mesta móti og mun jarðvinnsla því tæpast hefjast fyrr en eftir 2-3 vikur. Lágheiði milli Fljóta og Ólafsfjarðar var mokuð s.l. miðvikudag. Er það um mán- uði fyrr en venjulegt er, enda hefur ekki verið eins lítill snjór í fjöllum hér nyrðra í mörg ár. Veðurblíðan sparar Frá freltaritara NT í Skagafírði, Ö.Þ.:

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.