NT


NT - 15.05.1985, Side 6

NT - 15.05.1985, Side 6
Miðvikudagur 15. maí 1985 6 Rósmundur G. Ingvarsson: Utf lutningsbætur og byggðastef na ■ í smágreinaflokknum „í tíma og ótíma“ 17. apr. s.l. minnist Baldur Kristjánsson á grein mína Tvær þjóðir á ís- landi. Ég þakka Baldri fyrir lofsamleg ummæli um grein mína og þótt við séum ósam- mála um eitt atriði þá virði ég hans skoðun. Það er einkurn tvennt í grein Baldurs sem mig langar til að fara um nokkrum orðum. Hann útskýrir stefnu NT og segir „NT er málsvari frjáls- lyndis, samvinnu og félags- hyggju og sú stefna kemur skýrt fram í ritstjórnarstefnu blaðsins". Ég vil taka fram að ég er í sjálfu sér ekki óánægður með NT. Það er allt annað blað en Tíminn var. Það er fjölbreytt og gott biað sem hentar fólki vel bæöi á suðvest- urhorninu og úti á landsbyggð- inni. Það hefurágætan ritstjóra sem mér skilst að eigi skoðana- lega samleið með flestu dreif- býlisfólki. Það er gagnvart landsbyggðinni andstæða DV enda hafa væntanlega allir á landsbyggðinni tekið eftir því að mikill munur er á andanum í forystugreinum þessara tveggja blaða. Þess vegna get ég ekki skilið hversvegna fjölmargir í dreif- býlinu kaupa og styrkja þar með DV, sem augljóslega er landsbyggðinni mjög andstætt og hefur í nokkur ár talið fólki trú um að við úti á landsbyggð- inni séum ómagar á Reykvík- ingum. Þótt þessi málflutning- ur, sem DV hefur sífellt endur- tekið, sé bæði rangur og fárán- legur þá hefur hann gengið í fólkið, - bókstaflega gegnsýrt það og sjást áhrifin í þróun mála síðustu árin, sérstaklega gagnvart bændum. Er nú svo komið að horfur eru á búsetu- hruni í sveitunum, eignirnar þar þegar orðnar illseljanlegar og verðlausar og tekið að brydda á því sama í þorpum og kaupstöðum, enda eykst nú straumur fólks til suðvestur- hornsins. Styrkja sinn andstæðing Af hverju kaupir fólkið ekki frekar NT sem er jafnan með Ég er sannfærður um að dreifbýl- isbúar og einnig margir íbúar stór- borgarinnar munu sjá eftir NT ef svo illa tekst til að það hætti að koma út og rödd þess hverfur. Við hljótum að gera okkur grein fyrir að Tíminn gamli er ekki til lengur og mjög erfitt er fyrir nýtt blað að keppa við stórblöðin DV-ið og Moggann. íhaldsöflin yrðu þá næstum eða alveg einráð við dag- blaðsútgáfu. jákvæðustu forystugreinarnar gagnvart landsbyggðinni og jafnframt flytur fjölbreytilegar greinar um málefni dreifbýlis- ins og ólitaðar fréttir? Það væri vissulega nær fyrir dreifbýlis- búa að styrkja NT - eina stórblaðið sem íhaldsöflin í Reykjavík eiga ekki né ráða yfir. Fjölmargir dreifbýlisbúar lögðu að mörkum hlutafé til NT í því skyni að blaðið yrði sem styrkast og dreifbýlismenn hefðu einhver áhrif í stjórn þess. Nú berst blaðið í bökkum fjárhagslega og hefur orðið að hætta við mánudagsútgáfu. Því er nú aukin ástæða til að styrkja blaðið t.d. með fjölgun áskrifenda. Ég er sannfærður um að dreifbýlisbúar og einnig margir íbúar stórborgarinnar munu sjá eftir NT ef svo illa tekst til að það hættir að koma út og rödd þess hverfur. Við hijótum að gera okkur grein fyrir að Tím- inn gamli er ekki til lengur og að mjög erfitt er fyrir nýtt blað að keppa við stórblöðin DV-ið og Moggann. íhaldsöflin yrðu þá næstum eða alveg einráð um dagblaðsútgáfu. Er Steingrímur að splundra flokknum? Síðara atriðið í grein Bald- urs sem mig langar til að fara fáeinum orðum um er varðandi fylgi Framsóknarflokksins. Mér skilst að hann telji fylgi flokksins með meira móti núna eða hafi ekki verið eins mikið s.l. 10 ár. Betur að rétt reynist, en ég er bara ekki viss um að svo sé. Síðast þegar fjölmiðlar greindu frá niðurstöðu skoð- anakönnunar kom Framsókn- arflokkurinn mjög illa út og átti samkvæmt því að hafa tapað 7 þingmönnum af 14. (Þetta var eftir að grein Bald- urs var skrifuð). Nú er það reynslan að flokkurinn fær lægra hlutfall í skoðanakönnun en kosningum en hér er um mun meira frávik að ræða. Mörgum flokksmönnum finnst að ráðherrar Framsókn- arflokksins hafi verið langt of undanlátssamir við íhaldið og að afleiðingarnar bitni mjög á láglaunafólki og á landsbyggð- inni. Svonefnd „frjálshyggju- stefna“ íhaldsins er farin að tröllríða þjóðfélaginu og á eftir að gera það meir ef fram fer sem horfir. Ég nefni sem, dæmi að vextirnir voru gefnir frjálsir. Flokksblöð bjarga I ?1)„ ,.d. uro i riwiitmarsictnu a,Ma ui. . en geta drepið þá ÍÍllÍ &R, oháft wo flokkurinn hcfut ckk- ^ótouon lcneur . óháð svo flokKunuu CrnmSÓkn • mt í oær unuir . rhSsrB SSSÍÍiiw 'i; &a=rs=«s SÍsSríVS \ prcin HiVMnunJar Staða Framsóknar ekki saíSraP SKSS. NTcr -frjálst ogóhaö . í>voo urrnn .. c„v,n hcfur hygfft kcnuir franr '•crt.cnnflcp kiSun. sú aft luccri .* úrúsrr oipaulhr vinsiri. cn l’u" nu.nr.n. Wairiil hi lil Itxcri t'c •tði örðucnr;i .ccnal'C" ;t‘V ..flohhs- ifi vcrið ccii irin's’of- unnn ^'^V^nlfur ffiSrSúl. opsnrúl, a.Vnts l--'ú ' . (ur tioU- sthusiu ‘'“Íjju þcnnun .irrta („ugmcnm AlUn^n. ^ Siftgú, U hcfurlloUurinn SSkSíe bU,nn fú iw Par af siðuslu tvö'úrin nrcð hofuðands.xð- Framsókn. þar ••> nu NT.máltvanfrjilv lyndis, samvinnu og lélagshyggju ;lð Nu Ct m NT sc drtflrútð "mt-tr-^narltoUs,., 0„ þiónifloliknum|r;tnrrri;hc - urcncairrlt Ttnrnrtrcciðt A I' ^i.UtrMcmal'oarrh^ Ivtrdis. sanrvtnnu .01- rirSi^ frláðsins. Pað vtll svo ttI " Framsóknarflokkurmn hyggir "u'nusinabtiŒS háuum og þ't s’y's þau sómu sjónarmtð og Fram sirknarflokV.ur,nn stcndur lyrtr áwKttSs sóknarmonnum og nafmð of SrSpóg samíclagt l'Ucscnda a skua ^m'cu'hr'crra flokka^kvtk- þar cngu t>cssi slctna indictcaþa hlu,, Pcss, n Waöstns hclur •^ , i-irðvCil Ofi nu cr ^ x ' 4.1 s þusund ciniokunr d.tF- ^^.^"SSStðu^un uthtciðslan ktmriir t'iðtir t lo'u ,.r að flokksblirð ekki í nútrmasamféfagt- uháfaíhaldsmcnnáttað sssasi það cr auðvitað ha Sisk,° Sama má scg|a um PDV. En hlóðrn ctuÞa ckk, bandingjar þcss cö;, paUS?mðlhxmPauerus,alf- ohcrnurn ‘ , • s^u nokk- StiSsS flokksbloð. Jón u,n oc »J T-n ">”l"> 11 ' , ÍTÍMA MMiÓTÍMA Siálfstæðisflokkmn. r.n n--;- u'^mikinn'ouVing af frjá'r" ffihtrl^^. ogólráðu blað^ogcj ^cnn ahla ^1» má segia unr ckk, að Ua S all ^ Isaii liiii nicð ..inalsum ... utn. Samvinnuhreyf ingin- vinalaust tröll eða brjóstvörn félagshyggjunnar ■ Það urðu margir fyrir von- brigðum með framsóknar- menn á Alþingi í fyrradag að þeir skyldu ekki manna sig í það að fella útvarpslagafrum- varpið í neðri deild eftir að viðreisnarmódelið var búið að samþykkja óheft frelsi til aug- lýsinga öllum til handa. Það er vitað mál að frumvarpið í nú- verandi mynd kemur til með að gera nær út af við önnur blöð en Morgunblaðið og DV því að auglýsingamarkaðurinn þrengist alveg gífurlega. Auk þess þýðir þetta að tekjur Ríkisútvarpsins af auglýsing- um snarminnka, þar með þarf að hækka afnotagjöldin og þá hækkun greiðir einnig fólkið á landsbyggðinni, sem lítils mun njóta af hinum „frjálsu" út- varpsstöðvum. M.ö.o. lands- byggðin er skattlögð til þess að fólk í höfuðborginni geti af- menntað sig með glápí á sápu- óperur og kúrekamyndir og hlustun á graðhestamússíkk. Vonandi standa framsóknar- menn sig betur í efri deild minnugir þess að enginn tekur mark á flokki sem situr hljóður hjá þegar tekist er á um grund- vallaratriði í stjórnmálum. Vingast við hægri öflin Það hcfur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þróun mála undanfarin ár að Samband íslenskra samvinnufé- laga tiefur í síauknum mæli reynt að vingast við hægri öflin í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í því að ungir Heimdell- ingar liafa átt greiða leið að hæstu stöðum og Sambandið hefur ekki á nokkurn hátt verið í fararbroddi umræðu um samvinnuhugsjón og félagshyggju. Sambandið hef- ur að flestu leyti verið rekið sem hvert annað fyrirtæki og er kannski gott dæmi, að það hefur engan lit sýnt í að auglýsa meira í málgagni frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju en blöðum sem leynt og Ijóst styðja einkarekstur og ekkert annað og um leið þau pólitísku öfl sem í gegnum tíðina hafa barist hatrammlega gegn sam- vinnuhreyfingunni, talið liana sinn höfuðfjandmann og heimtað aftöku hennar hvenær sem tækifæri hefur gefist. Vinalaust tröll Þessi viðleitni Sambandsins hefur beðið skipbrot því að árásum á þessi samtök fólksins hefur síður en svo linnt og hafa í seinni tíð ekki verið hat- rammari en undanfarin miss- eri. Þessi stefna Sambandsins sem lýsir sér m.a. í þátttöku í fjölmiðlafyrirtækinu ísfilm ásamt Morgunblaðinu, DV og Reykjavíkurborg hefur hins vegar grafið undan trausti hreyfingarinnar meðal félags- hyggjufólks allra gerða og má segja að hreyfingin standi nú uppi sem tiltölulega vinalaust tröll í íslensku þjóðfélagi. Þeir vinir sem hún kýs sér vilja hana feiga en hún virðist ekk- ert vilja hafa með þá sem vilja kjósa sér hana að vini. Þetta er ömurleg staða fyrir hreyf- ingu sem í öndverðu nærðist af samhjálp og samvinnu og þreifst á þeim vilja fólksins að sneiða hjá kaupmannavaldinu í kaupum og sölu á nauðsynj- um og afurðum. En ekki virðist öll von úti enn að hreyfingin geti unnið traust þess fólks sem vill henni vel og hún á að berjast fyrir. Innan raða henn- ar finnast félagshyggjumenn sem hafa vit á rekstri á við hvaða alþjóðlegan bisniss- mann sem er og þegar líður að því að forstjórastóllinn losni vona samvinnu- og félags- hyggjumenn innilega að einn slíkur setjist í þann stól. Höfuðóvinur samvinnuhreyf- ingarinnar í gegnum tíðina Morgunblaðið flytur í gær lítt hlutlausa fréttaskýringu um efnið og leynist ekki að stoð og stytta kaupmannavaldsins vill sjá í stólnum bisnissmann sem beri það lítt fyrir brjósti að tengja þennan mikla verslun- arrekstur jákvæðum öflum í íslensku samfélagi. Það er auðvitað draumur blaðsins að Sambandið verði rekið eins og hvert annað hlutafélag eins og borið hefur á í gegnum tíðina og víst er að ef svo fer siglir þessi mikla fjöldahreyfing inn í framtíðina vinalaus og án þeirra sterku tengsla við félags- hyggjufólk í landinu sem hún verður að sækja næringu sína til eigi hún að verða einhvers virði. Val á forstjóra Sambands- ins er nefnilega ekki spurning um rekstur, um hæfiieika kandidata í þeim efnum efast enginn, það er spurning um áherslur félagslegar, ákvörðun sem í keðju með öðrum ákvörðunum ákvarðar gildi samvinnuhreyfingarinnar í framtíðinni og mun á sama hátt mjög móta samfélag okkar. Þess vegna er mikið í húfi og það skynjar hið mikla blað. Baldur Kristjánsson.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.