NT - 14.06.1985, Blaðsíða 5

NT - 14.06.1985, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. júní 1985 5 Meðmælaganga - ekki mótmælaganga, segir Þór Jakobsson ■ „Þetta á ekki að vera neitt íþróttaafrek, allir eiga að geta verið með í göngunni. Rútur verða á leiðinni sem taka fólk upp í og flytja það áleiðis, svo það geti hvílst og gengið aftur með hópnum. Þetta er í raun- inni boðganga.“ Svo mælti Þór Jakobsson, veðurfræðingur, sem á hug- myndina að Sólstöðugöngunni, sem hefst á Þingvöllum að morgni 21. júní og lýkur í Reykjavík um kvöldið. Þór sagði að tilgangurinn með göng- unni væri að sameina fólk eina dagsstund og fá það til að hugsa um hið jákvæða í tilverunni. Þetta væri „meðmælaganga"; ekki væri verið að mótmæla neinu. Hefur Þór áform um að gera göngu þessa síðar meir að alþjóðlegum viðburði. NT tók Þór tali á skrifstofu hans á Veðurstofunni og bað hann um að segja frá göngunni. „Lagt verður af stað kl. 7 frá Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður, séra Heimir Steinsson, mun halda stutt ávarp við brottförina og síðan verður gengið rösklega af stað. Fyrsti hópurinn getur svo hoppað upp í rútu eftir klukkutímagang og aðrir taka við. Ekki er ætlast til að neinn gangi alla leiðina, en einhverjir göngugarpar á borð við Reyni gætu náttúrulega viljað það. Aðalatriðið er að gangan ■ Þór Jakobsson, sem átti hugmyndina að Sólstöðugöng- unni, sést hér vera að æfa sig fyrir hana. haldist óslitin. Á leiðinni verða ýmsir áningastaðir þar sem boð- ið verður upp á ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks. Á Hádegisholti verður t.d. stansað, snætt, og horft á torf- hlöðumenn. Hlýtt verður svo á söng Álafosskórsins í Álafoss- verksmiðjunni. Á sólstöðumínútunni, kl. 10:44 f.h., verður stoppað og þess minnst að þá er jörðin á ysta hluta sporbaugs síns um jörðu. Stór áningastund verður síðar hjá Árbæjarsafni og loks haldið til Kjarvalsstaða, þar sem ýmislegt verður á seyði. Við ætlum að reyna að fá fólk sem býr við gönguleiðina að taka þátt í þessu líka. En aðal- atriðið er að gangan haldist óslitin og takist vel og verði þannig vísir að enn stærri göngu næsta sumar.“ - Hvenær fekkstu upphaflega hugmynd að slíkri göngu? „Ætli það hafi ekki verið meðan ég var í Kanada, fyrir svona sjö árum. Gangan hefði alveg eins getað hafist þar, en ekki er úr vegi að það verði á íslandi, þar sem það er u.þ.b. miðja vegu í Atlantshafi." - Liggur mikil skipulagning að baki þessu? „Umræður um þetta stóðu í allan vetur, milli mín og ýmissa annarra. Eiginleg framkvæmd hófst þó ekki fyrr en um vorið. Margir aðilar, eins og Rauði Krossinn, ÍSÍ og skátarnir, höfðu áhuga á þessu. Þetta var þó of seint til að þau gætu tekið þetta inn í sín plön, en vonast er eftir þátttöku þeirra í form- legri skipulagningu næsta ár. 1 vor fengum við svo fram- kvæmdastjóra til starfa, Hrólf Ölvisson. Skrifstofa okkar er í Templarahöllinni og síminn er 21618, og þiggjum við ráð og hugmyndir frá öllum sem hafa áhuga á göngunni. Við höfum fengið stuðning, í formi auglýsinga, frá ýmsum fyrirtækjum, en höfum engan aðalstyðjanda. Næsta árstendur til að þetta verði sjálfstætt fyrir- tæki.“ - Hvenær hyggist þið gera þetta að alþjóðlegum viðburði? „í tímaritinu Jörð, sem við gefum út og fjallar um þessa göngu, stendur að heimsgangan hefjist 1989. Sú tala er þó bara byggð á ágiskunum, formlegur undirbúningur hefur ekki hafist erlendis. Ég hef þó rætt um þetta við fólk, þegar ég hef verið á ferð erlendis og alltaf fengið jákvæð viðbrögð. Stefnan er að næsta ár verði svipuð ganga haldin einhvers- staðar erlendis, t.d. í Kanada eða á Norðurlöndum. Ég hef einkum Norður-Ameríku í huga, fólk þar er mjög meðtæki- legt fyrir svona löguðu. Best væri að geta virkjað stórarhreyf- ingar, sbr. Rauða Krossinn og íþróttahreyfingar, því þær eru vanar mikilli skipulagsvinnu. Hins vegar búumst við ekki við að allir gleypi við þessu á stundinni og mörgum gæti fund- ist þetta alveg út í bláinn. En við höfum í huga að þessi táknræna athöfn gæti stuðlað að nánari samstarfi milli þjóða, því áhersl- an í þeim verður á hinu jákvæða í eðli mannsins. Við erum handviss um að heimsganga sé vel fram- kvæmanleg." Hallgrímur Helgason sýnir í Listmunahúsinu ■ „Ég reyni að festast ekki í ákveðn- um ismum og mála þess vegna á breiðum grundvelli. Ef maður er sannur þá hljóta að myndast ákveðin einkenni sem myndirnar eiga sameigin- leg . Þessi einkenni vil ég nefna neon-klassík,“sagði Hallgrímur Helgason í stuttu spjalli við NT í gær, en Hallgrímur opnar sýningu á 30 olíumálverkum og fjölda teikninga í Listmunahúsinu þann 15. júní kl. 14.00. „Þessi salur er svolítið erfiður en ég hef tekið mið af lögun hans og allt hefur gengið vel. Myndirnar þurfa engrar sérstakrar lýsingar við því það stafar afþeim ákveðinni birtu, jafnvel í skammdeginu, enda allar málaðar í vetur,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur Helgason er fæddur árið 1959. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands í einn vetur og einn vetur var hann við Akademíuna í Munchen. Hann hefur áður haldið sex einkasýningar. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga og sunnudaga kl. 14.00- 18.00. A 17. júní er opið frá kl. 14.00-20.00. Lokað þriðjudaginn 18. júní og á mánudögum. Sýningin stendur til 30. júní.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.