NT - 06.07.1985, Page 3
Oagngerar breytingar
hjá Radíóbúðinni
■ Hjá Radíóbúðinni í Skipholti hafa sérfræðingar frá
Bang-Olufsen unnið að breytingum á innréttingum
undanfarnar vikur. Fjórir menn komu gagngert frá
fyrirtækinu og settu þessar smekklegu innréttingar upp í
versluninni. Myndin er af sérstökum bás þar sem vörur
frá Bang-Olufsen eru til sýnis. NT.m,nd GUðjó„
Hvar fást
ódýruílar-
teppi á
gólfið?
■ Hvar fást ódýr ullarteppi á höfuð-
borgarsvæðinu? Með þá í huga sem
hyggjast klæða gólf sín áður en vetur
gengur í garð, ákvað blaðamaður NT
að athuga málið. Leitað var til nokk-
urra stórra verslana er selja teppi í
metramáli.
Teppabúðin, Suðurlandsbraut,
flytur inn belgísk iykkjuteppi með
áföstum svampbotni sem kosta kr.
595 hver fermetri. Reyndar má geta
þess að töluvert er flutt hingað til
lands af teppum frá Belgíu.
Hjá Parma, Reykjavíkurvegi, í
Hafnarfirði, fást hollensk ullarteppi
nteð áföstum svampbotni. Þetta eru
einnig lykkjuteppi, en þau eru ai-
mennt ódýrari heldur en uppúr-
klipptu teppin, þar sem þau eru
gisnari og framleidd á annan hátt.
Hver fermetri af þessum hollensku
uliarteppum kostar kr. 774.
Teppaland, Grensásvegi, selur
lykkjuteppi úr ull á kr. 824 fermetr-
ann. Þetta eru belgísk teppi, með
áföstum svamp-filt botni.
Ekki má gleyma Álafossteppunum.
Þau eru frábrugðin flestum hinna að
því leyti að botn þeirra er úr striga,
og er þá notast við undirlag úr öðru
efni, þannig áð lögin verða tvö. Þetta
eru uppúrklippt teppi og fást ódýrust
á kr. 852 hver fermetri.
Teppadeild JL býður viðskiptavin-
um sínum uppúrklippt belgísk ullar-
teppi. Þau eru með áföstum gúmmí-
botni, eins og algengt er, og nú kostar
hver fermetri af þessum teppum kr.
955.
í Málaranum, Grensásvegi, fást
lykkjuteppi úr ull, en hver fermetri af
þeim kostar kr. 1.050.
BLAÐ SEM
Á ERINDI
TIL ÞÍN
Mazda 626
BHAR MINNST
BYÐGAR MINNST!
Samkvæmt könnun, sem hið virta þýska tímarit STERN gekkst fyrir nýlega kom í Ijós að
MAZDA 626 ryðgar minnst allra bíla, sem seldir eru í Þýskalandi. Ennfremur sýndi könnun,
sem gerð var af vegaþjónustu Félags bifreiðaeigenda í Vestur-Þýskalandi að MAZDA 626
bilar minnst allra bíla í millistærðarflokki þar í landi.
Eins og allir vita gera Þjóðverjar afar strangar kröfur til bíla um gæði og góða aksturseigin-
leika. Það er því engin furða að MAZDA 626 ER LANG MEST SELDI JAPANSKI BÍLLINN
í ÞÝSKALANDI!.
Við eigum nú nokkra af þessum úrvalsbílum til afgreiðslu strax úr síðustu sendingu, á sér-
lega hagstæðu verði, eða frá kr. 448.500.
Sterkari en
gerist og gengur
Ný 8000 fm. MAZDA sölu- og þjónustumiðstöð
BÍLABÖRG HF
Smiðshöfða 23 sími 812 99