NT - 06.07.1985, Page 7

NT - 06.07.1985, Page 7
6. júlí 1985 7 Fjarstýrðir bíl- skúrshurðaopnarar ■ „Við höfum selt a.m.k. hátt á annað þúsund bílskúrshurðaopnara frá upphafi, og nú seljum við svona 300 stykki á ári,“ sagði Jóhann Ólafs- son, framkvæmdastjóri. „Eins og allt- af þegar nýjungar eru kynntar hér á landi, þá tekur langan tíma að öðlast traust manna gagnvart hinni nýju vöru. Fyrsta árið sem við fluttum inn þessa opnara, þá seldust 6 stykki, síðan seldust 12 stykki, og svo koll af kolli. Nú er eftirspurnin sívaxandi og þessi tæki eru í notkun um allt land.“ Að sögn Jóhanns eru GENIE-bíl- skúrshurðaopnararnir bandarískir að gerð, en Astra hóf innflutning á þeim árið 1972. Með öllum búnaði kostar fyrrnefndur opnari kr. 19.700, og uppsetning kostar kr. 2.000. Vélin er knúin rafmagni og hefur togkraft frá 3-70 kg og ræður því við allar þekktar tegundir bílskúrshurða. Ef vélin getur ekki lokað hurðinni fyllilega þ.e. ef einhver hindrun er fyrir, þá opnast hún aftur. Ef vélin er ónothæf af einhverjum orsökunt t.d. vegna tíma- bundins rafmagnsleysis, þá er auðvelt að taka hana úr sambandi svo hægt sé að opna upp á gamla mátann. Hægt er að stilla fjarstýribúnaðinn þannig að óviðkomandi getur ekki opnað. Jóhann bætti því við að þar sern vélin sjálf er varin innanhúss, þá hefur veðurfarið engin áhrif á opnunarkerf- ið, og hann sagði jafnframt að hann vissi ekki til þess að GENIE-opnari hefði bilað hér á landi í þessi 13 ár sem liðin eru. „Pað er mjög algengt að t.d. fólk gefi öldruðum foreldrum sínum fjar- stýrða bílskúrshurðaopnara, og svo má geta þess að öryrkjar geta fengið tæki hjá okkur, sem svo eru endur- greidd af Tryggingarstofnun sam- kvæmt mati,“ sagði Jóhann. „En ég vil auðvitað ítreka að þessi búnaður er ætlaður hverjum sem er.“ Hvað varðar viðhald og meðferð GENIE-opnaranna, þá lagði Jóhann áherslu á mikilvægi þess að hurðirnar sjálfar séu í góðu lagi þ.e. að stundum sæist mönnum ekki fyrir í sparnaðin- um og keyptu járn sem bæru illa þungar hurðir. Astra annast uppsetn- ingu bílskúrshurðaopnaranna, eins og áður er getið um, og svo almenna viðgerðaþjónustu í sambandi við þá. Fyrirtækið flytur einnig inn nýja teg- und bílskúrshurða, sem njóta mikilla vinsælda, og eru víða notaðar í svo- kölluðum bílskýlum. ■ Fyrirtækið Astra flytur inn fjar- stýrða bflskúrshurðaopnara af GEN- IE-gerð. ABOT FOSTU- DAGA NYR VALKOSTUR Á útveggi Snorrahúsa hefur hingað tii verið hægt að fá m.a. Ióðrétta timburklæðningu, glerfiberplötur með kvartsmulningi o.fl. Og enn aukast valkostir Snorrahúsa. Nú framleiðir Húsasmiðjan Snorrahús með múrsteinshleðslum ýmiss konar og notar f þær úrvals þýskan múrstein. Hvort sem húsin eru stöðluð eða sérteiknuð með óskum hvers og eins, gefúr múrsteinshleðslan stórkostlega möguleika. Kynntu þér hinn nýja valkost. Verið ávallt velkomin í Húsasmiðjuna. LIFANDI BLAÐ! HÚSA SMIÐJAINI Súðavogi 3-5, 104 Reykjavik - Sími 687700 0 ÖRKIN

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.