NT - 24.07.1985, Blaðsíða 12

NT - 24.07.1985, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 24. júlí 1985 12 AÆTLUNARFERÐIR Reykjavík - Akureyri - Reykjavík FERÐAÁÆTLUN VIKUDAGAR 15/5-30/9 S M Þ M F F FRÁREYKJAVÍK 11,00 08,00 08,00 08,00 08,00 08,00 -AKUREYRI 12,00 09,30 09,30 09,30 09,30 09,30 15/6-31/8 FRÁREYKJAVÍK 14,00 14,00 14,00 -AKUREYRI 14,00 14,00 1/10-14/51986 FRÁREYKJAVÍK 08,00 08,00 08,00 08,00 08,00 08,00 -AKUREYRI 09,30 09,30 09,30 09,30 09,30 09,30 Dæmi um fargjöld sumarið 1985 REYKJAVÍK-AKUREYRI kr. 980.- — -VARMAHLIÐ kr. 770.- — -BLÖNDUÓS kr. 660.- — -HVAMMSTANGI kr. 535.- — -HRÚTAFJÖRÐUR kr. 500.- L 08.00 09,30 08,00 09,30 Athugið að ferðir okkar tengjast ferðum áætlunarbíla til Húsavíkur, Dalvíkur, Sauðárkróks, Siglufjarðar og frá Akureyri til Hólmavíkur suma daga vikunnar. SPRENGISANDUR - KJÖLUR Bjóðum upp á ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar um Sprengisands og Kjalvegsleiðir þar sem farið er á einum degi hvor leið. BrottförfráReykjavík: Norður Sprengisand til Akureyrar MÁNU- DAGA og FIMMTUDAGA kl. 08.00, Norður Kjalveg til Akureyrar LAUGARDAGA kl. 08.00. Brottförfrá Akureyri: Suður Kjalveg til Reykjavíkur MIÐVIKUDAGA og LAUGARDAGA kl. 08.30. Suður Sprengi- sand til Reykjavíkur kl. 08.30. Ferðir þessar seljast með leiðsögn og fæði þann daginn sem ferðast er. í ferðum þessum gefst fólki tækifæri á að sjá og heyra um meginhluta miðhálendisins, jökla, sanda, gróðurvinjar, jökulvötn, hveri og margt fleira í hinni litríku náttúru íslands. Hægt er að fara aðra leiðina eða báðar um hálendið eða aðra leiðina um hálendið og hina með áætlunarbílum okkar um byggð og dvelja norðanlands eða sunnan að vild því enginn er bundinn nema þann daginn sem ferðast er. Fargjöld sumarið 1985 Fullorðnir: önnur leiðin um Sprengisand eða Kjöl ........ kr. 2.400.- báðar leiðir um hálendið .................... kr. 4.300.- önnur leiðin um hálendið og hin um byggð .... kr. 3.025.- Yngri en 12 ára önnur leiðin um hálendið..................... kr. 1.800.- báðar leiðir um hálendið .................... kr. 3.240.- Önnur leiðin um hálendið og hin um byggð ... kr. 2.060.- Ferðirnar norður Kjöl og suður Sprengisand verða frá 13/7-19/8. Aðrar ferðir verða eins og undanfarin ár þ.e.a.s. eftir færð og aðstæðum í iúlí og ágúst. í ferðunum um hálendið er innifalið í verði: Ferðir, leiðsögn og fæði þann daginn sem ferðast er (einu sinni matur og tvisvar kaffi eða te og brauð) þetta á ekki við í ferðunum um byggð. Nánari upplýsingar gefa B.S.Í. Umferðamiðstöðinni Reykjavík, sími 22300 og ferðaskrifstofa Akureyrar sími 25000 og einnig afgreiðsla sérleyfisbíla Akureyri sími 24729 og við. NORÐURLEIÐ H.F. sími11145 ■ Ólafsfjörður. Þangað er dagsganga frá Dalvík en tveggja daga ganga til Siglufjarðar. Sömuleiðis er sniðugt að ganga upp á Súlur fyrir ofan bæinn. Það er þó mun lengri ganga, tekur um sex tíma fram og til baka ef talin er með smá keyrsla upp í Glerárdal í byrjun. En þessi leið er mikið upp í móti, frá 200m hæð er farið upp í 1130m. Hlíðarfjallið býður upp á fleira en skíðaiðkun. Það tekur um tvo tíma að ganga upp á Hlíðarfjallsbrún frá hótelinu. Oft er farið upp Manns- hrygg og sömuleiðis hjá Reithólum. Arni nefndi einnig ýmsar styttri göngur og skoðunarferðir á vijð göngu eftir fjörunni fallegu við Árskógs- strönd, niður hjá Víkurbakka. Einnig er skemmtileg ganga að búða tættun- um fyrir ofan Gáseyri, en þar var eitt sinn kaupstaður, Gásakaupstaður. Þar ekki langt fyrir norðan er Fagriskógur, fæðingarstaður Davjðs Stefánssonar. Fyrir ofan bæinn er Kötlufjall og einnig Hillurnar og eru þarna einnig vinsælar gönguleiðir. Austan fjarðarins eru fleiri skemmtilegar gönguleiðir. Ef farið er upp úr Höfðahverfi á Kaldbak er um að ræða svipaða hækkun og í Súlum. Ferðin tekur um 6-8 tíma fram og til baka. Farið er upp meðfram Grenjá nálægt Finnastöðum. Sömuleiðis er hægt að fara frá Höfðahverfi upp að Blámannshatti, sem er hæsta fjallió í nágrenninu, 1201m. Frá Ytra-Hóli í Dalsmynni er 5-6 tima gangur eftir Gönguskarði austur fyrr til að hestaferðir væru möguleg- ar. Ekki þarf hins vegar að vaða neina ár ef gengið er eftir Þorvaldsdal frá Fornhaga í Ilörgárdal og út á Ár- skógsströnd. Sú ganga þykir vera skemmtileg og tekur um 7-8 tíma. Ýmsar vinsælar göngur hefjast í Glerárdal fyrir ofan Akureyri. Ein möguleg leið er upp dalinn að Kerl- ingu og Glerárhnjúk. Þaðan er sveigt til austurs, niður Finnastaðadal, að Finnastöðum og Grund í Eyjafirði. Þessi ganga tekur um tíu tíma. í stað þess að fara austur út úr dalnum er hægt að fara til vesturs, þá upp Tröllafjall og eftir Bægisárdal niður í Hörgárdal. Þetta þykir erfið leið en harðasta göngufólk getur farið hana á einum degi. Víða fram á firði eru fjöll og dalir sem eru skemmtilegir til göngu. Aust- ur af Saurbæ er Núpufell og þar fyrir ofan er Núpufellsöxl. Þaðan er mjög gott útsýni yfir Eyjafjörð. Leyningshólar á móti Vatnsenda eru skógi vaxnir og þekja nokkra ferkílómetra. Nálægt þeim eru fleiri skemmtileg göngusvæði, svo sem gilið hjá Torfufellsá og Villingadalur. í kringum Akureyri bjóðast líka margar hressandi gönguleiðir. Auð- veld ganga er upp úr Kjarnaskógi og upp á klettana bak við skóginn. Þaðan er gott útsýni yfir Akureyri og fjörðinn. Þessi stutta ganga tekur einungis um hálftíma hvora leið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.