NT - 25.07.1985, Blaðsíða 1
Húsavíkurrall • Rallykross •
Reynsluakstur Mitsubishi Pajero
Turbodísel • Porschesýning
Rallykross á Húsavík:
Voffinn
vann
25. tölublað
2.árgangur
Fimmtudagur
25. júlí
1985
Umsjón:
Ari Arnórsson
Bjallan brunar. í baksýn nokkrir hinna fjölmörgu áhorfenda.
■ Klukkan 2 á sunnudaginn eftir
Húsavíkurrallið (og ballið) hófst
Rallykrosskeppni á brautinni góðu
rétt ofan við bæinn. Keppendur urðu
átta, allir utan einn rallarar gær'dags-
ins. Þótt þeir hefðu þolað tveggja
daga 350 kílómetra keyrslu í grjóti og
dóti biluðu þeir unnvörpum í kross-
keppninni eftir mismunandi Iangan
akstur.
Á endanum hafði Jón Hólm erindi
sem erfiði. Hann kom með sérsmíð-
aða KrossVoffann sinn í eftirdragi frá
Reykjavík aðeins til að aka nokkra
hringi og skemma hann. Eftir harða
og tvísýna baráttu við Bjarma Sigur-
garðarsson þar sem þeir skiptust á að
ná betra starti vann Jón úrslitariðil-
inn. Bjarmi glefsaði í hæla hans þar
til hann sá alls ekkert út lengur, var
við að lenda út af og hætti. Framrúðan
var margbrotin og þakin drullu eftir
grjót- og forarhríðina frá Voffanum og
þurrkurnar hættu að virka. Svo fór
einnig hjá Árna Óla Friðrikssyni, en
hann kláraði samt í öðru sæti staðráð-
inn í að verða á undan Birgi Vagns-
syni á OfurCortínunni.
Áttu fáir von á þeim úrslitum því
tveir 250 hestafla bílar hófu keppni
auk Bjarna á Talbot og Jóns Ragnars-
sonar á Escort. Jón komst tvo tíma-
tökuhringi en í fyrsta startinu snuðaði
kúplingin hann.
„Lítum á björtu hliðarnar," sagði
Jón, „þetta hefði getað gerst í gær,“ |
og þar með fellt hann úr rallinu líka. |
Borgnesingurinn Brynjólfur missti
líka tengslin mikilvægu milli vélar og
gírkassa og var úr. Árni Oli stoppaðit
í einum riðlinum vegna bilaðs gírkassa
en það tókst að laga þannig að hann
kláraði (án þriðja gírs) í öðru sæti.
Þriðji maður, Birgir, bætti sér upp
vonbrigði gærdagsins þegar vegskelfir
Vagnssona fór ekki í gang eftir
hádegishlé hvað sem reynt var.
Birgir Bragason sneri líka til við-
gerðarmanna sinna áður en lokið var
einunt riðlinum því Toyotan gamla
yfirhitnaði. Eftir kalda bakstra á
ennið, gott tiltal og vatnssopa féllst
hún þó á að klára.
Eiríkur Friðriksson var líka til alls
líklegur, en nú var bíilinn ekki heldur
í sínu besta stuði, hálf heilsulaus líka
og náði ekki að halda í við kraftmik-
■ Barátta Jóns á Voffanum og
Bjarma á Talbotnum var hörð en
réðst af því hvor náði betra starti.
Talbotinn hafði kraftinn framyfir en
framúrakstur er mjög erfiður.
Vjy ‘ /' ■>
*'< 'i* ,. /■- „ '
- r. 'r <
• „..............................................................................................................
■ Splask! Drullupollurinn þessi gerði mönnum lífið leitt með því að setjast í
þykkt ógagnsætt lag á rúðurnar svo útsýnið hvarf.
inn Escort Árna Óla. rallykross verður haldið innan fíðar á
Úrslitin því nokkuð óvænt eins og nýrri braut BÍKR á Kjóavöllum við
í rallinu daginn áður, tvöföld von- Rjúpnahæð hér á höfuðborgarsvæð-
brigði fyrir Bjarma og Eirík sem inu, og verður auglýst síðar.
gengið hafði illa þá. Hvað um það, A.A.
Rallykross • Úrslit
1. Jón Hólm Volkswagen Bjalla 2200
2. Árni Óli Friðriksson Ford Escort RS 2000
3. Birgir Yagnsson Ford Cortina HH 2000