NT - 26.07.1985, Page 8
■*&***£&»
Föstudagur 26. júlí 1985 8
Sigtryggur Eiríksson
Jón Sigurðsson
Stóra-Lambhaga II.
Fæddur 26. ágúst 1924 - Dáinn 15. júlí 1985
Við hittumst fyrst fyrir þrett-
án árum. Ég 15 ára unglingur að
hefja störf hjá Skógræktarfélagi
Reykjavíkur. Handtök hans
ómæld. Ég er sendur með hon-
um að leggja vatnsleiðslur unt
gróðurreiti stöðvarinnar. Fullur
metnaðar skrúfa ég og skrúfa,
tengi rör við rör. Reyni að
sýnast eitthvað geta. Legg á
minnið að þegar hert er þá er
skrúfað frá hægri til vinstri. Gýt
svo augum til verkntannsins sem
fer öruggum höndum um alla
hluti. Ég skynjaði ekki að
hverju handtaki fylgdi bæn til
handa því lífi sem vatninu var
ætlað.
Ég vissi ekki þá að þessi
maður lagði sál sína í allt það
sem hann tók sér fyrir hendur.
Undrið var að ég fékk að kynn-
ast og eignast hlut í þessari sál.
Sigtryggur Eiríksson var list-
rænn hagleiksmaður. Verk hans
og kúnstugir smíðisgripir bera
þess glöggt vitni. Margan
„pjakkinn“, en það kallaði hann
iðulega stóla sem smíðaðir voru
úr íslenskum viðargreinum, gaf
hann skyldmennum sínum og
vinum. Þeir eru djásn í hverri
stofu.
Það er oft erfitt að geta sér til
um hvað orsakar samkennd
manna, sem þróast upp í vin-
áttu. Ef til vill var það hesturinn
sem var hvatinn að vináttunni
sem síðan styrktist er ég og
Bella sonardóttir hans rugluð-
um saman rcytum okkar. Sonur
okkar Vilhjálmur Karl var afa
sínum mikill gleðigjafi, seintek-
inn og varkár „eins og Votumýr-
arættin". En samband langafa og
stráks var mikið og gott. Oft
spurði Villi Kalli um langafa
sinn. Ekki kunni hann við að
hafa hann upp á spítala. Hann
vildi geta „snúsað" sig þegar
langafi tók upp baukinn í
Eskihlíðinni. Síðan var gott að
bregða sér á bak rugguhestin-
um. Langafi vissi líka að þetta
fór vel saman.
Hesturinn skaparans meistara
mynd
er mátturinn, steyptur íhold og
hlóð -
sá sami, sem bærir vog og vind
og vakirí listanna heilöguglóð:
E.B.
Ég hef engan þekkt sem unni
íslenska hestinum jafn fölskva-
laust. Oft gleymdum við stund
og stað einir tveir, allt eins úti í
horni á mannamótum. Við vor-
um komnir á bak áður en varði
og gjarnan var riðið eftir Þjórs-
árbökkum. Margur skeiðsprett-
ur var tekinn á stólunum í
Eskihlíð. Einu gilti þó fólkið
kímdi í kring. Við áttum þess
aldrei kost að ríða út sanian í
eiginlegri merkingu en frá-
sögnin og kenndin var svo sterk
að við fundunt ilminn úr makka
að loknum spretti. Vafalaust er
að Sigtryggur hefur verið með
meiri reiðmönnum þó ekki bæri
hann það á torg fyrir almenning.
Hann þurfti ekki videótæki nú-
tímans til tjáningar. Maður
heyrði sá og fann svo myndræn
var frásögnin af horfnum góð-
hestum. Það verða ekki ein-
göngu vinir og vandamenn sem
fagna komu hans. Ég veit að
þeir standa við stallinn horfnir
félagar og bíða þess að strokið
verði um múl og makka. Valið
verður erfitt en nóg hefur höfð-
inginn Skinfaxi beðið. Skyldu
þeir ætla sér af.
I dag verður til moldar borinn
vinur minn Sigtryggur Eiríks-
son. Þó leiðir okkar lægju ekki
saman nema unt áratug og
aldursmunurinn væri rúm 50 ár
þá tekur það til hjartans sent ég
sjái á bak æskuvini.
Guð hlcssi þig. Hari
Elsku afi minn er látinn.
Hann er búinn að fá sína hvíld
eftir langt dagsverk.
Minningarnar sækja á
hugann. Margar þeirra tengjast
á einn eða annan hátt Skógrækt-
inni í Fossvogi þar sem afi vann
í yfir 30 ár. Eg kom þar oft sem
lítil stelpa. Alltaf voru létt spor-
in niður í kjallara til afa sem
ætíð var að fást við einhverja
spennandi hluti sem heilluðu.
Vel var tekið á móti, þó ég
skynji það núna að ef til vill hafi
þar ekki verið heppilegur leik-
vangur innan um alls kyns verk-
færi og vélar. Oft var þá tekið
undir hendina á mér og sagt
„Komdu, ég ætla að sýna þér
hérna kúnstugan grip“ og svo
leiddi hann mig inn í horn þar
Fæddur 29. september 1906
Dáinn 21. júlí 1985.
f dag verður til moldar' borinn
frá Akraneskirkju, Hervar
Þórðarson, Suðurgötu 122 á
Akranesi.
Hervar var Vestfirðingur.
Uppalinn á Hlíð í Álftafirði og
í Álftafirði dvaldist hann sín
uppvaxtar- og manndómsár.
Hervar var sonur hjónanna
Þórðar Sveinbjörnssonar og
Sólveigar Einarsdóttur og
yngstur í stórum systkinahópi
þeirra hjóna. Hann vandist
snemma allri algengri vinnu,
eins og títt var þar vestra og
ungur fór hann að róa á bátum
frá Súðavík. Síðar var hann
vélstjóri á bátum þar og fórst sá
starfi vel úr hendi eins og annað
sem hann tók sér fyrir hendur á
lífsleiðinni.
Þegar ég kynntist Hervari,
var hann hættur að vera á sjó,
hafði verið magaveikur, en sú
veiki hrjáði marga, sem urðu að
búa við kassafæði, sem tíðkaðist
í þá daga þar vestra meðal
sjómanna. Hann var þá oftast í
landi við bátana f Súðavík og
eftirsóttur landformaður sökum
sinnar sérstöðu útsjónar og
reglusemi sem einkenndu hann
alla tíð. Við Hervar vorum tvær
vertíðar saman á bát frá Súða-
vík og minnist ég þess sérstak-
lega hve gott var að vinna með
honum. Vinnan var oft erfið og
vinnudagurinn langur, en allir
hjálpuðust að við verkið og þá
var ekki sama hvernig vinnu-
félagarnir voru og frá þessum
tíma minnist ég Hervars með
virðingu og þakklæti.
Eftirlifandi eiginkona Hervars
er Guðmunda Eiríksdóttir.
Guðmunda er uppalin á
Ströndum, en flutti ung með
foreldrum sínum til Súðavíkur
og þar lágu leiðir þeirra Hervars
saman. Þau hófu búskap í Súða-
vík á millistríðsárunum við erf-
iðar aðstæður og eignuðust átta
börn. Geta má nærri, hvort það
hefur verið auðvelt að koma
upp svo stórum barnahópi á
sem blasti við ýmist borð, stóll
eða eitthvað annað skemmtilegt
sem hann hafði verið að fást við
í frístundum. Þessir gripir eru
okkur sent eftir lifum minn-
isvarðar. Það var gaman að sjá
áhugann og kappið sem skein út
úr öllu fasi afa míns þá er hann
var að bjástra þetta og hreint
ótrúlegt hve fljótur hann var og
öllu haganlega fyrirkomið.
Það má með sanni segja að afi
hafi verið góður verkmaður. En
hann gladdist af fleiru en vinn-
unni. Flest lét hann sig varða.
Öllu lífi unni hann af hjarta,
einkum ungviði. Því er ljúft til
þess að hugsa hve sögur af
litlum langafadreng glöddu
hann síðustu ævidagana.
Fyrir börnum eru amma og
þeim erfiðu tímum. Þá þekktust
ekki tryggingabætur og ekki at-
vinnuleysisbætur. Ekki einu
sinni kauptrygging á bátunum.
En með guðs hjálp, dugnaði og
samheldni tókst þeim að koma
börnum sínum til þess þroska,
að allt er þetta hið mesta dugn-
aðar fólk, eins og þau eiga kyn
til.
Börn þeirra Hervars Þórðar-
sonar og Guðmundu Eiríksdótt-
ur eru:
Óskar, verkstjóri á Akranesi.
Eiginkona Sigríður Fjóla Ás-
grímsdóttir. Þau eiga 4 börn.
Fanney, sjúkraliði á Akra-
nesi. Eiginmaður Gunnar
Gestsson. Þau eiga 3 syni.
Sólveig, hjúkrunarfræðingur
í Reykjavík. Eiginmaður Leifur
Ásgrímsson, smiður. Þau eiga 3
börn.
Birna, búsett í Kópavogi.
Eiginmaður Jakob Jónatans-
son. Þau eiga 5 börn.
Svanhildur, búsett í Reykja-
vík. Eiginmaður Auðunn Snæ-
björnsson. Þau eiga 4 börn.
Eiríkur, vélstjóri á Akranesi.
Eiginkona Sylvía Georgsdóttir.
Þau eiga 4 börn.
Dóra, búsett á Hellissandi.
Eiginmaður Helgi Leifsson. Þau
eiga 4 syni.
Jón Trausti, smiður á Akra-
nesi. Eiginkona Júlíana Bjarna-
dóttir. Þau eiga 3 börn.
I kringum 1950 var mikil
deyfð í atvinnulífi í Súðavík og
fluttu þá margir þaðan. Þau
Hervar og Guðmunda fluttu þá
hingað til Akraness og hafa
búið hér síðan. Lengst á Suður-
götu 122. Hervar vann fyrst hjá
Haraldi Böðvarssyni & Co hf.
En síðustu árin vann hann hjá
Haferni hf., en synir hans, Ósk-
ar og Eiríkur eru eigendur þess
fyrirtækis ásamt þrem öðrum.
Hjá Haferni hf. lágu leiðir
okkar Hervars aftur saman, en
þar vorum við báðir starfsmenn
um árabil. Alltafvaránægjulegt
að staldra við hjá Hervari og
spjalla við hann um landsins
gagn og nauðsynjar. Hann var
afi eitt. Þegar ég hitti annað
hvort fann ég nálægð hins og ég
veit að svo verður þó leiðir skilji
að sinni.
Nú þegar afi er horfinn okkur
hér á vit nýrra verka þá vil ég
Guð þakka þér fyrir samfylgd-
ina með góðum afa og vini og
bið þig að blessa okkar dýrmætu
minningar.
Bella.
greindur vel og kunni á mörgu
skil, hvað sem umræðan snérist
um. En það var sama hvort
Hervar Þórðarson beitti línu í
Súðavík eða hlóð upp skreið
hjá Haferninum. Öll hans at-
höfn bar vott um alúðina við
starfið og snyrtimennskan var
svo einstök að eftir var tekið.
Fyrr á þessu sumri heimsótt-
um við burtfluttir Álftfirðingar
æskustöðvarnar. Þar voru þau
Hervar og Guðmunda, ásamt
fleirum úr fjölskyldunni, í för.
Engum datt þá í hug að svo stutt
væri til æfiloka þessa ágæta
Álftfirðings. En stundin var
komin aðfaranótt sunnudagsins
21. þ.m., og þá stoðar ekki að
biðjast vægðar, þó að fyrirvar-
inn sé stuttur.
Ég kveð frænda minn, Hervar
Þórðarson með söknuðu. Mér
finnst stórt skarð í vinahópinn.
Ég flyt Guðmundu og öllum
hans ættmennum minar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Bent Jónsson.
■ 450 fermetrar bættust við
verslunarrými Jóns Fr. Einars-
sonar í Bolungarvík, er opnuð
var viðbygging byggingar og
húsgagnaverslunarinnar í síðasta
mánuði. Með opnun hinnar
nýju verslunar stórbatnar öll
aðstaða verslunarinnar auk þess
sem unnt verður að fjölga vöru-
flokkum og auka fjölbreytni.
Um langt árabil hefur kjörorð
byggingarvöruverslunar Jóns F.
Einarssonar verið: „Allar bygg-
ingarvörur á einum stað“. Með
sanni má segja að með opnun
nýju verslunarinnar jnun þetta
kjörorð eiga enn frekari rétt á
sér en áður.
Á boðstólnum í í nýju versl-
uninni verða vitaskuld allar
helstu byggingarvörur auk mik-
ils úrvaís af húsgögnum, sem
mörg hver hafa verið keypt inn
beint frá útlöndum. Til viðbótar
verður nú opnað sérstakt
„Vinnufatahorn", þar sem seld-
ur verður fjölbreytilegur vinnu-
fatnaður frá Max.
í því húsrými sem áður hýsti
húsgagnaverslun fyrirtækisins,
verður nú aðstaða til að sýna
þiljur, plötur, panel og klæðn-
ingar. Auk þess sem til sýnis
verður eigin framleiðsla tré-
smíðaverkstæðis Jóns. Fr. Ein-
arssonar, svo scm gluggar og
hurðir.
Um þessar mundir lýkur Jón
Fr. Einarsson byggingameistari
einnig við tvö verk, sem fyrir-
tækið hefur annast í Bolungar-
vík.
Þegar manni voru sögð þau
tíðindi mánudaginn 15. þ.m. að
Jón Sigurðsson Stóra-Lamb-
haga hefði andast í svefni austur
á Eiðum nóttina áður, setti
mann hljóðan. Það er stundum
nokkuð erfitt að sætta sig við
orðna hluti, jafnvel þó þeir
gerist ekki að öllu leyti óvænt.
Okkur sem kunnug vorum
Nonna í Lambhaga, eins og
okkur var tamast að nefna hann,
var vel kunnugt um að hann
hafði á annan áratug barist við
þann sjúkdóm, erfara mun með
sigur af hólmi fyrr eða síðar.
Þeir eiginleikar Jóns að æðr-
• ast ekki eða flíka sínum tilfinn-
ingum sljóvgaði meðvitund
okkar samferðarmannanna um
hans erfiða heilsufar. En nú er
hinn slyngi sláttumaður búinn
að ljúka sínu verki. Eftir lifir
minningin um mætan dreng,
mann sem vegna sinna hæfileika
á fjölmörgum sviðum hafði orð-
ið svo mörgum að liði.
Jón í Lambhaga var þrátt
fyrir sitt langa sjúkdómsstríð,
gæfumaður, eignaðist góðan og
mikilhæfan lífsförunaut og fjög-
ur mannvænleg börn. Heimili
þeirra Jóns og Svandísar var
myndar- og menningarheimili,
þar sem samheldni fjölskyld-
unnar duldist engum er þess
nutu að vera gestir þeirra hjóna.
Lífið er ferðalag langt eða
skammt eftir atvikum, ferða-
hópurinn er stór, en þeir sem
tilheyra okkar nánasta umhverfi
skipta okkur mestu.
Jón í Lambhaga var í hópi
þeirra ferðafélaga sem við höfð-
um hvað síst viljað missa af. Við
finnum það best þegar við erum
á það minnt hversu líf okkar
stutt og stopult er, hvers virði
það er að hafa átt þess kost að
kynnast fólki þeirrar gerðar,
sem hann var.
Þegar Jón ákvað að gera akst-
ur að sínu aðalstarfi var hann
þess fullkomlega meðvitandi að
Hið fyrra er læknisbústaður,
fyrir héraðslækninn í Bolungar-
vík, sem reist hefur verið í
næsta nágrenni við heilsugæslu-
stöðina. Seinni verkþáttur bygg-
ingarinnar, sem Jón Fr. Einars-
son annaðist hófst í byrjun þessa
árs og var þá húsið tilbúið undir
tréverk. Húsinu var lokið að
fullu nú fyrir skemmstu.
Seinna verkið er nú líka á
lokastigi. Er það bygging íbúða
aldraðra sem er á vegum Bol-
ungarvíkurkaupstaðar. Um er
að ræða söluíbúðir, fjórar ein-
staklingsíbúðir og tvær hjóna-
íbúðir.
Sem stendur eru næg verkefni
hj á fvrírtæki Jóns Fr. Einarsson-
ar. Á hinn bóginn er óljóst um
■ Fimmtudaginn 11. júlí
1985 var haldinn fundur í
Valhöll, Eskifirði um málefni
kísilmálverksmiðju.
Á fundinum voru fulltrúar
frá bæjarstjórnum Eskifjarðar
og Neskaupstaðar og frá
hreppsnefndum Egilsstaða-
og Reyðarfjarðarhrepps.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt samhljóða:
„Fundurinn átelur þann
einhliða og villandi fréttaflutn-
starfið var krefjandi, dugnaður,
árvekni, gætni og þrautseigja
ásamt því að vera úrræðagóður,
voru eiginleikar sem langferða-
bifreiðastjóri er stundar akstur
um íslenska vegi í íslenskri
vetrarveðráttu þarf að búa yfir.
Þeir sem fólu Jóni störf á þessum
vettvangi vissu vel hvað þeir
voru að gera, nær þeir réðu
hann til starfa.
En starfið veitti Jóni vissa
fullnægingu. Ferðalögin gáfu
möguleika á að kynnast landinu
og fyrir mann eins og hann, sem
var næmur fyrir töfrum þess,
veittu þau ómælda ánægju.
Nú er Jón í Lambhaga kom-
inn úr sinni síðustu ferð. Við
sem höfum notið þess að ferðast
margsinnis með honum og þeim
hjónum báðum, minnumst fjöl-
margra ánægjustunda frá þeim
ferðum. Einnig stunda er við
höfum átt í Stóra-Lambhaga II
og hvar sem leiðir hafa legið
saman.
Við kveðjum þig vinur með
þökk fyrir allt og allt.
Svandísi, börnunum og öðr-
um nánum ættingjum vottum
við okkar innilegustu samúð.
Gamlir ferðafélagar.
framhaldið næsta vetur, þó að á
döfinni séu framkvæmdir á
svæðinu.
(Fréttatilkynning)
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar
á afmælis- og eða
minninga/greinum í
biaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast
a.m.k. tveim dögum
fyrir birtingardag. Þær
þurfa að vera vélritaðar.
ing, sem verið hefur að undan-
förnu um kostnaðarsaman-
burð á kísilmálmverksmiðju á
Reyðarfirði og á Grundar-
tanga.
Fundurinn skorar á iðnaðar-
ráðherra og stjórn Kísilmálm-
vinnslunnar hf. að hraða
undirbúningi að byggingu kís-
ilmálmverksmiðju við Reyð-
arfjörð í samræmi við lög um
verksmiðjuna."
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær
þurfá að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar-
dag. Þær þurfa að vera vélritaðar.
Hervar Þórðarson
Akranesi
Mikil umsvif á Bolungarvík
Vilja reisa verksmiðju
í samræmi við lög