NT - 23.08.1985, Blaðsíða 2

NT - 23.08.1985, Blaðsíða 2
Föstudagur 23. ágúst 1985 og einkennast af léttu spjalli viö hina og þessa. Störf Magnúsar í fjölmiðla- heiminum komu sem afleiðing þess að hann fékk ekki lektors- stöðu í íslenskum fræðum við háskóia. „í>að var enginn kennari að deyja,“ sagði hann við NT. „Ég hafði fiktað við blaða- mennskuna fyrr, en svo varð úr að ég hélt því áfram, ég varð nú að halda mér á lífi,“ sagði Magnús. Hann starfaði fyrir Scottish Daily Express og Scotsman en hélt 'síðan til BBC, þar sem hann vann við gerð sjónvarps- þátta. Hann var þó ekki lengi þar, hætti vegna togstreitunnar milli blaðaskrifa og sjónvarps- þáttagerðar og hefur „free- lansað“ síðan. „Það skemmtilega við blaða- mennskuna er að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt,“ sagði Magnús. „En það hefur komið mér mjög vel að hafa minn fræðilega bakgrunn úr háskóla, það gefur blaða- mennskunni aukna dýpt að hafa góða bókmenntalega þekkingu og auk þess verður stíllinn betri í skrifunum," sagði hann, en þýðingar á ís- lendingasögum og verkum Laxness er eitt af því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Það sem mig langar að gera einhverntímann á næstunni er þáttaröð um Ódysseifsför Hómers,“ sagði Magnús. „Eft- ir tvö ár tekur síðan við gerð myndaflokks um fund Amer- íku, en hann mun byggja mikið áferð BjarnaHerjólfssonar." ■ „Það er gaman aö segja frá þegar maður er með frábæra sögu í pokahorninu. Og það er ekki erfitt að finna sögur að segja frá íslandi, því landið er ein saga,“ sagði Magnús Magn- ússon fjölmiðlamaður í Bret- landi í þakkarræðu eftir að hafa hlotið Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs íslands á mið- vikudaginn. Magnús hefur starfað lengi í fjölmiðlum á Bretlandi, bæði við blöð og einnig við sjónvarn. Hann hefur oft fjall- að um Island og eins og Kjart- an Lárusson, formaður ferð- amálaráðs, sagði við afhend- inguna á Hótel Sögu: „Magnús er lifandi kynning á íslandi og því sem ísland er.“ Fjölmiðlabikarinn hefur verið veittur í fjögur ár og fyrri þiggjendur lians eru Sæmund- ur Guðvinsson, Haraldur J. Hamar og Sigurður Sigurðar- son. Magnús er einna frægastur fyrir spurningaþætti sína, Mastermind, en hann sagði að um 15 milljónir horfðu á þá. „Það er ægilega erfiður spurn- ingaþáttur,“ sagði Magnús. ■ Magnús Magnússon tekur við viðurkenningu Ferðamálaráðs úr hendi formanns þess, Kjartans Lárussonar. NT-mynd: Svenir Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs 1984 afhentur: ísland er ein saga - sagði Magnús Magnússon við móttöku bikarsins „Enda sem ég ekki spurning- lega að hafa þær og öll svörin Nú sagðist hann vera að Pebble Mill at One, en þeir arnarsjálfur, enégþarfnáttúr- alveg á hreinu.“ taka við „magasín" þáttum, fjallaummenninguogmannlíf Breytingar hjá Sambandinu ■ Nokkrarbreytingaráskipan manna í trúnaðarstöður hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og fyrirtækjum þess koma til framkvæmda nú á næstunni. Steinar Magnússon, fram- kvæmdastjóri skrifstofu Sam- bandsins í Hamborg, hverfur heim og tekur við fyrra starfi sínu sem framkvæmdastjóri Jöt- uns hf. Gylfi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Jötuns, kem- ur til starfa hjá Sambandinu og mun vinna að sérstökum verk- efnum á Aðalskrifstofu. Við starfi Steinars Magnússonar í Hamborg tekur Tómas Óli Jónsson, framkvæmdastjóri Bíl- vangs sf. Við framkvæmda- stjórastarfinu hjá Bílvangi tekur Gunnar Gunnarsson forstöðu- maður hjá Búnaðardeild Sam- bandsins. Steinar Magnússon er fæddur í Reykjavík 27. apríl 1932. Hann lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1952 og réðist sama ár til Iðnaðardeildar Sambands- ins. Par starfaði hann næstu árin, með hléi árið 1958 þegar hann vann um tíma hjá þýska samvinnusambandinu í Ham- borg. Hann varð deildarstjóri í Iðnaðardeild árið 1959, og framkvæmdastjóri Jötuns hf. varð hann 1976. Við núverandi starfi sínu sem framkvæmda- stjóri Hamborgarskrifstofu tók hann 1981. Steinar er kvæntur Önnu Þóru Baldursdóttur og eiga þau þrjú börn. Gylfi Sigurjónsson er fæddur 13. mars 1936 í Reykjavík. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands 1954, en hóf störf hjá Sambandinu 1956 að loknu framhaldsnámi í Bret- : landi. Hann starfaði í Búvöru- deild til 1963, á skrifstofu Sam- bandsins í London 1963-66, og sem deildarstjóri í Sjávar- afurðadeild 1966-76. Hann var framkvæmdastjóri Hamborg- arskrifstofu 1976-81, en hefur verið framkvæmdastjóri Jötuns frá 1981. Gylfi er kvæntur Val- ■ Steinar Magnússon. ■ Tómas Óli Jónsson. gerði Ólafsdóttur og eiga þau tvö börn. Tómas Óli Jónsson er fæddur 20. ágúst 1948 á Siglufirði. Hann útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands 1974, stundaði framhaldsnám við Verslunarháskólann í Kaup- mannahöfn 1974-77 og starfaði í Skipulags- og fræðsludeild Sambandsins 1977-81. Hann var fulltrúi framkvæmdastjóra Véladeildar 1982-83, forstöðu- maður Bifreiðadeildar 1983- 84, og frá þvt í júní 1984 hefur hann verið framkvæmdastjóri ■ Gylfi Sigurjónsson. ■ Gunnar Gunnarsson. Bílvangs sf. Tómas er kvæntur Matthildi Helgadóttur og eiga þau tvö börn. Gunnar Gunnarsson er fædd- ur 3. september 1939 í Reykja- vík. Hann útskrifaðist sem bú- fræðikandidat 1961 og réðist sama ár til Véladeildar Sam- bandsins. Þar vann hann að sölustörfum 1961-66, var deildar- stjóri Búvéladeildar 1966-78 og aðstoðarframkvæmdastjóri Véladeildar 1978-81. Hann var framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. 1981-84 og hefur verið for- stöðumaður hjá Búnaðardeild Sambandsins frá því á síðasta ári. Gunnar er kvæntur Elínu Jónu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Þá verður sú breyting á starf- semi Hamborgarskrifstofu frá og með næstu áramótum að þar mun hafa aðsetur sérstakur sölustjóri á vegum Sjávar- afurðadeildar Sambandsins. Mun hann annast sölu sjávar- afurða á markaðssvæði Ham- borgarskrifstofu, en hún hefur um langt skeið séð um sölu á frystum fiski og öðrum sjávar- afurðum í Vestur-Þýskalandi og nærliggjandi markaðslöndum. Það er Helgi Sigurðsson sem mun gegna þessu starfi, en hann er fæddur í Reykjavík 5. janúar 1941, útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum 1960, starfaði síðan hjá Iðnaðardeild Sambandsins til 1964, í Launabókhaldi þess til 1971 og á Hamborgaskrif- stofu til 1972. Árin 1972-83 var Helgi við störf í Samvinnu- bankanum, en síðast liðin tvö ár hefur hann starfað á Hamborg- arskrifstofunni. Fréttatilkynning. ■ Hjörtur Eiríksson, sem undanfarin tíu ár hefur verið framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar Sambandsins, hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna. Hann tekur við starfinu hinn 15. september. Hjörtur Eiríksson frkvstj. er fæddur 11. nóvember 1928 í Reykjavík. Hann lauk verslun- arskólaprófi 1947 og iðntækni- námi í Bretlandi 1949. Hann hóf störf hjá Iðnaðardeild Sam- bandsins um áramót 1949-50 og fór til Þýskalands 1953 á vegum hennar. Þar var hann við nám í ullarvinnslu í þrjú ár og út- skrifaðist sem ullarfræðingur í árslok 1956. Síðan hefur hann starfað samfellt hjá deildinni, þar af sem verksmiðjustjóri Ullarverksmiðjunnar Gefjun - Hjörtur- Elríksíjon ar 1972-75 og sem framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar frá 1975. Hjörtur er kvæntur Þorgerði Árnadóttur og eiga þau fjögur börn. Fréttatilkynning. Hjörtur Eiríksson tekur við Vinnumáiasambandinu Jón Sigurðarson framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar ■ Jón Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iðn- aðardeildar Sambandsins á Akureyri frá og með 15. sept- ember. Tekur hann við af Hirti Eiríkssyni sem ráðinn hefur ver- ið framkvæmdastjóri Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna. Jón Sigurðarson frkvstj. er fæddur 12. mars 1952 í Reykja- vík, en ólst upp á Patreksfirði og Ystafelli í Þingeyjarsýslu. Hann nam verkfræði við Há- skóla íslands og lauk síðan prófi sem efnaverkfræðingur í Kaup- mannahöfn 1977. Hann varð framkvæmdastjóri Plast- einangrunar hf. á Akureyri 1977, en árið 1980 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri Iðn- aðardeildar Sambandsins og veitti forstöðu skinnaiðnaði hennar. Fyrr á þessu ári tók hann svo við forstöðu ullariðn- aðar deildarinnar. Jón situr í bæjarstjórn Akureyrar og hefur verið formaður atvinnumála- nefndar Akureyrar frá 1982. Hann er kvæntur Sigríði Svönu Pétursdóttur. og eiga þau þrjú börn. Fréttatilkynning frá Sambandi ísl. samvinnufélaga,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.