NT - 23.08.1985, Page 7

NT - 23.08.1985, Page 7
r Föstudagur 23. ágúst 1985 IJHII' Mesta slysaár í sögu flugsins: Á annað þúsund hafa látist í f lugslysum það sem af er árinu London-Keuter: ■ Talið er að 54 hafi farist er eldur kom upp í Boeing 737 þotu með 131 innanborðs rétt fyrir flugtak á flugvellinum í Manchester í gærmorgun. Þetta var fjórða mannskæða flugslysið í heiminum á tveimur mánuðum og það sem af er árinu hafa rúmlega þúsund manns farist í flugslysum. Árið 1985 er því nú þegar orðið mesta slysaárið í sögu flugsins. Þotan var á leið til Corfu í Grikklandi, þéttskipuð sólar- landaförum. Indland: Kosið þrátt fyrir morð Nýja Delhí-Reuter. ■ Rajiv Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, ákvað í gær að kosningar skyldu haldnar í Punjab-héraði í næsta mánuði, þrátt fyrir morðið á Harchand Singh Longowal, leiðtoga síkha, fyrir stuttu. Kosningarnar verða haldnar 25. september, þremur dögum seinna en áætlað hafði verið. Frestunin er tilkomin vegna þess að lögum samkvæmt skal halda kosningar mánuði eftir að formlega er boðað til þeirra. Gandhi hyggst ekki gera það fyrr en á mánudag, svo að tóm gefist til að halda trúarlegar minningarathafnir um Longo- wal. Síkhar eru í meirihluta í Punjab, cn lögreglustjóri hér- aðsins kveðst geta ábyrgst að allt verði þar með kyrrum kjörum fram yfir kosningar. Ghandi segist gera ráð fyrir að ný stjórn verði tekin við völdum í Punjab 30. september. Danir kanna slorugt niður- greiðslusvindl Kaupniannahöfn-Keutcr ■ Danska lögreglan vinnur nú að rannsókn á því hvort dönsk fisk- vinnslufyrirtæki hafi svindlað meira en 11 mill- jónir danskra króna (45 milljónir ísl. kr.) í niður- greiðslum frá Efnahags- bandalagi Evrópu. Niðurgreiðslunum var ætlað að tryggja að fiskur yrði ekki seldur undir ákveðnu lágmarksverði. Danskir fiskveiðimenn sem náðu ekki lágmarks- verði fyrir afla sinn fengu niðurgreiðslur yfir að selja fiskinn í mjöl. Danska sjávarútvegs- ráðuneytið lagði niður- greiðslukerfið niður fyrir ári vegna gruns á því að það væri notað til að svíkja út fé á fölskum forsend- um. Nú hefur lögreglunni verið falið að kanna hvort þessi grunur sé á rökum reistur. Rétt fyrir flugtakið skýrði flugstjórinn frá því að hann ætti í erfiðleikum með bakborðs- hreyfil þotunnar. Örfáum sek- úndum síðar sprakk hreyfillinn og flugstjórinn steig þegar á hemlana og beindi vélinni í átt að flugstöðvarbyggingunni. Þotan rann út fyrir flugbrautina og mikill eldur gaus upp í henni. Slökkviliðsmenn komu strax á vettvang og tóku til við að bjarga farþegum úr vélinni, en þá varð geysimikil sprenging í eldsneytisgeymum hennar og hún brotnaði í tvennt. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru komnir um borð í vélina, hent- ust í burtu og talið er að flestir hinna látnu hafi farist við seinni sprenginguna. Flytja varð 83 af farþegum og úr áhöfn vélarinnar á sjúkrahús, þar sem gert var að meiðslum 66 þeirra. Hina 17 varð að leggja inn. Ekki er vitað hvað slysinu olli, en flugvallarstjórinn í Manchester, Gil Thompson, sagði að líklegast væri að skrúfublað úr hreyflinum hefði losnað og skorið í sundur elds- neytisleiðslu. Fyrir 10 dögum fórust 520 manns í flugslysinu mikla í Jap- an og 3. ágúst létust 133 í slysi í Bandaríkjunum. Þá fórust 329 með indversku þotunni, sem hrapaði í hafið skammt undan strönd írlands í júlí. í fyrra fórust einungis um 200 manns í flugslysum í heiminum og er það eitt farsælasta árið í sögu flugsins. ■ Aftarí hluti Lockheed þotunnar á slysstað við flugvöllinn í Dallas-Fort Worth. Sú þota hrapaði 3. ágúst og fórust þá 133. V-Þýskaland: Háttsettur gagn- njósnari hverfur Bonn-Reuter ■ Gagnnjósnaþjónusta Vest- ur-Þýskalands tilkynnti í gær að háttsettur embættismaður innan hennar væri horfinn og óttast væri að hann hefði flúið yfir til Austur-Þýskalands. Þetta er fjórða njósnamálið sem upp kemur í landinu á stuttum tíma. Mikil leit stendur núna að þrem- ur einkariturum, sem allar eru grunaðar um njósnir fyrir Aust- ur-Þjóðverja. Embættismaðurinn, Hans Tiedge, starfaði sem deildar- stjóri í gagnnjósnadeildinni. Ti- edge þykir einhver færasti ■ Fulltrúar Rauða krossins í Suður-Kóreu (t.h.) og fulltrúar Rauða krossins í Norður-Kóreu hafa nú komist að samkomulagi um fyrirkomulag fjölskylduheimsókna milli ríkjanna. Þíða á Kóreuskaga: Fjölskylduendurfundir áróðursbragð eða skref í átt til sameiningar? ■ Fulltrúar frá Norður- og Suður-Kóreu gerðu í gær sam- komulag um tímasetningu og framkvæmd á endurfundum fimmtíu einstaklinga frá hvoru ríki í næsta mánuði. Stjórnvöld bæði í Norður- og Suður-Kóreu segja fjölskylduendurfundina sýna sameiningarvilja sinn en ásaka jafnframt gagnaðilann um tvöfeldni og um að nota endur- fundi ættingjanna til áróðurs. Samkvæmt samkomulaginu, sem fulltrúar Rauða kross Norður og Suður-Kóreu gerðu í landamæraþorpinu Panmunj- om, munu fjölskylduendur- fundirnir verða í Pyonyang og Seoul, sem eru höfuðborgir Norður- og Suður-Kóreu, þann 20. og 23. september. í för með fólkinu verða fimm- tíu manna sýningarhópar, sem munu halda söngva- og leiksýn- ingar fyrir almenning. Einnig verða með þeim 30 fréttamenn og 20 aðstoðarmenn. Sam- komulagið kveður á um að sýn- ingarhóparnir skuli ekki hafa í frammi neinn áróður í sýningum sínum. Skipting Kóreuskagans í tvö ríki eftir Kóreustríðið 1950 varð til þess að um tíu milljón manns urðu viðskila við fjölskyldur sínar. Þetta þýðir að hátt í helmingur landsmanna átti ætt- ingja sem lentu hinum megin við landamærin. Nú eru íbúar á Kóreuskaganum um 60 milljón- ir (19,2 milljónir í Norður-Kór- eu og 41,3 milljónir í Suður- Kóreu). Það er ekki fjarri lagi að meirihluti Kóreumanna eigi ættingja sem búi í hinum hluta landsins. Þótt þeir Kóreubúar, sem eru fæddir eftir stríð, hafi aldrei séð ættingja sína frá hinum hluta skagans eru ættarböndin samt mjög sterk og flestir vonast til þess að fá einhvern tímann tækifæri til að hitta ættingjana. En mikil spenna á Kóreu- skaganum hefur komið í veg fyrir fjölskylduendurfundi þar til núna. Kommúnistaleiðtoginn Kim II Sung í Norður-Kóreu og Chun Doo Hwan forseti Suð- ur-Kóreu hafa báðir lýst því yfir að þeir stefni að sameiningu ríkjanna. En sameiningarviljinn hefur verið meiri í orði en á borði þar sem hvorugur vill fórna þjóðfélagskerfi ríkis síns fyrir sameininguna. Það er ekki fyrr en nú á þessu ári að einhver skriður komst á viðræður Norður- og Suður- Kóreu. Sérstakar viðræður hafa verið haldnar um samstarf á sviði efnahagsmála, íþrótta- leiðtogar hafa ræðst við og þing- mannasendinefndir hafa hist auk viðræðnanna um fjölskylduheimsóknirnar. í öll- um tilvikum hefur verið ákveðið að halda viðræðunum áfram þótt þeim miði frekar hægt. P~NEWSINBRIEF~\ P REUTER August 22nd. H ■ MANCHESTER, England - Fifty-four ^ people were killed when ^ á holiday plane bound for Greece with 137 lll people on board was eng Oc ulfed in flames on tak- eoff, airport offlcials $ said. „The heat was so </> intense the plane just melted," a flreman told Reuters after 83 survi- vors were rescued from the blazing Boeing 737. BONN - West Germ- any’s counter-intellig- ence service, already hunting three vanished spy suspects, announced that one of its own senior offícials had gone missing and security sources said there were fears he was in East Germany. GQ „njósnaleitari" landsins og sér- hæfði sig í að berjast gegn njósnastarfsemi Austur-Þjóð- verja. Hann hafði aðgang að mjög leynilegum upplýsingum, I meðal annars urn hverjir væru njósnarar vesturveldanna fyrir austan tjald, og hverjir væru grunaðir um njósnir í V-Þýska- landi. Tiedge hefur átt við persónu- leg vandamál að giíma að undanförnu og auk þess hefur heilsu hans hrakað nokkuð. Hann mætti ekki til vinnu á mánudag, heldur hringdi og sagðist vera veikur. Síðan hefur ekkert til hans spurst, en tals- menn v-þýsku leyniþjónustunn- ar segjast óttast að hann hafi í stundarbrjálæði flúið yfir landa- mærin til A-Þýskalands. „Ef í ljós kemur að hann hefur einhverra hluta vegna flú- ið þangað, myndi það hafa í för með sér hrikalegar afleiðingar fyrir vestur-þýsku leyniþjónust- una,“ sagði einn talsmannanna. MOSCOW - The Soviet Union rejected as „absurd inventions“ U.S. charges that Mosc- ow used possibly harmful chemicals to track Amer- ican diplomats, and acc- used the United States of poisoning the atmosp- here between the two superpowers. NEW DELHI - Indian Prime Minister Rajiv Gandhi decided to go ahead with polls in Punj- U. ab next month despite g calls for them to be put {g off following the murder ^ of Sikh Leader Harchand Singh Longowal. JOHANNESBURG - South Africa’s biggest black union warned that a strike could still hit the vital gold industry. South Africa’s currency, the rand, slipped to a record low of 38.55 U.S. cents before recoveríng 1 slightly. UNITED NATIONS - A U. N. aid offlcial said prospects for averting a ÍJj major famine in Sudan ^ had improved in recent GQ weeks, thanks to the ons- ^ et of rains and intemat- ional relief efforts. BEIRUT - Shells cras- hed into residential areas in and around Beirut for a fourth straight day as a | Syrian - sponsored ceaseflre failed to take ' hold. JAEN, Spain - A Span- ish bishop has declared a medical team and their 20-year-old patient excommunicated after I performance of a legal j abortion in the city of Jerez De La Frontera, ' southern Spain. NEWSINBRIEF.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.