NT - 23.08.1985, Síða 8
Málsvari frjalslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Auglýsingastj: Steingrimur Gislason
Innblaösstj: Oddur Ólafsson
Skrifstofur: Siöumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
rn
líF
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr.
Tillaga aðalfundar
verðuraðveruleika
■ Þróunarfélagið, einn af hornsteinum stjórnar-
samstarfs Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins og beint afsprengi samþykktar aðalfund-
ar miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri
fyrir tveim árum, er nú að hlaupa af stokkunum.
Á fundinum á Akureyri var samþykkt ályktun
þar sem hvatt var til mikillar sóknar í nýsköpun í
atvinnulífi og skyldi varið til þess fimm hundruð
milljónum króna. Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra og aðrir ráðherrar Framsóknar-
flokksins hafa síðan unnið að framgangi málsins
innan ríkisstjórnarinnar og félagið er nú að líta
dagsins ljós.
Miklar vonir eru bundnar við þetta framtak
ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega viðbrögð
einstaklinga og fyrirtækja við tilboðum um
hlutabréfakaup. Félaginu er ætlað að veita lán,
kaupa hlutabréf og skuldabréf fyrirtækja og þar
með taka þátt í áhættu í atvinnulífinu, styrkja
rannsóknir og fleira.
En eitt er ákaflega mikilvægt. Þróunarfélagið
má aldrei verða sjálfsafgreiðslustofnun á fjármagn
til óarðbærra fyrirtækja. Nú ríður á að allar
beiðnir frá þeim, sem hyggja á nýsköpun í
atvinnulífi,verði vendilega kannaðar og mönnum
gert að skyldu að sýna fram á hagkvæmni fyrirtækj-
anna fyrir þjóðarbúið.
Við stígum nú spor í átt til aukinnar þátttöku
almennings í atvinnulífinu með því að hvetja
einstaklingana til þess að leggja fram fé í ný
fyrirtæki. Hið opinbera ætlar sér að hafa forgöngu
um málið með því að leggja fram ríkulegan skerf,
en mikilvægt er, að fólki sé ljóst, að til þess er
ætlast, að einstaklingar taki þátt í Þróunarfélaginu
og eignist þar meirihluta og ráði ferðinni. Þróun á
hvaða sviði þjóðlífsins sem er á ekki að vera
ríkisrekin heldur er það hlutverk hins opinbera,
eins og í þessu tilfelli, að aðstoða félagið við að
taka fyrstu sporin.
Fund nú þegar
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra,
hefur sett fram mjög athyglisverða hugmynd um
samstarf þjóða á norðurslóð um umhverfismál.
Hann hefur réttilega bent á, að þjóðirnar við
Norður-Atlantshaf séu fullfærar um að ákveða
sjálfar, hvort og hvernig þær nýta auðlindir
hafsins. Þjóðir sem búa sunnar á hnettinum kunna
að hafa skoðanir uppi um hvernig við eigum að
nýta okkar hafsvæði og dýrastofna, en eins og
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, hefur
bent á, eru þessar sömu þjóðir að menga andrúms-
loftið og hafsvæði sín og ætla svo að fara að kenna
okkur hvernig við eigum að haga okkur.
NT tekur heilshugar undir þessa tillögu Halldórs
Ásgrímssonar og hvetur ráðherra til að kalla
saman fund ráðamanna þjóða á norðurslóð til
þess að ræða þessi mál sem allra fyrst.
Föstudagur 23. ágúst 1985 8
Vettvangur
Sigrún Magnúsdóttir:
Uppeldi og nám í
breyttu þjóðfélagi
Tengsl heimila og skóla
■ Árið 1985 hefur verið til-
einkað æskunni undir kjörorð-
unum: Þátttaka - Þróun -
Friður. Með þessum kjörorð-
um er ungt fólk hvatt til al-
mennrar þátttöku í þjóðlífinu
og áhersla lögð á, að það verði
virkt í því umhverfi sem það
lifir í.
Þá er þess vænst, að alþjóða-
árið og það starf sem á því
verður unnið verði áfangi í
þróun mannfélagsins. Friður
er markmið sem viðöll viljum
stefna að.
Hvernig getum við búið
æsku þessa lands sem best
undir þátttöku, þróun og frið í
þjóðfélagi hraðfara breytinga?
Vissulega hefur þjóðfélags-
myndin alltaf verið að breytast
en nú gerast breytingar svo
hratt að fyllstu aðgæslu er þörf.
Er íslensk æska nægilega vel
undirbúin fyrir hið tæknivædda
þjóðfélag, sem bíður hennar?
Hafa foreldrar yfirleitt gert sér
grein fyrir breyttu hlutverki
sínu gagnvart námi og uppeldi
barnsins, þar sem námið fer í
ört vaxandi mæli fram í
skólum? Eru skólarnir eða
kólayfirvöld nægilega undirbú-
in fyrir þessar breytingar, eða
eigum við að afsala okkur
þeirri abyrgð til skólanna að
fylgjast með þróun barna
okkar? Spurningin er, viljum
við hafa áhrif á það sem fer
fram innan veggja skólanna.
Ljóst er að uppeldið hefur
að stórum hluta til flust inn á
dagheimili og skóla. Það er því
mjög mikilvægt að þessar
stofnanir og heimilin vinni náið
saman svo samræmi sé í því
uppeldi og fræðslu sem barnið
fær.
Til að efla tengsl heimila og
skóla eru foreldrafélög talin
langbesti vettvangurínn,
samanber 21. grein grunn-
skólalaganna, en þar segir:
„Skylt er starfsmönnum
skóla að efla sem mest samstarf
skóla og heimila, m.a. með því
að kennarar miðli fræðslu um
skólamál til foreldra í skóla-
hverfinu og veiti upplýsingar
um starfið í skólanum. Nú
óska foreldrar sem börn eiga í
grunnskóla, skólastjóri eða al-
mennur kennarafundur eftir
að stofnað sé foreldrafélag við
skólann í þeim tilgangi að
styðja skólastarfið og efla
tengsl heimilaogskólaogskal
þá skólastjóri boða til stofn-
fundar foreldrafélags.
Foreldrafélag setur sér sam-
þykktir til að starfa eftir og
heldur gerðabók."
Það má með sanni segja, að
foreldra- og kennarafélag hafi
varla slitið barnsskónum
ennþá, því aðeins eru um 10 ár
síðan grunnskólalögin voru
samþykkt. Enda er hvergi að
finna í lögum né reglugerðum
skilgreiningu á því í hverju
samvinna ætti eða gæti verið
fólgin.
Reyndar voru foreldrafélög
starfandi við einstaka skóla
fyrir lögin, en víða eru forelda-
félög svo til nýstofnuð og því
lítil reynsla af þeim fengin.
Hugmyndir foreldra eru
mjög á reiki um hvað eigi að
vera meginverkefni foreldrafé-
lags.
Margir telja að árgangafélög
komi betur út en eitt foreldra-
félag fyrir allan skólann. Það
væri því æskilegt að nýstofnuð
foreldrafélög fái ábendingar
um verkefni frá fræðsluskrif-
stofu.
Síðast liðið eitt og hálft ár
hefi ég starfað í vinnunefnd,
sem menntamálaráðherra
skipaði til að athuga möguleika
á samfelldum skóladegi og
tengslum heimilaogskóla. Við
höfum nú skilað áfangaskýrslu
til ráðherra, sem byggir m.a. á
könnunum, sem nefndin stóð
fyrir, þ.e.:
1. Könnun meðal skólastjóra
í Reykjavík og í Reykjanes-
kjördæmi.
2. Könnun meðal foreldra í
Reykjavík og í Reykjanes-
kjördæmi.
Ljóst er að uppeldið hefur að stórum
hluta til flust inn á dagheimili og
skóla. Það er því mjög mikilvægt að
þessar stofnanir og heimilin vinni
náið saman svo samræmi sé í því
uppeldi og fræðslu sem barnið fær.
Hindrar Hefur ekki Eykur
Tvísetning í skóla áhrif iíkur á
(2 bekkir um hverja stofu) 82 12 6
Einsetning í skóla 3 7 90
Fjölmennir bekkir (25-30 nem.) Fjölmennirskólar 43 48 9
(Fleiri en 500 nem. alls) Fámennirskólar 68 30 2
(Færri en 500 nem. alls) Máltíðir frambornar í skóla 1 23 76
í hádegi 3 20 77
Skólanesti afgreitt í skólanum Hátt hlutfall kennara 1 20 79
í hlutastöðum Kennararráðnirrétt 56 29 15
fyrir skólabyrjun á haustin Vinnutími kennara (þ.e. kennslustundir, en ekki daglöng 62 35 3
viðvera (t.d. frá kl. 8-4) Örar breytingar á kennaraliði 30 40 30
milli ára Óskir kennara um samfellda 65 35 0
kennsluskrá 15 10 75
Skólasafn-lesstofa Verk-oglistgreinar, 3 7 90
kenndarfjarri skóla Sveigjanlegt skólastarf 90 6 4
(Opnir/hálfopnirskólar) Samkennslaárganga (Nem. á 37 31 32
mism. aldri vinna saman) Starfsemi foreldra- og 31 37 32
kennarafélaga 4 28 68
Nýiðnaður og stóriðja
í NT fyrir nokkrum dögum
varð undirrituðum tíðrætt um
þann ábata sem ýmis konar
smáiðnaður getur verið fyrir
land og þjóð. Tilefnið var
frétt blaðsins um hugvits-
manninn Ásgeir Long, sem þá
hafði nýlokið hönnun á björg-
unarstiga fyrir smábáta og
hefur nú hafið framleiðslu á
þeim.
Nú hafa umræður um nýtt
stóriðjuver staðið í nokkur ár.
Mest allan tímann hefur verið
nriðað við staðsetningu verk-
smiðjunnar á Reyðarfirði, en í
Ijós hefur komið að útlend
fyrirtæki sem rætt hefur verið
við um þátttöku, hafa lítinn
áhuga á þeirri staðsetningu. Á
meðan hafa íbúar staðarins
haldið að sér höndum og ekki
lagt í neinar stórar fjárfesting-
ar í atvinnumálum.
Nýlega var bent á I grein hér
í blaðinu, að sköpun atvinnu-
tækifæra er víðast hvar erlend-
is langmest í svokölluðum smá
iðnaði. í Bandaríkjunum hefur
til dæmis orðið samdráttur í
þungaiðnaði og fækkun
mannafla slíks iðnaðar en á
meðan hefur smáiðnaður
ýmiskonar tekið við öllum ný-
liðum á vinnumarkaðinn,
ásamt þjónustufyrirtækjum og
opinberri þjónustu.
Minni fjárfesting
Að sjálfsögðu má gera ráð
fyrir að stóriðja ýmiskonargeti
orðið lyftistöng fyrir atvinnulíf
í landinu. En þó ber á það að
líta að hvert atvinnutækifæri í
smáiðnaði kostar mun minna í
fjárfestingu en hvert atvinnu-
tækifærið í stóriðju.
Best væri auðvitað að blanda.
þessu saman, þannig að stór-
iðjufyrirtæki sem skila miklum
tekjum í þjóðarbúið starfi við
hlið smáfyrirtækja sem geta
þrifist í skjóli þeirra stærri.
En sveitarfélag sem einblínir
á stóriðjuframkvæmdir sem
koma kannski - kannski ekki -
geta lent í þeirri aðstöðu að
standa uppi án nýsköpunar í
atvinnu í áraraðir og án stór-
iðjunnar sem beðið var með
óþreyju.
Skynsemi í atvinnumálum
Umræða um atvinnumál
hefur hér á landi, eins og svo
margt annað, snúist upp í hálf-
gerð trúarbrögð. Annar trúar-
flokkurinn vill stóriðju hvað
sem slíkt kostar og beitir öllum
tiltækum rökum og rökleysum.
Hinn trúarflokkurinn vill ekki
stóriðju og notar svipaðan rök-
stuðning, nema með öðrum
formerkjum.
Þetta hefur valdið miklum
skaða. Skynsemi hefur ekki
gætt í umræðunni heldur til-
finningahiti. Og nú fá íbúar
þeirra byggðarlaga sem enn
bíða stóriðjunnar að súpa seyð-
ið af því því þar hefur engin
atvinnuuppbygging að ráði átt
sér stað í áraraðir heldur hafa
menn fjárfest í vinnuvélum og
tækjum.
Trúarbrögð eiga ekki að
ráða stefnu í atvinnumálum,
heldur verður að nýta það sem
til staðar er á hverjum stað og
meta vandlega hvað geti skilað
hagnaði. Nýsköpun í atvinnu-
málum má ekki miðast að
framleiðslu sem síðar þarf að
niðurgreiða, því þarf að vera
fullvissa um, þegar ráðist er í
umfangsmiklar fjárfestingar,
að framleiðslan seljist og það
fyrir viðunandi verð.
Kraftur í útflutningi
Nýir vendir sópa best. Ný-
lega tók nýr maður við Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins og
binda útflutningsaðilar al-
mennt miklar vonir við þann
mann, Þráin Þorvaldsson,
sem áður stýrði mikilli mark-
aðssókn Hildu hf.
Nú er útflutningsmiðstöðin
að skipuleggja aðgerðir sínar
og markaðssókn íslenskra
afurða erlendis. Ekki alls fyrir
löngu var opnuð sérstök skrif-
stofa í Færeyjum sem sinnir
viðskiptum við Færeyinga.
Þrátt fyrir að afurðir eins og
fiskur, ál, ullarvörur og járn-
blendi séu hæstu einstöku lið-
irnir hvað útflutningstekjur