NT - 23.08.1985, Qupperneq 24
HRINGDU ÞÁ í SÍMA 68-65-62
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
Kennarasambandið:
Nýrrar atkvæða
■ Nokkrir einstaklingar í full-
trúaráði Kennarasambands ís-
lands mun á fundi ráðsins nú í
dag, bera fram tillögu þess eðlis,
að atkvæðagreiðslan um úrsögn
KÍ úr BSRB verði endurtekin.
Allt útlit er fyrir að meirihluti
fulltrúaráðsins vísi tillögunni frá
á þeim forsendum að fulltrúa-
ráðið hafi þegar greitt atkvæði
um nýja atkvæðagreiðslu.
Að sögn Sigurðar Inga Andrés-
sonar, eins þeirra scm eru
andvígir því að Kl segi sig úr
BSRB, verður BSRB þá að
úrskurða um það hvort úrsögnin
sé lögleg eða ekki, og sé tekið
mið af bréfi BSRB til KÍ, þar
sem farið er fram á nýja atkvæða-
greiðslu, sé augljóst að úrsögnin
verði úrskurðuð ólögleg. „Ætli
meirihluti KÍ að ganga úr BSRB
í trássi við úrskurðinn, sé ég
ekki að þeir geti gert það öðru
vísi en sem einstaklingar, og við
sitjum inni sem löglegir fulltrúar
KI.“
Hvað með eignir Kí? Munuð
þið sem eftir sitjið í BSRB gera
tilkall til þeirra, jafnvel þó að
mikill minnihluti félagsmanna
fylgi ykkur að máli?
„Þaö gæti farið svo, já,“ sagði
Sigurður Ingi, „það á hinsvegar
eftir að koma í ljós hversu
mikill meirihluti gengur úr
BSRB, því þeir verða að gera
það sem einstaklingar, ætli þeir
að gera það löglega, og stofna
nýtt félag.“
Valgeir Gestsson, formaður
KÍ, sagðist fyrst hafa frétt af
þessu í NT í gær. Sagði hann að
ef þessir menn ætluðu að standa
svona að málum, þá væri það
ekki vegna þess að þeir bæru
hag KÍ fyrir brjósti, heldur réðu
þarna persónulegar ástæður.
Auk þess efaðist Valgeir um að
BSRB léti þetta fara í hart, þar
sem hann sæi ekki að BSRB
græddi neitt á því að halda
mönnum nauðugum innan sinna
vébanda. Þá sagði hann að
svona hótanir gerðu það eitt að
þjappa mönnum saman.
Fari svo að þessi minnihlut-
ahópur í fulltrúaráðinu, geri
alvöru úr hótunum sínum, sem
sumir innan Kl efast reyndar
um, endar málið að öllum lík-
indum fyrir dómstólum. Þegar
deilt var um það sl. vor hvort
reikna skyldi auð og ógild at-
kvæði með var fengið álit fjög-
urra lögfræðinga og voru niður-
stöður þeirra á þann veg að
tveir töldu að umdeildu seðlarn-
ir skyldu taldir með, hinir tveir
töldu að ekki skyldi reikna þá
með.
V-Þýskaland:
Stjómmálamenn
nota símavændi
Bonn-Rcuter
■ Eigandi fyrirtækis,
sem sá um að koma við-
skiptavinum sínum í síma-
samband við kynæsandi
konur, segir að nöfn
þekktra vestur-þýskra
stjórnmálamanna séu að
finna á lista yfir viðskipta-
vinina, sem lögreglan
gerði upptækan hjá
honum.
Á listanum, sem taldi á
milli þrjú og fjögur þúsund
nöfn, gat að líta
þingmenn, lækna, lög-
fræðinga, háskólakennara
og blaðamenn. Eigandinn
vildi ekki nafngreina
kúnna sína.
Lögreglan lét til skarar
skríða gegn fyrirtækinu
eftir að 10 menn kvörtuðu
yfir því að hafa fengið
senda reikninga fyrir þjón-
ustu sem þeir hefðu ekki
notfært sér.
greiðslu krafist
■ Þrír af fjórum nýjum snjóbílum Hjálparsveita skáta eru komnir til landsins. Þeir standa á
afgreiðsluplani Hafskips. Fjórði bíllinn er væntanlegur í næsta mánuði. NT-mvnd Róbert
Keyptu fjóra snjó-
bíla á útsöluverði
■ Hjálparsveitir skáta hafa
fest kaup á fjórum öflugum
snjóbílum. Bílarnir eru af gerð-
inni Flexmobil, og kosta komnir
til landsins fimm og hálfa
milljón. Bílarnir eru allir lítils-
háttar notaðir. Nýr bíll af þess-
ari gerð kostar um þrjár milljón-
ir. Afslátturinn nemurþví millj-
ónum króna.
Bílarnir verða staðsettir hjá
Hjálparsveit skáta á ísafirði, í
Kópavogi og Reykjavík. Ekki
\
hefur verið ákveðið hvert fjórði
bíllinn fer, en Hafnarfjörður er
líklegastur.
Tryggvi Páll Friðriksson for-
maður LHS sagði í samtali við
NT í gær að ekki hafði verið
hægt að neita svo hagstæðu
boði. Eins og lesendum NT er
kunnugt urn hafa hjálparsveit-
irnar verið að leita að hentugum
bílum á góðu verði, en ekki
höfðu tekist neinir samningar
við verksmiðjur erlendis, þegar
tilboðið var samþykkt.
Bílarnir eru allir til þess falln-
ir að aka við hvaða aðstæður
sem er. Allt frá snjólausu mal-
biki og til hinna erfiðustu að-
stæðna í snjómiklu fjalllendi.
Bílarnir eru allir yfirbyggðir og
gert ráð fyrir sætum fyrir 12
manns. Þá er pláss fyrir 2-4
sjúkrabörur. Öflug miðstöð er í
bílunum.
Einn bíll af gerðinni
Flexmobil erþegartil, ogerþað
björgunarsveitin Ingólfur í
Reykjavík sem á hann.
Höfn í Garðabæ:
Framkvæmdahraðinn
líklega heimsmet
- segir Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri
■ í Garðabæ hefur nú í sum- hraða. Að sögn Jóns Gauta Garðabæ, er framkvæmda-
ar risið upp höfn með met- Jónssonar, bæjarstjóra í hraðinn sennilega heimsmet.
Sagði hann að stálþilin hefðu
verið pöntuð í maí og þau
síðan rekin niður í júlí og
ágúst og verður höfnin líkast
til vígð í september. Allt bend-
ir því til að skip geti lagst að
bryggju í Garðabæ í næsta
mánuði, þó slíkt hljómi
kannski ótrúlega í eyrum
margra.
Höfnin er til hliðar við
skipasmíðastöðina Stálvík, en
auk Stálvíkur eru þrjú önnur
fyrirtæki þar, sem tengjast
höfninni en það er bátasmiðj-
an Nökkvi, Rafboði og Véla-
verkstæði Sigurðar Svein-
björnssonar, sem hefur fram-
leitt mikið af spilum í báta og
ýmsan annan sérbúnað.
Þá hafa meðlimir Siglinga-
klúbbsins rekið niður staura
hjá nýju höfninni og ætla að
setja þar upp flotbryggju fyrir
skútur. Einnig eru uppi áforrn
um að koma upp aðstöðu fyrir
smábáta þar í framtíðinni.
Islandslax:
Fyrsti áfangi
í gang í vor
■ í gær voru opnuð tilboð í
fyrsta áfanga laxeldisstöðvar
íslandslax á Suðurnesjum.
Mörg tilboðanna munu að-
gengileg og cr líklegt að
gengið verði til samninga
fljótlega þannig að fram-
kvæmdir geti hafist í næsta
mánuði og stöðin þannig tek-
ið á móti seiðum til ræktunar
í-maí n.k.
Hagvirki hf. átti hlut að
lægstu tilboðum í tveimur
tilfellum: í jarðvinnu og
smíði kerja. I smíði stein-
steypra kerja bauð Hagvirki
55 milljónir, en Stálver, í
samvinnu við Varmaverk hf.
51 milljón. Næsta tilboð, frá
ístaki hljóðaði upp á 73
milljónir króna. 1 vélar og
lagnir buðu tvö fyrirtæki
lægst, Stálver og Varmaverk,
6,8 milljónir hvort. Geisli hf.
bauð lægst í raflagnir, 3,1
milljón króna.
Þessi fyrsti áfangi mun
anna 500 tonna framleiðslu á
ári.