NT - 28.08.1985, Blaðsíða 19
■ Síðastliðinn laugardag tóku KR-ingar í notkun nýtt félagsheimili á athafnasvæði sínu við Frostaskjól. Félagsheimili þetta er hið
- glæsilegasta og á eflaust eftir að efla enn hina miklu starfsemi KR-inga. Þessa mynd tók Róbert og á henni má sjá einn þekktasta KR-inginn
í gegnum árin, Bjarna Felixson, við bikarasafn félagsins sem er hið glæsilegasta.
íslandsmótið 2. deild:
Völsungasigur
- á Húsavík - Lögðu Fylki 2*0
Frá Hafliða Jósteinssyni á Húsavík:
■ Völsungar hristu af sér slen-
Hópferð
■ Valsmenn munu standa fyrir
hópferð á leik ÍA og Vals á Skagan-
um í kvöld. Lagt verður af stað frá
Valsheimilinu kl. 16.15. Allar nánari
upplýsingar er hægt að fá í síma
11134.
ið og unnu góðan sigur á Fylki í
2. deild í gær. Leikurinn var
slappur fyrstu 20 mín. en þá
fara Völsungar að sækja. Færin
í fyrri hálfleik voru ekki mörg.
Sigurður þjálfari Húsvíkinga
messaði yfir sínum mönnum í
hléi og síðari hálfleikur var
góður. Helgi Helgason skoraði
fyrir Völsunga fljótlega en hann
var mjöggóður í leiknum. Síðan
kom mjög ljótt brot hjá Kristni
Guðmundssyni og Jónas skor-
aði úr víti sem var dæmt.
Sanngjarn sigur. Helgi, Ómar
Rafnsson og Vilhelm Fredrik-
sen bestir hjá heimamönnum en
Anton hjá Fylki. Kristinn fékk
gult fyrir Ijóta brotið.
■ Einar tryggði Vöku sigur-
inn.
.ÍTJr Miðvikudagur 28. ágúst 1985 19
LlU íþróttir
íþróttamót Vöku og Samhygðar:
Einar stigahæstur
■ Iþróttamót ungmennafélag-
anna Vöku í Villingaholts-
hreppi og Samhygöar í Gaul-
verjabæjarhreppi var haldið í
blíðskaparveðri á íþróttavellin-
um við Þjórsárver laugardaginn
17. ágúst sl.
íþróttamótin hafa verið hald-
in óslitið allt frá árinu 1939 og
var þetta því fertugasta og sjö-
unda mótið. Oft hefur hart
verið barist um sigur á mótunum
og svo var einnig í þetta sinn.
Allir íþróttakappar félaganna
sem því máttu við koma, jafnt
heimamenn sem burtfluttir voru
mættir til leiks og sumir jafnvel
langt að komnir. Meðal kepp-
enda voru nokkrir sem keppt
hafa á mótunum næstum sam-
fellt í yfir 20 ár og eru ennþá
með vegna ánægjunnar, freniur
en möguleika á sigri.
Úrslit mótsins urðu þau að
Vaka sigraði með 73,5 stig. á
móti 56,5 stigunr Samhygðar.
Það var formaður Vöku, Ein-
ar H. Haraldsson senr öðrum
fremur tryggði Vöku sigurinn í
mótinu og rauf þar með átta ára
sigurgöngu Samhygðar. Einar
veitti því viðtöku aðalverð-
launagrip mótsins, sem er far-
andskjöldur úr silfri sem stiga-
hæsti keppandi sigurliðsins
hlýtur. Einar hlaut einnig sér-
verðlaun fyrir flest stig karla, og
hann vann einnig besta afrek
karla með því að stökkva 6,48
m í langstökki sem gefur 693
stig. Annað besta afrekið var
þrístökk Jasonar, 12,88 m sem
gefur 663 stig.
Unnur Stefánsdóttir hlaut
sérverðlaun fyrir flest stig
kvenna, en hún hlaut 18 stig.
Hún vann einnig besta afrek
kvenna á mótinu er hún hljóp
100 m á 12,9 sek. sem gefur 691
stig. Annað besta afrekið var
100 m hlaup Ingibjargar 13,0
sek. sem gefur 673 stig. Helstu
úrslit nrótsins urðu þessi:
Karlar:
100 m hlaup:
1. Einar H. Haraldsson, Vaka 11,9 sek.
2. Guðmundur Sigurðss., Vaka 12,0 sek.
1500 m hlaup:
1. Þórarinn Sveinsson, Vaka 5:12,7min.
2. Einar Magnússon, Vaka 5:14,3 mín.
Langstökk:
1. Einar H. Haraldsson, Vaka 6,48 m
2. Jason ívarsson, Samhygð 5,96 m
Hástökk:
1. Þórarinn Sveinsson, Vaka 1,65 m
2. Einar H. Haraldsson, Vaka 1,65 m
Þrístökk:
1. Jason ívarsson, Samhygð 12,88 m
2. Einar H. Haraldsson, Vaka 12,04 m
Kúluvarp:
1. Einar H. Haraldsson, Vaka 12,37 m
2. Þórir Haraldsson, Vaka 11,01 m
Kringlukast:
1. Einar H. Haraldsson, Vaka 35,90 m
2. Valdimar Guðjónss., Samh. 30,92 m
Konur:
100 m hlaup:
1. Unnur Stefánsdóttir, Samh. 12,9 sek.
2. Ingibjörg ívarsd., Samh. 13,0 sek.
800 m hlaup:
1. Unnur Stefánsd., Samh. 2:32,3 mín.
2. Rannv. Guðjónsd.,Vaka 2:51,6 mín.
Langstökk:
1. Ingibjörg ívarsdóttir, Samh. 5,21 m
2. Unnur Stefánsdóttir, Samh. 5,20 m.
Hástökk:
1. Ingibjörg ívarsdóttir, Samh. 1,50 m
1. Þórey Ingimundard., Vaka 1,45 m
Kúluvarp:
1. Þuriður Einarsdóttir, Vaka 9,19 m
2. Ingibjörg ívarsdóttir, Samh. 8,99 m
Spjótkast:
1. Þuríður Einarsdóttir, Vaka 23,14 m
2. Unnur Stefánsd., Samh. 23,04 m
Allir viðstaddir þágu góðar
veitingar í Þjórsárvcri eftir
niótið, og þar afhenti Þórir
Haraldsson verðlaun og skýrði
frá úrslitum.
Mótstjóri að þessu sinni var
Ingibjörg Pálsdóttir frá Syðri-
Gróf. Sem fyrr segir var veður
með ágætum og völlurinn með
besta móti. Kom það í Ijós í
árangri keppenda, því sett voru
mótsmet í langstökki karla og
kvenna og 100 m hlaupi og 800
m hlaupi kvenna.
Borís Becker fagnar enn einum
sigrínum.
ATP-tennismótið í Bandaríkjunum:
Becker bestur
- sigraði Wilander örugglega í úrslitaleiknum
■ V-Þjóðverjinn Boris Becker
sigraði Svíann Mats Wilander í
úrslitaleiknum á ATP - meist-
aramótinu í tennis um síðustu
helgi. Wilander var talinn sá
sigurstranglegasti á mótinu en
hann hefur unnið þetta mót tvö
ár í röð. Becker lét það þó ekki
á sig fá og sigraði 6-4 og 6-2.
Becker er nú orðin hálfgerð
þjóðsaga í lifandi lífi í Pýska-
landi enda er hann aðeins 17 ára
og hefur þegar unnið Wim-
bledon-keppnina. Eftir leikinn
gegn Wilander þá sagði Becker:
„Petta er búin að vera næst
besta vika hjá mér í tennis-
keppni. Ég held að bið vitið
hver var sú besta (Wimble-
don)".
HM-unglinga í knattspyrnu:
Enskir næst neðstir
■ Nú stendur yfir í Sovétríkjunum heims-
meistarakeppni unglinga í knattspyrnu. Spilað
er í fjórum riðlum og hefur ýmislegt komið á
óvart. Ekkert þó eins og hjá Englendingum
sem nú eru næst neðstir í sínum riðli. Þeir
töpuðu í fyrrakvöld fyrir Kínverjuin og gerðu
þar áður jafntefli við Paraguay eftir að hafa
komist í 2-0. Strákarnir í enska liðinu koma frá
skóla enska knattspyrnusambandsins þar sem
aðeins eru teknir inn þeir bestu. Annars líta
úrslit leikja til þessa þannig út:
A-riðill:
Ungverjal.-Túnis ................................... 2-1
Ungverjaland-Kólumbía............................... 2-2
Túnis-Búlgaría...................................... 0-2
Kólumbía-Búlgaria................................... 1-1
B-riðill:
Írland-Brasilía .................................... 1-2
Saudi Arabia-Spánn ................................. 0-0
írland-S.Arabia .................................... 0-1
Brasilía-Spánn ..................................... 2-0
C-riðill:
Nígería-Kanada ..................................... 2-0
Sovétr.-Ástralía ................................... 0-0
Sovétr.-Nígería..................................... 2-1
Ástralía-Kanada..................................... 0-0
D-riðill:
England-Paraguay.................................... 2-2
Kína-Mexíkó......................................... 1-3
England-Kína........................................ 0-2
Paraguay-Mexikó..................................... 0-2
QPR lagði Forest
■ Nokkrir leikir voru í ensku knattspyrnunni
í gær. Úrslitin urðu þessi:
1. deild:
Luton-Arsenal .................................. 2-2
Q.P.R.-Nott. Forest............................. 2-1
Southampton-Aston Villa......................... 0-0
2. deild:
Brighton-Sheffield United ...................... 0-0
Carlisle-Crystal Palace......................... 2-2
Charlton-Middlesbrough ......................... 2-0
Shrewsbury-Millwall ............................ 1-1
3. deild:
Chesterfield-Rotherham.......................... 2-0
4. deild:
Cambridge-Southend ............................. 1-2
Colchester-Aldershot ........................... 4-0
Crewe-Hereford.................................. 2-0
Mansfield-Halifax .............................. 2-0
Orient-Peterborough............................. 2-2
Arsenal jafnaði tvívegis. Bannister gerði
eitt af mörkum QPR. Jimmi Case var rekinn
útaf hjá Southampton.
getrmíha
VINNINGAR!
1. leikvika - leikir 24. ágúst 1985
Vinningsröð: 221 - X12 - 111 - 12X
1. Vinningur:
11 réttir
4711(4/10)
2. Vinningur:
kr. 143.840,-
166473
kr. 2.802,-
10 réttir |
2678 9682 40189 85586 166275 183171
3298 10975+ 41449 + 86398 166503 35893(34 o)
4247 37839 41480+ 87071 166524 40430(34 o)
4565 38392 41489+ 87895 166528 100091 (34o)
7412 39799 42095+ 88611 166561 166527(34 o)
7483 40022+ 46662 101387+ 166567 7410=
(úr 35. v.f.árs)
íslenskar Getraunir, íþróttamidstödinni v/Sigtún, Reykjavík
Kærufrestur er til 16. sept. 1985 kl. 12 á hádegj.
Kærur skulu vera skriflegar Kærueyöublöö fást hjá umboðsmonnum og á skrifstofunni i
Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða aö framvisa stofni eöa senda stofninn og fullar
upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests.