NT - 28.08.1985, Blaðsíða 1

NT - 28.08.1985, Blaðsíða 1
Laghentar, glaðlegar og röskar stúíkur óskast... ■ Laghent stúlka - röskar, áreiðanlegar og glaðlegar stúlk- ur - stundvísar og áreiðanlegar stúlkur - duglegar og ábyggileg- ar stúlkur - dugleg og sjálfstæð stúlka - stúlkur í uppvask - dugmiklar stúlkur - vanar saumakonur - duglegar konur - reglusöm ráðskona. Eftir öllum þessum stúlkum/ konum og miklu fleiri er nú auglýst dag eftir dag í auglýs- ingadálkum DV. Auglýsingar eftir fólki til starfa skipta mörg- um tugum daglega - voru t.d. 53 í blaðinu í gær, á sama tíma og auglýsingar eftir starfi eru sárafá- ar. Athygli vekur að í nær öllurn atvinnuauglýsingum í DV er auglýst eftir stúlkum/konum þótt sumir hliðri sér hjá að segja það beint. eins og t.d: „Fólk óskast til verslunarstarfa... einnig stundvís og reglusamur maður." Langsamlega mest virðist vanta stúlkur til allskonar afgreiðslu- og þjónustustafa í verslunum, söluturnum, veit- ingahúsum, skyndibitastöðum og bakaríum. Undir þessa þætti féllu t.d. 32 af alls 53 atvinnu- auglýsingum í blaðinu í gær. Samkvæmt upplýsingum Ráðningarþjónustu Liðs- auka hefur verið stöðugt vax- andi eftirspurn eftir starfsfólki allt þetta ár og mest nú upp á síðkastið. Liðsauki hefur sér- staklega séð um ráðningar til skrifstofustarfa og þar með ráðningu stúlkna að miklum meirihluta. Auk þess að kunna skil á hinum fjölbreytilegustu skrifstofustörfum ekki síður en karlmennirnir verða stúlkurnar líka að vera leiknar í vélritun, sern fremur fátítt er meðal starfsbræðra þeirra. Ekki mun sú umframkunnátta þeirra þó jafnaðarlega skila stúlkunum hærri launum. Viðmælcndur NT voru í litl- um vafa um það að skýring þess hve kvenfólk sé eftirsótt til starfa felist ekki síst í því að með því komist atvinnurekend- ur af með lægri launakostnað. Sameining BÚR og ísbjarnarins: Áætlað tap hvors 50 millj. - fyrstu sex mánuði þessa árs ■ Allt bendir til að Bæjarút- gerð Reykjavíkur og ísbjörninn verði sameinuð í eitt fyrirtæki. Borgarráð samþykkti í gær með atkvæðum sjálfstæðismanna að hefja viðræður við forsvars- menn ísbjarnarins með samein- ingu í huga. Samkvæmt skýrslu sem lögð var fram á borgarráðs- fundinum er gert ráð fyrir því að öll starfsemi nýja fyrirtækis- ins verði flutt á Granda/Örfiris- eyjarsvæðið, annað húsnæði selt og að gerðir verði út 6-7 togarar. Skýrslan, trúnaðarskýrslan svokallaða, var gerð að undir- lagi borgarstjóra. í henni kemur fram að fjáhagsstaða beggja fyrirtækjanna hafi farið mjög versnandi og er áætlað að tap hvors um sig nemi um 50 mill- jónuin króna fyrstu sex mánuði þessa árs. Auk verulegs sam- dráttar í afla hafi aflasamsetn- ingin átt sinn þátt í slæmri stöðu fyrirtækjanna. Lagt er til að fyrirtækin verði sameinuð í eitt þar eð frekara samstarf en nú er gæti ekki leitt til aukinnar hagræðingar. Nýja fyrirtækið taki yfir eignir og skuldir þeirra beggja, tryggt Reykjavík: Sjötugur maður barinn ■ Ráðist var á rúm- lega sjötugan mann í gærkvöld á Hverfisgöt- unni í Reykjavík. Mað- urinn var fluttur á slysa- varðstofu þar sem gert var að meiðslum hans, en hann hlaut m.a. skurð á höfði og var bólginn og blár í andliti. Arásarmaðurinn var handtekinn en ekki reyndist unnt að yfir- heyra hann vegna ölv- unar. verði að eigið fé fyrirtækisins verði ekki undir 35-40% af matsverði og starfsmannafjöldi verði um 460-500. Komið verði á aukinni sérhæfingu og vélvæð- ingu, unnið að framleiðslu verð- meiri afurða og kappkostað að bæta meðferð afla og auka gæði hráefnis. Fulltrúar minnihlutans sem greiddu atkvæði gegn samein- ingarviðræðunum lögðu fram ■ Góða veðríð nýtt til viðhalds, króna nokkrar bókanir í málinu. Sig- urjón Pétursson fulltrúi Alþýðu- bartdalagsins sagði í bókun sinni að hann teldi að allt frá upphafi kjört ímabilsins hefði meirihlutinn stefnt að því að leggja Bæjarútgerðina niður og hefði dregið verulega úr starf- semi fyrirtækisins. Þetta nýja fyrirtæki væri hins vegar álíka stórt og Bæjarútgerðin hefði verið í upphafi kjörtímabilsins og sagði Sigurjón í samtali við NT að frekar bæri að etla BÚR en hitt. Fulltrúar Kvcnnaframboðs- ins 'og Alþýðuflokksins mót- mæltu allri meðferð þessa niáls og töldu óeðlilegt að fulltrúum þeirra hcfði ekki verið gefinn kostur á setu í nefndinni sem fór yfir skýrsluna frá því á síðasta fundi en gegndi nú Jjví hlut- verki að ræða við Isbjarnar- menn. Skúlagötu- skipulagið: Vísað til borgar- stjórnar ■ Ekki verður tekin ákvörðun um Skúlagötu- skipulagið svokallaða að sinni því Borgarráð sam- þykktiá fundi sínum í gær að vísa því til fyrsta reglu- legs fundar í borgarstjórn sem haldinn verður 19. september n.k. Pað var borgarstjóri sjálfur sem gerði tillögu um frestunina en Sigurjón Pétursson fulltrúi Alþýðu- bandalagsins hafði þá beð- ið um frestun ákvarðana- tökunnar. Ef e'kki yrði orðið viö þeirri beiðni myndi hann krefjast frest- unar á grundvelli sam- þykktar borgarinnar, með því að fara fram á auka- fund í borgarstjórn. Jón Pálsson yfirflugvirki: „Dagurinn þeg- ar allt brann hjá Gæslunni“ - ef manninum hefði tekist að gangsetja þyrluna ■ Maðurinn sem fór ölvaður inn á svæði Landhelgisgæslunn- ará Reykjavíkurflugvelli, getur átt yfir höfði sér skaðabóta- kröfu, allt að 2,5 milljónum króna. Þyrla Gæslunnar er ekki tryggð nema fyrir þriðja aðila, þ.e.a.s. ef hún veldur tjóni á öðrurn hlutum. Jón Pálsson yfirflugvirki hjá Landhelgisgæslunni sagði í sam- tali við NT í gær að ekki væri endanlega Jjóst hversu mikið mótorinn hefði skemmst, en hann yrði sendur utan til viðgerð ar. Á meðan mun Gæslan fá leigðan mótor að utan, þannig að líkur benda til þess að TF- GRÓ verði kornin í loftið aftur um helgina. Jón sagði að skemmdirnar á mótornum hefðu orðið, þegar maðurinn reyndi að gangsetja þyrluna inni í flugskýlinu. „Hann hafði tekið nokkra tíma á gömlu þyrlu Albínu Thor- darson. Hann reyndi að gang- setja okkar þyrlu eins og um þá þyrlu væri að ræða.“ Við þessar. aðfarir mun hann hafa kæft mótorinn og skemrnt hann alvarlega. Hvað hefði gerst ef hann hefði komið vélinni í gang? „Nú þá yrði sennilega talað um þennan dag, sem daginn þegar brann hjá Gæslunni. Guð má vita hvað hefði gerst ef hann hefði komið henni í gang,“ sagði Jón.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.