NT

Ulloq

NT - 31.08.1985, Qupperneq 10

NT - 31.08.1985, Qupperneq 10
31. ágúst 1985 10 ■ Sveinbjörn Pétursson, markaðsstjóri hjá Nóa-Síríus og Hreini, ætlar að tefla fram nýju Síríus-Gulli á heimilissýningunni í ár. Mynd - Róbert Islenskt og enskt súkkulaði ■ „Petta verður í þriðja skiptið í röð sem fyrirtækið tekur þátt í stór- sýningu af þessu tagi í Laugardals- höllinni,“ sagði Sveinbjörn Péturs- son, markaðsstjóri hjá Nóa-Síríus og Hreini. „En þetta verður í fyrsta skipti sem við deilum sýningarbásn- um með öðrum sælgætisframleiðanda þ.e. enska fyrirtækið Cadbury, sem við erum umboðsaðilar fyrir.“ Nói-St'ríus og Hreinn eru sælgætis- og efnaframleiðendur sem eiga djúp- ar rætur í íslensku atvinnulífi. Hjá þessum fyrirtækjum starfa alls um 120 manns að staðaldri, og markaðs- hlutdeildin í sælgæti er lang mest ef litið er til innlendra framleiðenda og innflytjenda. Pess má geta að t.d. var heildarsælgætisneysla Islendinga um 2400 tonn árið 1983, og mun síst fara minnkandi. „Það sem við munum leggja mesta áherslu á að kynna er ný súkkulaði- tegund, svokallað Síríus-Gull. Þetta ■ eru nýjar 100 gr. pakkningar, í fimm gerðum," sagði Sveinbjörn. „Cad- bury mun hins vegar kynna nýja súkkulaðitegund er nefnist Wispa, og er ísland fyrsta landið utan Bretlands sem tekur við þessari vöru.“ Svein- björn gat þess jafnframt að gestum yrði bæði leyft að bragða á hinum nýju tegundum, og svo boðin varan á sérstöku kynningarverði. „Það hefur mikil vinna verið lögð í hönnun bássins," sagði Sveinbjörn að lokum. „Guðrún S. Halldórsdóttir, leiktjaldasmiður, hefur séð um það fyrir okkur. Við höfum lagt mikla áherslu á að gera þetta sem best úr garði því það er mikilvægt að nota þennan góða vettvang til hins ýtrasta, sérstaklega ef um nýja vöru er að ræða.“ Ljósafl: Kynna innfellda lýsingu ■ Helgi Eiríksson hjá Ljósafl sf. hvetur fólk til þess að fá Ijósaplön áður en það kaupir Ijósabúnaðinn. Mynd - Róbert 1 1 l jf Í : \ 9 | m; ■ „Við flytjum mest inn frá Hol- landi og Þýskalandi, dálítið frá Dan- mörku og Ítalíu," sagði Helgi Eiríks- son hjá Ljósafli sf. „Þetta er allt saman gæðavara sem við bjóðum viðskiptavinum hér í versluninni.“ Ljósafl sf. er rafverktakafyrirtæki sem rekur teiknistofu og verslun er hentar sérlega nýlögnum. Fyrirtækið var stofnað árið 1982 og þar starfa 12 rafvirkjar. Helgi sagði að þeir hjá Ljósafli sf. hefðu lagt mikla áherslu á það undanfarin 2 ár að hvetja fólk til þess að leita til fyrirtækisins áður en það velur sér ljósabúnað þ.e. áður en það lætur teikna inn ljósalagnir. Hann benti á að verslunin þjóni æ stærra hlutverki í því að veita ráðgjöf í þessu sambandi, og reyndar er sífellt vax- andi eftirspurn eftir svokölluðum ljósaplönum frá Ljósafli sf. „Á sýningunni Heimilið ’85 mun- um við sjá um lýsingu í húsi sem verður reist á svæðinu, og að auki verðum við með bás þar sem kynnt verður innfelld lýsing," sagði Helgi. „Þetta byggist á flúorescentperum og er nýjung í lýsingarbúnaði.“ Nýjar kjúllettur á tilboðsverði ■ „Það verður kynnt alveg glæný vara í básnum hjá ísfugli. Þetta eru formaðir kjúklingabitar sem eru til- búnir til steikingar, svokallaðar kjúl- lettur“, sagði Alfreð Jóhannsson, framkvæmdastjóri, er blaðamaður NT hitti hann að máli í Mosfellssveit- inni. „Þetta verður 23 fermetra bás, og þar munu starfa um 8 manns. Fyrir utan sýnishorn sem gestir fá endur- gjaldsiaust munum við bjóða kjúllett- ur á mjög lágu tilboðsverði.“ Fyrirtækið ísfugl ætti að vera flest- um íslendingum vel kunnugt vegna ýmissa nýjunga við framleiðslu á fuglakjöti. Reyndar er það nú eini aðilinn sem vinnur kjúklingakjöt sér- staklega. Þar starfa um 30 manns og ársframleiðsla nemur um 500 tonnum. Eftirspurnin eftir hvers kyns alifuglakjöti hefur aukist mjög á undaförnum árum. „Það var flutt hingað sérhönnuð vélasamstæða til að framleiða kjúll- etturnar og þar höfum við tekið í notkun tækni er markaði tímamót í kjötframleiðslu okkar,“ sagði Alfreð. „Fyrirmyndin að þessari vöru kemur frá Danmörku, en við höfum endur- bætt uppskriftina að deiginu sem bitunum er velt up úr. Þetta hefur tekist svo vel að hinn danski aðstoðar- maður, sem við fengum hingað í tengslum við þessa nýjung, telur hana betri en hina erlendu. Honum finnst reyndar íslenskt kjúklingakjöt bragð- betra en það danska og margir eru honum sammála um það.“ ísfugl tók þátt í síðustu heimilissýn- ingu og taldi Alfreð að sú þátttaka hefði gefist mjög vel, náðst hefði mjög gott samband við neytendur. Hann bætti því við að fyrirtækið legði mikið upp úr persónulegri sölu- mennsku og af þeim sökum kvaðst hann ætla að starfa sjálfur í básnum að einhverju leyti. Þess má geta að kjúilettur eru væntanlegar í verslanir að lokinni heimilissýningu. ■ Alfreð Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá ísfugli, kvaðst vera viss um að kjúlletturnar ættu eftir að ná miklum vinsældum. Mynd - Róbcrt

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.