NT - 12.09.1985, Side 3

NT - 12.09.1985, Side 3
Fimmtudagur 12. september 1985 3 Næstu réttir ■ Réttir eru nú í fullum gangi og á mánudag 16. sept. verður réttað í Brekkurétt íNorðurárdal, Fellsendarétt í Miðdölum, Fljótstungurétt á Hvítár- síðu og í Reynistaðarétt í Staðarhreppi í Skagafirði. Á miðvikudag þann 18. sept. mun verða réttað í Hítardalsrétt í Hraun- hreppi, Klausturhólarétt í Grímsnesi, Oddstaðarétt í Lundareykjadal, Svigna- skarðsrétt í Borgarhreppi og í Tungnárréttum í Bisk- upstungum. Bændur í Þverárhlíð munu rétta þriðjudag og miðvikudag í Fverárrétt í Mýrasýslu. Síldarverksmiðjan eins og stóriðja nútímans - kvikmyndatökum nýrrar heimildarmyndar um síldarárin á Djúpuvík á Ströndum nýlokið Þorskaflinn 42 þúsund lestum meiri en 1984 - en 29 þús. lestum minna af öðrum botnfiski ■ Síldarævintýrið mikla í Djúpuvík er uppistaðan í heim- ildarmynd sem þeir Finnbogi Hermannsson og Hjálmtýr Heiðdal hafa verið að vinna að undanfarið. Aðdragandi myndarinnar er að sögn Finnboga að hann gerði nokkra útvarpsþætti fyrir nokkrum árum undir nafninu: Par sem kreppunni lauk 1935. Hjálmtýr sagðist hafa spekúl- erað lengi í að gera heimildar- mynd um þennan merka stað og Bundið slitlag: ■ Að sögn Helga Hallgríms- sonar forstjóra tæknideildar Vegagerðar ríkisins er búið að leggja um 200 km af bundnu slitlagi í sumar, víðsvegar um landið. Sagði Helgi að framkvæmdir hefðu víðast gengið vel. Dagmæður á Sóknartaxta ■ Félagsfundur í Félagi dagmæðra samþykkti í fyrrakvöld nýja gjaldskrá, sem felur í sér að hér eftir vinna dagmæður eftir Sókn- artöxtum miðað við að þær hafi 5 börn í fóstri. Hingað til hafa dagmæður aðeins haft Sóknartaxtana til við- miðunar. Sérstakt leyfi þarf til að hafa 5 börn og ef aðstæður eru einhverra hluta vegna ekki til þess lækka laun dagmæðranna sem því nemur. Þá koma starfsaldurshækkanir nú inn í gjaldskrárnar í 1. sinn og er þar farið nákvæmlega eft- ir Sóknartöxtunum. Hér eftir verður gjald fyrir hvert barn hjá dagmóður á 1. taxta 3.427 krónur á mán- uði miðað við að hún hafi 5 börn í fóstri, 3.984 krónur á 2. taxta, 4.328 krónur á 3. taxta og 4.575 krónur á 4. taxta. Þá er miðað við 5 börn og 10,17% orlof og 3,5% vegna veikindadaga eru innifalin. Miðað er við heilsdagsgæslu. Nú er starfandi í Reykja- vík um 400 dagmæður og sjá þær um gæslu nálega 1100 barna. þarna var kjörið tækifæri og samstarf þeirra hófst 1982. Þeir félagar sögðust hafa unn- ið að myndinni að mestu í hjáverkum og nú eru myndatök- ur að mestu búnar. Þeir voru sammála um að myndin væri um atvinnusögu Árneshrepps og ekki síst um rekstrarsögu stærstu síldarverk- smiðju sem var reist á þessum tíma á íslandi. Finnbogi sagði að þeir hefðu rætt við margt fólk sem vann í Bundið slitlag er nú komið á rúmlega 1100 km af vegakerfi landsins en það er um 8420 km í heild. Hringvegurinn er um 1425 km og vantar því talsvert upp á að hringvegurinn verði alveg með bundu slitlagi. Að öðru leyti vildi Helgi ekki tjá sig um framkvæmdir í sumar þar eð ekki er búið að gera skýrslu þá sem tilgreinir hversu margir km hafa verið lagðir í hverri sýslu. ■ Þorskaflinn í ágústmánuði var rúmar 24 þús. lestir sem er um 39% minna en í ágúst 1984. Þar af fengu togarar nú 16.565 lestir, sem er rösklega 10 þús. lestum minna en í ágúst í fyrra. Af öðrum botnfiski veiddu tog- ararnir um 16.500 lestir, eða um 6 þús. lestum meira en 1984, þannig að heildarafli þeirra var nú rúmlega 4 þús. tonnum minni en í ágúst 1984. Afli bátaflotans að loðnu undanskilinni var nú rösklega 16 þús. lestir, sem er síldarverksmiðjunni í Djúpuvík og til væri fjöldi ljósmynda sem sýndu að mikið líf hafi verið í tuskunum þegar síldin var og hét. Hjálmtýr sagði að þeir reyndu að varpa ljósi á þau áhrif sem síldarverksmiðjan hafði á líf fólksins í fjörðunum. Taldi hann að það mætti líkja síldar- verksmiðjunni við stóriðju nú- tímans eins og til dæmis Álverið eða eitthvað slíkt. Síldarverksmiðjan í Djúpu- vík starfaði til ársins 1952 og var seld á uppboði 1968. Byggöin fór að vísu ekki alveg í eyði og síðasti íbúinn frá síldarárunum flutti burt upp úr 1980. Þar er nú starfsemi að hefjast að nýju eins og kunnugt er undir stjórn hlutafélagsins Magnús Hannibalsson. Þeir Finnbogi og Hjálmtýr sögðu að kvikmyndasjóður hefði sýnt þessu framtaki þeirra mikinn skilning og þeir hefðu fengið þrisvar úthlutað úr sjóðnum. Þeir sögðust ætla að reyna að selja Sjónvarpinu myndina en þeir vissu ekki nákvæmlega hve- nær myndin yrði alveg tilbúin, en hún verður líklega um 30-45 mínútur að lengd. ■ Síldarvcrksmiðjan í Djúpu- vík sem nú er verið að gera heimildarmynd um. E.t.v. verð- ur þarna fiskeldi á næstunni. u.þ.b. jafn mikið og í ágúst 1984, en þar við bætast nú rúm- lega 30 þús. tonn af loðnu sem var engin í ágúst 1984. Heildar- afli fiskiskipaflotans varð því samtals rúmlega 79 þús. lestir í ágúst. Frá áramótum til ágústloka er botnfiskaflinn svipaður og í fyrra eða samtals 433 þús. lestir, sem er um 12 þús. lesta aukning frá sama tíma í fyrra. Þar af er togaraafli nú um 238 þús. lestir, sem er um 8 þús. lestum minna en í ágústlok 1984, en bátaaflinn hins vegar 195 þús. lestir, eða rúmlega 20 þús. tonnum meiri. Munurinn frá því í fyrra felst fyrst og fremst í því að nú hafa veiðst rúmlega 251 þús. lestir af þorski sem er nær 42 þús. lestum meira en í fyrra, en tæplega 182 þús. lestir af öðrum botn- fiski sem er rúmlega 29 þús. lestum minna en 1984 á sama tíma. Af þorskinum hafa um 120 þús. lestir komið í hlut togaranna á móti 106 þús. lest- um í ágústlok 1984 og 131 þús. lestir í hlut bátanna á móti tæplega 104 þús. lestum í fyrra. Af loðnu hafa nú veiðst tæp- lega 375 þús. lestir frá áramót- um, sem er 63 þús. lestum minna en 1984. Rækjuaflinn frá áramótum er tæplega 16 þús. lestir - um 1 þús. lestum minni en 1984. Heildaraflinn frá áramótum er nú kominn í rúmlega 832 þús. lestir á móti 884 þús. lestum á sama tíma 1984. Um 200 km lagðir í sumar MV'Í mnsmólm innritun stendur yfir í síma: Reykjavík 38830 Hafnarfjörður 52996. Kl. 10-12 og 14-19

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.