NT - 17.09.1985, Blaðsíða 18

NT - 17.09.1985, Blaðsíða 18
Staðan í 1. deild Fjörugur endir Þriðjudagur 17. september 1985 18 íþróttir íslandsmótið 1. deild: - á fjörugu móti er ÍBK vann Víking 3*2 með marki á síðustu sekúndum HNOT- SKURN ■ Mikill baráttuleikur þar sem kapp og harka spiluðu aðalhlut- verkið ásamt allhvassri norðanátt. Viðismenn börðust meira og unnu sanngjarnan sigur og héldu þar með sæti sínu í 1. deild. Mörk Víðis gerðu Einar Ásbjörn ólafs- son á 34. og 65. mín. og Guðjón Guðmundsson á 27. min. Fyrir Þrótt skoruðu Pétur Amþórsson á 17. mín. og Sigurjón Kristinsson á 47. min. Dómari var Eyjólfur ólafs- son og komst vel frá erfiðum leik. Bestu menn Þróttar voru Loftur Ólafsson, Ársæll Kristjánsson, Nikulás Jónsson og Pétur Arn- þórsson. Víðisliðið var jafnt en Einar Ásbjöm fær boltann fyrir tvö góð og ekki síður mikilvæg mörk. ■ Karl Þórðarson skorar þriðja mark Skagamanna á laugardaginn. Framarar horfa örvæntingarfullir á. íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild: NT-mynd: Ámi Bjama ■ Það var svo sannarlega fjörugur endir á fjörugu íslands- móti í knattspyrnu í fyrradag er Keflvíkingar lögðu Víkinga að velli á Laugardalsvellinum. En það sem meira var Víkingar sýndu spegilmynd af frammi- stöðu sinni í mótinu með því að ná 2-1 forystu er sjö mínútur voru til leiksloka. Þessar sjö mínútur dugðu þó Keflvíking- um til að skora tvö mörk og sigra í ieiknum. Fyrri hálfleikur í þessum leik var árangurslaus. Bæði liðin spiluðu ágætlega á milli sín en ekkert kom út úrsóknaraðgerð- um þeirra. Færin voru tvö eða þrjú og það þokkaleg. í síðari hálfleik hresstist Eyjólfur nokk- uð og fjörið byrjaði fyrst er 20 mínútur voru til leiksloka. Þá stakk Freyr inná Ragga Mar- geirs, sem skoraði af harðfylgi, 0-1. Víkingar sóttu stíft eftir þetta og Ámundi jafnaði 9 mín. seinna. Hann fékk boltann inní teig eftir aukaspyrnu Andra og renndi tuðrunni undir Þorstein, 1-1. Andri kom síðan Víkingum yfir með fallegu marki eftir undirbúning Ámunda og Ein- ars. Skot Andra úr teignum skall upp undir þaknetið, 2-1. Fimrn mín.seinna jafnar Ragnar eftir að hafa fengið stutta stungu frá Kristjáni Einarssyni, 2-2. Á síðustu mínútu leiksins skoraði síöan Björgvin Björgvinsson frá- bært ntark eftir undirbúning Ragnars. Raggi fékk þá háan bolta frá Frey, inní teig en tók liann viðstöðulaust á lofti til Björgvins sem kom á ferðinni og þrumaði í þaknetið, 2-3. Þóroddur Hjaltalín flautaði til leiksloka strax á eftir. Síðustu 20 mínúturnar í þess- um leik voru frábærar, fimnt mörk og álíka mörg dauðafæri. Leikurinn var jafn en Víkings- heppnin er ekki til og hefur verið víðs fjarri í sumar. Eigi að síður fjörugt. Garðinum d - Einar Ásbjörn gerði tvö var fyrstur að átta sig er boltinn barst út, og renndi honum í markið. Nú þurftu Víðismenn að skora tvö mörk til að halda sér í deildinni og það gerðu þeir. Fyrst skoraði Guðjón Guð- mundsson með hjólhestaspyrnu eftir nokkurt þóf inn í vítateig Þróttara og stuttu síðar tók Einar Ásbjörn forystuna fyrir Víði er hann sneri sér fallega og eldsnöggt inn í vítateig og sendi boltann í netið. Áhorfendur voru vart búnir að koma sér fyrir til að fylgjast með seinni hálfleiknum þegar Þróttarar jafna og var þar að verki Sigurjón Kristinsson og naut þar nokkurrar aðstoðar vindsins Kára. Víðismenn áttu þó síðasta orðið er Einar Ás- björn skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu. Víðismenn geta unað glaðir við þann árangur að halda sér uppi í deildinni en Þróttur þarf að reyna ða halda saman sínum mannskap og stefna á 1. deild á næsta tímabili. Þess má geta að líklegt er að bæði Einar Ásbjörn og Gísli Eyjólfsson spili ekki með Víð- ismönnum næsta ár vegna utan- farar og yrði sannarlega erfitt að fylla skörð þessara snjöllu kappa. 4 HNOT- SKURN ■ Árangurslaus leikur þar til seinni hluta síöari hálfleiks. Þá kom allt sem prýöir góðan leik. Verðugur endir á islandsmóti. Mörkin gerðu Ámundi Sig- mundsson og Andri Marteinsson fyrir Víkinga og Ragnar Mar- geirsson (2) og Björgvin Björg- vinsson fyrir ÍBK. Dómari var Þóroddur Hjaltalin og missti af hagnaðarreglunni í nokkur skipti. Áhorfendur voru fleiri en búist var við. ■ Lokastaðan í 1. deild varð þessi: Valur...... 18 11 5 2 28-12 38 Akranes ... 18 11 3 4 37-19 36 Þór, A..... 18 11 2 5 33-20 35 Fram ....... 18 10 4 4 36-26 34 Keflavík ... 18 9 2 7 31-23 29 KR ......... 18 8 5 5 32-26 29 FH ......... 18 5 2 11 23-41 17 Víðir...... 18 4 4 10 21-39 16 Þróttur .... 18 3 4 11 18-32 13 Víkingur ..18 2 1 15 17-38 7 Markahæstu menn: ómar Torfason, Fram............13 Ragnar Margeirsson, lBK......12 Guðmundur Þorbjörnsson, Val. 12 Hörður Jóhannsson, ÍA.......10 íslandsmótið 2. deild: Blikarnir upp ■ Blikarnir fylgja Eyjamönn- um uppí 1. deild. Þeir unnu sigur á Völsungum um helgina með marki frá Jóni Þóri Jóns- syni. Eyjamenn skoruðu fimm mörk gegn UMFN. Tómas Páls- son og Jóhann Georgsson gerðu tvö hvor og Ómar Jóhannsson eitt. Þá unnu Skallarnir ÍBÍ og Leiftur og Fylkir gerðu jafntefli í Árbænum. Loks unnu KA menn sigur á KS, 2-1. Lokastaðan i 2. deild: ÍBV.............. 18 11 6 1 45-13 39 Breiðablik...... 18 10 4 4 31-15 37 KA .............. 18 10 3 5 36-17 36 KS............... 18 7 4 7 25-25 25 Skallagrímur ... 18 7 4 7 27-39 25 Völsungur....... 18 7 3 8 28-25 24 Njarðvík ........ 18 54 9 14-29 19 ÍBÍ ............. 18 3 8 7 16-27 17 Fylkir........... 18 3 4 11 13-24 13 Leiftur.......... 18 3 4 11 17-38 13 IA í Evrópukeppni Sigruðu Framara 3*2 á Laugardalsvelli - Ómar skoraði og er markahæstur ■ „Eg náði að pota cinu inn,“ sagði Omar Torfason cftir að hafa skorað citt mark í lcik Frani gegn Akurnesinguin á Laugardalsvelli á laugardaginn. Með þessu marki þá tryggði Ómar sér markakóngstitilinn á Islandsmótinu í knattspyrnu á HNOT- SKURN ■ Ágætis leikur með fimm mörkum. Skagamenn voru öllu ákveðnari í fyrri hálfleik en Framarar i þeim síðari. Mörkin gerðu Pétur Ormslev og Ómar Torfason fyrir Fram en Jón Áskelsson, Júlíus Ingólfsson og Karl Þórðarson fyrir ÍA. Dómari var Óli ólsen og var ágætur. Ahorfendur voru ekki mjög margir. Bestu menn Framara voru Friðrik í markinu og Þorsteinn Vilhjálmsson svo og Sveinn Guðjónsson er sýndi mikla hæfi- leika. Hjá Skaganum var Karl Þórðarson góður svo og Guðjón Þórðarson og Birkir í markinu. þessu sumri. Ómar gerði alls 13 inörk en Ragnar IVlargeirsson og Guðmundur Þorbjörnsson voru næstir með 12 inörk hvor. Ekki dugði þetta mark þó gegn ákveðnum Skagamönnum sem sigruðu í leiknum 3-2 og tryggðu sér þar með sæti í Evrópukeppni félagsliöa, UEFA keppninni að ári. Skagamenn hoppuðu í ann- að sætið í deildinni en Framar- ar, sem leiddu um tíma í 1. deild með einum átta stigum höfnuðu að lokum í fjórða sæti. Það var greinilegt að Skaga- menn voru komnir til að sigra á Laugardalsvellinum á laugar- daginn. Strax eftir um 10 mín. leik þá komst Hörður Jóhannes- son einn í gegn en Friðrik bjargaði með góöu úthlaupi. Framarar spiluðu gegn rokinu og liöfðu sig lítið í frammi þar til á 21. mín. Þá skoraði Pétur Ormslev eitt fallegasta mark sumarsins beint úr aukaspyrnu. Þrumaði í vinkilinn, 1-0. Skaga- menn jafna 10 mín. seinna. Jón Askelsson fékk þá boltann eftir hornspyrnu og bombaði inn, 1-1. Nú voru Skagamenn á skriði og Júlíus Pétur lngólfsson kom þeim í 2-1 með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Árna. Loks skoraði Karl Þórðarson, einn besti maður ÍA, fallegt mark eftir undirbúning sinn og Harðar. í síðari hálfleik voru Framar- ar meira með boltann og áttu nokkur góð færi en aðeins einu sinni tókst þeim að skora og var þar að verki markakóngur ís- landsmótsins Ómar Torfason. Hann renndi tuðrunni undir Birki í markinu eftir fyrirgjöf frá Viðari Þorkelssyni. Það verða því sömu lið í Evrópukeppni að ári og eru nú að byrja að kljást í Evrópu- keppnum. Valur meistari, Fram bikarmeistari og ÍA í öðru sæti deildarinnar og hreppir sæti í UEFA-keppninni að ári. Islandsmótið í knattspyrnu 1. deild: Gleði - er Víðir sendi Þrótt beinustu leið niður í 2. deil Frá Frímanni ólafssyni í (irindavík ■ Það var heilmikið gleði í herbúðum Garðsbúa eftir að lið íslandsmótið 1. deild: Halldór með f imm Fór á kostum er Þórsarar gerðu útaf við FH-inga með sex mörkum Frá (iylfa Kristjánssyni á Akurcvri: ■ „Það er stórkostlcgt að skora fímm mörk í leik. Eg hef mest gert tvö í einum lcik í I HNOT' SKURN Ágætur leikur við frekar erfiðar adstædur. Þórssigurinn hefði getað orðið stærri. Mörk Þórs: Halldor Áskelsson (5) og Nói Bjömsson. FH: Kristján Gísla- son. Dómari var Þorvardur Björnsson og var ágætur. Sig- björn Viðarsson fékk gult spjald. Halldór var mjög góður í leikn- um enda ekki oft sem menn gera fimm mörk í leik. Kristján Kristjánsson var iðinn við að leggja upp mörk og fær punkt fyrir það. sumar. Það er þó slæmt að enda svona vel en komast ekki i Evrópukeppni," sagði Halldór Áskelsson eftir að hann hafði farið hamförum í leik Þórs og FH á Akureyri á laugardaginn. Halldór skoraði fíinm mörk í lciknum seni Þór vann 6-1. Það stóð ekki steinn yfir steini í leik FH á Akureyri og staðan í leikhlé var 4-0 en hefði eins getað verið 8-1 eða 10-1. Þórsarar fóru á kostum en eng- inn sem Halldór. Hann varfyrst á ferðinni á 1. mínútu með fallegt mark efst í markhornið frá vítateig. Á 17. rnín kom Halldór með annað mark. Nú setti hann tuðruna í hitt mark- hornið eftir að hafa snúið af sér mann. Kristján Kristjánsson mataði Halldór síðan á þriðja markinu á 27. mín. og Halldór skoraði af stuttu færi. Kristján var síðan á ferðinni á 43. mín. er hann gaf á Nóa sem skoraði 4-0. Kristján Gíslason minnkaði muninn í upphafi síðari hálf- leiks en Kristján gaf síðan fyrir á Halldór sem skoraði með viðstöðulausu skoti, 5-1. Sex- an var síðan fullkomnuð á 85. mín.er Kristján gaf fyrir og enn var Halldór á ferðinni nú með sitt fimmta mark, 6-1. Þórsarar spiluðu þennan leik þokkalega við frekar slæmar aðstæður. Halldór fór á kostum og gerði fimm mörk. Kristján Kristjánsson lagði upp fjögur mörk og spilaði vel. FH-ingar fóru norður til að spila leikinn og ekkert annað. Leikurinn hefði getað endað 10-1 eða þeirra hafði sigrað Þrótt með þremur mörkum gegn tveimur í síðustu uinferð íslandsmótsins í knattspyrnu. Þeir máttu líka vera glaðir Víðismenn því ineð þessum sigri trvggðu þeir sér sæti sitt í 1. deildinni en sendu Þróttara þess í stað niöur i þá aðra. Leikurinn í Garðinum byrjaði með heilmiklu miðjuþófí og leystist ekki úr fyrr en á 17. mín. er Daði Harðarson tók víti fyrir gestina. Gísli varði spyrnuna - þriðja vítið sem glatast hjá Þrótturum á Suðurnesjum í sumar - en Pétur Arnþórsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.