NT - 22.09.1985, Side 7

NT - 22.09.1985, Side 7
i. I) NT Sunnudagur 22. september u „Þá sá ég Valtý! Rætt við Þorstein Ó. Thorarensen, rithöfund um Aldamótasögu hans, sem hann leggur nú til atlögu við á ný ■ Pað var árið 1974 að fimmta bindi Aldamótasögu Porsteins Ó. Thorarensen kom út, mikið rit og stórt í sniðunum í sjón og raun, eins og hinar fyrri bœkur hans um efnið höfðu einnig verið. Pessar bœkur þarf ekki að fara um mörgum orðum hér, því sú er reynsla blaðamanns að þar sem gott bókasafn er á heimili verða þœr venjulega meðal þess fyrsta sem menn reka augun í uppi í hillunni. Pað mœtti ætla að verk sem þetta vœri œfistarf manns sem ekki hefði neinu öðru þurft að sinna um dagana. En því fer fjarri. Porsteinn 0. Thorarensen hefur í mörg ár rekið heila bókaútgáfu, Fjölva, af skörungsskap og metnaði og þar áður hafði hann stundað blaðamennsku um langt árabil. Pá hefur hann verið fréttaritari Reuter á íslandi og verið betri en enginn þegar mest á reið, eins og í þorskastríðunum, að kynna íslenskan málstað. Pegar við föluðumst eftir viðtali við hann var strax einsýnt að það yrði að einskorðast við eitthvað aðeins eittafþvísem hann hefur lagtsvo gjörva hönd á, því annars hefði viðtalið orðið einhvers konar „kaos“, eins og hver maður sér. Par sem við höfðum veður afþví að Porsteinn vœri senn á leið til Kaupmannahafnar að leggja enn að nýju til atlögu við Aldamótasöguna, eftir langt hlé, þá varð húnfyrir valinu sem umrœðuefni. Pegar Porsteinn segir frá og rœðir um þetta hugstœða viðfangsefni sitt, sagnritunina, þá fer ekki hjá því að mönnum detti í hug orð eins og andagift og eldmóður. Slíkt verður of sjaldan á vegi manns í starfi blaðamannsins. En kannske var þarna einmitt komin skýringin á því hvernig Porsteinn fær afkastað svo miklu. Pvíhvaðfœrstaðistslíka menn? „í níu ár hefur vinnan að Aldamótasögunni legið niðri hjá mér, svo það má segja að þetta sé orðið ansi langur vetur," segir Þorsteinn." Þetta eru jurtir sem voru að vaxa með mér fyrir svo sem tíu árum, voru komnar vel á legg, svo segja má að túnið hafi verið orðið vel sprottið. Ég sat þá úti í Kaupmannahöfn og hafði safnað að mér miklum heimildum, sem ég var að koma í form og hafði gert frumdrög að næstu bók í þessum flokki. Hún átti að fjalla um baráttu Valtýs Guðmundssonar í kring um aldamót, en það sem um þá baráttu er vitað er einna líkast því sem upp úr stendur af ísjakanum. Ég hafði komist að ýmsum nýjum hlutum og var að glíma við ýmis vandamál þeim tengd, þegar ég varð að hætta og halda heim vegna einkaatvika. Ég held að það hafi verið vorið 1974. Svo hefur tíminn liðið og þetta legið óafgreitt og til þess að geta tekið þráðinn upp að nýju þarf ég senn að fara til Kaupmannahafnar og dvelja þar í mánuð eða lengur, til að lj úka því." Ég man að í fyrri bók rekur þú sitthvað um ráðherravonir Valtýs? „Já, ég kom aðeins inn á þetta í fyrri bókunum. Ferill hans um þetta leyti er ákaflega einkennilegur en aðalatriðið hvað hann var mikill nýjungamaður. Á baráttuferh sínum sem var visst skeið af lífi hans. átti hann upptök að furðu mörgum hlutum. Hann átti upptökin að því að Danir veittu Islendingum stjórn eigin mála. Líka átti hann upptök að símamálinu og sem framkvæmda- og framtakshugi skipti hann sér mjög af samgöngumálum við ísland, vildi koma á nýju siglingalagi og innleiða járnbrautir á íslandi því nefndi hann tímarit sitt Eimreiðina í baráttuhugsjón sinni. En um leið og hann stóð í fylkingarbrjósti í þessum bardaga, þá vænti hann þess að um leið og þessi mál næðu fram að ganga fengi hann aðstöðu til að halda sömu forystunni stjórnskipulega og verða forystumað- ur hins nýja íslands, sem hann dreymdi um. Þetta reyndi hann með því að efla pólitískan flokk í kring um sig sem var fyrsti skipulegi stjórnmálaflokkurinn. Sem öflugur persónuleiki, tók hann forustu í flokknum. En síðan greidd- ist allt öðru vísi úr þessari pólitík og það fór svo að hann varð hinn mikli tapari sögunnar. Honum var alls staðar ýtt til hliðar og ég hef mikið verið að reyna að rýna í hvernig á því stóð og hvaða öfl voru að verki. Það kemur margt til greina og sumt rennir mig grun í, en vantar ef til vill fullkomin rök fyrir. Þessu er ég ekki síst að leita að í dönskum skjölum. Enn má bæta því við, til glöggvunar á hlutverki Valtýs, að hann gerðist líka forgöngu- maðurinn að því að danskur hlutafjárbanki (síðar íslandsbanki), var stofnaður hér. Miklar sviptingar urðu svo um það í stjórnmálum aldamótaáranna hverjir ættu að hafa hönd í bagga með bankanum, Valtýr vænti þess að hafa þar hin fjárhagslegu tögl og hagldir. En það var líka hrifsað af honum. Einnig vann hann að stofnun kaupfélaga á Suðurlandi og Suðurnesj- um í samvinnu við Björn Kristjánsson og vænti' þess að það yrði undirstaða framtíðarveldis síns. En það fór alveg eins. Því var öllu steypt undan honum og hann varð hinn margfaldi tapari, „loser". Það eitt hlýtur að vera rhikil vinna að lœra að leita heimilda að slíku verki? „Ég get ekki gefið neinar leiðbeiningar um það hvernig á að „læra" að leita heimilda. Það hefur aðeins opnast fyrir mér, eftir því sem ég hef komist lengra ofan í viðfangsefnið. Ég er einhvernveginn ekki ásáttur við þá hugmynd að menn „læri" sagnfræði eða „læri“ á heimildir. Mér finnst að þetta eigi að koma af sjálfu sér í starfinu. Með leitandi huga finnur maður. Ég get nefnt sem dæmi stórmál í sögu íslands, eins og Skúlamálið. Menn höfðu lengst af vanist því í yfirlitsritum, þar sem ekki varð hjá því komist að minnast á þetta, að drepa á það aðeins yfirborðslega. Þótt margt væri um það skrifað, þá hafði enginn fyrir því að fara á Þjóðskjala- safnið hérna í Reykjavík og leita uppi réttar- skjölin um málið. Skrifað var um þetta í fáeinum dráttum. minnst á eitthvert morðmál þarna, en ekkert farið lengra út í það. Þegar ég var að undirbúa bókina „Eldur í æðum", fór ég hins vegar á safnið og fann þessi plögg, að vísu fyrir aðstoð vinar míns, Aðalgeirs Kristjánsson- ar. Þá liggur þetta þarna allt og hafði aldrei verið notað. Nú fékk ég færi á að draga upp alla myndina af því. En ég vil því taka fram, - svo öllum rétti sé fram fylgt, - að um sama leyti var annar maður líka að finna þetta. Það var Jón Guðnason. sem var að skrifu sögu Skúla Thor- oddsens. Ég veit ekki hvor okkar varð fyrri til að „finna Ameríkuna" í þessu dæmi, en mín bók kom fyrr út. Sama er uppi á teningnum um Valtý í fyrirætlunum hans um stofnun hlutafélagabank- ans. Margt liggur og leynist sem málið varðar. Hann átti þá auðvitað samskipti við danska fjármálamenn, svo sernjrá Arndtsen og War- burg ofl. Um það er lítið vitað, en ég var kominn á slóðina, og nú held ég þessu áfram. En samt óttast ég að hafa misst af einhverju í millitíðinni, því þegar ég var nýlega á ferð í Höfn og kom í Privatbankann sögðu þeir mér að fyrir tveimur til þremur árum hefðu þeir verið að taka til í geymslum sínum og fleygt margvíslegum göml- um plöggum á haugana. Auðvitað varð ég alveg höggdofa. Því hræddastur er ég um að nú sé sumt þetta glatað sem ég hafði augastað á." Hvernig er þér innanbrjósts, þegar þú gengur nú á vit þessara tima á ný? „Eg skildi viö Valtý og félaga hans í Höfn á sinni tíð sem félagsskap nokkurra ungra manna, hafði sett mig mjög inn í þeirra daglega líf og umgang. Þessir félagarog vinir voru auk Valtýs, Bogi Melsted, Finnur Jónsson, Þorsteinn Ér- lingsson ofl. Ég lifði mig svo að segja inn í líf þeirra og var næstum farinn að vera með þeim á vinafundum þeirra. Þcir stunduðu mikið leikfimi og sund, jafnvel hjólreiöar, menn í fullu fjöri, milli þrítugs og fertugs. Tveir voru þeir orðnir doktorar, einn dósent og einn prófessor. Ég veit að ef ég sný þarna aftur út, þá á ég eftir að endurlifa þessa vinafundi. En fyrir höndum eru líka æsilegir tímar, því þessi hópur á eftir aö bresta og gliðna í sundur. Þessi vinátta og elskulegheit eiga eftir aö snúast upp í beiskt hatur. Ég hlakka til að koma aftur á þessa gömlu staði, - þar var „Slukeftcr" og þar var „Helvíti" og alls kyns veitingastaðir og búlur. Það cr ómctanlegt, til þess að setja sér þetta líf fyrir sjónir, að lesa sögu eins og „Stuk" eftir Herman Bang. Þar kemur fram mynd af kvöldlífinu, menntalífinu og leikhúslífinu á þessum tíma." Hvenœr kviknaði þessi frœðimannsáhugi með þér? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sagnfræði og sagnfræðiritun, já, allt frá því ég var smástrákur. Raunin er líka sú aö ég gct ekki aðskilið þetta frá áhuga mínurn á skáldskap, skáldsögum og ljóðum. Mér finnst það allt ómissandi og verði að koma saman í eina heild, til að skapa mína persónu. Ég er ákaflega næmur fyrir því, þótt ég geri mér grein fyrir að í því að í ástundun hins liðna kann stundum að vera fólginn flótti frá veruleika nútímans. Árið 1966 var ég á dálitlum vegamótum. Ég hafði þá verið blaðamaður í tvo áratugi eða svo og vissi að ég var tekinn að eldast. Ég tel að blaðamennska eigi að vera svo kröfuhörð og fjörmikil að sé helst fyrir ungt fólk. Það var farið að stefna í það að ég yrði einhverskonar stjórnandi í fréttum. Éghafðifarið meðGunnari Schram yfir á Vísi, varð þar fréttastjóri, sem þýddi að ég hætti að skrifa sjálfur. En ég er þannig gerður að mitt meginlíf er að fá að skrifa. Það er mér dýrmætast af öllu í lífinu. En nú átti ég aðeins að fara að skipa fólki aö gera þetta eða hitt og það líkaði mér ekki. Mér fannst ég ekki eiga heima í því. Sviptingar urðu á Vísi, þar sem allt var líka á hausnum. En þegar Gunnar hætti og mér var boðið að gerast ritstjóri, þá ákvað ég að gera uppskurð á þessu öllu. Ekkert var mér fjær skapi en að gerast upp á lífstíð síábyrgur stjórnandi. Það var mér fyrirmunað og ég hafnaði því og ég dembdi mér þess í stað út í sagnaritun. Ég held að í byrjun hafi þaðorðið mér uppbót á að hafa ekki fengið tækifæri til að leika lausum liala og skrifa það sem ég vildi í blaöamennsk- unni. Það var eitthvað innibyrgt sem þurfti að brjótast út. Gaman vœri að heyra nánur um viðhorf þín til eðlis sagnfrœði og sagnfrœðiritun- ar? „Eins og ég sagði þá hafði ég alltaf mjög gaman af sagnfræðiritum og lagði þau að jöfnu við ýmsan skáldskap við mótun minnar eigin sálgerðar. Ég hef aldrei kunnað almennilega við það, þegar á að gera sagnfræðina að einhverri fræði eða vísindagrein. Menn læra sagnfræði, verða sagnfræðingar, doktorarogsvoframvegis. Nci, ég kann ekki við þetta, því fyrir mér er sagnfræði andlegar hugarhræringar. Ég legg þetta að jöfnu við það að skáld yrðu Ijóðfræðing- ar og færu í skóla til þess að læra að yrkja. Menn gera sig líka að bókmenntafræðingum og vilja segja fyrir um hvernig eigi að yrkja og um hvað eigi að yrkja. Mér er mjög móti skapi að taka það, sem fyrir mér eru fyrst og fremst ntannlegar kenndir og gera úr þessu einhver kerfi. Svo heldur þetta áfram út í það að menn vilja jafnvel bindast samtökum um að gera sjálfa sig fræga, eins og þetta norræna skáldaþing er dæmi um. Þetta er alveg á móti mínu hjartalagi og ég dreg „analógíu" af því út í sagnfræðina." Auðvitað geta menn sagt sem svo að það þurfi að kenna mönnum að leita að heimildum og brúka heimildir, en ég held að slíkt komi af sjálfu sér og að menn hljóti að renna á sporið af sjálfu sér, dembi þeir sér út í verkefni, sem þeir hafa áhuga á. Ég held að þaö nauðsynlegasta við sagnfræði- iðkun sé að menn lifi sig inn í efnið og tímabilið. Það er návist persónanna og tengslin við við- komandi skeið sem mestan unað vekur. Ég er á móti þessuni gömlu hugmyndum um það að sagnfræðingurinn eigi að vera dóniari og segja til uni hvað sé rétt og livað rangt í því sem hefur gerst. Svo er það þessi rótgróna hugsun um að menn eigi aö læra af sögunni. Það tel ég afar varasamt. Nútíminn getur ekki tekið ákvarðanir eftir því hvernig snúist var við rnálum fyrir fimmtíu eða hundrað árum. Hver tími mótar sína samlíísheild og við getum ekki sótt upplýs- ingar um aöferöir t.d. núna til ársins 1930. Allt sviðiö cr gjörbreytt, forsendur og allt. Menn tala um að það þurfi að vera hægt að hafa gagn af sagnfræðinni. En ég spyr, - hver segir að það þurfi að vera citthvert „praktiskt" gagn af iicnni? Það er cngin þörf á því aö sagnfræðin sé gagnleg frekar en ljóðlistin, - þótt mcnn kannske geri sér gagn af ættjarðarljóðum í ræðum eða pólitík. Nci, almennt á ekki að líta á þetta sem gagnscmisfræði. Þctta cru mann- ræktarefni, sem eiga að hjálpa mönnum að finna sjálfa sig. Víst verö ég að leita að heimildum, en ekki í því hugarfari að skera nákvæmlega úr því, hvað sé nákvæmlega hárrétt, til þess er mannlífið alltof flókið, - heldur er það vegna gleðinnar af að setja mig inn í viðfangsefnið. Það er rnér óskaplega mikil ánægja og ég hcld að það geri bækur mínar sannari, þótt þaö sé ekki borð- leggjandi að ég hafi fundið hinsta sannleika. Ég man að eitt sinn hitti ég minn gamla kennara, Ólaf Hansson, prófessor. Ég var þá nýbúinn að gefa út fyrstu bókina, þar sem rætt er um Björn í ísafold, og hann segir við mig í góðlegu háði: „Jahá, þú kcmur þarna með nýja sagnfræði og byggir allt á blaöafréttum og blaðagreinum." Það átti að vera lélegsagnfræði. En hvernig átti ég að skrifa um Björn í Isafold, án þess að vitna í blaðagreinar? Eða hvernig ætti að fara að skrifa um sögu okkar núna, þegar blöðin eru orðin sterkasta aflið. Fræðimenn framtíðarinnar munu í sífellu vitna til blaðanna og helst vilja hafa videóspólur af samtölum við helstustjórnmálamenninalíka. Þaðeru heimild- ir nútímans." Þú minntist á það að lifa sig inn í efnið sbr. slóðir ungu Velvakanda-mannanna í Höfn? Gœtirðu lýsl svona upplifun nánar? „Já, það gengur svo langt að ég verð - vegna áhugans, - fyrir ofskynjunum. Sumar af þeim persónum sem ég er að skrifa um birtast mér. Menn kynnu að halda að þetta væri eitthvað af dulrænu tagi, - en svo er ekki. Ég er ekki með neina dulræna hæfileika. Ég tel það allt vera inni í mínum eigin hugarfylgsnum. Þegar ég var úti í Höfn fór ég á slóðir Valtýs og fór stundum í gönguferðir aö kvöldlagi t.d í húsið sem hann átti heima í. Það var við Kingos götu sem hann bjó og fólkiö í íbúðinni hans átti von á mér. Nú var ég á leið þangað og átti eftir svo sem hundrað metra að húsinu, þegar maður kemur þar út. Hann var fremur lágvaxinn og þrekvax- inn og hann gengur fram hjá mér. Þetta var Valtýr Guðmundsson...! í rauninni held ég að það sem gerðist hafi verið að maður kom út úr húsinu sem ég svo í hugarfylgsnum mínum hef umbreytt svipnum á. Hann var auðvitað ekki með pípuhatt, eins og þessir karlar í þá daga, eða neitt slíkt. En svona er það nú. Ég tek þó fram að í þessari löngun til þess að upplifa mann felst ekki það að ég komi til hans mænandi á hann, eins og eitthvert skriðdýr. Heldur verð ég kunningi hans og mér er það eiginlegt að reyna að lifa hann alveg í botn. Benedikt Sveinsson? Jú, ég hef líka upplifað svipað gagnvart honum, en ekki eins sterkt. Þó minnist ég þess þegar ég kom að Héðinshöfða og var að ganga þar um túnið, áður en ég hitti fólkið á bænum. Þá kom hundur geltandi á móti mér og ég finn allt í einu á mér: „Þetta er hundur sýslumanns!" Ég var nú ekki svo langt leiddur að ég tæki viðtal við hundinn. Annars var ég að

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.