NT


NT - 25.09.1985, Síða 2

NT - 25.09.1985, Síða 2
■ Sinfóníuhljómsveit íslands hefur nýtt starfsár þann 3. október nk. með hljómleikum þar sem hljómsveitin flytur Sinfoníu nr. 6 eftir Reethovcn, Konsert fyrir 4 hlásara eftir Francaix og Mandarínan makalausa eftir Kartok. Hljómsveitin fór í sumar í hljómleikaferó til Frakklands og spilaði þar á5 tónleikum. Lagt varafstað þann 18. júníog síðustu tónlcikarnir voru þann 25. júní. Forscti íslands var við hljómleika í tvcimur horgum, Grenohle og Lyon. Að sögn Sigurðar Björnssonar, framkvæmdastjóra hljómsveit- arinnar, var nokkuð góð aðsókn að hljómlcikunum: „Við getum veriö ánægðir með ferðina.“ Hcr á eftir fara umsagnir franskra dagblaöa um hljómleika svcitarinnar. Midi-Uhre, Nimes, 28. júní 1985. Konsert fyrir klarinett eftir Mozart K.622 var dásamlega leikinn af ungurn og miklum einleikara Einari Jóhannes- syni. Hann hafnaði gamalli hefð sem felst í því að tengja hverja nótu - binda þær saman án þess aö gefa hverri nótu séráherslu, en lét okkur upp- götva að nýju gamla en gleymda dyggð, nefnilega þá að aðskilja nóturnar sem er blásturshljóðfærum eiginleg. Sérstaklega er slíkt við hæfi í tónlist Mozarts. Við verðum að fylgjast með þessum unga snillingi. Innilegu lófataki hrifinna og þakklátra tónleikagcsta linnti ekki fyrr en lokaþátturinn var endurtekinn. I.ouis Baron skrifar i l.a Marseillaisc, Toulon, 27. júní 1985. Islensk tónlist og Beethoven Þetta er í fyrsta sinn sem Sinfóníuhljómsveit lslands kemur til Toulon og hún reyndist vera frábær. Tónlist- arfólkið sumstillt, nákvæm og fíngerð strengjasveit og sam- stilltur hljómur blásturshljóð- færanna. Jean-Pierre Jacquillat, ann- ar hljómsveitarstjóri Parísar- hljómsveitarinnar, stjórnaði henni af innlifun. Verkin þrjú virtust hæfa hljómsveitinni eins og hanskinn hendinni svo mjög var túlkunin vel af hendi leyst en Jaquillat hefur stjórn- að hljómsveitinni oft um ára- bil. Einkum fannst okkur áhugavert að kynnast íslenskri tónlist: Choralis eftir Jón Nordal, samið 1982 er nútíma- verk, samhljóma og vel tengt með þema sem ýfist og eflist í lokin. Verkið er byggt á hæg- um og tregablöndnum þjóð- lögum. Næst var leikinn konsert fyr- ir fiðlu og hljómsveit í D-dúr eftir Beethoven. Einleikari var Régis Pasquier og var það hápunktur kvöldsins. Hinn leikandi létti og fallegi fyrsti kafli gerir þetta verk sérstak- lega athyglisvert en einnig glaðværðin í loka-rondóinu. Sinfónía César Franck, mjög vel skilin og túlkuð, var lokaverkið sem flutt var á þess- um stórkostlegu tónleikum. Jeann Laruque, skrifar í Le Courrier, Chalon, 22. júní 1985: Sinfóníuhljóm- sveit íslands og Jean-PierreWallez, fiðluleikari, í l’Espace des Arts Koma sinfóníuhljómsveitar til Chalon er atburður sem dregur fjöldann að. Svo var einnig s.l. miðvikudagskvöld þegar Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Jean-Pierre Wallez NT-mynd: GE. efndu hér til tónleika. Var tónlistarmönnunum og hljóm- sveitarstjóranum Jean-Pierre Jacquillat fagnað með löngu lófataki. Efnisskráin var vel samsett, yfirlætislaus en samt bitastæð, nútímaverk eftir íslenskt tónskáld, Porkel Sigurbjörns- son, fiðlukonsert í D-dúr eftir Beethoven og að endingu sin- fóníu í d-moll eftir César Franck. Rík hljómsveitarsetn- ing og innri leit voru samnefn- arar þessarar efnisskrár. Það var í sinfóníu Franck sern hljómsveitin og hljóm- sveitarstjórinn komust á flug. Einleikur Daða Kolbeinssonar á enskt horn við undirleik pizzicatos strengjanna í öðrum þætti, var hápunktur hrífandi túlkunar. Aftur á móti var fiðlukon- sert Beethovens fluttur okkur sálarlaust. Að sjálfsögðu er margt sem hægt er að láta hrífast af í virtúósaleik Jean- Pierre Wallez, en samleikur hljómsveitar og einleikara komst ekki af því stigi að vera heldur og þungur. Við innganginn fengu áheyr- endur fallegan bækling um ísland. Sú staðreynd að land með 250.000 íbúa skuli reka sinfóníuhljómsveit með slík- um fjölda ungra hljóðfæra- leikara undirstrikar hið háa menningarstig íslendinga. Les afHchcs de Grcnoblc cl du Dauphine, 28. júní 1985: ísland að nýju í sviðsljósinu, með Sinfóníuhljóm- sveit íslands... og Jean-Pierre Wallez Þetta voru síðustu tónleikar Heures Alpines á þessu starfs- ári, sem hefur verið virkt og endaði í sama anda, á flutningi áttatíu tónlistarmanna undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat, gömlum aðstoðarmanni Ch. Munch. íslenskt tónskáld opnaði efnisskrána og það var með mikilli ánægju sem tónleika- gestir hlýddu á „Choralis" eftir Jón Nordal. Þetta verk, sem er undir miklum áhrifum af þjóð- lögum lands síns, inniheldur bæði hlýju og trega, stundum brá fyrir dimmum og viðkvæm- um hreim. Fiðlukonsertinn eftir Beet- hoven er mikið verk, næstum því sinfónía með fiðlu sem aðalrödd. Val Jean-Pierre Wallez í sólistahlutverkið var góð ráðstöfun. Hann lék með hita og ríkurn tóni, og sýndi með næmri túlkun blæbrigða, ríkt músíkalitet (og úthald, varir konsertinn ekki í 40 mín- útur?). Allt þetta gerir J-P Wallez einn af okkar hæfustu fiðluleikurum til að flytja þetta verk. Jean-Pierre Wallez fékk góðan stuðning af Jean-Pierre Jacquillat og hljómsveitinni, sem skilaði blæbrigðum undir- leiksins fullkomlega. Það var beðið með spenningi eftir íslensku túlkuninni á hinni frægu sinfóníu César Franck. Undir öruggri stjórn Jean-Pierre Jacquillat flutti hljómsveitin okkur stórkost- lega túlkun, ríka í andstæðum og litum (eftirtektarverður var einleikur enska hornsins í 2. þætti). Að loknum fjörlegum lokakafla, fögnuðu áheyrend- ur bæði lengi og innilega þess- ari frábæru hljómsveit. G. Verdier í Var-Rcpublique, Toulon, 28. júní 1985: Fegurð að norðan Sigur Régis Pasquier, Jean- Pierre Jacquillats og hljóm- sveitarinnar frá íslandi. Á tónlistarhátíðinni í ár var eitt sem vakti sérstaka gleði okkar og undrun. Eftir að hafa hlustað á marga mjög góða tónleika fengum við tækifæri til að heyra tónlist úr norðr- inu. Túlkunin var svo sönn og flutningurinn svo frábær að okkurhlýnaði um hjartarætur. Þetta voru síðustu tón- leikarnirsem hljómsveitin hélt undir stjórn Jean-Pierre Jacq- uillat, á ferð sinni um Frakk- land og á efnisskránni voru Fiðlukonsert Beethoven, sin- fónía eftir César Franck og nútímaverk eftir íslendinginn Jón Nordal. Mjög góðir strengir, þaulæfð verk ogóskeikul blæbrigði sem Jacquillat laðaði fram snertu okkur djúpt. Stuttir einleiks- kaflar í verkunum voru leiknir af hreinni snilld (enskt horn í Franck, klarinett og óbó í Beethoven). Árvökul stjórn Jacquillats var mjög persónu- leg, hlý og jafnvel kímin. Svo mikið er víst að eitthvað gerð- ist þegarhann lyfti sprotanum. Régis Pasquier lék einleik í hinum mikla fiðlukonsert. Alla fiðluleikara dreymir um að fá einhvern tíma valdið því verki. Og hvílík tónlist! Angurvært ljóð birtist og festist í sessi í þessu verki, þótt uppbyggingin sé hefðbundin, og veldur því að þetta goðsögulega verk verður forleikur að framtíð- inni... Eftir hlé stjórnaði Jacquillat sinfóníu Francks af undraverð- um krafti, laðaði fram sterkan og voldugan tón. Hljómsveit- in var mjög vel æfð og náði fullum tökum á tónaflóðinu án þess nokkurn tíma að týnast í verkinu. Þvert á móti var eins og æska, ást og bræðralag streymdi fram. Le Progres, Chalon, 21. júní 1985: Mikil hljómsveit, mikil verk Það var Sinfóníuhljómsveit íslands með Jean-Pierre Wal- lez á fiðlu, undir stjórn Jean- Pierre Jacquillat. A efnis- skránni. fiðlukonsertinn í D- dúr eftir Beethoven, sinfónían í d-ntoll eftir César Franck. Sá fjöldi tónleikagesta sem kom á tónleikana er kallaður hér í borg, „stórt hús". Áheyr- endafjöldinn samanstóð af öll- um tegundum tónlistarunn- enda jafnt sem tónlistar- manna. Þrátt fyrir stórt hús var ekki hægt að segja að þetta væru stórir tónleikar. Hljómsveitin er góð án þess að vera frábær. Aðeins í sinfóníu César Franck bar á ákveðni. hita og lífi. Konsertinn eftir Beethoven var leikinn fremur „fræðilega". Jean-Pierre Wallez. sem hefur stórkostlega tækni á fiðluna, sýndi hæfni sína og snilli, snilli sem stundum var sýnd á yfir- borðskenndan þátt. Efnisskrána vantaði ekki óvenjulegt atriði. Mist, eftir íslenska tónskáldið Þorkel Sig- urbjörnsson frá 1972, með stöðugt endurteknu stefi var ekki svo langt frá rómantík og endurtekningareinkennum sinfóníu César Franck... ■ Sinfónían er nýkomin úr Frakklandsferð, en á þessari mynd er hljómsveitin á æfíngu í Musikereinsal í Vínarborg.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.