NT - 25.09.1985, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 25. september 1985 4
Ríkissaksóknari krefst fangelsisdóma yfir tíu starfsmönnum ríkisútvarpsins
■ Tíu starfsmönnum útvarps-
og sjónvarps var í gær birt
ákæra ríkissaksóknara, í borg-
ardómi Reykjavíkur, þar sem-
þeim er gefiö að sök að hafa
með ólöglegum hætti stöðvað
útsendingar útvarps og sjón-
varps þann fyrsta október sl.
Ríkissaksóknari krefst þess
að alls tíu manns sem eru í
forsvari starfsmannfélaga út-
varps og sjónvarps verði dæmd
til refsingar samkvæmt 176.
grein, samanber 138. grein
almennra hegningarlaga frá
1940. Viðurlögin við broti á
þessari grein er allt að þriggja
ára fangelsi.
Þeir starfsmenn útvarps og
sjónvarps sem mættir voru virl-
ust þó ekkert bangnir við fang-
elsisdóma sem þeir eiga yfir
höfði sér og sögðu dómaranum
Ármanni Kristinssyni að þeir
teldu sig saklausa af ákæru ríkis-
saksóknara.
Eins og kunnugt er lagði
starfsfólk hljóðvarps og sjón-
varps niður vinnu fyrsta október
á síðastliðnu ári á þeirri for-
sendu að þeim hefði ekki verið
greidd laun. Þremur dögum
seinna kom til boðaðs verkfalls
en starfsfólkið taldi engu að
síður að fjármálaráðuneytinu
bæri skylda til að greiða þeim
laun um þessi mánaðamót eins
og öll önnur samkvæmt gagn-
kvæmum vinnusamningi.
„Við gripum til fullkomlega
lögmætra aðgerða til að mót-
mæla lögleysu,“ sagði Ögmund-
ur lónasson fréttamaður í borg-
ardómi í gær, en hann er einn
hinna ákærðu. Þessi ákæra og
máliö allt cr ekKert annað en
aðför að frjálsri verkalýðs-
hreyfingu í landinui'
Það voru Félag frjálshyggju-
manna og Fréttaútvarpið svo-
kallaða sem kærðu starfsmenn
ríkisútvarpsins til saksóknara og
undir kærubréfin rituðu þeir
Auðunn S. Sigurðsson, Sveinn
R. Eyjólfsson, Hörður Einars-
son, Jónas Kristjánsson og Ell-
ert B. Scliram. Hér er um að
ræða forsvarsmenn hinna
ólöglegu útvarpsstöðva sem
komið var upp í verkfallinu
síðastliðið haust. Ríkissaksókn-
ari varð við kærubeiðni þeirra
og hófust yfirheyrslur yfir starfs-
mönnum ríkisútvarpsins í nóv-
ember á síðastliðnu ári.
Starfsfólk ríkisútvarpsins sem
telur sig saklaust af ákæru ríkis-
saksóknara, bendir á að hér hafi
ekki verið um verkfall að ræða.
heldur hafi vinna verið lögð
niður vegna þess að laun hafi.
ekki verið greidd á umsömdum
tíma. Það bendir einnig á að
hluti starfsmanna hafi allan
tímann verið á vakt þannig að
útsendingar hefði mátt hefja
fyrirvaralaust ef nauðsyn
krefðist.
„Með því að greiða okkur
ekki laun á umsömdum tíma
þó svo að boöað verkfall ætti að
koma til framkvæmda þrem
dögum seinna er ekkert annað
en kúgun af hálfu ríkisvaldsins
og við munum því leita réttar
okkar í málinu," eins og einn
fréttamannanna komst að orði.
■ Starfsmenn sjónvarps og hljóðvarps bíða þess að vera kallaðir einn í einu inn til dómarans þar
sem ákæran var birt.
■ „Við gripum til fullkomlega lögmætra aðgerða og teljum okkur
ekki sek af ákæru ríkissaksoknara," sagði Ögmundur Jónasson
þegar honum hafði verið birt kæran. NT-mvndir: Róhcrt.
Akureyri:
Blettaryksuga og eldmunni
meðal fiska á skrautfiskasýningu í Vín
aðallega fluttir inn frá Bret-
landi, Bandaríkjunum. Sví-
þjóð og Þýskalandi þar sem
skrautfiskarækt þykir góður
„bissnes".
Sumir fiskarnir koma úr
einkasöfnum sern til eru hér á
landi og aðrir úr sínu náttúru-
lega umhverfi sent einkum er í
S-Ameríku á Amasonsvæðinu
og víðar.
í Vín fá fiskarnir gott pláss
til að sýna sig og sjá aðra,
stærsta búrið er 1700 lítrar og
mun vera stærst sinnar tegund-
ar á íslandi og þó víðar væri
leitað. Þetta er sölusýning og
kosta fiskarnir frá 120-4000 kr.
stykkið. Búrin eru á misjöfnu
verði eftir stærð, en sýnendur
telja að byrjandi fái góðan
útbúnað fyrir 25-30.000 kr.
Flosi Jónsson gullsmiður og
eigandi skrautfiskabúðarinnar
á Akureyri sem stendur fyrir
sýningunni sagði í samtali við
NT að aðsókn hefði verið mjög
góð og fólk sýndi skrautfiskabú-
skap aukinn áhuga.
Akureyri:
Frá IIIII á Akurcyri:
■ Núna stendur yfir skraut-
fiskasýning í blómakálanum
Vín við Hrafnagil í Eyjafirði.
Sýningin er önnur í röðinni af
slíkum sýningum hérlendis en
til muna veglegri cn það sent
áður hefur verið gert. Á sýn-
ingunni eru 1000-2000 fiskar af
uppundir 100 tegundum.
Blómaskálinn Vín er nokk-
urskonar „Hveragerði" Akur-
eyringa. Þar kemur fólk í
sunnudagsbíltúrum til að fá
sér kaffi, og nú er aukalega
hægt að virða fyrir sér fiska í
öllum regnbogans litum. Fyrir
þá sem þekkja til í faginu eru
þar tegundir s.s. blæðandi
hjarta, neon-tetra, eldntunni,
blettaryksuga, djöfla-cichlid
o.fl. o.fl. Fiskar þessir eru
Frá skrautfiskasýningunni í blómaskálanum Vín við Hrafnagil.
Fyrsti Kanada
togarinn kominn
„Fleiri járnsmiðir velkomnir,“ segir Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar
- frá HIH/Akureyri
■ Fyrsti togarinn af fjórum
sem Slippstöðin á Akureyri
hefur tekið að sér að breyta
fyrir Kanadamenn er kom-
inn til bæjarins.
í samtali við Gunnar
Ragnars forstjóra Slipp-
stöðvarinnar kom það fram
að breytingarnar felast í því
að gera lestarnar hentugar
fyrir fiskikassa, en fram til
þessa hafa togararnir ísað
allan afla upp á gamla mát-
ann í lestarnar. Til þess að
þær geti tekið sama magn og
áður þarf að lengja skipin
um 6,4 metra. Lengingin í
Cape Sambro hefur verið
forsmíðuð og bíður þess nú
Togarinn Cape Sambro bíður „andlitslyftingar".
tekst okkur líkast til að brúa
veturinn," sagði Gunnar enn
fremur. „Það er næg vinna og
ef við fengjum járnsmiði í
viðbót þá væru þeir velkomn-
ir“.
Útgerðarfyrirtæki togar-
anna National Seecerip er
stærsta útgerðarfyrirtækið í
Kanada og gerir út fimmtíu
togara.
einungis að verða bætt við
skipið.
Ymsar aðrar endurbætur
verða gerðar á togaranum,
hann verður ísstyrktur á
þann hátt að numið verður
brott þriggja metra breitt
belti og þykkara stál sett í
staðinn og einnig verða gerð-
ar breytingar í vélarrúmi.
„Með þessum verkefnum
■ Slippstöðvarmenn skeggræða við yfirmenn togarans. Annar frá
vinstri er Harry Kohlor útgerðarstjóri í Kanada og skipstjóri í
ferðinni, Gunnar Ragnars forstjóri lengst til hægri.
■ Lengingin á togarann er klár og hægt að byrja tafarlaus
verkinu. NT-myndin HIH/Akure