NT - 25.09.1985, Page 8
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi; Nútíminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson
Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason
Innblaösstj.: Oddur Ólafsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, rilstjórn
686392 og 686495, tæknideild 686538.
Setning og umbrot: Tæknidelld NT.
Prentun: Ðlaðaprent h.t.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr.
Varnir gegn slysum
■ Á síöasta ári var að frumkvæöi landlæknisembættisins
og heilbrigðisráðuneytisins kallaður saman fundur áhuga-
manna um varnir gegn slysum. Á þann fund kom einnig
fulltrúi alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar í Kaupmanna-
höfn. Niðurstaða þessa fundar var sú að kosin var sérstök
nefnd til að vinna frekar að málinu. í nefndinni eiga sæti
Salome Þorkelsdóttir alþingismaður sem er formaður
nefndarinnar, Ólafur Ólafsson landlæknir Gunnar Þór
Jónsson yfirlæknirslysadeildar Borgarspítalans, Vilhjálm-
ur Rafnsson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins og Haraldur
Henrýsson frá Slysavarnafélagi íslands. Þessi nefnd hefur
síðan komið saman og rætt um leiðir hvernig megi fá sem
flesta til að íhuga þessi mál og aðgerðir til að fækka slysum.
Markmið nefndarinnar er þríþætt. í fyrsta lagi að fá
aukna fræðslu í skólum um slysavarnir og þá ekki síst tengt
umferðinni. í öðru lagi að lögleiða viss atriði og
í þriðja lagi að vinna að fyrirbyggjandi aögeröum. Allt eru
þetta atriöi sem kosta eflaust nokkurn pening en sá
pcningur er ekki nema lítið brot af þeim kostnaði sem
slysin valda. Það er staðreynd að fræðsla skilar árangri.
Marktæk fækkun varð á slysum í umferðinni á árinu 1983
þegar sérstakt átak var gert í áróðri og fræðslu tengdu
umferðaröryggisárinu.
Þá hefur það sýnt sig að boð og bönn eru nauðsynleg til
varnar. Þar skal minnst á notkun bílbelta og öryggishjálma
scm sannað hafa gildi sitt. Þá eru hraðatakmarkanir á
fjölförnum verslunargötum og í íbúðarhverfum nauðsyn-
legur hlutur og sjálfsagður. Slysagildrur eru margar og
þeim þarf að fækka og þannig mætti lengi telja.
í greinargerð sem Ólafur Ólafsson landlæknir hefur
tekið saman um slys á börnum og unglingum koma
hrikalegar staðreyndir í ljós.
í greinargerð sinni vísar landlæknir m.a til fylgirits
landlæknisembættisins „Umferðarslysin og afleiðing
þejrra“ eftir Bjarna Torfason lækni. I þeirri skýrslu kemur
það fram að rúmur helmingur þeirra sem slösuðust í
umt'erð á höfuðborgarsvæðinu árið 1979 voru ungmenni
undir 20 ára aldri, og að unglingum á aldrinum 15-19 ára
er 4-5 sinnum hættara við slysi en fólki sem komið er yfir
25 ára aldur. Þá segir landlæknir í skýrslu sinni: „í
framhaldsskóla með 500 pilta og 500 stúlkur má búast við
því að á hverju ári slasist 20-25 piltar og 10-12 stúlkur,
sum lífshættulega. Rúmlega 80% þeirra er lentu í
vélhjólaslysum í Reykjavík voru í aldurshópnum 15-19
ára. Langflestir þeirra er slösuðust á reiðhjólum voru 5-14
ára og tíðni slysa á gangandi vegfarendum var hæst meðal
barna og unglinga, hámarkið var í 5-9 ára aldurshópnum.
Hvað snertir manntjón má að nokkru leyti líkja umferðar-
slysum við berklafaraldurinn er gekk hér t’yrr á öldinni."
„f 90% tilfella umferðarslysa hjá unglingum má kenna
um óvarkárni eða æfingaleysi. Allflestir ungir ökumenn
nota ekki bílbelti, og 50% slysa á gangandi börnum 14 ára
og yngri verða vegna þess að þau hlaupa skyndilega út á
akbraut í veg fyrir ökutæki.“
Allt þetta eru ógnvekjandi staðreyndir og fullyrða má að
langflestir hafa ekki gert sér grein fyrir þeim.
En hvað er til ráða?
Líf hvers einstaklings er mikilsvert og það dýrmætasta
sem hann á. Hjá ungu fólki blasir lífið framundan og það
hugsar ekki of mikið um það hvers virði það er að vera
heilbrigður eða hvernig það á að gæta heilsu sinnar. Slysin
gera ekki boð á undan sér og fyrr en varir getur ógæfan
dunið vfir með svo miklum harmleik að aldrei verður um
bætt. Ábyrgð fullorðinna er mikil. Þeir eru uppalendurnir,
þeirra er að setja reglur og þeirra er að l'inna leiðir til
úrbóta - jafnvel þótt það kosti fjármuni.
Flest slysin verða á kvöldin og um helgar og það kostar
verulega fjármuni að kalla út aukavaktir til að sinna þeim.
Betra væri að verja þeim fjármunum í varnir gegn
slysunum.
Nefnd sú er að framan greinir hefur kallað saman
forsvarsmenn í æskulýðsstarfi og vill með því hvctja þá
aðila til að kynna sér þessi mál og fá þá til að kynna ungu
fólki þá hættu sem yfir þeim vofir. Á ári
æskunnar ættu æskulýðsfélög landsins að taka sig saman
og vinna að kynningu og úrbótum á þessum málum, hvert
innan sinna raða á þann máta sem þau telja að bestum
árangri skili.
Miðvikudagur 25. september 1985 8
Vettvangur
Sunnudagsleiðari
og kjötsala
■ Sunnudagsleiðari Alþýðu-
blaðsins 7. þ.m. er með þeim
ósköpum að ekki má þegja við
honum. Enda þótt vera megi
að fáir lesi blaðið eru tilburðir
þess hvorki betri né verri vegna
þess.
Leiðari þessi nefnist: Sjálf-
stæði búvörudeildar og virðist
saminn undir áhrifum frá
stofnfundi félags sauðfjár-
bænda á Hvanneyri. Þess var
von að forstöðumenn þess
fundar birtu einhverja athuga-
semd við leiðarann. Það hefur
ekki sést en vera má að fáir
þeirra hafi séð blaðið.
Alþýðublaðið segir frá því
að á fundinum hafi þeir dr.
Sigurgeir Þorgrímsson og
Gunnar Páll Ingólfsson gert
„grein fyrir könnunarferð sinni
til Bandaríkjanna vegna hug-
sanlegs markaðar þar fyrir ís-
lenskt lambakjöt". Tekið er
fram að „auðvitað tæki það
nokkur ár að auglýsa vöruna
upp“. Samkvæmt því hafa þeir
hvorki boðað skjóta né örugga
lausn í markaðsmálum enda
þótt eina vonin um þolanlegt
verð einhverntíma síðar meir
væri að þeirra dómi bundin við
Bandaríkin.
Að þessari frásögn lokinni
segir blaðið að forstöðumaður
Búvörudeildar SÍS hafi gert
lítið úr „ferð þeirra félaga“ og
meðal annars fullyrt að þeir
hefðu lofað bændum 200%
hærra verði en þeir fengju nú
fyrir útflutning og hafi þar
vísvitandi farið rangt með.
Sannleikurinn er þó sá að for-
stöðumaðurinn benti á að til
þess að gera útflutningsbætur
óþarfar þyrfti 200% hækkun
og virðist enginn ágreiningur
um það. Hins vegar segir Al-
þýðublaðið að „aldrei vartalað
um ákveðið verð heldur um
það rætt að auglýsa íslensku
vöruna sem lúxusvöru á háu
verði og sjá til hvernig til
tækist".
Nú er það að sjálfsögðu
misjafnt hversu bjartsýnir
menn eru í þessu sambandi.
En Alþýðublaðið segir að „ein-
okunarhringurinn SÍS“ hafi
engan áhuga að selja kjöt á
góðu verði „af því það skipti
engu máli hvað fengist fyrir
vöruna, geymslugjaldið og
sölulaunin voru alltaf
gulltrygg". í framhaldi af því
segir blaðið að forstöðumaður
búvörudeildar „mun gera allt
sem í hans valdi stendur til
þess að markaðsöflun í Banda-
ríkjunum mistakist". Með því
sé hann „að verja eigin æru“.
Þetta eru óvenjulega sví-
virðilegar ásakanir. Búast
mátti við brigslum um sinnu-
leysi og sljóleika en hér verður
rógurinn svo ofstækisfullur að
fáir munu trúa. Víst gætu
Magnúsi Friðgeirssyni verið
mislagðar hendur þó að honum
væri ekki kappsmál að salan
gengi sem verst.
Dr. Sigurgeir fær væntan-
Þetta eru óvenjulega svívirðilegar
ásakanir. Búast mátti við brigslum
um sinnuleysi og sljóleika en hér
verður rógurinn svo ofstækisfullur
að fáir munu trúa.
rSUNNUDAGSLEIÐARI-
Sjálfstæði Búvörudeildar
Ovenjumikið hetur verið rætt og ritaö um
landbúnaðarmál i sumar. í fyrsta lagi varð mikil
umræða um hin nýju framleiðsluráöslög sem
samþykkt voru sfðastliöiö vor og I ööru lagi
vakti athygli hin nýju félög sauöfjár- og kúa-
bænda, sem stofnuö hafaveriö aö undanförnu.
Á stoínfundi JSambands sauöfjárbænda, sem
haldinn var á Hvanneyri 17. og 18. ágúst sl.
geröu þeirdr. Sigurgeir Þorgrlmsson og Gunn-
ar Páll Ingólfsson greln fyrir könnunarferð
sinni til Bandarikjanna vegna hugsanlegs
markaöar þar fyrir Islenskt lambakjðt. Tðldu
þeir félagar bandarlska markaðinn vera þann
eina sem kæmi til greina aö þvl er varöaöi auk-
inn útflutning þessarar vöru á þolanlegu veröi.
Auövltaö tæki þaö nokkur ár aö auglýsa vöruna
uþþ og hún þyrftl aö vera samkvæmt óskum
kaupenda en ekki eins og seljendum þóknaö-
ist. Þaö var þvl samdóma álit manna aö kanna
þetta mál til hlltar áöur en fariö yröi I stórkost-
legan niöurskurð sauðfjár og þar meö fækkun
bænda um nokkur hundruð.
Þaö hefur hlns vegar ekki staöiö á þvl, aö for-
stöóumaóur Búvörudeildar S.Í.S., þeirrar deild-
ar sem á aö fara meö markaös- og sölumál, hef-
ur gert eins lltlö úr ferö þeirra félaga eins og
unnt erbæði I ræðu og rltl. M.a. fullyrti hann aö
tvlmenningarnir heföu lofaö bændum 200%
hærra veröi fyrir afuróir slnar en þelr fengju nú
fyrir útflutninginn og útflutningsþætur yröu
því óþarfar með öllu. Þarna var fariö vlsvitandi
rangt með þvl aö aldrei var talaö um ákveöiö
veró heldur um þaö rætt að auglýsa Islensku
vöruna sem lúxusvöru á háu verði og sjá til
hvernig til tækist.
Svo sem haldiö hefur veriö fram hér á þess-
um vettvangi er þaö mál manna, aö einokunar-
hringurinn S.i.S. hafi brugöist I kjötsölu ti,
Bandarlkjanna. Áhugl hefur ekki veriö fyrir
hendi, af þvl aö þaö skiptl engu máll hvað feng-
ist fyrlr vöruna, geymslugjaldiö og sölulaunin
vorualltaf gulltrygg. Þaöer þvl ofureölilegt, aö
framkvæmdastjóri Búvörudeildar geri gys aó
þeim, sem állta aö Islenskt lambakjöt sé ein-
hvers virðl. Hann er aö verja eigin æru og mun
þvl geraallt sem I hans valdl stendur til þess aö
markaðsöflun I Bandarfkjunum mlstaklst. Þaö
er þvl I hæsta máta varhugavert, aó sauðfjár-
bændur fell afurðasöluna I hendur þeim aðil-
um, sem hafaengatrú áþvl aö starf þeirra þeri
nokkurn árangur og vinna jafnvel gegn þvl.
Á Hvanneyrarfundinum var mjog um þaö
rætt hvernig lækka mætti kostnaö ínnaniands.
Meöal annars var þaö upplýst, aö sláturkostn-
aöur hjá Kaupfélagi Þingeyinga, Húsavlk
haustió 1983 heföi veriö kr. 22,5 milljónir, þar af
voru 5,5 millj. króna vinnulaun og 0,5 milljónir
umbúðir. Eftir standa 16,5 millj. kr. sem eitt-
hvaö var óljóst hvernlg til væru komnar. Áriö
1983—84 fékk sama félag tæplega 10,5 millj-
ónir kr. I geymslugjald og um 6 milljónir urðu
bænduraógreiöatil búvörudeildar. Þaöerkall-
aö kostnaöarhlutdeild og jafngilti árslaunum
35 bænda. Einn bóndinn upplýsti og bauö
framkvæmdastjóra Búvörudeildar aö leiörétta,
ef rangt væri farið meö, aö 12—15 manns væru
álaunum hjádeildinni, en samt stæði hún und-
ir einum sjðtta hluta af öllum kostnaöi vegna
skrifstofuhalds Sambandsins. Engar athuga-
semdir komu fram um þessar upplýsingar.
Þaö er þvl brýn nauðsyn, aó ályktun bænda-
fundarlns á Hvanneyri um sjálfstæði búvöru-
deildarinnar komlst I framkvæmd. Stjórn henn-
ar verói skipuö bændum, hún fái sjálfstæóan
fjárhag og losni þannig undan forstjóraveldi
Sambandsins. B.P.
Ríkissjóður auglýsir
■ Nokkur sérstakur auglýs-
andi kvað sér hljóðs fyrir
nokkrum mánuðum. Sá aug-,
lýsandi er ríkissjóður íslands.
Ekki var neitt undarlegt við
það að ríkissjóður færi að aug-
lýsa, þar sem hann tók upp á
þeirri nýbreytni að selja eignir
sínar og er það í fullu siunræmi við
það sem aðrir gera þegar þeir
vilja bjóða vöru sína til kaups.
Sérstaklega hefur mikil
áhersla verið lögð á að auglýsa
ríkisskuldabréf og bæði falleg-
ar og frumlegar auglýsingar
notaðar til að kynna lands-
mönnum þá vöru, - eða a.m.k.
sumum.
Þessar auglýsingar eru ekki
ókeypis freicar en aðrar
og verður ríkissjóður að verja
milljónum í auglýsingar til að
standast samkeppni á þessu
sviði. Þessar milljónir fá m.a.
þeir aðilar sem auglýst er hjá
eða a.m.k. sumir.
Til að auglýsing nái góðum
árangri þarf hún að hafa marga
kosti og má þar nefna að hún
sé traustvekjandi og að lands-
menn taki eftir henni. Til að
þessum skilyrðum sé fullnægt
eru síðan valdir fjölmiðlar til
að koma auglýsingunni á fram-
færi.
Allir vita að sjónvarpið er<
sterkur auglýsingamiðill og lík-
lega sá alsterkasti í okkar
landi. Enda hefur ríkissjóður
auglýst þar mikið í frumlegri
uppfærstu á leikriti sem fjallar
um hjónakorn nokkur sem
kynntust í banka o.s.frv. sem
allir þekkja. Þetta er skemmti-
leg auglýsing sem nær til flestra
og gaman er að fylgjast með.
Osjálfrátt bíður maður eftir
franrhaldi verksins. Nú má um
það deila hvort málefni ríkis-
sjóðs séu gamanmál eða ekki
og hvort svona auglýsingafarsi
hæfi fjármálum iandsins. í
rnargra augurn eru þau ekkert
annað en skrípaleikur og þá
sjálfsagt að útfæra þau á þann
máta, en í annarra augum eru
þau blákaldur veruleiki sem
ekki er vert að gaspra með.
Ég er einn þeirra sem bera
hag ríkissjóðs fyrir brjósti en
ekki þó á þann máta að ég
fordæmi auglýsingar sem þær
sem birtast okkur á skjánum.
Ég tel þær hitta í mark þar,
sem ætlunin er að fólk taki
eftir þeim og tel ég að það
takist.
Gullfallegur (slandsfálki
Annar þáttur auglýsinga-
gerðar ríkissjóðs er hinn gull-
fallegi íslandsfálki sem breiðir
út vængi sína og verndar ís-,
lensku krónuna og eykur verð-
gildi hennar. Þessi auglýsing
hefur birst í dagblöðum lands-
ins - eða a.m.k. sumum og er
landsmönnum kunn, þó mis-
jafnlega eins og til er ætlast.
Þessi auglýsing er mjög falleg
og eftirtektarverð, enda ekkert
til hennar sparað hvorki í lit
né stærð.
Að mínu áliti ætti þessi aug-
lýsing að höfða vel til þeirra
sem vilja ávaxta sitt fé en þó er
nokkur ljóður þar á sem ég vil
benda á. Birting hennar er
með því sniði að menn skilja
fyrr en skellur í tönnum til
hverra hún á að höfða og til
hverra ekki, nema fyrir kurt-
eisis sakir, enda nokkuð víst
að það eru ekki nálægt því allir
sem geta leyft sér þann munað
að kaupa ríkisskuldabréf.
Flestir þurfa einungis að borga
skuldabréf sem er miklu ein-
faldari athöfn og þarf ekki
auglýsingar við.
Morgunbladsþáttur ríka
Með fáum undantekning-
um eiga dagblöð landsins sér
það sameiginlegt að þau gera
ekki betur fjárhagslega en að
gera í blóð sitt, þ.e. lifa rétt af