NT - 25.09.1985, Qupperneq 11
Miðvikudagur 25. september 1985 11
Konur eiga leikinn
Kjallaraleikhúsið:
Reykjavíkursögur Ástu
Leikgerð og leikstjórn Helga Bachmann. Leik
mynd og búningar: Steinunn Þórarinsdóttir,
Tónlist: Guðni Franzson. Lýsing: Sveinn Bene
diktsson.
■ Listahátíð kvenna er hafin með
nokkrum fyrirgangi og mun setja svip
á menningarlíf í höfuðstaðnum næstu
vikurnar. í kjallaranum í Vesturgötu
3 hafa konur innréttað dálítið leikhús
og frumsýndu þar á laugardagskvöld-
ið leikverk upp úr smásögum Ástu
Sigurðardóttur. Pessi sýning var vel
þegin, enda minnir hún á hlut eins
okkar fremsta smásagnahöfundar eft-
ir miðja öldina, skáldkonu sem ekki
hefur fyrnst yfir þótt höfundarævin
væri skömm. Og í kjölfar sýningar-
innar berast þau góðu tíðindi að
væntanlegt sé ritsafn Ástu, með
óprentuðu efni úr eftirlátnum hand-
ritum hennar.
í kjallaranum eru settar á svið
fimm smásögur: Gatan í rigningu,
Súperman, Kóngaliljur, í hvaða vagni
og Sunnudagskvöld til mánudags-
morguns. Þarna eru þekktustu sögur
Ástu, en fremstar standa fyrsta og
síðasta sagan í sýningunni. Það eru
náskyldar sögur sem lýsa lífi útigangs-
stúlku á þann hátt sem nýstárlegur
var hjá okkur upp úr 1950.1 vandaðri
leikskrá gerir Silja Aðalsteinsdóttir
góða grein fyrir Ástu og sögum
hennar, heimfærir þær upp á kven-
frelsisbaráttu nútímans eins og eðli-
legt er. Hún lýsir „örvæntingarfullri
baráttu konu við að vera manneskja
í ómannúðlegum heimi, ...berst við
að glata ekki tilfinningum sínum í
fátækt og niðurlægingu, berst við að
vera listamaður í umhverfi sem viður-
kennir ekki listhneigð kvenna..."
o.s.frv.
Hvað sem líður þeim lærdómum
sem draga má af sögum Ástu um
„stöðu kvenna", er hitt víst að
sögurnar lifa í krafti hinnar fersku,
óhömdu og einlægu lífsskynjunar sem
í þeim felst. Sögur eins og Gatan í
rigningu og Sunnudagskvöld eru svo
ekta í tóninum, sannar í tilfinning-
unni, að þær líða lesanda ekki úr
minni. Pær eru tilfinningasamar, án
þess að vera væmnar, og það er mikil
kúnst. Aðrar sögur Ástu eru aftur á
móti ofurviðkvæmnislegar sbr. Kónga-
liljur og ekki síður sumar aðrai sem
ekki voru settar á svið hér.
Settar á svið. Sannleikurinn er sá
að sögur Ástu Sigurðardóttur eru
hreint ekki dramatískar og engan
veginn til þess fallnar að snúa þeim í
leikform. Petta er einkar huglægur
skáldskapur, bornar uppi af skynjun
stúlkunnar sem segir frá. Enda hefur
Helga Bachmann ekki reynt að leik-
gera sögurnar. í kjallaranum er raun-
ar aðeins um að ræða leikrænan
flutning á smásögum. Og það er gott
og gilt. Flutningurinn var að sönnu
misjafn, en þegar best lét tókst
leikendum að miðla anda sagnanna á
smekkvíslegan og lifandi hátt.
Stúlkur sagnanna léku Guðrún S.
Gísladóttir og Guðlaug María
Bjarnadóttir. Guðrún er prýðilega
valin í hlutverk stúlkunnar í rigning-
unni og léði henni allan ákjósanlegan
þokka. Sama var að segja um fyrir-
sætuna í Sunnudagskvöldi. Guðlaug
María fór einkar fallega með í hvaða
vagni. Aftur er henni ekki Iáandi þótt
hún væri vandræðaleg í Kóngaliljum,
hinni frumstæðu og grátbólgnu
braggasögu. Helgi Skúlason var
traustur að vanda í sínum hlutverk-
um, átti jafnauðvelt með drykkju-
manninn í götunni og hinn brjóstum-
kennanlega nauðgara í Sunnudags-
kvöldi. - Súperman er af öðrum toga
og hefði ekki átt að vera hér með. Og
nokkuð vantaði á sannfærandi tök
Emils Gunnars Guðmundssonar á
því hlutverki. Auk þessa kom Þor-
steinn M. Jónsson fram í þöglum
gervum.
Ærið er frumstæð aðstaðan í kjall-
aranum, gengið beint af götunni niður
í „salinn". En hvað um það: Leik-
mynd Steinunnar Þórarinsdóttur var
hæfilega einföld, og líklega er alls
staðar hægt að leika ef menn vilja.
■ Ásta Sigurðardóttir.
Reykjavíkursögur Ástu er kannski
ekki frumleg eða stórbrotin leiksýn-
ing, en hún býður af sér góðan þokka.
í grein í leikskrá er lýst því baksviði
Reykjavíkur eftir stríð sem sögurnar
greina frá. Þetta er fróðleg grein og
persónulegt bragð af stílnum. En
hver skrifaði hana?
Leikfélag Reykjavíkur:
Jakobína. Leik-, lestrar- og söngdagskrá úr
verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Samantekt
og umsjón: Bríet Héðinsdóttir. Frumflutt á Lista-
hátíð kvenna, í Menningarmiðstöðinni Gerðu*
bergi.
■ Það var maklegt að heiðra Jakob-
ínu Sigurðardóttur á Listahátíð
kvenna. Þessi dagskrá er framlag
Leikfélagsins til þeirrar hátíðar og
var frumflutt í Gerðubergi við góðar
undirtektir á sunnudagkvöld. Þarna
var lesið úr þrem skáldsögum Jakob-
ínu, sungin lög við ljóð hennar og
farið með eitt langt kvæði, ennfremur
stuttur leikþáttur, sem raunar var
eina efnið sem ég hef ekki heyrt, en
hann mun hafa verið fluttur opinber-
lega áður.
Þetta var að sönnu misjafnlega
áheyrilegt, og minnst fannst mér
koma til bragsins Fjögur nöfn, í
hefðbundnum rómantískum þjóð-
ræknisanda. Þarna er þó um að ræða
ekki ómerkan þátt í höfundarferli
Jakobínu og rétt að kveðskapur henn-
ar heyrist á slíkri dagskrá. Ingibjörg
Marteinsdóttir söng nokkur kunn lög
eftir Jórunni Viðar. Meira gaman var
að heyra Hönnu Maríu Karlsdóttur
syngja við gítarundirleik lög eftir
Olgu Guðrúnu Árnadóttur og Fjólu
Ólafsdóttur, sem ekki hafa heyrst
áður, svo að ég muni.
En auðvitað eru það sögur Jakob-
ínu sem þyngstar eru á metunum.
Leikþátturinn Nei er ágætur til nota
á kvennasamkomum, til að leiða í
ljós mismunandi aðstöðu kynjanna.
Ekki get ég séð að gildi hans nái öllu
lengra en það. Þetta er saga af
bóndahjónum: Karlinn ætlar á ráð-
stefnu á sama tíma og konan vill æfa
stórt hlutverk hjá leikfélagi sveitar-
innar, - og hlutverkið er ekkert
annað en Nóra í Brúðuheimilinu!
Valgerður Dan og Þorsteinn Gunn-
arsson fóru með hlutverkin, léttilega.
Þorsteinn flutti líka einkar vel kafla
úr Snörunni: Alltaf sér maður betur
hversu útsmogin og beitt sú saga er.
- Smásagan Móðir, kona, meyja er
■ Jakobína Sigurðardóttir.
auðvitað kjörin á kvennasamkomu,
en ekki er ég viss um að hún hafi
staöist tímans tönn sérlega vel.
Úr Lil'andi vatninu var farið með
kafla sem æði oft hefur verið haldið
fram, síðast í útvarpsþætti í sumar,
samtal rnóður og dóttur. Margrét
Ólafsdóttir og Valgerður Dan fóru
með þann kafla. Margrét og Bríet
lásu smekklega úr í sama klefa,
þrúgandi kafla um „syndagjöld" kon-
unnar, og Valgerður Dan endaði á
stúlkunni úr Dægurvísu sem ákveður
að koma drengnum sínum á gras. Það
er fallegur kafli, og fór vel á að Ijúka
með þeirri húmanísku trúarjátningu.
Allt á litið held ég að dagskráin hafi
gefið býsna góða og fjölbreytta mynd
af merkum höfundi. Vegur Jakobínu
hefur fariö vaxandi og athygli beinst
að henni æ meir, eftir að framlagi
kvenna til bókmenntanna er sinnt
meira. Þar stendur Jakobína hátt, og
raunar á hún sess sinn engan veginn
því að þakka að aðrar skáldkonur séu
minni háttar. í verkum hennar er
lifandi kjarni og húmanískur mann-
skilningur, og hún ræður í scnn yfir
skopgáfu og ádeilukrafti. Smjörþef-
inn af þessu fengum við í dagskránni
í Gerðubergi sem mér skilst að eigi að
flytja á ýmsum stöðum í borginni á
næstu vikum.
Gunnar Stefánsson
RÁÐSTEFNA UM
FRAMLEIÐNI í
FYRIRTÆKJUM
íl IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS efnir til ráðstefnu um
FRAMLEIÐNI föstudaginn 27. september í Átthagasal
Hótel Sögu. Ráðstefnan hefst kl. 9.00 árdegis.
DAGSKRÁ
Kl. 8 45. Kl 12.00
GREIÐSLA ÞÁTTTÖKUGJALDS. HÁDEGISVERÐUR.
Kl. 9.00.
SETNING.
Hr. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra.
REYNSLA BANDARÍKJAMANNA VIÐ AÐ NÁ
MEIRI FRAMLEIÐNI í OPINBERUM
REKSTRI.
Hr. Jerome Mark, US Department of Labor,
Washington, Bandaríkjunum.
FRAMLEIÐNI í OPINBERUM REKSTRI SÉÐ
FRÁ FRÖNSKUM SJÓNARHÓLI.
Hr. Pierre-Louis Remy, Nationai Quality of
Working Life Centre, Frakklandi.
FRAMLEIÐNi OPINBERRA AÐILA SÉÐ FRÁ
ALÞJÓÐLEGUM SJÓNARHÓLI
Hr. Imre Bernolak, Kanada.
HVAÐ GETA JAPANIR ENN LÆRT AF
VESTURLÖNDUM?
Hr. Joji Arai, Japan Productivity Center,
Japan.
NORSKT KYNNINGARRIT UM FRAM-
LEIÐNI, INNIHALD OG NOTKUN.
Hr. Wilhelm Meyn, Norsk Produktivitets
Institut, Noregi.
Ki. 13.30. v ' ' • i' g §f| '
NÝLEG DÆMI UM SAMSTARF STARFS-
MANNA OG STJÓRNENDA í SVÍÞJÓÐ TIL
AÐ AUKA HAGKVÆMNI í REKSTRI OG
ÞÁTTTAKA STARFSMANNA í ÁKVARÐ-
ANATÖKU.
Hr. Björn Gustavsen, Arbetslivscentrum,
Svíþjóð.
FRAMLEIÐNIÁTAK í HÁÞRÓUÐU ÞJÓÐ-
FÉLAGI MEÐ ÞÁTTTÖKU ATVINNUREK-
ENDA OG LAUNÞEGA.
Hr. Arthur Smith, Canadian Labour Market
and Productivity Centre Kanada.
FRAMLEIÐNIÞRÓUN HJÁ ÍSLENSKA JÁRN-
BLENDIFÉLAGINU.
Hr. Sigtryggur Bragason, framleiðslustjóri.
SAMANTEKT Á NIÐURSTÖÐUM FRUM-
MÆLENDA.
Hr. Tony Hubert, European Association of
National Productivity Centre.
PALLBORÐSUMRÆÐUR.
Stjórnandi Ingjaldur Hannibaisson.
Ráðstefnustjóri verður Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri ITÍ.
Aðeins takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að.
Þátttökugjald er kr. 1.500.
Þátttaka tilkynnist fyrir 26. september til Iðntæknistofnunar íslands
í síma 68 70 00.