NT - 25.09.1985, Síða 12
Miðvikudagur 25. september 1985 12
Alþjóðleg tækniþróun:
Bæði ógnun og möguleiki
fyrir norrænan iðnað
Nágranni heyrði
í reykskynjara
■ Slöjckvilið var kallað að
Keiluf^lli fimm í fyrrakvöld.
Pottur hafði gleymst á eldavél
í manþlausri íbúð. Það vildi til
happs að kona í næstu íbúð
heyrði í reykskynjara og fór
hún til þess að kanna málið og
sá þá hvar reyk lagði frá íbúð-
inni. Hún kallaði á slökkviliðið
og kom það í tæka tíð. Reyk-
kafari fór inn í íbúðina og
fjarlægði pott og slökkt var á
eldavélinni. Að sögn varð-
stjóra hjá slökkviliðinu, sem
NT ræddi við í gærkvöldi,
sannaðist þarna hversu gagn-
legt öryggistæki reykskynjarar
eru.
■ Sýningin á verkum Errós mun standa til 29. þessa mánaðar. Meðal verka á sýningunni er þessi mynd sem Erró málaði af Halldóri
Laxness, og færði borgarstjóm Reykjavíkur að gjöf, en á myndinni standa listmálarinn og Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar,
við afhendingu myndarinnar. NT-mynd: Árni Bjarna..
’85-nefndin:
Sýning á störfum og
vinnuframlagi kvenna
- undirbúningsf undur 26.9. að Hótei Hof i
■ 24. október sýndu íslenskar
konur með eftirminnilegum
hætti fram á mikilvægi vinnu-
framlags síns þegar þær lögðu
niður vinnu. Og þegar akkúrat
10 ár eru liðin frá þessum við-
burði verður opnuð sýning á
störfum kvenna í nýju Seðla-
bankabyggingunni við Arnar-
hól. Sýningin stendur frá 24.-31.
október og er liður í aðgerðum
’85-nefndarinnar vegna loka
kvennaáratugar Sameinuðu
þjóðanna og tekur við strax og
listahátíð kvenna sleppir.
Sýningin á að verða einhvers
konar þverskurður af þeim
störfum og starfsgreinum sem
konur sinna og þar verða einnig
veittar upplýsingar um launa-
kjör starfsaðstöðu, og kröfur
sem gerðar eru til náms eða
starfsreynslu í viðkomandi
greinum. Sýningin mun því
væntanlega nýtast til starfs- og
námsvals, jafnt ungum konum
sem eldri sem eru að leita út á
vinnumarkaðinn á ný. Þá verða
einnig veittar upplýsingar um
störf viðkomandi fagfélaga og
verkalýðsfélaga, hver dagur
verður helgaður ákveðinni
starfsgrein og margt verður til
skemmtunar og fróðleiks.
Þegar hafa 20-30 stéttar-
félög tilkynnt þátttöku í sýning-
unni og nk. fimmtudagskvöld
26. september verður haldinn
fundur undirbúningsnefndar og
hönnuða að Hótel Hofi og hefst
hann kl. 20.30. Þau félög sem
ekki hafa enn tilkynnt þátttöku
eða ekki fengið kynningarbréf
frá undirbúningsnefnd eru
einnig hvött til að senda fulltrúa
á fundinn.
skortur á tæknimenntuðu starf sfólki vandamál; ályktun stjórnar norrænu iðnrekendaf élaganna
■ Einar Sindrason háls-, nef-
og eyrnalækir ásamt öðrum sér-
fræðingum Heyrnar- og tal-
meinastöðvar íslands verða á
Dalvík 4. okt. n.k.
Rannsökuð verður heyrn og
tal og útveguð heyrnartæki.
Tekið á móti tímapöntunum
á Heilsugæslu Dalvíkur og er
fólki bent á að panta tíma sem
fyrst.
(Fréttatilkynning)
■ „Alþjóðleg efnahags- og
tækniþróun er bæði ógnun og
möguleiki fyrir norrænan iðnað.
Iðnaðurinn verður að taka þátt
í harðnandi samkeppni á al-
þjóðamarkaði með því að auka
framleiðni sína og bæta fram-
leiðsluvörurnar. Þetta er mögu-1
legt með aukinni tæknivæðingu
í framleiðslunni og með betri
vörugæðum. Á Norðurlöndum,
þar sem grunnmenntun er góð
og atvinnulífið getur aðlagað
sig breyttum aðstæðum, eru
miklir möguleikar á að standast
samkcppnina.“
Þetta er úr ályktun stjórnar
norrænu iðnrekendafélaganna,
en nýlega var í Reykjavík árleg-
ur stjórnarfundur félaganna og
var eitt helsta umræðuefni fund-
arins menntunar-og rannsókn-
armál.
í ályktun fundarins segir m.a.
að þrátt fyrir aukningu í fram-
lögum fyrirtækja til rannsókna
og tækniþróunar á síðustu árum
séu heildarframlög fyrirtækja á
Norðurlöndunum, að Svíþjóð
undanskilinni, minni en í öðrum
OECD ríkjum.
„Reiknað er með að tækniþró-
un verði örari á næstu árum, en
verið hefur. Alþjóðleg þróunar-
verkefni svo sem Eureka verk-
efnið benda til þessa. Iðnaður-
inn getur hins vegar ekki einn
séð um að mæta öllum þeim
þörfum sem skapast í þcssu
sambandi. Opinberir aðilar
verða að leysa ákveðna veiga-
nrikla þætti þessa vanda.“
Þá segir að skortur á sérhæfðu
starfsfólki hamli iðnþróun á
námi í verk- og tæknifræði hefur
aukist í um og yfir 30% í
Danmörku, Finnlandi pg Sví-
þjóð og upp í um 50% á íslandi.
Hér er þörf skjótra og mark-
vissra aðferða. Samtök iðnaðar-
ins og iðnfyrirtæki óska eftir
samstarfi við yfirvöld við lausn
þessa vanda.“
Þá vekur fundurinn athygli á
Dalvík:
Heyrn og tal
rannsakað
Norðurlöndunum. „í mennta-
kerfinu virðist hins vegar ýmis-
legt að sem lýsir sér m.a. í því
að hlutfall þeirra sem hætta
að Svíþjóð og Finnlandi hefur
verið veittur skattaafsláttur
vegna rannsókna og þróunar-
starfsemi og að slíkur skattaaf-
sláttur virðist lofa góðu til að
hvetja fyrirtæki til að auka þessa
starfsemi - sérstaklega í litlum
og meðalstórum fyrirtækjum.
■ Fyrírtæki á Norðurlöndunum eyða æ meira fé til rannsókna en betur má ef duga skal. Bragi Árnason,
prófessor í rannsóknastofu Háskólans.
Iceland Review:
Árbók um iðnað
og útflutning
■ Iceland-Yearbook of
Trade & Industry ‘85 er
nú komin út hjá Iceland
Review. í bókinni, sem er
á ensku, er fjallað um allt
það helst er varðar fisk-
veiðar, fiksvinnslu, út-
flutningsiðnað og mark-
aðsmál íslendinga á s.l.
ári.
Útgáfa ritsins Iceland
Fisheris Yearbook, sem
gefið hefur verið út árlega
síðan 1981, hefur að sögn
útgefanda gefið mjög góða
raun og var þess vegna
ákveðið að auka nú útgáf-
una, þannig að hún næði
einnig yfir aðrar greinar
framleiðslu og útflutnings
íslendinga. Auk þess sem
áfram er fjallað um þá
þætti fiskveiða, vinnslu og
útflutning sem hingað til
hefur verið sinnt í ritinu er
nú fjallað á hliðstæðan
hátt um aðrar framleiðslu-
greinar. Meðal þess sem
tekið er fyrir er: Stóriðja,
vikurútflutningur, loð-
dýra- og fiskirækt, hús-
gagna- fata- og sæl-
gætisútflutningur. Einnig
eru í bókinni töflur yfir:
Afla, vinnslu, framleiðslu
og útfiutning.
Iceland - Yearbook of
Trade & Industry er 80
blaðsíður að stærð og
prýdd fjölda mynda. Verð
hennar er 315 kr. án sölu-
skatts.
Ferðagetraun NT:
Yf ir þrjú hundruð
lausnir bárust
■ Dregið hefur verið í
Ferðagetraun NT.
Vinningshafar eru:
1. verðlaun, flugfar fyrir
tvo í hringferð um landið
með Flugleiðum, hlaut
Guðlaug Jónsdóttir,
Njálsgötu 34, Reykjavík.
2. verðlaun, úttekt á við-
leguútbúnaði fyrir
20.000,00 kr. í Mikla-
garði eða annarri kaup-
félagsverslun Sambands
íslenskra samvinnufél-
aga, hlaut Einar Sigmars-
son, Sauðhúsvöllum,
Eyjafjöllum.
3. verðlaun, helgarferð
fyrir 2 til Reykjavíkur,
hlaut Svava Gunnars-
dóttir, Tjarnarbrú 14,
Höfn í Hornafirði.
NT óskar vinningshöf-
um til hamingju og biður
þá að hafa samband við
blaðið vegna afgreiðslu
vinninganna.