NT - 25.09.1985, Blaðsíða 14
Blönduósingar
- Blönduósingar
Almennur borgarafundur um sjávarútvegsmál og hafnaraö-
stööu á Blönduósi veröur haldinn á Hótel Blönduósi þriöjudag-
inn 1. október kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Hver er framtíð útgeröar frá Blönduósi. Halldór Ásgrims-
son, sjávarútvegsráöherra.
2. Hver er afstaða þingmanna Framsóknarflokksins á Noröur-
landi vestra til útgerðar og hafnarframkvæmda á Blönduósi.
Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson alþingismenn svara
þvi.
Dagskrá nánar auglýst síöar.
FUF A-Húnavatnssýslu.
Alexander Stefánsson félagsmálaráöherra og Davíð Aðal-
steinsson alþingismaöur, halda almenna stjórnmálafundi
sem hér segir:
Miðvikudag 25. seþt. kl. 21 Lionshúsinu Stykkishólmi
Fimmtudag 26. sept. kl. 21 Safnaöarheimilinu Grundarfirði
Föstudag 27. sept.kl. 21 Mettubúö Ólafsvík
Fundur á öörum stöðum í kjördæminu auglýstir síðar.
Framsóknarflokkurinn
Kópavogur
Félag ungra framsóknarmanna i Kópavogi heldur aðalfund
sinn aö Hamraborg 5, miðvikudaginn 25. september kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Erindrekstur Sambands ungra framsóknarmanna.
3. Önnur mál.
FUF hvetur alla framsóknarmenn til aö mæta.
Stjórnin.
Reykjanes
Aöalfundur launþegaráðsins veröur haldinn aö Hverfisgötu
25 í Hafnarfirði, fimmtudaginn 26. september 1985, kl. 20.30.
Fulltrúar í launþegaráðinu eru hvattir til þess aö mæta
stundvíslega.
Stjórnin.
Til sölu
Mæðradagsplattar frá Bing & Gröndal árg.
1970-1979 til sölu.
Upplýsingar í síma 24193 eftir kl. 19.
Dráttarvél til sölu
Belarus árg. 1982, fjórhjóladrifs með tvívirk-
um ámoksturstækjum. Upplýsingar í síma
96-44113.
t
Hjartans þakkir til allra nær og fjær, sem vottuðu okkur
hluttekningu sína vegna andláts eiginkonu minnar og móöur
okkar
Ragnhildar Kristófersdóttur
Bugðulæk 8
Sérstakar þakkir til þeirra sem hjúkruðu henni á heimili hennar'
og starfsfólks hjúkrunardeildar á Heilsuverndarstööinni.
Jón Ágústsson og börn.
Miðvikudagur 25. september 1985 14
Ingólfur Davíðsson:
Eiturjurtir og lækningajurtir
■ Skörp takmörk eru naum-
ast þar á milli aö jafnaöi. Það
fer mest eftir stærð skammt-
anna hvort áhrifin veröa lækn-
andi eöa valda eitrun. Ýmsar
jurtir eru í senn eiturjurtir og
læ k n i nga j u r t i r. Grasdrjólar
(Claviceps) sem hér sjást oft á
grastegundum, stærstir á mel-
grasi. cru t.d. mjög eitraöir, en
úr þeim eru líka unnin lyf,
oftast úr rúgdrjólum. Er þá
rúgurinn smitaöurog ræktaður
til þess. En hættulegt er ef
drjólarnir lenda í rúgmjöli, en
á því bar talsvert fyrr á tí.mum.
Fingurbjargarblóm er annað
dæmi um eitur- og lækninga-
jurt. Þaö er eiturjurt, en lyf
eru unnin úr henni til hjarta-
lækninga. Rætt veröur hér á
eftir um íslenskar eiturjurtir,
eða ræktaðar hér á landi, og í
annarri grein um íslenskar
lækningajurtir.
Eiturjurtir
Eina verulega eitraða ís-
lenska blómjurtin er ferlaufa-
smári (Paris Quadrifolia).
Þetta er enginn smári, þrátt
fyrir nafnið, en liljuættar. Og
ekki vex hann átúnum. heldur
í kjarri og hraungjótum hér og
hvar um landiö. Ferlaufasmári
er auöþekktur á fjórum
stórum. breiöum blöðum sem
sitja í kransi á stöngulendanum
(sjá mynd). Upp úr blaðkrans-
inum vex síðan grannur blóm-
leggur, sem ber lítilfjörlegt
gulgrænt blóm. Seinna þrosk-
ast í blóminu eitt stórt dökk-
blátt ber, mjög eitrad. Jarö-
síöngullinn er líka eitraóur. og
má hvorki ber né jaröstöngull
leiula í munni og maga. Eitrið
heitir paristypknin. Eiturein-
kenni eru ógleði, uppsala og
niðurgangur. Einnig verkir í
þarma og blöðru. Ber strax að
leita læknis ef eitrunar verður
vart.
Sóleyjar eru ofurlítiö eitrad-
ar. Ef blóm sóleyjar liggur
lengi við viðkæma húð, t.d. í
munni, getur það valdið
blöðrum. Betlarar erlendis
notuðu sóleyjartegund til að
framkalla blöörur a húðina til
að vekja meðaumkvun og fá
gjafir.
Eitraðar skrautjurtir
í görðum og innanhúss
Lítum fyrst út í garðana. Þar
er t.d. Venusvagn, algeng
skrautjurt, sem margir þekkja
á löngum, stinnum stöngli, sem
veröur alþakinn bláum blóm-
um seinni hluta sumars og
langt fram á haust. Blöðin eru
svipuð og á frænku hans sóleyj-
unni. / allri þessari jurt eru
eitruð efni, Eitrunareinkenni
koma fljótt í ljós ef jurtahlutar
komast í munn og maga. Fyrst
dofnar tilfinning í tungu og
munni. en síðar fylgir óglcði
og uppköst. Líkamshiti lækkar
og slær út hrolli. Það hægir á
starfsemi hjartans. Eitrið í
Venusvagni var fyrrum notað
sem örvaeitur og til að eitra
fyrir úlfa. Úlfsbani cr gamalt
enskt nafn á jurtinni.
Fingurbjargarblóm (Digital-
is) er önnur eiturjurt sem rækt-
uð er hér í görðum. Hún er
hávaxin með stór, heil blöö í
hvirfingu við jörð og á stöngl-
inum mörg og stór, rauð eöa
hvít fingurbjargarlaga blóm.
Jurtin er öll eitruð og verkar
eitriö á starfsemi hjartans og
getur lamað það. En eitrið er
og notað til hjartalækninga, en
mikla nákvæmni þarf við notk-
un þess, ella getur farið illa.
Netnd skal þriðja varasama
jurtin, en það cr bjarnarkló
(Herakleum giganteum). Hún
líkist risavaxinni hvönn, cnda
sömu ættar. Veröur 2-3 m á
hæð með störa hvíta blóm-
svcipi og afstór blöð. Ef komið
er vió bjarnarkló getur það
valdið klæjandi útbrotum og
bólgu í húðinni. einkum ef
komið er við sár á brotnum
stöngli cða blaði - og mest í
sólskini, þó einkennilegt sé.
Kartöflur eru algeng, holl
matvara. En ef sól skír. á þær
til lengdar. einkum nýlega
uppteknar, verða þær grænar
og dálítið eitraðar. í sólarbirtu
myndast sem sé í þeim óhollt
efni, solanin, einkum út við
hýðið. Aldin kartöflugrassins,
grænt ber, er talsvert eitrað.
Fleiri varasamar jurtir eru til í
görðum.
Eitt eitrað tré er allvíða
ræktað, en það er gullregn,
auðþekkt á allstórum, þrífingr-
uðum blöðum. Gullregn er
aðallega ræktað vegna blórn-
anna, en þau sitja mörg saman
í löngum, fagurgulum hang-
andi skúfum, mjög skrautleg-
um. Allt er tréö eitraö, en
langhættulegastir eru aldin-
belgirnir og frxin í þeim sem
líkjast litlum baunum, og mega
alls ekki lenda í munni og
maga. Eitureinkenni eru
þorsti, sviti, brunaverkir í
hálsi. svimi. magaverkir og
þrálát uppköst. Sjáaldur
stækka og andardráttur getur
oröið erfiður. Eitrið kallast
Cytisin. Þeir sem rækta gull-
regn ættu að skera blómskúf-
ana af, þegar þeir fara að
visna. svo öruggt sé að aldin
myndist ekki í þeim.
Eitraðir sveppir
hér á landi
Kunnastur þeirra og frægast-
ur mun vera berserkjasvepp-
ur (Amanita muscaria). Hann
er stór og skrautlegur, hattur-
inn rauður með hvítum dílum.
Eftirlíkingar berserkjasvepps
eru oft á markaði sem jóla-
skraut og munu því flestir þekkja
hann. Svepptur þessi vex hér
allvíða í skóglendi, en sjaldan
fer að bera á honum fyrr en á
haustin. Sjaldan er banvænt að
eta berserkjasvepp, en slæm-
um eitrunum getur hann samt
valdið. Menn geta fengið æði
og leikur grunur á að berserkir
til forna liafi neytt sveppsins á
undan orrustum til að geta
gengið berserksgang um stund,
en síðar fylgir magnleysi og
djúpur svefn, ef mikils er
neytt. Oft fylgja ofsjónir marg-
víslegar og í svefni miklir
draumar. „Gjaldið” er a.m.k.
miklir timburmenn á eftir.
Gegn eitrun af sveppnum
eru m.a. notuð lyf sem valda
bráðri uppsölu og niðurgangi.
Berserkjasveppur vex víða um
lönd og notuðu frumstæðar
þjóðir hann sem fíknilyf og
þurrkuðu til geymslu. Þurfti
þá að tyggja hann um stund til
þess að áhrifin kæmu í ljós og
varð mönnum óglatt af. Fengu
menn, að sögn, konur sínar
eða unnustur til að tyggja
sveppinn fyrst og gerðu sér
síðar gott af tuggunni!
Grasdrjólar, meldrjólar,
melskítur! Það er sníkjusvepp-
ur í blómaxi grasa, verður hér
stærstur og varasamastur í mel-
grasi (sjá rnynd). Sveppurinn
myndar svarta, harða, oft
íbogna keppi sem standa út úr
blómöxunum þegar líður á
sumarið. Þessir svörtu keppir
eða drjólar eru mjög eitraðir
og mega ekki lenda í munni og
maga. Einkenni eitrunar eru
fyrst ógleöi og höfuöverkur og
sjón byrjar aö dofna. Þarf því
strax að leita læknis. Einkenni
geta einnig verið sinateygjur í
höndum og fótum, niðurgang-
ur, roði og blöðrur á húð, er
loks blánar og kólnar, ef um
mikla eða langvarandi eitrun
er að ræða. Erlendis hefur
eitrun af völdum þessa svepps
verið illræmd öldum saman,
talið að hún gæti m.a. leitt til
geðveiki.
Sveppurinn sækir mikið á
rúg og gat síðar lent í rúgmjöli.
Voru talsverð brögð að því
áður en mönnum var orsaka-
samhengið ljóst. Nú er útsæð-
iskorn víða sótthreinsað gegn
þessum og fl. sveppum.
Oft eru notuð svo sterk sótt-
hreinsunarlyf að útsæðiskornið
verður hættulega eitrað. alger-
lega óhæft til matar og fóðurs.
Það er stundum litað rautt í
viðvörunarskyni. Hér á landi
vaxa ýmsir góðir matarsvepp-
ar. en því miður einnig nokkrir
eitraðir eða varasamir. Etiö
því aldrei svepp nema þiö
þekkiö hann og vitiö að hann
sé hæfur til matar.
Eitraðar jurtir innanhúss
Nefnd skulu dæmi um vara-
samar gróðurhúsa- og stofu-
jurtir, ræktaðar til skrauts.
Verður að umgangast þær með
varúð og gæta þess vandlega
að börn nagi þær ekki né sjúgi.
Skal hér fyrst nefnd hin al-
kunna Neria (lárviðarrós) sem
er sígrænn runni með stór heil
biöð og stór skrautleg blóm
oftast rauð. ( Neríu er hjarta-
lamandi eitur. sem verkar all-
svipað eitrinu í fingurbjargar-
blómi. Eitrunareinkenni eru
þau að hægir á æðaslætti.
Seinna verður hjartsláttur ó-
regulegur og fylgt getur andar-
teppa og krampi. Ljósop
víkkar.
Dalalilja (Fonvalaris majal-
is) er ræktuð á stöku stað og
stundum flutt inn til afskurðar
og þá höfð í vatni, en það
verður fljótt eitrað. Jurtin er
auðþekkt á einhliða klasa
hvítra, klukkulaga blóma.
Dalalilja er eitruð og verkar á
hjartað. Veldur einnig ógleði,
niðurgangi og svima. Dauða-
slys hafa hlotist af því erlendis
að drekka vatn, sem dalaliljur
hafa staðið í. Safi fleiri stofu-
blóma er eitraður þó í minna
mæli sé. Má þar til nefna
dílarunna (Dieffenbachia)
jólastjörnu o.fl.