NT - 25.09.1985, Page 15
Midvikudagur 25. september 1985 15
Umsjón: Þorsteinn G. Gunnarsson
■ Hvar var allt fólkið? Ég
átti von á fullu húsi en sú var
ekki raunin, bíósalurinn var
rétt tæplega hálfsetinn.
Furðulegt, jazzunnendur
fagna 10 ára starfsafmæli
Jazzvakningar, það er boðað
til tónleika helstu merkisbera
íslenskrar tónlistar á erlendri
grund, en landinn sýndi ekki
áhuga.
Eru strákarnir í Mezzoforte
kannski búnir að fullmetta
markaðinn hér heima? Sumir
halda því reyndar fram, en þeir
sem það gera hefðu að skað-
lausu getað sest í sal Háskóla-
bíós laugardaginn 14. sept-
ember síðastliðinn, því þar lék
jazzhljómsveitin Mezzoforte.
Góð byrjun
Strákarnir geta gert meira
en spila fjúsjon. Bróðurpartur
hljómsveitarinnar sannaði það
á ófétisplötu Tómasar R. Éin-
arssonar að þeir leika sér að
jazzinum og tónleikarnir urðu
ekki til að má þann stimpil af
þeim.
Það var farið að nálgast hlé
þegar tónleikarnir loksins hóf-
ust og byrjunin lofaði góðu.
Lagið var Fiona eftir Friðrik
Karlsson, hressilegt lag sem
finna má á plötunni Rising. t>á
kom lag Eyþórs, This Is Not
The Night, stórgott lag, krydd-
að skemmtilegum sólóum og
skemmtilegum samleik þeirra
á milli.
Síðan leyfðu þeir okkur að
heyra brot af efnisskrá hljóm-
sveitarinnar Steps Ahead, en
Mezzoforte hefur einmitt leik-
ið á tónleikum og jazzhátíðum
þar sem sú hljómsveit var einn-
ig á dagskrá. Lagið var Pools
og fór Friðrik á kostum. Það er
makalaust að fylgjast með
drengnum á sviði. Hann nær
ólíklegustu hljóðum úr galdra-
gítarnum, sólóin eru stórgóð
og það sem meira er, hann
virðist ekkert hafa fyrir þessu,
sólóin bara koma.
Pools var eina útlenda lagið
sem flutt var fyrir hlé. Næst
kom E.G. blúsinn hans Eyþórs
og síðan var slappað af undir
ljúfum tónum í laginu Rising.
Gestirnir
Þegar áhorfendurnir tíndust
í salinn eftir hlé, stóð hljóm-
sveitin á sviðinu og beið. Það
var allt í lagi, við biðum svo
lengi eftir því að tónleikarnir
hæfust.
Lögin eftir hlé voru flest
erlend. Fyrst var lag eftir aðal-
gest tónleikanna, ástralska
saxafónleikarann Dave
Barlow. Þetta var ekki í fyrsta
skipti sem leiðir Barlows og
Mezzoforte lágu saman, því
það var hann og enginn annar
sem blés í saxafóna á Rising
plötunni.
Barlow byrjaði rólega, en
hlutur hans óx eftir því sem
leið á tónleikana og hann varð
betri og betri. í sannleika sagt
þá var hann alveg frábær, hvort
sem um var að ræða sóló eða
samleik með strákunum. Það
fór lítið fyrir honum á sviðinu,
þegar aðrir stóðu í stórræðum
gekk hann til hliðar og fékk sér
sæti, svo hann yrði ekki fyrir á
annars stóru sviði Háskóla-
bíós. Kurteis maður hann
Barlow.
Hinn gestur tónleikanna er
einhver bjartasta vonin í
dönsku djasslífi, trompet-
leikarinn Jens Winter. Hann
var kallaður á sviðið til að
blása með strákunum í síðustu
þremur lögunum og sá danski
kann svo sannarlega að blása,
eins og hann sannaði réttilega
á tónleikunum. Hann aðlagað-
ist Mezzoforte og Dave Barlow
fljótt, þó þeir væru allir orðnir
NT-mvndir - Árni Bjarna
■ Já, það er ekki tekið út með sældinni að þurfa að standa undir
nafni, en það tókst Dave Barlow á tónleikunum.
ingar stóðu þeir líka vel.
Jóhann var með allra besta
móti. Sólóin hans voru
skemmtileg og vel útfærð. Ey-
þór fór á kostum, lék jöfnum
höndum á rafmagnstæki sín og
flygil, hann sannaði það að
hann er einn af okkar bestu
jazzpíanistum. Gunnlaugur
átti góðan leik á trommunum
og teknískur er hann og sólóið
hans var gott. Friðrik ný
galdragítarinn vel og í góc
hófi.
Ég held að þessum tónlei
um verði best lýst með orðu
sessunautar míns í lok tónlei
anna. „Mikið andsk. er þet
góð jazzhljómsveit
Mezzoforte."
Fríðrik Karlsson í einu af hans ágætu sólóum.
heitir og komnir í gott form
þegar hann gekk á sviðið. Þetta
small allt saman og það var
sérlega skemmtilegt að hlusta á
samleik blásaranna tveggja,
sérstaklega í lokalaginu, Take
A Walk, sem var góður endir
á góðum tónleikum.
Jazzhljómsveit
Liðsmenn Mezzolórte eru
góðir hljóðfæraleikarar og
samleikur þeirra var með ágæt-
um, eins og ætla má eftir
áralangt samstarf. Sem einstakl-