NT - 25.09.1985, Blaðsíða 23

NT - 25.09.1985, Blaðsíða 23
Rás 2, kl. 16. Smásmugan - einu sinm er allt fyrst ■ Smásmuganheitirnýrþátt- ur á Rás 2, og mun hann hefja göngu sína í dag. Stjórnendur þáttarins eru Eggert B. Guð- mundsson og Fannar Jónsson. „Þetta verður tónlistarþátt- ur þar sem við munum taka fyrir annaðhvort hljómsveitir eða tfmabil, eða jafnvel efni í lögum" sagði Fannar Jónsson aðspurður um þáttinn. „I þess- um fyrsta þætti ætlum við að taka fyrir það sent gerist í fyrsta skiptið. þ.e. þátturinn verður undir kjörorðinu „Ein- hvern tíma er allt fyrst.” Þann- ig verður fjallað um t.d. hve- nær hljómsveit kom lagi frá sér fyrst á vinsældalista, eða hve- nær gefin var út fyrsta plata og svona frameftir götunum." ■ Stjórnendur Barnaútvarpsins: fv. Einar mundsson, Pétur Snæland, Kristín Helgadóttir og Orri Hauks- son. Á mvndinn vantar Ljósbrá Baldursdóttir en hún og Orri verða meðstjórnendur Kristínar í dag. NT-mvnd Árni Bjarnn 1 Utvarpkl. 17.05 Barnaútvarpið ■ - eru spæjarar á íslandi? ■ í barnaútvarpinu að þessu sinni ætlum við að ræða um hvernig maður verður lögregluþjónn, hvernigervalið í þetta starf, og deildirnar innan lögreglunnar kynntar,” sagði Kristín Helgadóttir stjórnandi Barnaútvarpsins, en henni til aðstoðar verða Orri Hauksson og Ljósbrá Utvarp kl. 15.15: Baldursdóttir. „Við ætlum líka að fá að vita hvort það eru einhverjireinka- spæjarar á íslandi, og í því tilefni heimsækjum við og spjöllum við Rannsóknariög- reglu ríkisins. Síðan verður lesið úr heimsmetabók Guinnes um margskonar met í glæpum." ■ í Smásmugunni mun m.a. heyrast í Bítlunum. Alviðra - miðstöð umhverfisverndar Sjónvarp kl. 22.25: Stríð á austur- ildamyndaflokksins „Þjóðverj- ar og heimsstyrjöldin síðari", í kvöld ber nafnið „Stríð á aust- urvígstöðvunum." í þessum myndaflokki er í fyrsta sinn í sjónvarpi lýst at- burðarásinni í síðari heims- styrjöldinni af sjónarhóli Þjóð- verja. Tekin eru viðtöl við ýmsa þá sem uppi voru á þess- um tímum og myndefni er sótt í sovésk, bresk, bandarísk og ekki síst þýsk kvikmyndasöfn. Flokkurinn gefur einstæða mynd af gangi styrjaldarinnar 1939-1945. Þýðandi er Veturliði Guðna- son og þulir eru Guðmundur Ingi Kristjánsson og María Maríusdóttir. ■ Stríð á austurvígstöðvunum heitir þriðji þáttur þýska ildaflokksins Þjóðverjar og heimsstyrjöldin síðari. heim- ■ Alviðra, miðstöð umhverf- isverndar nefnist þáttur á dagskrá rásar 1 í dagogstjórn- andi hans er Þorlákur Helga- son. Fyrir tólf árum gaf Magnús Jóhannesson Árnessýslu og Landvernd, jörðina Álviðru í Ölfushreppi og ríflega hundr- að hektara lands úr landi Önd- verðarness. Jarðirnar tvær standa hvor sínu megin Sogsins, miklar að náttúru- kostum og víðlendar. Með skipulagsskrá um nátt- úruvernd svæðisins frá 1981 er stefnt að því að nýta Alviðru og Öndverðanes til útivista og náttúruskoðunar, og jafnframt að þar verði reist miðstöö í umhverfisfræðum. í ágústmánuði sl. var haldiö námskeið fyrir náttúrufræði- kcnnara af öllum skólastigum. Tilgangur þess var að hvetja þá til að nýta sér þá aðstöðu sem staðnum er ætlað að veita. í þáttinn er fléttað umræð- um af námskeiðinu og spjallað er við Sigrúnu Helgadóttur líffræðingum umhverfisvernd. Miðvikudagur 25. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20. Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöld- inu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Inga Þóra Geirlaugsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bleiki togarinn" eftir Ingibjörgu Jónsdóttur Guðrún Birna Hann- esdóttir lýkur lestrinum (7). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugreiniar dagblaðanna (útdr.). Tónleikar. 10.45 Hin gömlu kynni Þáttur Val- borgar Bentsdóttur. Morguntónleikar Tónlist eftir Pagan- ini, Grieg, Chopin, Weberog Beet- hoven. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 „Á ströndinni“ eftir Nevil Shute Njörður P. Njarðvík les þýðingu sína (4). 14.30 íslensk tónlist a. „Úr Ljóða- Ijóðum Salómons'1, lagaflokkur eft- ir Pál Isólfsson. Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur; Olafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Þrjú íslensk þjóölög i raddsetningu Jóns Ásgeirssonar. Kammersveit Reykjavlkur leikur. c. „Á krossgöt- um“, svita eftir Karl O. Runólfsson. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur; Karsten Andersen stjórnar. 15.15 Alviðra, miðstöð umhverf- isverndar Umsjón: Þorlákur Helgason. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður: fregnir. 16.20 Poppþáttur. 17.05 Barnaútvarpið Sjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.45 Siðdegisútvarp - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Málræktarþáttur Sigrún Helga- dóttir flytur. 19.50 Undankeppni heimsmeist- aramótsins I knattspyrnu Samú- el Örn Erlingsson lýsir leik Spánar og islands í Sevilla. 20.15 Slarkari, skáld og kraftamað- ur. Um Ögmund Sívertsen. Þáttur I samantekt Vernharðs Linnets. Lesari með honum: Margrét Aðal- steinsdóttir. (Áður útvarpaö 4. júli sl). 20.40 Tónlist eftir sænska tón- skáldið Adolf Wiklund a. Konsert nr. 1. I e-moll op. 10 fyrir píanó og hljómsveit. b. „Sumarnótt og sólar- upprás" op. 19. Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar leikur; Jorma Panula stjórnar. Einleikari: Ingemar Edgren. 21.30 Flakkað um Italíu Thor Vil- hjálmsson les frumsamda ferða- þætti (4). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Svipmynd Þáttur Jónasar Jón- assonar. Rúvak. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. árr Miövikudagur 25. september 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson. 14:00-15:00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15:00-16:00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 16:00-17:00 Bræðingur Stjórnandi: Arnar Hákonarson. 17:00-18:00 Tapað fundið Sögu- korn um popptónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sigfússon. 18:00-20:00 Spánn-ísland Bein út- sending frá knattspyrnulandsleik Spánverja og íslendinga I Sevilla. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Miðvikudagur 25. september 18.25 Spánn - ísland. Bein útsend- ing frá Sevilla. Landsleikur is- lendinga og Spánverja i Heims- meistarakeppninni I knattspyrnu. Bjarni Felixson lýsir leiknum frá Spáni. 20.10 Fréttir og veður 20.15 Auglýsingar og dagskrá 20.50 Erró Aðalsteinn Ingólfsson ræðir við Erró I tilefni af málverka- sýningu hans I Norræna húsinu. 21.05 Dallas Garðveislan Banda- riskur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.25 Þjóðverjar og heimsstyrjöld- in síðari (Die Deutschen im Zweit- en Weltkrieg) 3. Stríð á austur- vígstöðvunum Nýr þýskur heim- ildamyndaflokkur í sex þáttum sem lýsir gangi heimsstyrjaldarinnar 1939-1945 af sjónarhóli Þjóöverja. Þýðandi Veturliði Guðnason. Þulir: Guðmundur Ingi Kristjánsson og Maria Mariusdóttir. 23.50 Fréttir í dagskrárlok Miðvikudagur 25. september 1985 23 W Oj Oj Oiii HiroshimaaðförinÁ ■ (Enola Gay) Aðalhlutverk: Billy Crystal, Kim Darby, Patrick Duffy, Gregory Harrison, Gary Frank, Robert Walden. Leikstjóri: I.owell Rich. Lengd I40 inínútur. Bandaríkin, 1980. Þessi mynd fjallar utn að- draganda þess að kjarnorku- sprengju var kastað á borgina Hiroshima. Fylgst er með áhöfn vélarinnar Enola Gay við æfingar og undirbúning undir þetta „verkefni". Myndin er ein af þessuni uppgjörsmyndum Bandaríkja- manna við sprengjuna. Hún fylgir þeim mönnum sem valdir voru til að fremja ódæðið frá því þeir voru fyrst boðaðir til Utah í æfingabúðir. Það er afskaplega erfitt að fjalla um þessa mynd. Út af fyrir sig er hún ekki slærn, en fyrst að viðfangsefni hennar er það sern það er þá verður maður að gera kröfur í sam- rærni við það. Aðstandendur myndarinnar hafa gert stór- kostleg mistök og það á fleiri cn einn liátt. 1 stað þess að sýna verknaðinn lið fyrir lið og skrúfu fyrir skrúfu, hefði verið mun skynsamlcgra að kafa nið- ur í sálarlíf þessara vesalings rnanna, lýsa tilfinningum þeirra og konia nieð umræðu um siðfræði. Það er aðeins einu sinni minnst á orðið sið- fræði í þessari mynd og hún er 140 mínútur. Margt bendir til að reynt sé að fegra ímynd hermannanna bandarísku. Þeir eru liver öör- um myndarlegri, prakkaralegir og að sjálfsögðu miklir sóma- menn. Leikaravalið er líka nokkuð grunsamlegt, - hver getur hugsað sér meiri ljúf- menni én Bobby úr Dallas og Jody úr Löðri. Inn í myndina er skotið svipmyndum úr lífi nokkurra Japana í Hiroshima en þeireru allir hermenn og „vondir kallar" íþokkabót. Þeir svílast einskis og láta börn og gamal- tnenni ganga í opinn dauöann með bros á vör. Já, þaö hlýtur að vcra notarleg tilfinning að vita að Japanirnir höfðu bók- staflega gaman af því að deyja fyrir föðurlandið. Þetta er viðkvænit mál og vandmeðíarið. Því krefst mað- ur þcss að tekið sé á hlutunum nieð hlutleysi og slcppt sé aö nota ósvtfnar staðalmyndir um of. Fyrir utan þetta er myndin allt of löng og nokkur atriði aldeilis út í hött. Þegar allt er tekið með þá spyr maður; hvað voru mennirnir að hugsa, hvers vegna gerðu þeir þessa mynd? Ég finn ckkert svar við því. Leikstjórinn Lowell Rich er þckktur fyrir Airport 79 og Concorde og hefur það orð á sér að vera mistækur á köflum. Ég veit ckki hvort hægt er að segja að þessi mynd sé mistök af hans hálfu, því handritið er yfirborðslegt og hroðvirknis- legt. Nei, þeir hefðu betur setið heima. -MJA ■ Jody úr Löðri er einn þeirra sem báru ábyrgð á Enolu Gay í Hiroshima aðförinni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.