NT - 25.09.1985, Page 24
........................................................................"........................................".................................................
___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
A I SIMA 68-
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur íyrirhverja ábendingú sem leið ir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
~..............................|....b|........| |.............—
Bækur, Ijóð, leikrit
og fleira spennandi
En það er líka ýmislegt fleira
á dagskrá í Gerðubergi á vegum
Listahátíðar, Ljóðaupplestur,
tónleikar og leikdagskrá. „Á
fimmtudaginn 26. september
klukkan 2I verður þriðji hluti
ljóðadagskrárinnar,“ segir
Guðrún Bachmann „og þá verða
flutt Ijóð sem tengjast trúnni.“
Og bætir því við að Ijóðin
tengist ekki endilega kristinni
trú. „Til dæmis líka trú á
persónulegan bláan guð í
steini,“ segir Auður lágum
rómi. „Og á laugardag 28. sept-
„Þetta er þreifisýning,“ segir
Elísabet ákveðin, „það má svo
sannarlega konia við bækurnar,
fletta þeim og skoða.“ „Og hér
eru ekki bara bækur til sýnis,“
bætir Auður við brosandi," því
hér eru líka bókaskreytingar og
svokölluð bókverk. Um 40 kon-
ur eiga myndskreytingar í bók-
unr á sýningunni og þar af eru
frummyndir eftir 10 konur.
Sumar konurnar myndskreyta
bækur sínar sjálfar eins og til
dæmis Ásta Sigurðardóttir,
Gréta Sigfúsdóttir, Nína
Tryggvadóttir, Þóra Jónsdóttir
og Sigríður Björnsdóttir og eru
■ Á myndinni sjáum við hluta kvennanna sem við spjölluðum við. „Æ, ekki taka mynd af okkur,
takiði heldur mynd af verkunum,“ sögðu þær en það var engu tauti komið við hann Áma Bjarna
Ijósmyndara. Hann gaf sig ekki. Frá vinstri: Guðrún Bachmann, Þórdís Þorvaldsdóttir og Auður
Olafsdóttir.
- NT lítur inn í Gerðuberg til að kanna hvað er þar á
seyði á vegum Listahátíðar kvenna
■ Þegar Listahátíð kvenna er
orðin 5 daga gömul lítum við
inn í Gerðuberg. Þar stendur nú
yfir sýning á bókum og bóka-
skreytingum. Þær taka elsku-
lega á móti okkur NT-fólki, þær
Auður Ólafsdóttir, listfræðing-
ur og Þórdís Þorvaldsdóttir'
borgarbókavörður, Guðrún
Bachmann sem sér um Ijóða-
dagskrá Listahátíðar, Gerla
framkvæmdastjóri Listahátíð-
ar, Erla Kristín Jónasdóttir
safnvörður og Elísabet Þóris-
dóttir forstöðumaður Gerðu-
bergs og leiða okkur um húsa-
kynnin. Sýningin er nefni-
lega í öllu húsinu, og í hverjum
krók og kima eru bækur og á
veggjunum tróna bókaskreyt-
ingar.
þannig bæði myndlistarkonur
ogskáld eða rithöfundar." „Já,“
segir Þórdís. „Þetta er svo lítil
þjóð, hvernigfæri fyrirokkuref
hver manneskja gegndi bara
cinu starfi?,“ spyr hún hlæjandi.
„Einmitt," segja allir viðstaddir
og hlæja.
En bókverk, hvað er nú það?
„Jú,“ skýrir Auður út, „bókverk
eru hvorki bókmenntir né
myndabækur,heldur sjálfstætt
Iistform. Átta konur eiga bók-
verk á sýningunni og þær velta
fyrir sér í verkum sínum hvert
eðli og hlutverk bóka sé og
vinna með formið. Bókverk
geta til dæmis verið bækur sem
má rífa eða götótt bók og svo
framvegis."
■ Og önnur blaðsíða úr bókverki Guðrúnar Tryggvadóttur Máluð
dagblÖð frá New York Og Reykjavík. NT-mynd: Árni Bjarna.
Bókverkin heita forvitnileg-
um nöfnum. Þarna má til dæmis
sjá bókverk eins og „Ég í vasa-
brotsútgáfu“ og „Katalóg um
stærðir og fæðingarbletti“, eftir
Guðrúnu Tryggvadóttur, „Bók
handa besta vini mínum, honum
Vidda“, „Bók handa Gylfa
Gísla með auðum síðum fyrir
umhugsunarefni“ og „Til að
gefa blíðasta smápoppara í
heimi“, eftir Gerlu og „Fjalia-
hringur Reykjavíkur frá vestri
til vesturs“, eftir Sólveigu Aðal-
steinsdóttur. En bókverkin sjálf
eru ennþá forvitnilegri en nöfn-
in og það er mjög auðvelt að
gleyma bæði stað og stund þegar
maður kemst í tæri við þau. Til
dæmis eitt loðið bókverk eftir
Gerlu „Dagbók, nóvember
1982“ þar sem hárlokkar af
listakonunni eru geymdir.
„Þetta sýnir eiginlega hversu oft
ég greiddi mér þessa daga og
hversu mikið hárlos ég hafði en
á þessum tíma var ég með alveg
óskaplega sítt hár,“ segir Gerla
og hlær. „Bókverkin gefa mörg
nýja og persónulega mynd af
listakonunum," bætir Auðurvið
ákveðin. Og þess má geta að í
sýningarskránni er að finna lista
yíir allar bækur eftir konur sem
komið hafa út á íslandi frá
upphafi, bækur eftir um 230
konur en titlarnir eru á áttunda
hundrað. Þetta er fyrsta skráin
sinnar tegundar sem gerð hefur
verið á íslandi.
ember verður fjórði hluti Ijóða-
dagskrárinnar og þá fjalla ljóðin
um lífið,“ segir Guðrún. „Fjöldi
skáldkvenna kemur fram á báð-
um dagskránum, til dæmis
Elísabet Jökulsdóttir, Elísabet
Þorgeirsdóttir, Steinunn Sig-
urðardóttir, Ingibjörg Haralds-
dóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir,
Hallgerður Hauksdóttir og
vinkonur hennar. Skáldkonur
frá 17 ára aldri til áttræðs en svo
má auðvitað ekki gleyma ljóð-
unurn sem verða flutt eftir
skáldkonur sem nú eru látnar.“
Sunnudagskvöldið 29. sept-
ember verður svo flutningur á
leikdagskránni úr verkum Jak-
obínu Sigurðardóttur sem er
framlag Leikfélags Reykjavíkur
til Listahátíðarinnar og sunnu-
dag 20. október verða blandaðir
tónleikar í hátíðarlok en þá
verður flutt úrval af því sem
flutt hefur verið á tónlistardag-
skrá Listahátíðar kvenna. Og
bóka- og bókaskreytingasýning-
in stendúr yfir allan þennan
tíma og er lengsta sýning hátíð-
arinnar.
En hversu góð hefur aðsóknin
á hátíðina verið svona í upphafi
hennar. „Aðsóknin hefur verið
mjög góð“ segir Gerla og þær
Guðrún og Auður segja að
aðsóknin að Ijóðadagskránum
og bóka- og bókaskreytinga-
sýningunni hafi verið mjög góð.
„Og hingað í Gerðuberg ganga
strætóleiðir 12 og 13, vagnarnir
■ Ein blaðsíða úr bókverki Guðrúnar Tryggvadóttur Máluð
dagblöð frá New York og Reykjavík frá árinu 1982. NT-mynd: Árni Bjama
stoppa beint fyrir framan
húsið,“ segir Elísabet. „Og það
er ekkert langt að koma hingað
neðan úr bæ,“ bætir hún við
ákveðin og Þórdís og Erla Krist-
ín segja okkur frá því að bráð-
um muni hefjast sögustundir
fyrir börn, þ.e. lesið fyrir börn
upp úr bókum en það verði
auglýst síðar.
Og svo má auðvitað ekki
gleyma því að aðgangur á alla
dagskrá Listahátíðar kvenna í
Gerðubergi (og reyndar víðar)
er ókeypis.
Og í þann mund sem NT
heldur úr hlaði undrast blm.
hvað þessi listahátið er óskap-
lega viðamikil. Þetta er bara
það sem verður um að vera í
Gerðubergi á hátíðinni en Lista-
hátíð kvenna teygir anga sína í
allflestar listgreinar og er bók-
staflega út um alla Reykjavík.
■ Og næturdrottningin... Nætur og konur eiga saman því konur
hafa sjaldnast haft tíma til skrifta eða myndlistar nema um nætur,
þegar heimilisfólk er komið í ró. „En þær konur sem eiga
bókaskreytingar á sýningunni hafa ekkert viljað flíka þessum
verkum sínum og við höfum þurft að draga sum verkin inn á
sýninguna með töngum,“ segir Auður Ólafsdóttir listfræðingur.
NT-mynd: Ámi Bjama