NT - 26.09.1985, Page 3

NT - 26.09.1985, Page 3
Rafstrengur við flugvöll við Geysi: Lagður i jorð - þegar fjárveiting fæst ■ Fyrirhugað er að leggja í jörð rafmagnslínu sem er í grennd við flug- völlinn við Geysi í Hauka- dal. Eins og NT skýrði frá fyrr í vikunni lá við stór- slysi, þegar einkaflugvél flaug á rafmagnsvír sem er í um tvö hundruð metra fjarlægð frá brautarendan- um. Haukur Hauksson vara- flugmálastjóri sagði í sam- tali við NT í gær að svipað tilfelli hefði komið upp við Einholtsmela fyrr í sumar, en sá strengur mun vera um 600 metra frá brautinni. „Strengurinn við flugvöllinn við Geysi er full nærri. í fyrra send- um við Rafmagnsveitum ríkisins bréf um strenginn og vandamálið. Upp úr því hófst samstarf með okkur og RARIK, um að koma strengnum í jörð. Málið er nú á því stigi að verið er að bíða eftir fjár- veitingu. Hitt er annað mál að flugmenn verða að taka tillit til þessara hindr- ana. Þær eru merktar inn á handbók flugmanna,“ sagði Haukur. Fimmtudagur 26. september 1985 Sparnaður stóraukist ■ Heildarinnlán í bankastofn- unum með áföllnum vöxtum jukust um 50,5% á einu ári, þ.e. miðað við ágústlok 1984-1985 á sama tíma og vísitala kauptaxta hækkaði um 35,5%, framfærslu- vísitala um 33,6% og meðal- gengi gjaldmiðla um 33,8%. Aukning sparifjár í banka- stofnunum hefur það sem af árinu fariö langt fram úr því sem Seðlabankinn hafði búist við. En þar hafði þó verið reiknað með verulega auknum sparnaði vegna hárra raun- vaxta. Frá síðustu áramótum til ágústloka jukust heildarinnlán um 22% (samanborið við 13% á sama tíma 1984) og um 35% séu áætlaðir áfallnir vextir reiknaðir með, að því er fram kemur í Hagtölum Seðlabank- ans. Með áföllnum vöxtum námu heildarinnlán í ágústlok um 34.700 milljónum króna. Á sama tíma hafa útlánin aukist um 16% samanborið við 26% útlánaaukningu á sama tíma í fyrra. í kjölfar þessa hefur lausafjárstaða bankanna batnað um nær 800 milljqnir kr. þessa átta mánuði, en hafði versnað um 2.400 milljónir á sama tímabili 1984. Staða þeirra er þó enn sögð erfið, einkum lausafjárstaðan gagnvart Seðla- bankanum, sem nú í ágústlok hafi verið neikvæð um 1,5 millj- arða króna. En það jafngildir um 4,3% af innlánum og áfölln- um vöxtum þeirra. Þótt dregið hafi úr útlána- aukningu-bankanna að undan- förnu segir Seðlabankinn ljóst að hún hafi verið mikil í saman- burði við tekju- og verðlags- breytingar. Sé það áhyggjuefni - ekki síst þar sem önnur lán bankakerfisins hafi aukist veru- lega. En þá er átt við lán Seðlabankans til ríkisins og er- lend lán sem bankar hafa endur- lánað, önnur en afurðalán. Þannig hafi lán Seðlabankans til A-hluta ríkissjóðs aukist um nær 2.500 milljónir króna frá áramótum til ágústloka. Sömu- leiðis hafi endurlánað erlent lánsfé bankanna í ágústlok þá aukist unt 48% á einu ári. Á þessum sviðum hafi þróunin orðið öfug við stefnu Seðla- bankans um að útlánaaukningin yrði lægri á þessu ári en sem nærni verðlagsbreytingum. Innritunargjöld Náms- flokka Reykjavíkur: Hækka um 30-32% ■ Innritunargjöld á haustönn í Námsflokka Reykjavíkur hafa verið hækkuð um 30-32%. Borg- arráð samþykkti hækkunina á fundi sínum í vikunni. 24 kennslustundir í almennum flokkum kosta nú 1350 krónur á önn en kostuðu áður 1020 krónur. 36 kennslustundir í almennum flokkum kosta nú 2025 krónur á önn en kostuðu áður 1530 krónur og 48 kennslustundir í almennum flokkum kosta 2700 krónur á önn en kostuðu áður 2040 krónur. ’ 16 stundir á viku í prófadeild kosta nú 1350 krónur á mánuði en kostuðu áður 1020 krónur og 20 stundir á viku kosta nú 1650 krón- ur en kostuðu áður 1250 krónur. Laun kennara í Námsflokkun- um hafa líka verið hækkuð. Sam- kvæmt hefð eru allir kennarar Námsflokkanna flokkaðir í sama flokk þótt þeir hafi misjafna menntun og er það samkvæmt ósk kennaranna. Laun þeirra miðast nú við lægsta flokk BHM manna með kennsluréttindi. Kennararnir hafa þegið laun í eftirvinnu með 30% álagi eins og aðrir kennarar á framhaldsskólastigi en álag er nú 40% skv. kjarasamningum. Laun kennara verða nú 443.88 krónur á tímann auk orlofs. ■ NT gekk vasklega fram í hreinsun tjarnarínnar eins og flestu öðru en á mvndinni má líta rítstjómarfulltrúa NT, Níels Árna Lund (t.h.) ásamt formanni klúbbsins, Reyni Þorgrímssyni, með hrífur að vopni berjast við ruslið og jafnframt fyrir tækjakaupum til hjartlækninga. NT-mynd: Ámi Bjarna Mamma hvað eru mennirnir í pollagöllunum að gera? Ljón í Tjörninni í Reykjavík ■ Fiðurfé á Tjörninni í Reykjavík vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hópur mann.a í pollagöllum fór að vaða í Tjörninni. Vegfarend- ur stöldruðu líka við og fóru að fylgjast með aðförunum. Þegar málið var kannað betur kom í ljós að hér voru á ferðinni félagar í Lionsklúbbnum Víðarr að hreinsa rusl sem í tímans rás safnast fyrir í fjörunni og á botni Tjarnarinnar. Peningana sem þeir lionsmenn afla á þenn- an hátt hyggjast þeir nota til líknarmála en í þetta skiptið eru þeir að safna fyrir hjartagæslu- tæki á Landspítalann. Þeir eru líka í æfingu því áður hafa þeir farið í samskonar herferðir gegn rusli og meðal annars tínt saman rúm 18 tonn af úrgangi meðfram veginum frá Ártúnshöfða austur á Kambabrún. „Við erum að reyna að láta örlítið gott af okkur leiða og svo höfum við líka gaman að þessu,“ sagði Reynir Þorgrímsson formaður klúbbsins um leið og hann fór í bússurnar. Þetta er yngsti lions- klúbburinn í borginni og við höfum meðal annars látið til okkar taka í hreinsunar- og landverndarmálum. Tjörnin er ein af perlum borgarinnar og henni verður að halda hreinni." Forsætisráðherra: Til ísraels ogSpánar ■ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra fór utan í gærntorgun áleiðis til ísraels, en þar hefur honunt verið boðið að halda fyrirlestur unt stjórnmál í verðbólguþjóðfc- lagi. ísrael á um þessar mundir við mikinn verðbólguvanda að stríða og eru efnahagsmálin öll í ólestri hjá þeim. Stjórn- málaflokkum hefur gengið illa að koma sér saman unt lausnir og er viðfangsefni Steingríms ofarlega á baugi þar í landi, og sína ísraelsmenn honum hcið- ur með þessu boöi. Ekki þarf annað en að líta rétt sem snöggvast á efnahags- málin í ísrael til að sannfærast um að það þarf að ýntsu að hyggja. Árið 1984 var verð- bólgan í ísrael 444,9%, vöxtur þjóðarframleiðslu enginn, ár- legur olíureikningur upp á 2 milljarða dollara, erlendar skuldir upp á 23 milljarða dollara, og kostnaður vegna innrásarinnar í Líbanon nem- ur um 1 milljarða dollara, svo eitthvað sé nefnt. Ekki verður annað sagt en íslensk efna- hagsmál blikni hjá þessari upp- talningu! í ferð sinni mun Steingrímur einnig koma við í Madrid á Spáni þar sem hann situr árs- þing Alþjóðasambands frjáls- lyndra stjórnmálaflokka. Forsætisráðherra er væntan- legur heim aftur þann 4. okt- óber. Fyrirfram- sala á salt Jafntefli í 8. skákinni I aðri síld ■ Eins og ráð var fyrir gert lauk 8. einvígisskák Karpovs og Kasparovs með jafntefli. Flestir bjuggust við því að skák- mennirnir semdu jafntefli í bið- stöðunni en svona eins og til að stríða mótstöðumanni sínum tefldi Karpov nokkra leiki til viðbótar til að ganga úr skugga um að grundvallarþekking Kasparovs á hróksendatöflum væri fyrir hendi. Þriðjungurein- vígisins er nú að baki og hefur Karpov vinningsforskot, A'A:3'A. 9. skákin verður tefld í dag og stýrir Kasparov hvítu mönnunum. III Ai All Karpov - Kasparov í þessari stöðu fór skákin í bið á þriðjudaginn. Biðleikur Kasparov var... 41... Ke5 42. Kg2 Ha2+ 43. K13 Ha3+ 44. Ke2 Hg3 45. Kd2 Hg2+ 46. Ke3 (Það þýðir ekkert að fara yfir á drottningarvænginn. Svartur skákar á gl, g2 eða g3 og beri hvítur hrókinn fyrir fellur g4 - peðið.) 46... Hg3+ 47. Ke2 Ha3 48. Kd2 Hg3 49. Hc4 (Eða 49. a5 Ha3 50. Hb5+Kf4 o.s.frv.) 49. .. Kd5 - Jafntefli. ■ Grundvöllurfyrirsíld- arsöltun er verri nú en mörg undanfarin ár og stafar það einkum af því að gengi dollarans hefur verið nánast óbreytt frá því að útflutningur hófst í nóvember í fyrra og á sama tíma hefur verið um 30% verðbólga í landinu. Undanfarna mánuði hafa staðið yfir samningar um fyrirfram sölu á 245 þús. tunnum af saltaðri síld til Sovétríkjanna, Sví- þjóðar og Finniands. Sölu- verð til Svíþjóðar og Finn- lands er það sama og í fyrra, en verðið til Sovét- ríkjanna er um 13% lægra en það var á síðasta ári. Engu að síður er söluverð- ið til Sovétríkjanna um 40% hærra en það verð sem keppinautar okkar svo sem Norðmenn og Kanadamenn fá fyrir þá síld sem þeir selja þangað. Offramboð er nú af síld á öllum mörkuðum og fer því mestur hluti aflans í bræðslu hjá öðrurn síld- veiðiþjóðum. Lestunar- áætlun Hull: Jan . 29/9 Dísarfell . 7/10 Jan 13/10 Dísarfell 21/10 Jan 27/10 Dísarfell . 4/11 Rotterdam: Dísarfell . 8/10 Dísarfell 22/10 Dísarfell . 4/11 Antwerpen: Dísarfell . 9/10 Dísarfell 23/10 Dísarfell . 6/11 Hamborg: Dísarfell . 27/9 Dísarfell 11/10 Dísarfell 25/10 Dísarfell . 8/11 Helsinki: Arnarfell . 30/9 Hvassafell 14/10 Leningrad Arnarfell . 2/10 Larvik: Jan . 30/9 Jan 14/10 Jan 28/10 Jan 11/11 Gautaborg: Jan . 1/10 Jan 15/10 Jan 19/10 Jan 12/11 Kaupmannahöfn: Jan . 2/10 Jan 16/10 Jan 30/10 Jan 13/11 Svendborg: Jan . 3/10 Jan 17/10 Jan 31/10 Jan 14/11 Aarhus: Jan . 3/10 Jan 17/10 Jan 31/10 Jan 14/11 Gloucester, Mass.: Jökulfell . 28/9 Jökulfell 30/10 New York: Jökulfell . 30/9 Jökulfell 31/10 Portsmouth: Jökulfell . 1/10 Jökulfell . 1/11 SKIFWDEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth 180 121 Reykjavík Simi 28200 Telex 2101 Feröaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin. Eftir 5til 10minútnastanságóðu stað er lundin létt. Minnumst þess að reykingar i bilnum getí m.a. orsakað bilveiki. ||UMFERÐAR

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.