NT - 26.09.1985, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. september 1985
9
Uppeldisfræði V-
atriðin hjá honum varðandi
höfund Njálu.
En þó er þetta um Njálu-
höfundinn ekki hinn mesti mis-
skilningur M.J. Ég er alls ekki
að segja að ritgerð hans sé
ómerk. Mér finnst gaman að
lesa hana. En hin mestá glám-
skyggni hans, meginmisskiln-
ingur og kórvilla er það, að
hann heldur að íslendingasög-
ur séu skáldsögur, eða „lygi-
sögur" eins og Sverrir konungur
kallaöi nrarklausan samsetn-
ing, eða „ritstýrð sagnfræði“
eins og nýjasta tískuorðið
hljóðar, og lái mér hver sem
vill að ég skil ekki merkingu
þeirra orða. Gæti jafnvel trúað
að þau væru innihaldslaus með
öllu.
Ég heyrði stórlærðan
rússneskan bókmenntafræðing
flytja erindi um íslendingasög-
ur fyrir nokkrunr árum og
hann sagði þetta: „Við vitum
vel hvernig skáldsagan, róm-
aninn varð til á 17. 18. og 19.
öld; við þekkjunt einkenni
hennar og alla innri gerð. Við
getum því með fullri vissu
sagt. að Islcndingasögur eru
ekki skáldsögur, heldur allt
önnur tegund bókmennta."
Þetta sagði próf. Steblin-Kam-
enskij, og skýrði mál sitt með
dæmum. Það er óhætt að
endurtaka: íslendingasögur'
eru ekki skáldsögur. Það er af
fáfræði, ef menn halda slíku
'fram. - En þar með er ekki
sagt að allar gátur séu leystar
varðandi atburði á söguöld.
Alveg er það þó víst að þær
gátur leysast ekki með hjálp
„náttúrufræðinga“ eins og
þeirra sem halda, og fullyrða,
að blóðlifrar geti ekki, með
nokkru móti, geymst nokkrar
vikur í lokaðri kistu, eða þá að
„ostkista" sé kista til að geyma
osta í úti í skemmu, og hljóti
því að brenna með skemmunni
þegar Melkólfur kveikir í, - þó
að ostkistan sé reyndar osta-
mót sem er vel geymt inni í
búri og bæ.
Svona lagaðir aðskotahlutir
í skrifi Matthíasar Johannes-
sens spilla dálítið ánægju lés-
andans af hinni annars merku
lesningu. En hvað sem slíkurn
smámunum líður ber að sam-
fagna höfundinum um útkomu
ritgerðarinnar, sem verður
óefað tll að örva til nýrrar um-
hugsunar um hinar auðugu
fornbókmenntir íslendinga,
sem byggjast í fyrsta lagi á
„söngvum og sögum fornum"
frá öldunum á undan ritun
þeirra.
Þorsteinn Guðjónsson
Börn eru áhrifagjörn
Mjög er auðvelt að móta
óvild og hræðslu hjá börnum -
rétt eins og auðvelt er að móta
smekk barna fyrir mat. Sýnir
þú veðurhræðslu eða hræðslu
við hávaða, þá mun barn þitt
sýna svipuð viðbrögð. Þannig
mótar þú á flestan hátt við-
brögð barna þinna.
Ýkjusögur
Þegar lítil börn þroskast,
vex hugmyndaflugið. Eðlilegt
er 2-3 ára gömlu barni að eiga
þykjustu vini og leika sér við
þá. Það er eðlilegt 4, 5 og 6 ára
gömlum börnum að segja ýkju-
sögur. Auðvelt er fyrir móður-
ina að hindra þcssar frægðar-
sögur og hetjuleiki með því að
gera þá hlægiiega og láta barn-
ið líta út eins og aula eða líta
á þessar frásagnir sem lygar.
Vænlegast er að líta á slíka
leiki og samræður sem eðlileg-
ar og reyna ekki að gera lítið
úr þeim. Einmitt þessir leikir
glæða hugmyndaflug barnanna
og ýta undir þroska þeirra
næstu árin. Erfitt er að greina
á rnilli hugmyndaflugs og
ósannsögli. Sé móðirin í vafa
um hvernig eigi að bregðast
við sögusögnunum þá er rétt
að reikna þær börnunum til
tekna. Nauðsynlegt er að for-
eldrar séu börnum sínum góð
fyrirmynd og er það besta
uppeldisaðferðin.
Virðing fyrir
eigum annarra
Rétt eins og erfitt er að
greina á milli hugmyndaflugs
og ósannsögli, þannig er einnig
erfitt að draga mörkin á milli
hnupls og þjófnaðar annars
vegar og að hlutir séu teknir
traustataki hins vegar. Rétt er
að láta barn eiga kassa eða
skáp sjálft og gera því ljóst að
það á sjálft skápinn, að annað
fólk á ekki aðgang að
skápnum. Smám saman lærir
barnið að það má ekki taka
, leikföng eða bækur frá öðrum
án leyfis eigenda. Fordæmi
foreldra er í þessu tilviki mikil-
vægast. Aldrei má barn sjá
foreldra taka eigur annarra né
má það heyra foreldra tala um
óheiðarleika eða þjófnað, sem
þeim hefur orðið á.
Stöðug virkni
Börn og unglingar eru mis-
jafnlega fyrirferðamikil. Sum
börn, sérstaklega þau grönnu,
eru aldrei Kyrr, öðru máli
gegnir um feitlagin börn sem
dunda sér í rólegheitum. Börn
á aldrinum 5,6 og 7 ára virðast
alltaf vera á fartinni, þreyta
foreldra sína, kennara og alla
nema sig sjálf. Mjög mörg
börn á þessum aldri geta
ómögulega gengið rólega við
hlið móður sinnar og leitt
hana. Þau eru á sífelldu iði.
valhoppa og hlaupa, þau geta
ekki heldur setið kyrr við mat-
borðið. Þau eru óeirin, sparka
í borðfæturna og jafnvel í
fætur fólksins sem situr líka til
borðs. Oft virðast þau komast
af með lítinn svefn, aftur á
nróti sofa feitu börnin miklu
meira. í Bandaríkjunum og
víðar er oft álitið að þessi
ntikla fyrirferð sé samfara
heilaskemmdunr, þó að ekki
séu sjáanleg nein önnur ein-
kenni um heilaskemmdir,
þannig að erfitt er að sýna
fram á að þessi sjúkdómsgrein-
ing sé rétt. Stundum er þessi
mikla virkni samfara lélegri
einbeitingu, óyfirvegaðri fram-
kontu og álíka einkennum.
Þessi mikla fyrirferð eldist yfir-
leitt af börnunum, þó seinna
hjá þeim, sem eru seinþroska.
Börn cru mismunandi og
oftast eru þetta eðlilegir fjör-
kálfar, og líkir mömmu og
pabba, sem ömmur og afar
kannast við. Hugsanlega stafar
eirðarleysi barna frá reyking-
um móður um meðgöngutím-
ann. Öryggisleysi barna bæði á
heimilinu og í skólanum getur
.líka valdið eirðarleysi, þó sér-
staklega ef mikið er um rifrildi
áheimilinu. Ymsarhliðarverk-
anir fy Igj a ly fj urn, j afn vel þeim
sem eiga að verka róandi.
Hugsanlega getur tartrasine,
gulur litur, sem látinn er út í
ávaxtadrykki, lraft slæm áhrif
svo og rotvarnarefni ýmiss
konar.
SigurðurH. Þorsteinsson,
skólastjori.
■ Besta uppeldisaðferðin er
að foreldrar séu börnum sínum
góð fyrirmynd.
ekki nefndar þær framkvæmdir
sem aðrir helga guði sínum.
Hvað veldurþessu? Hverniger
hægt að bregðast við stöðugt
minnkandi kirkjusókn með þvf
að fjölga byggingum um næst-
um helming af því sem fyrir
var?
Víst skal það viðurkent að
fólki hefur fjölgað mjög á suð-
vesturhorni landsins og ný
hverfi risið á tiltölulega
skömmum tíma. Ennfremur
getur í einstaka tilfellum verið
þess virði að taka tillit til;
listrænna og menningarlegra
sjónarmiða. En slíkar forsend-
ur hamslausrar byggingargleði
þjóðkirkjunnar eru tak-
mörkunum háðar. Það er aug-
ljóst að ef meirihluti íbúa í
Breiðholti og Árbæ getur sótt
vinnu og þjónustu utan við-
. komandi hverfis, þá ætti kirkju-
sókn til eldri borgarhverfa
að vera leikur einn. Á sama
hátt er fjölbreytileiki íslenskra
byggingaframkvæmda slíkur
að listrænt og menningarlegt
gildi kirkjubygginga jafnast
ekkert á við það sem var á
öldum áður.
Bókstafur trúarinnar
eða hégóminn
Ef haft er í huga hversu fáir
sækja kirkju að staðaldri og
hversu not manna af þessum
byggingum eru á allan hátt
takmörkuð af trúarlegum vel-
sæmisástæðum, þá er ljóst að
um sorglega dauða fjárfestingu
er að ræða. Andlegi arðurinn
verður ekki mældur, síst í
krónum, en hann myndast líka
sjaldan núorðið í kirkjum nú-
tímans. Hvað skýrir það að
silfri er í sífellu kastað í fleiri
og dýrari musteri ef trúarhita
þorra landsmanna er háttað
sem raun ber vitni?
í flestum tilvikum koma hag-
kvæmni og sönn kristni lítið
við sögu. Hrepparígur og hé-
gómleg sjálfsupphafning virð-
ast oftar ráða gjörðum þeirra
er taka ákvarðanir í þessum
efnum. Hvað veldur því t.d.
að kirkja rís á Seltjarnarnesi
meðan Neskirkja rykfellur?
Hverjum er sómi af því að
gæla við ódauðleikann nteð
merktum gjöfum til kirkju-
bygginga? Spurningar sem
þessar hljóta að koma upp í
hugann þegar slík mál eru
annars vegar.
Þjóðkirkjan er einn þeirra
aðila er hafa mjög oft efnt til
safnana af ýmsu tagi, bág-
stöddum til hjálpar. Ekki skal
efað að góður vilji og göfug
hugsjón býr þar að baki, en
samkvæmnin er engin. Það fé
sem bruðlað verður með í 6
nýjar kirkjur á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu er meira en Hjálp-
arstofnunin notar á löngunr
tíma. Eins og ljóst er af fram-
ansögðu eru frekari kirkju-
byggingar ekki neinu til gangs.
Það hlýtur því að vera nokkuð
sem „sannkristnir" menn hérá
landi verða að gera upp við sig,
hvort að það sé ekki tímabært
að stjórnast af bókstaf trúar-
innar fremur en hégómanum.
Sturla Sigurjónsson.