NT - 29.09.1985, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 29. september NT
Á0L
I
Haustþankar
..heyri ég sætan svanaklið,
sumarið er að hverfa..."
Nú hallar sumri og fer að
hausta. Bráðum setja fjallahnjúk-
arnir upp hvítar húfur og menning-
arlífið verður komið í fullan gang
eftir ábyrgðarlausan gáska
sumarsins.
Þó að vorið sé í uppáhaldi hjá
elskendum og sumarið hjá launa-
þrælum, þá er haustið sá árstími
þar sem maðurinn sem félagsvera
starfar af mestum þrótti, árstími
þar sem flest nýmæli verða til.
Tími endurnýjaðrar samkenndar
og félagsstarfsemi.
Það er ekki undarlegt, að
mannsandinn kemst í toppform
að haustlagi. Enda sumarið eins-
konar heyannatími hugans, tími
leiks og léttúðar fyrir mestu átökin,
er ævinlega hefjast þá er grána fer
efst í fjöllum. Ef líkja mætti sumr-
inu við „skopspennufall" (comic
relief) dramatískra bókmennta, er
ekki heldur skrýtið að haustið laði
fram meiri tilþrif en vor og sumar í
tónverkum er snúast um árstíðirn-
ar fjórar. Þar eru auðvitað frægust
samnefnd verk eftir ítala og Aust-
urríkismann: Vivaldi og Haydn.
Og í báðum verkum eru drama-
tísku hápunktarnir í haustkafla.
Tímamótatónar
Hringformið, cyklusformið, hef-
ur alltaf heillað listamenn. Heiman
- burtu - heim - tilfinningin. Sbr.
hamingjuhjól miðalda. Og hring-
rás árstíða er, eðli sínu
samkvæmt, í senn upplagt og
ævafornt yrkisefni. Snemma á öld-
um var það orðið rótgróið tema í
kveðskap, síðarárenesanstímum
í málverki og loks, á barokktíman-
um, í stöku tónverki.
Hið fyrsta þeirra sem stendur
uppúr í dag eru hinir fjóru fiðlu-
konsertar Vivaldis, Le Quattro
Stagioni, samdir við (eða sem
undanfari við) samnefndar sonn-
ettur eða fjórtánlínuljóð hans um
Vor, Sumar, Haust og Vetur.
í sömu hefðbundnu röð eru
þættirnir í óratoríu Josephs Ha-
ydns hundrað árum síðar, Die
Jahreszeiten, undarlegt meistar-
averk samið á vatnaskilum milli
Vínarheiðlistar og rómantíkur, en
undir sterkum áhrifum frá barokk-
jöfrinum Hándel. Textann samdi
hinn hollenzk-austurríski greifi og
tónlistarunnandi Gottfried van
Swieten, einnig textahöfundur Ha-
ydns í hinni miklu þekktari óratoríu
Sköpunin frá því fáeinum árum
áður. Van Swieten byggði libr-
ettóið í Árstíðunum á kvæðabálki
frá 1726 eftir enska barokkskáldið
James Thomson, enda brezk-
hneigður með afbrigðum; útkom-
an varð skemmtileg blanda af
skynsemihyggju, náttúrudýrkun
og barnslegri bjartsýni.
Það er haft fyrir satt, að aldrei
hafi Haydn samið jafn æsku-
þrungið kórverk sem þetta, ver-
andi hálfsjötugur, en, hvað ekki
sízt kórkaflana varðar, sprækur
eins og unglamb.
Eldur í æðum
Ærslafullur unglingsþrótturinn
nær hámarki í kórum Haustsins,
tíma uppskeru (í Miðevrópu), vín-
gerðar og veiðimennsku. Spenn-
an í veiðikórnum er helzt sam-
bærileg við snerpuna í frægu
parforce-hjartarveiðiatriði úr Ric-
hardsonmyndinni Tom Jones
(1963), upphafsskoti myndarinn-
ar, er tekið var að miklu leyti úr
þyrlu í lítilli hæð. Annar kór í
Haustinu nánast froðufellir af
gleði, enda helgaður kostum
áfengis. „Es lebe der Wein,“ er
sungið að uppskeru lokinni. Við
unnum saman! Sieg Prost!
Mér er enn minnisstæður flutn-
ingur Passíukórsins akureyrska á
þessu verki undir stjórn Roars
Kvam fyrir rúmum hálfum áratug.
Kórinn var innan við hálft hundrað
barka, en hljómaði eins og 150
ávallt fallega þótt fortissimo væri,
eins og í góðum sænskum kór,
einhver bezti staðall á Norðurlönd-
um og þótt víðar væri leitað.
Ég er svo lánsamur að eiga
hljómplötuútgáfu af þessu alman-
aki í tónum þar sem bæði hljóm-
sveit og kór hafa fram að færa
þetta bráðnauðsynlega sambland
af krafti og lipurð sem þarf til að
koma æskuljóma óratoríunnar til
skila. Þetta er sagt vegna þess, að
það er auðvelt að eyðileggja verk-
ið með slöppum og aldurhnignum
kórsöng. Ég hef m.a. í huga
plötuútgáfu með kór Berlínaróper-
unnar, sem í samanburði hljómaði
eins og helstunginn físibelgur.
Það er lítill akkur í slíkum flutningi
fyrir þann sem langar að kynnast
þessu verki. En með ofangreindri
plötu í skífusafni undirritaðs er
óhætt að mæla (Kór og Akademía
St. Martin-in-the-Fields undir stj.
Neville Marriner, Philips 1981).
Með því að hljómplötuútgáfur á
Árstíðum Vivaldis eru nærri ótelj-
andi og undirr. lítill safnari í sér,
skal aðeins getið fyrstu upptök-
unnar með / Musici og Felix Ayo.
Hún er yfir 25 ára gömul en
stendur hiklaust fyrir sínu enn.
Veiöivon
Gaman er að bera saman efnis
tök Vivaldis og Haydns á Haust-
inu. Nánar tiltekið meðferð þeirra
á höfuðiðju aðalsmanna á þessum
árstíma (eins og kom fram í nýlok-
inni sjónvarpsþáttaröð um fursta
og fyrirmenn), þ.e.a.s. dýra-
veiðum.
Báðir tónsmiðir hefja þáttinn
með lúðraköllum og snáfandi
hundum áður en gamanið tekur
að kárna. í resitatífs- og kórtexta
Haydns birtist atburðarrásin svo
að segja í smáatriðum, meðan
Vivaldi hefur sett brot úr sonn-
ettuerindi sínu inn í raddskrá
strengjaverksins þarsem þau eiga
við til skýringar. Hjörturinn flýr en
lýtur í lægra haldi að lokum.
Eins og fyrr segir gerir Haydn
þessu skil með fádæma drama-
tískum og myndrænum hætti,
enda með kór, sinfóníuhljómsveit,
einsöngvara og langan söngtexta
í höndunum. Einleiksfiðla og
strengjasveit Vivaldis í Le Quattro
er öllu minna verkfæri og hefur
eins og gefur að skilja enga val-
möguleika í líkingu við þá sem
Haydn hafði 100 árum síðar. Það
var ekki einu sinni búið að finna
upp crescendóið. Meðferð Vivald-
is er í samræmi við miðil og texta,
Ijóðræn og íbyggin. „Veiðistefið"
er lunk-settlegt, hofferðugt hott-
hott á hástignu valhoppi sem hefði
átt vel við með óborganlegri lýs-
ingu Laxness á „veiðimennsku"
konungs í íslandsklukkunni. En
þátturinn er engu að síður haldinn
innhverfri spennu sem einleiksfiðl-
an undirstrikar á leiftrandi hátt í
perlandi runum sínum. Andstæð-
an er hið sjónræna risaleiksvið, já,
kvikmyndabreiðtjald, Haydns.
Endurhleðsla
Stormum haustsins fylgir hvít-
hærð vetrarkyrrð, tími uppgjörs
og yfirvegunar.
Að minni hyggju er fegursta
laglínan í öllum fjórleik Vivaldis
staðsett í öðrum þætti Vetrarins,
Largo. Eins og prímaballerínan í
Svanavatninu nálgast þessi mel-
ódía nirvönu eftir undanfarandi
þrek og tár. Hún er fullkomin.
Vetur Haydns er öðrum þræði
sjálfsævisögulegur. Ævikvöldinu
er meistaralega „lýst“ í forleikn-
um, og, í lokin, þegar himins
opnast hlið, stendur dyggðin ein
eftir..
. Já, hálsar góðir, haustið er í
mörgu varða og vatnaskil. Með
þykknandi vetrarlofti gefst aukið
tilefni til íhugunar og einbeitingar.
Þetta er sá tími þegar við þurfum
að endurbæta forritið að vélbún-
aðinum milli eyrnanna á okkur.
Til dæmis með því að hlusta á
plötur.
myndlist
munaður?
Þeir myndlistarmenn sem leyfa sér þann munað að nota olíuliti sem
sértaklega eru ætlaðir listamönnum greiða 45% af útsöluverðinu til ríkisins
í formi tolla og skatta. Tekjur ríkisins af þessum viðskiptum nema rétt
tæplega þeirri upphæð sem það úthlutar myndlistarmönnum í listamannala-
un og starfslaun listamanna. Og þegar frá eru dregnir grafikerar,
myndhöggvarar, vefarar og aðrir sem ekki nota olíuliti í verk sín, þá kemur
í Ijós að málarar bæta ríkinu ríflega styrkina strax á hafnarbakkanum.
Þetta er eitt dæmið um þá menningarpólitík sem hér er rekin. Eina
stundina er deilt út ölmusu en aðra stundina eru ölmusuþegarnir skattlagðir.
Það er verið að hringla með peninga til dýrðar stjórnseminni.
Afleiðingarnar af okrinu hafa með-
al annars orðið þær að málarar og þá
einkum þeir yngri hafa hreinlega ekki
efni á því að nota almennileg efni.
Menn stunda tilraunastarfsemi með
hráliti frá málningarverksmiðjunum
eða nota Hörpu-silki og aðra ódýra
húsamálningu.
Fyrir utan þau áhrif sem þetta
hefur á tækni hvers málara þá kemur
þetta hrikalega niður á varðveislu
verkanna. Það eru dæmi þess að
komið hefur verið með tæplega eins
árs málverk til viðgerðar hjá Morkin-
skinnu, sem er fyrirtæki sem sérhæfir
sig í viðhaldi á listmunum.
Tollalögin eru því full áhrifamikil
um það hvað varðveitist af list og
hvað ekki.
Málarar hafa ekki látið deigan síga
heldur leitað að smugum til að geta
haldið áfram að mála. Þeir hafa beðið
vini og kunningja að kaupa liti í
útlöndum og jafnvel flutt sjálfir inn
hráefni til litagerðar, sem eru toll-
frjáls þó fullunnir litir séu tollaðir
sem munaður. En þetta dugir sjaldn-
ast því menn þurfa iðulega að fylla
uppí safnið með tilbúnum litum úr
verslunum hér heima.
Það er líka spurning hvort ekki sé
sjálfsagt mál að málarar geti gert sin
innkaup án þess að þurfa að beita til
þess klækjum og útsjónarsemi.
Tollaiögin koma líka hart niður á
frístundamálurum og þeim sem eru
að þreifa sig áfram án þess að vera
haldnir hinni sturluðu ástríðu. Þetta
fólk kaupir alla sína liti í verslunum
hér heima.
Fordæmi fyrir niðurfellingu þessar-
ar greinar tollalaganna er þegar
fengin. Tollar og aðflutningsgjöld á
hljóðfæri, nótur og annað er þarf til
þess að búa til tónlist hafa verið
afnumin. Það ætti því að vera létt
verk fyrir Albert að stroka þessa
klausu út með einu pennastriki.
Og þegar því er lokið geta menn
sest niður og velt því fyrir sér hvað
myndlist er. Er hún hluti af íslenskri
menningu sem þarf að efla, er hún
iðnaður eða er hún munaður.
Þegar niðurstaða er fengin geta
menn síðan mótað stefnu út frá henni
og komið þannig í veg fyrir að
núverandi handahófskennt og niður-
drepandi stefnuleysi haldi áfram
skemmdarverkum sínum.
gse
■ Áður en þessi túpa kemur að notum hefur ríkið þá þegar kreist úr henni 228
krónur.