NT - 29.09.1985, Page 8
8 Sunnudagur 29. september NT*
Sagnaritarinn Ámi Óskarsson og þulurinn Friðrík Þór Fríðríksson. NT'mynd: Á.rai-
SagnaskemmtanNTIesenda
„Vér horfum meö undrun á hinar fornu sögur
sem standa eins og fjallháar eikur, óhræranleg-
ar og fastar, en vér virðum lítils hinar sem eru í
kringum oss eins og smáblóm alls staöar á vegi
vorum, spretta upp og vaxa meö oss í æskunni,
lifa undir tungurótum mæöra og fósturmæöra
og gæti orðiö að fögrum eikum og blómguðum,
en hverfa fyrr af því vér köstum þeim frá oss
eins og visnuöum skarifíflum.“
Þannig komst Jón Sigurðsson aöoröi í Nýjum
félagsritum árið 1960. Nú er orðið fágætt aö
menn safni slíkum smáblómum. Þau er þó enn
víöa aö finna ef vel er aö gáö. Á. s.l. ári færöi
ég í letur munnlegar frásagnir Friðriks Þórs
Friðrikssonar kvikmyndageröarmanns. Þær eru
flestar um atvik sem komið hafa fyrir sögumann-
inn sjálfan á ýmsum tímabilum í ævi hans. Þær
gerast á bernskuslóöum hans í Stórholtinu og
Vogunum, á Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði
þar sem hann var kaupamaður hjá frændfólki
sínu á æskuárum, í kirkjugörðum Reykjavíkur
þar sem hann reisti legsteina yfir látna landa
sína sumrin 1971 -81, og víðar.
NT hefur nú óskaö eftir að birta nokkrar
þessara sagna og koma þær fyrir augu lesenda
í helgarblaðinu fram eftir hausti. Guðmundur
Thoroddsen myndlistarmaður hefur mynd-
skreytt sögurnar. Árni Óskarsson.
AUÐBREKKU 2 -KÓPAVOGI
VlK HF.
annast alla blikksmíði.
VlK HF.
annast eftirlit og
viðgerðir loftræstikerfa.