NT


NT - 20.11.1985, Side 1

NT - 20.11.1985, Side 1
NEWS SUMMARYIN ENGUSH SEEP.7 Hofsós: Fyrirtæki sameinast? ■ Sú hugmynd hefur komið upp á Hofsósi, að sameina tvö sjávarútvegsfyrirtæki á, staðnum, það er Skagaskel hf. og Þórðarhöfði hf. Skagaskelin sér um vinnslu á hörpuskel og Þórðarhöfði er útgerðarfyrir- tæki, sem gerir út Hafþór á skelina. NT hafði samband við Björn Níelsson, oddvita á Hofsósi og stjórnarformann í Skagaskel hf. Hann sagði að þetta hefði verið rætt á meðal manna en slík sameiningarhugmynd væri ekki komin inn á borð hjá stjórn Skagaskeljar. Þrjú ár eru síðan Skagaskel var stofnað og að sögn Björns var verð á hörpuskel í hámarki þá. Síðan kom verðhrun á afurðinni og hefur það verið í lágmarki undanfarin tvö ár. Orsakaði það taprekstur hjá fyrirtækinu, en þrátt fyrir það hefur það staðið í skilum með öll sín lán. Verð á hörpuskel er mjög sveiflukennt og ræður þar að sögn Björns mestu framboð á skel frá Suður Ameríku. Nú er búist við tuttugu prósenta hækk- un á markaðsverði hörpuskeljar og er búist við hagnaði af fyrir- tækinu á næsta ári. Vegna óheppilegs orðalags á inngangi fréttar í NT í gær mátti draga þá ályktun að ítarleg rannsókn færi fram hjá Byggða- sjóði á fjárhagsstöðu nokkurra fyrirtækja á Hofsósi og sérstak- lega varð Skagaskel fyrir barð- inu á þeirri ónákvæmni. Svo er ekki en lausleg athugun hefur farið fram m.a. vegna þessara sameiningarhugmynda. Hlutað- eigendur eru beðnir velvirðing- ar á þessum mistökum. Grunur um ölvun: Okútaf í Kollafirdi ■ Kona slasaðist nokkuð, þegar hún missti stjórn á bifreið sinni í grennd við Laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði í gærdag. Grunur leikur á að ökumaður hafi veriö undir áhrifum áfengis, þegar óhappið varð. Lögreglan í Hafnarfirði sagði í samtali við NT í gær að ekki væri vitað hversu alvarlega slösuö konan er, en hún var rænulít- il þegar komið var að bílnum. Hafskipsmálið á Alþingi: Krafist skýrslu Rannsóknarnefnd aldrei samþykkt ■ Búast má við að þingmenn úr stjórnarandstöðunni muni bráðlega leggja fram beiðni urn skýrslu viðskiptaráðherra um viðskipti Útvegsbanka Island og Hafskips hf. Þetta fylgir í kjöl- farið á umræðum utan dagskrár á Alþingi síðastliðinn fimmtu- dag. Meðal þeirra sem þá tóku til máls voru Jón Baldvin Hanni- balsson og Svavar Gestsson. Báðir lögðu til að sérstök rann- sóknamefnd yrði sett á legg til að kanna til hlítar hið svokall- aða Hafskipsmál. Albert Guð- mundson iðnaðarráðherra sem þótti að sér vegið tók undir þá hugmynd og bauðst til að afsala sér þinghelgi. Nú hermir heimild NT að þingmenn úr stjórnarandstöðu eigi alls ekki von á því að stofnun slíkrar rannsóknar- nefndar verði samþykkt af ríkis- stjórnarflokkunum og því sé vænlegra til árangurs að fá skýrslu um málið, enda hafi umfjöllun fjölmiðla um málið undanfarna daga gert lítið úr títtnefndri bankaleynd. ■ Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkjanna kom vel saman á fyrsta fundi sínum í Genf í gær. Skyldi vinsemdin komast inn í skriflegt samkomulag? Reuter-símamynd Hluthafar í Hafskip: Flytja hlutafé sitt í nýja skipafélagið Markmið sem við vinnum að, segir Ragnar Kjartansson ■ „Við höfum sett okkur það markmið í könnunarviðræðun- um að hluthafar Hafskips komi inn í það nýja félag, sem endan- lega verður stofnað, með hluta af sínu hlutafé úr Hafskip," sagði Ragnar Kjartansson stjórnar- formaður í Hafskip í samtali við NT í gærkvöld. Samkvæmt þessu markmiði er ekki um það að ræða að núverandi hluthafar leggi fram nýtt hlutafé, heldur að Hafskipshluthafar tengist inn í samningaviðræður íslenska skipafélagsins og Sambandsins um stofnun nýs skipafélags, þannig að a.m.k. hluti af hlutafé þeirra glatist ekki. Ragnar sagði að hér væri um tæknilega útfærslu að ræða og þó þetta mál hafi verið rætt í undirbúningsviðræðum væri engin niðurstaða fengin. Aðspurður um það hvort Hafskip yrði ekki afskipt í tví- hliða samningaviðræðum Sam- bandsins og íslenska skipafé- lagsins, sagði Ragnar að ekki bæri að leggja of mikla merk- ingu í aðgreiningu Hafskips- manna annars vegar og þátttak- enda í hinu nýja hlutafélagi hins vegar. Hér væri um fulltrúa sama hóps að ræða. Þó ýmislegt sé óljóst um ein- stök atriði þess kaupverðs sem Islenska skipafélagið greiddi fyrir íslandssiglingar Hafskips, staðfesti Ragnar að það væri hærra en það sem fram kom í Eimskipafélagsgrundvellinum, en háð ákveðnum skilmálum og viðræðum við Útvegsbankann. Á aðalfundi Sambandsins í dag verður sameining skipafé- laganna á dagskrá, en afgreiðsla máls þessa þar hefur dregist vegna þess að Valur Arnþórs- son stjómarformaður átti ekki heimangengt frá Akureyri fyrr en í gærkvöld. Hann sagði í samtali við NT í gærdag að málin myndu skýrast í dag eða á allra næstu dögum. Toppleynd á toppfundi Vinsamlegt andrúmsloft á fundi Reagans og Gorbachevs ■ Upphaf viðræðnaReagans Bandaríkjaforseta og Gorbac- hevs Sovétleiðtoga í Genf var mjög vinsamlegt. Leiðtogarnir ræddust mun lengur við í ein- rúmi en upphaflega var gert ráð fyrir og ekki var annað séð en að þeim kæmi mjög vel saman. Leiðtogarnir komu sér fljót- lega saman um að halda inni- haldi viðræðna sinna leynilegu þar til að fundi loknum til að auðvelda umræðurnar. En þeir sögðu báðir í gær að ekki væri útilokaö að þeir myndu framlengja fund ýnn um einn dag, þ.e. þar til á morgun ef þeir ákvæðu að gefa út sameig- inlega yfirlýsingu. Fyrir fundinn var Ijóst að Gorbachev myndi leggja höfuðáherslu á að stöðva víg- búnaðarkapphlaupið og kom- ast að samkomulagi um fækk- un kjarnorkuvopna og bann við geimvopnum. En Reagan sagðist ekki vilja einskorða umræðurnar við vopnaviðræður heldur myndi hann ræða um svæðisbundin átök í Afghanistan, Kamb- ódíu, Eþíópíu, Angóla og Nic- aragua, mannréttindi og aukin menningar- og vísindasam- skipti. Sjá nánar bls. 7.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.