NT


NT - 20.11.1985, Side 2

NT - 20.11.1985, Side 2
Miðvikudagur 20. nóvember 1985 2 Danni og Þór í löggunni: Og allt á fullu á efstu hæðinni - NT heimsækir kvikmyndafyrirtækið Nýtt líf og fylgist með eftirvinnslu á nýjustu kvikmynd fyrirtækisins - LÖGGULÍF ■ Nýtt líf er fyrirtæki sem örlögin vilja alltaf staðsetja á efstu hæð, eins og Þráinn Bert- elsson kvikmyndagerðarmaður segir. Og fyrir þá sem enn ekki vita hvað Nýtt líf er, þá er það kvikmyndafyrirtæki (og raunar bókaútgáfufyrirtæki líka) sem framleitt hefur kvikmyndirnar Nýtt líf, Dalalíf, Skammdegi og síðast Löggulíf sem á að frum- sýna í lok desember. Fyrirtækið var ó efstu hæð í húsi í Hafnarstræti og er nú svotil nýflutt á efstu hæð í húsi við Skúlagötu. En lappirnar okkar Önnu eru ungar og sprækar svo okkur munar ekkert um að labba upp nokkrar tröppur. Sér- staklega ekki þegar um svo spennandi hlut er að ræða eins og nýja íslenska kvikmynd. „Vá...,“ segir Anna sem er í gagnfræðaskólanum í Vest- mannaeyjum og er í starfskynn- ingu á NT hissa, „þetta er allt, allt öðruvísi en ég hélt að það væri.“ „Hvernig hélstu að það væri,“ spyr ég. „Æ, ég veit það ekki, bara einhvern veginn allt öðruvísi." Þegar komið er inn unrgular dyrnar blasir við röndóttur gangur, á veggjum eru auglýs- ingaplaköt fyrir myndirnar sem fyrirtækið hefur gert en innan af ganginum eru herbergi í allar áttir. Við göngum fyrst inn í herbergi þar sem höfuðpaurinn sjálfur situr, Þráinn Bertelsson. Hann er að pikka á tölvu, er að búa til svokallaðan kreditlista þar sem allir sem komið hafa nálægt gerð myndarinnar Löggulíf eru samviskusamlega' taldir upp. í gær var Þráinn að tímasetja músikskeiðin í mynd- inni ásamt Lárusi Grímssyni tónskáldi mcð meiru sem sér um tónlistina í myndinni. En núna er hann að klippa myndina með Ara Kristinssyni á milli þess sem hann hleypur í kredit- listann ásamt Ingibjörgu Briem framkvæmdastjóra Nýs lífs. Þrá- inn vill endilega að við Anna fáurn okkur kaffi og þegar við sækjum okkur það inn í eld- húsið sjáum við fyrstu útgáfu af kreditlistanum uppá vegg og þar stendur meðal annars: „I aldanna rás hefur lögreglan á íslandi gengið möglunarlaust að skyldustörfum sínum í marg- víslegum búningum allt eftir tísku og tíðaranda. Hinn svart- hvíti búningur sem verið hefur í notkun frá árinu 1958 minnir á hina eilífu baráttu Ijóss og myrkurs - en hefur þann ókost íslensks vaðmáls að vera heitur á sumrin en kaldur á veturna. - í júlímánuði 1985 komu fram hugmyndir unt nýjan lögreglu- búning undir yfirskriftinni „Frá grámyglu til glæsileika“. Þessar hugmyndir áttu fylgi að fagna á æðstu stöðum - en undirtektir sjálfrar lögreglunnar voru ekki jákvæðar.“ Við Anna lítum hvor á aðra spenntar og ímynd- um okkur hvernig þeir félagar Þór og Danni taka nú á þessu máli... í herberginu við hliðina á kaffistofunni eru þau Valdís Óskarsdóttir aðstoðarklippari og Sigurður Snæberg hljóðmað- ur að vinna. Valdís grófklippir myndina, þ.e. klippir út úr henni allt sem á örugglega ekki að vera í endanlegri gerð hennar. Hún skrifar niður á blað hvar senurnar byrja og hvar þær enda og notar númerin bæði á filmunni og segulbandinu með hljóðinu á sér til stuðnings. Þegar Valdís er síðan búin að grófklippa myndina og raða sen- unum í rétta röð, - því kvik- myndir eru sko alls ekki teknar upp í þeirri röð sem atburðar- rásin gerist, heldur teknar þann- ig upp að það t.d. kosti sem minnst - þá fer filman til Ara Kristinssonar kvikmyndatöku- manns og klippara sem fínklipp- ir myndina. Valdís situr niður- sokkin við klippiborðið en Sig- urður Snæberg hljóðmaður leit- ar að hljóðum úr safni hljóða sem hann hefur hjá sér. „Ég byrjaði á því að fara yfir allt hljóðið sem ég tók upp um leið og myndin var tekin,“ segir hann ákveðinn, „og punktaði niður hjá mér allt sem ég þurfti að útvega, annað hvort úr eigin hljóðasafni eða úr effectasöfn- um. Það er reynt að taka upp eins mikið af hljóði og hægt er um leið og myndin er tekin, en ef eitthvað gleymist eða ef mað- ur fær skyndilega hugdettu þá tekur maður það hljóð upp ■ Ari Kristinsson skrifaði handritið að Löggulífí ásamt Þráni Bertelssyni, sá svo um kvikmyndatökuna í sumar og nú er hann klippari. Á skermin- um fyrir framan hann eru þeir Þór og Danni að hamast í elt- ingaleik við aðalglæpona mynd- ■ Einbeitingin á fullu! Með lokuö augu og heyrnartól á höfðinu kemst tónskáldið í nán- ari „snertingu" við tónlistina sem hann er að semja. Og umhverfis hann eru þessir skæs- legu svuntuþeisarar og iengst til vinstri á mvndinni má sjá fram-

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.