NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 20.11.1985, Qupperneq 13

NT - 20.11.1985, Qupperneq 13
Miðvikudagur 20. nóvember 1985 13 ■ Þeir sem stóðu að lægsta tilboðinu í frágang og innréttingar flugstöðvarinnar, Örn Kjærnested framkvæmdastjóri Álftaróss hf. er lengst t.h. á myndinni. NT-mynd: Árni Kjarna. Nýja flugstöðin: Álftarós hf. með lægsta tilboðið - í frágang og innréttingar ■ Tilboð í frágang og innrétt- ingar nýju flugstöðvarinnar í Keflavík voru opnuð í gær og átti Álftarós hf. langlægsta til- boðið, hljóðaði það upp á rúm- lega 569 milljónir og var um 9% lægra en tilboð Hagvirkja sem var með næstlægsta tilboðið 625 milljónir. Kostnaðaráætlun hönnuða við verkið var upp á rúmlega 653 milljónir, og 8% hærra en tilboð Álftaróss. Sverrir Haukur Gunnlaugs- son formaður bygginganefndar Keflavíkurflugvallar opnaði til- boðin sem voru alls fimm, frá tveimur þessum fyrrnefndu, auk Guðjóns Pálssonar bygginga- verkfræðings með tilboð upp á rúmlega 699 milljónir, Flugtaks sf. með einnig rúmlega 699 milljónir og ístaks með tæplega 636 milljónir. Á tilboði Álftaróss var fyrir- vari sem þýddi möguleika á 6,5 milljóna lækkun eða hækkun um 750 þúsund króna varðandi lagningu á pípulögnum. „Við erum mjög ánægðir að svona fór, enda var mikið lagt í þessa tilboðsgerð,“ sagði Orn Kjærnested framkvæmdastjóri Álftaróss hf. í samtali við NT. „Það sem mestu munar á verð- inu í okkar tilboði er raflagning- in, þar hefur mikið að segja að undirverktakar sem vinna þá vinnu, eru í Keflavík, og er mikil verðlækkun falin í því. Álftarós hefur líka mikla reynslu í tilboðsgerð og raunar bjuggumst við ekki við öðru en að verða lægstir." Byggingarnefnd flugstöðvar- innar í Keflavík mun nú taka tilboðin til nánari athugunar, en svars frá henni má vænta eftir sex vikur. Eigendur Túngötu 6: ___________Fréttir_____________ Maður sem tekur okurlán: Á ekki skilið að eiga eign - sagði Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra ■ „Fámenn hirð okur- mangara situr við veisluborð ríkisstjórnarinnar meðan al- menningi blæðir," sagði Steingrímur J. Sigfússon m.a. er hann tók til máls utan dagskrár á Alþingi í gær um okurlánamál. Hann fylgdi úr hlaði umræðu sem ekki gafst tími til að Ijúka í gær og var því frestað þar til á fimmtudag. Steingrímur rakti í stuttu máli hvernig ástandið væri væri orðið í peningamálum þjóðarinnar og kvaðst sjá beint samhcngi ó milli þess og stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann beindi nokkrum spurn- ingum til viðskiptaráðherra. forsætisráðherra og fjármálarúðherra og spurði loks: „Hvort metur ríkis- stjórnin meir hagsmuni al- mennings og atvinnulífs eða félagsskap okurmangaranna við veisluborðið?" Matthías Bjarnason við- skiptaráðherra lagði mesta áherslu á að skýra þann árangur sem að vaxtastefna ríkisstjórnarinnar hefði bor- ið og hvaða úrbætur varðandi verðbréfaviðskipti væru í vændum. Hann sagði að það bæri að hafa í huga að okur- lánastarfsemi væri ckki nýtt fyrirbrigði heldur hefði það vcrið til hérlendis svo lengi sem elstu menn muna. Matt- hías bætti því við að hann hefði enga samúð ineð þeim er tæki lán neð 300% vöxt- um til að bjarga fasteign og að engum manni væri greiði gerður með því að segja að hann hcfði tekiö slíkt lán. „Mér finnst hann ekki eiga skilið að ciga eign," sagði liann. Steingrímur Hermannsson forsætisróðherra sagði að ríkisstjórnin hefði tjallað ít- arlega um þau mál sem kynnu að koma betri skipan á peningamál þjóðarinnaren nú er. hann nefndi þar á meðal betri getu Rannsókn- arlögreglu ríkisins til að fást við mál af því tagi sem nýlega kom upp, og margþætta laga- setningu varðandi verðbréfa- viðskipti. Forsætisráðherra gerði sérstaklega að umræðuefni vanda Inis- byggjenda sem hafði vcrið orðaður í sambandi við ok- urlánin og benti á að hann teldi að umræöan um þau mál mætti fara betur ó ýmsa vcgu. Loks gcröi hann grein íyrir skoðunum sínum varð- andi vaxtamál og kvaðst vona að vextir færu lækkandi á næstu tveimur til þremur árum án þess þó að ncikvæðir vextir gætu nokkurn tíma orðið markmið. Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra gerði vaxta- málin að helsta umræðu- efni sínu og mótmælti sér- staklega þeim orðum fyrsta ræðumanns að vaxtahækkun hefði hlotist af því að ríkiö hefði seilst inn á láns- íjárinarkað landsmanna í sí- fellt stærri mæli. Fjármála- ráðherra taldi einnig fráleitt að blanda saman einstöku sakamáli og stjórnarstefnu og spurði hvort að uppkveð- inn dómur í tíð fyrri ríkis- stjórnar hefði veriö „okur- veisla í nafni sósíalismans". Áður en umræðunni var frestað tóku þau Kristín S. Kvaran, Jón Baldvin Hanni- balsson, Stefán Benedikts- son og Svavar Gestsson til máls. Þess má geta að til nokk- urra deilna kom í þingsal um þingsköp. Er ljóst varð að Þorvaldur G. Kristjánsson forseti sameinaðs þings hugðist Ijúka umræðunni í gær þó að um kvöldfund yröi að ræða. þá mótmælti Svavar Gcstsson þvílíkri l'yrirætlan á þeirri forsendu að þeir ráð- herrar er málið varðaði sér- staklega væru ýmist farni úr Alþingishúsinu eða á förum. Eftir nokkurt þóf varð það ofan á að umræðunni yrði haldið áfram síðar. Skipta á lóð og skúrgarmi - með samþvkki borgarráðs ■ Óhrjálegur skúr sem stend- ur á lóðinni Túngötu 6 hefur vafist fyrir borgarkerfinu í meira en ár og spurningin staðið um það hvort hann yrði rifinn eða hvort hann yrði ekki rifinn, og ef hann yrði rifinn hver ætti þá að rífa hann, borgin eða eigendur hans. Örlög skúrsins voru svo endanlega ráðin á borgarráðsfundi í gær þegar samþykkt var að fara að tillögu arkitektanna sem eiga húseignina að Túngötu 6 og skúrinn - um að þeir myndu sjá um niðurrif skúrgarmsins en fá í staðinn lóðina Grjótagötu 7 sem er í eigu borgarinnar. í ágúst í fyrra fóru fyrrverandi eigendur hússins og skúrsins að Túngötu 6 þess á leit við borgar- yfirvöld að kvöð sú sem hvíldi á þeim um niðurrif skúrsins yrði felld niður. Eigendurnir vildu selja húsið og höfðu fengið kaupendur bæði að því og skúrnum. Borgin felldi kvöðina niður en Kvennaframboðið mótmælti þessari ákvörðun og benti ásamt Hjörleifi Stefáns- syni, höfundi skipulags í Grjóta- þorpi, á að ef skúrinn stæði yrði ekki hægt að byggja á lóðinni Grjótagötu 7 vegna þrengsla og þar af leiðandi fengi borgin engin gatnagerðargjöld. En allt kom fyrir ekki og borgarstjórn- armeirihlutinn samþykkti að heimila nýju eigendunum að byggja ofan á skúrinn. Eigandi lóðarinnar að Tún- götu 8 var hins vegar ekki sáttur Vestmannaeyjar: Sjómaður lést ■ Finnur K. Halldórsson fannst látinn í Vestmanna- eyjahöfn í fyrradag. Víðtæk leit hafði staðið yfir frá því um morguninn. Talið er að Finnur hafi fallið milli skips og bryggju þegar hann var á leið í skip sitt aðfaranótt mánudags. Finnur var til heimilis að Borgarvegi 32, Ytri-Njarðvík. Hann var 23 ára gamall. við þessi málalok því ef skúrinn yrði ekki rifinn þrengdi hann að íóðinni Túngötu 8 og þar væri því heldur ekki hægt að byggja. Því var samþykkt í skipulags- nefnd fyrir skömmu að skúrinn yrði að rífa. Samþykkt skipulagsnefndar kom síðan fyrir borgarráð fyrir rúmri viku og var málinu frestað en síðan ákveðið á fundi ráðsins í gær að fara að framangreindri tillögu arkitektanna. Guðrún Jónsdóttir, borgar- fulltrúi Kvennaframboðsins, sagði að mál þetta væri maka- laust, borgin hefði hringlað með framtíð þessa skúrs vegna þess að gamlar og grónar íhaldsættir hefðu verið fyrri eigendur skúrs- ins og núverandi eigendur skúrsins ættu líka gamlar og grónar íhaldsættir á bak við sig. Ef borgin hefði ekki gengið að tillögu arkitektanna hefðu þeir getað farið í skaðabótamál við borgaryfirvöld vegna alls hringlsins í skúrmálinu og hefðu því getað stillt borginni upp við vegg og fengið lóðina að Grjóta- götu 7 sér að kostnaðarlausu. ■ Á myndinni sést í bakhlið skúrsins sem ýmist hefur átt að rífa eða standa R4HÍ1 s V a' 1 t P\ 3 Tm iti \R m M' 1 liif fi! 1 ^8g»8Blk -V

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.