NT - 24.11.1985, Side 4

NT - 24.11.1985, Side 4
4 Sunnudagur 24. september NT INN UM LÚGU LÆÐIST BRÉF Það er sama þó það rigni eldi og brennisteini, þök fjúki og veðurguðirnir virðist staðráðnir í að sópa öllu mennsku drasli út í hafsauga, alltaffærmaður bölvaðan gluggapóstinn inn um bréfalúguna. Og fyrir jólin þegar gatnamála- deild Reykjavíkurborgar hefur rutt snjósköflum upp á gangstéttir til að hindra óþarfa umferð fólks á tveimur jafnfljótum þá bregst ekki að hugheilu jólakveðjurnar berist til manns frá frændfólki og vinum. Jafnvel á sumrin þegar engum heilvita manni dettur í hug að halda sig heima streyma happdrættis-gíróseðlarnir inn um lúguna. Þeir sem standa fyrir þessum ósköpum öllum og kæra sig kollóta um hvort pósturinn er velþeginn eða illa eru bréfberarnir eða póstar eins og þeir hétu áður. Áður þótti það verk ekkihæfa öðrum en fílefld- um karlmönnum en nú er stéttin undirlögð hús- mæðrum sem eru að krækja sér í aukapening og heilsubótarskokk. Karl- arnir eru hins vegar flúnir inn í hitann og hamast við að búa til bréf fyrir konurn- ar að hlaupa með. Þórunn Jónsdóttir póstur á heilsusamlegri göngu í óveörinu á föstudaginn var. NT-mynd: Róbert Spjallað við Þórunni Jónsdóttur póst Ein af þessum konum er Þórunn Jónsdóttir. Hún er flokksstjóri bréf- bera í Ármúlaútibúinu og ber sjálf út á Suðurlandsbrautinni og inn í Skeifu. Hún lét til leiðast að spjalla við blaðamann um starfið og sjálfa sig. Ég spurði hana fyrst að því hvenær hún hefði byrjað að bera út póst? Það var fyrir þrettán árum og ég er nú á fjórtánda árinu í þessu starfi. Ég hafði áður verið heimavinnandi hús- móðir en var farin að finnast ég hálfgerður aumingi á allri þessari inniveru. Ég gat ekki farið í búðina án þess að mér yrði kalt og var orðin hálfgerð tuska. Þannig að ég sótti um hjá póstinum og fékk starf og hef verið við það síðan. Nú geng ég líklega um fjóra kílómetra á dag sem ég hefði aldrei gert annars. Ég hefði aldrei farið að ganga bara eitthvað útí buskann. Nú hef ég tekið þetta að mér og maður skilar því af sér sem maður hefur lofað. Er ekki oft kalt og napurlegt að hendast á milli húsa í slæmu veðri? Jú, það getur verið það. Annars er ég svo heppin að ég er í fyrirtækja- hverfi og get því skotist inn í anddyrin og fengið mér smá hlýju. Ég hef líka verið á eigin bíl og hef geymt í honum póst svo ég geti verið fljótari í förum og með léttari poka. Hefur pósturinn ekki vaxið að magni undanfarin ár? Hann hefur gert það. Nú er komið miklu meira af tímaritum sem dreift er með póstinum og eins hefur allur almennur póstur aukist. Þegar mikið er um tímarit og slíkan póst verðum við að fara tvær ferðir því það er ekki hægt að dreifa honum með venjuleg- um pósti. En það er allt gert í aukavinnu og það vilja nú ekki allir taka á sig aukna vinnu. Hvað er vinnudagurinn langur hjá póstum? Þetta er hálfdags starf en það dregst stundum að við fáum að fara heim. Stundum tökum við að okkur hverfi þegar einhver er veikur og eins þegar mikið er af aukaútburði. En flestir póstarnir eru húsmæður og hafa því skyldum að gegna víðar en í vinnunni. Reyndar hefur þetta breyst dálítið uppá síðkastið þannig að þegar við þurfum að taka yfir hverfi vegna veikinda þá förum við gjarnan tvær og erum því búnar um fjögur. áður gat það dregist allt til sex. Er póstburður orðið kvennastarf? Já, það virðist vera orðið það. Mest eru þetta konur sem eru að koma út á vinnumarkaðinn eftir að hafa verið heima við í nokkur ár og svo eru líka yngri konur sem vinna með heimilun- um. Þetta hentar húsmæðrum vel því þar sem þetta er hálfsdags starf gefst alltaf tími til að sinna heimilinu líka. Þú ert húsmóðir með póststarfinu ? Já, ég á tvö uppkomin börn og svo einn sem er tólf ára. Og svo náttúru- lega kall. Hvernig líður vinnudagurinn? Við mætum klukkan átta og förum þá í það að flokka póstinn í pokana eftir götum og húsnúmerum. Síðan förum við út upp úr tíu. Verður ekki mikið að gera fyrir jólin? Jú, það verður það. Þá byrjum við á því að bera út vanalega póstinn og komum inn um hádegið. Þá tekur jólapósturinn við og þá flokkum við gömlu póstarnir hann og síðan bera skólakrakkar hann út. Þannig er það líka með afleysinga-fólkið á sumrin. Þá förum við föstu starfsmennirnir í það að flokka en þeir sjá síðan um það að bera út. Þannig að þú berð bara út í snjó og fannfergi? Það má segja það. Mér finnst það mjög gott því ég þoli illa hita. Fólk hefur ott verið að vorkenna mér vegna þess að ég vinn inni á sumrin en úti á veturna öfugt við það sem flestir kysu sér. En þannig vil ég hafa það. Mér hefur alltaf liðið betur í kulda en hita, líka áður en ég varð póstur. Ég er fótaveik og hitinn fer einhvern veginn þannig í mig að ég er strax dauðuppgefin ef það er mikill hiti þar sem ég er. Þekkir þú ekki orðið það fólk sem þú berð út til? Jú, mér finnst það. Maður ber út til sama fólksins og sömu fyrirtækjanna ár eftir ár og ég er farin að þekkja andlitin, allavega póstkassana. Og kannski þekkir maður fólkið meira en það veit. Það sagði það maður á námskeiði sem við vorum á um daginn að bréfberar væru andlit póststofnunar- innar og það er sjálfsagt rétt. Er þetta ekki illa borgað starf? Jú, annars eru þau mál öll í endur- skoðun. Við fengum núna um daginn í fyrsta skifti borgað vetrarálag sem er 9% ofan á launin. Það stendur líka til að stokka upp útburðarsvæðin því álagið vill oft skiftast mismunandi á milli manna. En þettaer ábyrgðarmik- ið starf sem okkur finnst að hafi verið vanmetið hingað til. Við berum ábyrgð á öllum þeim pósti sem fer í gegnum hendurnar á okkur og viðtak- andinn krefst þess af okkur að við skilum öllum pósti til hans. Jafnvel þó hann sé illa merktur. Það er eins og við eigum að vita hvar hver býr í hverju húsi. Oft erum við skammaðar ef maðurinn í kjallaranum fær póst þess á miðhæðinni og öfugt þó svo það sé ekkert á bréfinu sem segir hvar viðtakandi býr í húsinu. Svo eru hús misvel merkt og það getur verið erfitt að finna rétta lúgu. En þetta á sérstaklega við nýja bréfbera og þegar maður fer í nýtt hverfi í afleysingum. Þegar maður er búinn að vera lengi í sama hverfinu þekkir maður það orðið eins og lófann. á sér. Kanntu ekki einhverja sögu úr fjórtán ára starfi? Ég hef nú ekki lent í neinum stórkostlegum ævintýrum. En mér dettur í hug eitt skifti þegar ég var að bera út í gamla hverfið mitt í Hlíðun- um. Þá var ég að stinga bréfi innum lúgu og hundur stekkur á hurðina innanverða og nær að bíta mig í hendina. Ég kippti að mér hendinni og sá að það blæddi úr henni. Ég varð dál ítið hrædd en þá opnar ungur maður dyrnar og býður mér inn og gerir að sárum mínum. Hann bað mig afsökunar og var alveg eyðilagður maður yfir þessu. Ég gerði sem minnst úr þessu og hélt svo áfram minni ferð. En daginn eftir kemur heim til mín fín kona og færir mér stóran vönd með rauðum rósum og bréf frá hundinum. Þau hafa sjálfsagt viljað gera gott úr öllu og verið hrædd um að ég færi að kæra hundinn. En ég hafði ekki hugleitt það og bjóst alls ekki við að fá rauðar rósir og afsökun- arbeiðni frá hundinum. Eru hundar helstuóvinir bréfber- ans? Ég vil nú ekki segja það. En manni getur brugðið þegar þeir stökkva á hurðirnar og gelta eins og vitlausir. Svo man ég eftir einum hundi sem oft var bundinn útí garði í Fossvoginum. Þetta var ekki mitt vanalega hverfi en ég hafði verið vöruð við honum. Svo þegar ég kom að húsinu var ég ansi smeyk við að labba upp að húsinu. Var ekki freistandi að kasta bréfun- um bara yfir hliðið? Það gerir maður ekki. Maður fer með sinn póst þangað sem hann á að fara. Hvað geturþú sagt mér um Bréfbera- leikhúsið Dúfuna? Ég veit ekkert um það meira en aðrir. Það var ekkert samráð haft við okkur í R-8. Þetta voru bara krakkar úr R-1 sem stóðu að þessu leikhúsi. Hins vegar las ég greinina sem birtist í blöðunum eftir forsprakkann og það var margt til í henni. Þú ætlar að halda áfram að bera út póstinn í framtíðinni? Það getur maður ekki sagt um. Ég ætlaði að hætta fyrir nokkrum árum en það varð ekkert úr því. En ég kann ágætlega við þetta starf og sérstak- lega við hvað það er heilsusamlegt. Ég fæ útúr því hreyfingu og útiveru sem ég fengi ábyggilega ekki annars. Eru póstarnokkuð að verða úreltir? Það sagði maður á námskeiðinu sem ég minntist á áðan að í Dan- mörku væri póstkerfið orðið svo full- komið að bréfberar þyrftu bara að hafa apa-vit til þess að geta staðið við sína plikt. Kannski það endi með því að apar sjái um þetta starf en eins og ástandið er hérna í dag þá þyrftu það að vera ansi greindir apar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.