NT - 24.11.1985, Side 12
14
Sunnudagur 24. september NT
^®3s&
EIN*R I BETEU‘
■ Ég eignaðist fyrstu kindina mína
átta ára gamall. Sumarið 1931 varég
í sveit hjá Ólafi Þorsteinssyni í
Álfhólahjáleigu i Vestur-Landeyjum.
Lofaði hann mér lambi eftir sumar-
dvölina og mátti ég velja það úr
réttinni. Mér var valið auðvelt og valdi
ég svarhálsótt gimbrarlamb hyrnt,
sem ég kallaði Hálsu.
Um haustið var lambið sent til Eyja
og fóðrað með kúnum á Arnarhóli um
veturinn. Gemsanum var svo sleppt
um vorið í Ystaklett þar sem hann
gekk allt sumarið. Þegar féð var sótt
að hausti skilaði Hálsa sér og var
metfé, velbyggð, falleg og mikið
ærefni. Ég var sannarlega stoltur af
kindinni minni.
Til allrar óhamingju kom eldri
maður, sem fór að dást að Hálsu og
kvað upp þann úrskurð að hún yrði
aldrei fallegri. Án þess að eignarréttur
min væri virtur, var Hálsa skorin og
nýtt til heimilisins. Ég átti bágt með að
komast yfir þetta og ásakaði pabba
og Loft í Uppsölum, sem skaut kind-
ina. Ég minnist þess varla að hafa
grátið sárari tárum um ævina, en
vegna þessarar kindar. Börn eiga
sinn rétt og þau eiga erfitt með að
sætta sig við að á honum sé troðiö.
Því ættu foreldrar og systkini aö
muna eftir.
Mörg ár liðu þar til ég eignaðist
aftur kindur. Árið 1953 keypti ég þrjár
ær af Þórði Stefánssyni í Haga. Ég
bjó þá í Betel og fékk að hafa
kindurnar í kofa á lóðinni hjá Óskari
bróður. Mér þótti skemmtilegt að
sinna kindunum, þess utan gáfu þær
af sér til heimilisins.
Mikið bras og fyrirhöfn fylgir því að
eiga kindur í Vestmannaeyjum. Þar á
ég bæði við smölun á heimalandinu
(Heimaey) og í úteyjum. Hafa oft
hlotist mannskaðar af. Fara varð því
með allri gát. Ofurkapp var lagt á að
sinna þessu helst um helgar. Mér var
meinilla við það. Ég vildi heldur láta
veðrið ráða og fara aðeins í góðu
veðri. Enda var ekki farandi í úteyjar
nema veður væri sjólaust og þurrt.
Stundum gafst ekki leiði svo vikum
skipti. Þetta gat skapað vandræði á
haustin, vegna sláturkinda sem
þurftu að komast í land í september.
Ég átti kindur ásamt fleirum í
Bjarnarey. Haustið 1956 var mjög
erfitt með leiði. Sífelldar háfáttir og
kvikur sjór hindruðu ferðir. Kosið var
til bæjarstjórnar 26. október þetta
haust. Þá loks var reynt að fara í
Bjarnarey. Helgi Benediktsson lánaði
okkur bát sinn „Mugg“ til fararinnar,
skjögtbát áttum við sjálfir. Ég hafði
róið á vetrarvertíð meö Óskari bróðir
á „Mugg“ og þekkti því vel þettagóða
skip, sem smíðað var af Gunnari
Marel Jónssyni. Vélin var mér þæg
og auðveld, skiptiskrúfa var á bátnum
en nú hafði eitthvað bilað í tengslum
(kúplingu) svo skrúfan snerist alltaf
meö. Það kom ekki að sök ef hún var
stillt á hlutlausan skurð.
Þaö óhapp vildi til eftir að við
komum út í Bjarnarey um morguninn
að Stefán Jónsson frá Sléttabóli los-
aði skjögtbátinn aftan úr „Mugg“ og
batt hann við framvantinn. Þetta varð
til þess að báturinn lenti beint undir
kælivatnsbununni og fyllti á skammri
stundu. Hékk báturinn sokkinn í kollu-
bandinu beint undir framvantinum.
Þeir Guðmann Guðmannsson skip-
stjóri frá Brekkhúsi og Stefán frá
Sléttabóli fóru því aftur í land á
„Mugg“ og komu skjögtrbátslausir
til baka.
Eftir að mannskapur var kominn
upp í eyju var byrjað að setja upp rétt.
Að því loknu var öllu fé smalað.
Síðan þurfti að handlanga féð úr
réttinni, niður Hafnarbrekkuna og um
borð í bátinn. Þetta gekk vel með
mörgu fólki.
Þar eð skjögtbátsins naut ekki
lengur við var ekki um annað að
ræða en að leggja „Mugg“ að steðj-
anum í eynni. Við höfðum oft gert það
á öðrum bátum. Góð nælontóg héldu
bátnum föstum við eyna og fríholt
voru til hlífðar.
Þegar dráttur var rétt hálfnaður
urðu fallaskipti og sjór kolófær um
leið. Höfnin í Bjarnarey varð eins og
suðupottur. Fyrsta aldan, sem kom
inn með berginu, sleit bátinn frá að
framan og springinn sömuleiðis.
Hékk báturinn við eyna á afturband-
inu einu saman. Hann snerist frá að
framan, skrúfan lenti í klettunum og
vélin snarstoppar. Um borð voru
áttatíu kindur, Guðmann skipstjóri og
nokkrir krakkar. Útlitið var allt annað
en glæsilegt, stórgrýtisfjaran nokkra
faðma undan og báturinn vélarvana.
Allir um borð, jafnt menn og skepnur,
í bráðum lifsháska.
Nú þurfti skjótra viðbragða við. Ég
hljóp úr stöðu minni í handlangara-
röðinni og niður á steðjann. Þaðan
hoppaði ég í bátinn og náði taki á
lunningunni. Svipti mér um borð og
segi um leið við Guðmann: „Setjum
vélina í gangl"
Við þekktumst vel og kunnum til
verka. Til að ræsa vélina var notuð
svonefnd sígarettukveiking, viðgerð-
um klárt á augabrajgði og settum
vélina í ræsistöðu. Eg spurði Guð-
mann hvort hann vildi skjóta þrýsti-
loftinu, eða vera á dælunum. Hann
vildi heldur skjóta.
Guði sé lof, þetta tókst. Tveggja
strokka June-Munktellinn fór í gang
með öll sín hundrað og fjörutíu
hestöfl.
Við Guðmann flýttum okkur upp.
Höggið, sem kom á skrúfuna, hafði
slegið skrúfublöðin í þá stöðu að
báturinn fór á fulla ferð áfram. Ef þau
hefðu snúist á hinn veginn, þá hefði
verið úti um okkur.
Ég var með beittan hníf á mér og
sannaðist það að líflaus er hníflaus
maður. Skar ég á afturbandið. Um
leið kom alda, sem beindi bátnum frá
berginu og settum við á fulla ferð
beint á haf út. Fólkinu, sem í eynni
var, létti og fór það niður Hvannhillu
þar sem við tókum það um borð. Við
sluppum með skrekkinn og allt hafði
þetta góðan endi fyrir Guðs náð.
Guðmann, sem hafði róið um fjölda
ára og margan hildi háð við Ægi, taldi
þetta það svartasta sem hann hefði
komist i. Var hann þó vélstjóri um
borð í „Skíðblaðni" þegar bátinn var
að reka upp i Faxasker. Þá korn þar
að Sighvatur Bjarnason á „Erlingi ll“
og bjargaði bát og skipshöfn úr bráðri
hættu.
Ég var staddur í dráttarbrautinni
þegar „Muggur" var tekinn á þurrt til
botnhreinsunar nokkru síðar. Utgerð-
arstjórinn taldi allt í lagi, nema hvað
hleraskrap væri við forgálgann. En
hið sanna var að það voru hrúðurkar-
larnir í Bjarnarey, sem struku bóginn
á bátnum.
Ég ætla að segja frá annarri ferð í
Bjarnarey, þar sem skammt skildi á
milli lífs og dauða.
Við fórum að vorlagi og var ekki
leiði i höfninni svo við fórum upp
Hvannhillu. Það rigndi svolítið og
þurfti því að sýna aðgæslu vegna
hálku í vætunni. Höfðum við stuðning
af bandi á leiðinni upp og niður
hilluna.
Valdimar Trandberg var búinn að
leggja bát sínum að steðjanum og við
vorum á niðurleið. Tekur þá Hallberg
heitinn Björnsson sig út úr hópnum,
sleppir bandinu og ætlar að hlaupa
um borð í bátinn. Missir hann fótanna
í hálkunni, nær aftur jafnvægi og
hleypur í hendingskasti beint fram af
brúninni. Það var mildi að hann sló
ekki höfðinu við brúnina í fallinu.
Hallberg lenti úti i sjó, fór á bólakaf
og var lengi að koma upp aftur. Þegar
hann kom loksins aftur úr kafinu var
stutt i hann og auðvelt að innbyrða.
Þarna munaði ákaflega mjóu og fékk
Hallberg að heyra það óþvegið frá
okkur, að framar kæmi hann ekki
með upp á svona aðfarir. Við vildum
ekki flytja með okkur lík í land.
í byrjun ágúst var ávalt farið til að
bólusetja lömbin. Þa tóku menn oft
fyrstu kindur til slátrunar, geldar ær
eða hrúta. Hentaði mörgum vel að fá
nýmeti í soðið fyrir þjóðhátíðina.
Meðal þeirra, sem áttu fé í Bjarnar-
ey, voru gamlir þróttmiklir skipstjorar.
Nefni ég þar Guðjón Jónsson á Heiði
og Þórð Stefánsson í Haga. Þeir voru
báðir góðir liðsmenn, aldrei úrtölu-
menn og stóðu vel fyrir sínu. Átti ég
kindaviðskipti við þá báða og fór það
allt vel.
Nú var farið í vikunni fyrir þjóðhátíð
í Bjarnarey og smalað. Þegar féð var
komið í rétt tekur Þórður sig til og
krefst þess að sín lömb verði bólusett
fyrst. Hann vildi spara þeim hnjask og
troðning. Gengu lömbin hans þrettán
fyrir öðrum og voru bólusett. Setti
hann lömbin og ærnar jafnóðum út
fyrir réttina og var allt hans fé komið
í haga á innan við tuttugu mínútum.
Svo var haldið áfram við bólusetning-
una og henni lokið. Við fórum heim
með nokkrar sláturkindur, tók ég
veturgamla á sem var góður skurður.
Næst þegar farið var i Bjarnarey
fundust nokkur dauð lömb og voru
þau öll með marki Þórðar. Um haustið
heimti hann aðeins tvö lömb af
þrettán. Vitanlega var Þórður hnugg-
inn yfir þessu, en engin skýring þótti
augljós.
NT Sunnudagur 24. september 1 7
Leiðréí
m§s
Menn gátu sér þess til að gamalt
bóluefni hefði drepið lömbin. Vana-
lega gengu af tíu til tólf skammtar á
ári. Þótti sjálfsagt að nýta þetta.
Vegna kröfu Þórðar um að verða
fyrstur hafa lömbin hans veriö spraut-
að með gamla bóluefninu. Sannaðist
hér hið fornkveðna að „hinir fyrstu
verða síðastir".
Kindamörk í Eyjum voru flest ættuð
undan Eyjafjöllum og oft frá æsku-
heimili viðkomandi fjáreiganda. Árið
1958 var gefin út markaskrá í Eyjum
og var það hin önnur á þessari öld.
Sáum við um útgáfuna Elías Bergur
Guðjónsson, Guðjón Jónsson í Döl-
um og ég. Höfðum við reytur af gömlu
skránni, sem Helgi Benónýsson af-
henti mér. Helgi var glöggur maður.
Sagöi hann mér þá sögn úr Borgar-
firði að fjármark Snorra Sturlusonar
hafi verið sýlt hægra og stýft vinstra.
Fallegt mark við hæfi hins merka
manns.
Þegar nýja skráin kom út var mörk-
um úthlutaö eftir þörfum. Pabbi helg-
aði sér gamalt ættarmark frá Teigi í
Fljótshlíð og síðar Arnarhóli í Land-
eyjum. Það var tvírifað í sneitt aftan
bæði. Ég aftók að nota þetta mark,
mér þótti það alltof mikil særing og
blóðgun. Helgi Benónýsson hafði
úthlutað mér markinu sýlt hægra og
Guðna syni mínum sýlt hægra og
heilrifað vinstra. Við notuðum þau
mörk á kindurnar.
Menn höfðu misjafna trú á
mörkum. Staðreyndin var sú að sumir
misstu litið sem ekkert fé, en aðrir
meira og minna ár eftir ár. Þurfti ekki
alltaf hættu af björgum eða hömrum
til að fé týndist. Stundum týndist fé af
mannavöldum eða fyrir misskilning.
Jón Nikulásson á Kirkjubæ átti
kindur í mörg ár. Þeirra á meðal var
ein ær sem ávallt skilaði tveim hrút-
lömbum að hausti. Jón langaði mikið
til að eignast ærefni undan þessari
kind og eftir margra ára bið fæddist
gimbur. Var gimbrin sett á og þótti
mjög falleg skepna. Að hausti var
smalað og kom þessi eftirlætiskind
Jóns í rétt, en þegartil átti að taka var
hún horfin. Éngu líkara en jörðin
hefði gleypt hana. Nokkrar kindur
urðu eftir í réttinni og var þeim sleppt,
biðu þær síðustu smölunar.
Eftir síðustu smölun var glöggum
i en ekifi , T
b’Hngar aa • v,ðtal tii
, /'W/ hluti b^'nS
Var birtur bí kHarkaflans
^igarblaöid birtir
heild’ umeiö af,ann i
°9 aörir hutS9Ei"ar
aru beönir ‘f abei9andi
þessui^lZiaré
Rifstjóri
og heiðarlegum fjármanni dregin
kind, sem var með marki hans en
hann kannaðist ekkert viö. Hann
sagði að þessari kind hefði veriö
slátrað eftir síðustu smölun, og væri
hún tæplega hér afturgengin. Var nú
farið að athuga ósviðinn haus dauðu
kindarinnar og kom í Ijós að hann var
af uppáhaldskind Jóns á Kirkjubæ.
Varð Jón mjög sáryfir þessu. Honum
voru boðnar ríflegar bætur, en hann
taldi kindina óbætanlega og var treg-
ur til að þiggja bæturnar.
Einu sinni kom Jón Sigurðsson
frændi minn í heimsókn til kunningja
síns að haustlagi. Húsmóðirin vísaði
Jóni niður í kjallara, því húsbóndinn
væri eitthvað að bauka þar. Þegar
Jón kom í kjallarann var húsbóndi að
gera til kind, en átti þó engar kindur
sjálfur. Honum varð hverft við komu
Jóns en Jón gerði ekkert úr þessu og
féll það í gleymskunnar dá.
Þegar pabbi stóð á áttræðu hætti
hann störfum hjá Vestmannaeyjabæ
á gamlársdag. Hann hafði þá óskerta
líkams og sálarkrafta. Það varð úr að
ég keypti nokkrar kindur til viðbótar
fjárstofni mínum og fullnýttum við tún
pabba og skepnuhús. Ég var hættur
aö hafa kindur i Bjarnarey og hafði
flutt mig á Fjallið, en svo kallast
Dalfjall, Háin og Klifið á Heimaey
einu nafni. Guðjón Valdason var
köllunarmaöur og leigjandi Fjallsins,
aðrir í kompaníinu voru Sigurður
Kristjánsson frá Löndum, Bjarni dýra-
læknir Bjarnason í Breiðholti, Birgir
Sigurjónsson á Sólheimum, Jón
Gunnlaugsson á Gjábakka, Bogi
Matthíasson og Skúli Theodórsson.
Þetta var góður félagsskapur og
skemmtilegur. Eitt sinn var verið að
reka fé í rétt. Þar var grá ær frá
Guðjóni Valdasyni, sem kölluð var
Stina. Hún reyndi alltaf að smeygja
sér úr safninu og þurfti að hafa gott
auga með Stínu. Reyndi hún nokkr-
um sinnum að komast fram hjá okkur
Sigga á Löndum. Siggi var svekktur
yfir þessu og kallar til Guðjóns: „ Hvert
sækir hún Stina þetta?“ Guðjón svar-
aði í mestu einlægni: „Það veit ég
ekki. Hún sækir það alls ekki til mín“.
Ég átti nokkurn þátt í upphafinu á
kindabúskap Skúla Theodórssonar.
Það var eftir mikið rok að ég gekk
meö drengjunum mínum inn í Her-
jólfsdal. Þegar við erum undir Fisk-
hellum, austan megin í dalnum, heyr-
um við kindajarm. Viö fórum að gá og
sáum kind standa á mjórri syllu í
miðju bjarginu. Dautt lamb lá í brekk-
unni fyrir neöan þverhnípið. Við skild-
um að þarna hafði rokið feykt kindun-
um fram af brúnni og annaö lambið
lent á syllunni, en hitt farið alla leið
nlður í dalinn.
Snerum við strax heim í bæ og
greindum Guðjóni Valdasyni frá
þessu. Hann hafði hraðann á eins og
honum var tamt. Kallaöi saman
mannskap og safnaði tógum. Fól
hann mér að tala við Skúla Theodórs-
son sigmann, sem fúslega varð við
beiðni okkar um að siga eftir kindinni.
Við vorum komnir upp á bjargbrún
tæpum klukkutíma eftir að jarmið
heyrðist. Skúli var bundinn í vaðinn
og hafði með sér band fyrir kindina.
Seig hann niður og gat náð kindinni,
var hún bundin og hvoru tveggja
dregiö upp. Reyndist þetta vera falleg
gimbur frá feðgunum Birgi og Sigur-
jóni Einarssyni á Sólheimum. Þeir
Birgir og Sigurjón reyndust slíkir
drengskaparmenn að þeir gáfu Skúla
gimbrina í siglaun og varð hún upp-
hafið að kindastofni Skúla.
Öðruvísi voru aðstæður í Dalfjalli
mörgum árum áður. Sigurður Hró-
bjartsson á Litlalandi bað Jón Sig-
urðsson í Ártúni og fleiri menn að
koma með sér vestur á Dalfjall. Þar
var þriggja vetra sauöur í sjálfheldu
og þurfti að bjarga honum. Sauðurinn
var á lítilli þröngri syllu neðan Sand-
kórs vestan í Dalfjallinu. Tugum
faðma fyrir neðan ólgaði grængolandi
sjórinn. Vesalings skepnan var búin
að naga hvert einasta stingandi strá
sem hún náði til og var í algeru svelti.
Siggi Hróa var nú bundinn og hafði
aukaband fyrir sauðinn. Fyllti hann
vasa sína af sandi og var það vani
fjallamanna þegar þurfti að nálgast
stygga kind. Köstuðu þeir sandi að
henni og sneri hún sér þá undan.
Siggi seig niður á sylluna og læddist
að sauðnum. Þegar Siggi er að ná
taki á honum snýr sauðurinn sér
snögglega viö og tekur stökk beint út
í loftið. Það skipti engum togum,
Siggi spyrnti sér út á eftir honum.
Náði hann i annað hornið og hrikti
heldur betur í vaðnum þegar Siggi og
sauðurinn tóku í. Sem betur fer sátu
traustir menn undir og vaðurinn hélt.
Var nú hift upp á sylluna, þar sem
Siggi batt sauðinn og hvoru tveggja
var tosað upp á brún. Þótti þetta
hraustlega gert af Sigurði Hróbjarts-
syni og ekki á færi nema hraust-
menna.
Jón Sigurösson sagði mér þessa
sögu. Sat Jón neðstur undir vaðnum
og voru þrír menn fyrir aftan hann.
Sagði hann að átakið á tógið hafi
verið mikið og komið óvænt.
Sigurður Hróbjartsson var sá sem
seig í Ofanleitishamar, ásamt Hjálm-
ari Jónssyni i Dölum, til bjargar
áhöfninni af „Sigríði" VE. Það var
yfirnáttúruleg mannbjörg, sem
byggðist á því að Jón Vigfússon kleif
klakaðan Hamarinn í náttmyrkri og
gat látið vita um félaga sína í nauð-
um.
Þegar ég flutti úr Eyjum haustið
1970 seldi ég Sveini Hjörleifssyni
skipstjóra og útgerðarmanni kindur
mínar og var það upphafið að kindabú
skap hans. Sveinn hafði veriö feng-
sæli skipstjóri i mörg ár á skipi sínu
„Kristbjörgu". Nú var hann að draga
í land og skapa sér tómstundagaman
og ánægjuauka. Ég var að vinna við
höfnina þegar þetta var og komum
viö á hafnsögubátnum „Létti“ að
Friðarhafnarbryggjunni. Um leið og
við komum upp á bryggjuna kemur
Sveinn akandi á bíl sínum. Hann
stoppaði og vildi gera út um kaupin.
Dró upp ávísanaheftið og notaði
vélarhlífina á bílnum fyrir skrifborð.
Þegar hann hafði skrifað ávísun upp
á tugi þúsunda og afhent mér spyr
hann: „Hvað eru þær margar?"
Ólafur Jónsson frá Kirkjubæ svarar
að bragði: „Ein!“
„Ein, ein, ein! Nei, þetta er alltof
dýrt!“ segir þá Sveinn óðamála.
Var mikið hlegiö þar til Sveinn
spurði mig sjálfan. Benti ég honum á
Hlíðarbrekkurnar, þar sem fjöldi
kinda var á beit: „Þær eru þarna og
vestur á Fjalli. Þú hirðir þær í næstu
smölun og ert réttur eigandi ifið því,
sem kemur með mínu markW í rétt.
Það eru þrjátíu og ein kind á Fjallinu
og afar fallegur tveggja vetra hrútur í
Elliðaey."
Þegar ég kvaddi Eyjarnar í lok
september 1970 þá saknaði ég sauð-
kindanna meira en margra mann-
kinda.