NT - 20.12.1985, Blaðsíða 4

NT - 20.12.1985, Blaðsíða 4
Föstudagur 20. desember 1985 4 Norðurland vestra: Bændur vilja raunhæft svæðabúmark nú þegar Frá Frni Þórarinssyni, Skagafírdi: ■ í kjölfar kynningarfunda sem landbúnaðarráðherra hélt með bændum úr Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum fyrir stuttu komu saman stjórnir búnaðar- sambanda, stéttarsambandsfulltrú- ar, búnaðarþingsfulltrúar og ráðu- nautar Skagafjarðar og Húna- vatnssýslna á fund á Blönduósi. Miklar umræður urðu um svæðabúmark og þá miklu óvissu sem búvöruframleiðendur búa nú við hvað varðar framleiðslu ís- lenskra bænda og svæða á landinu á yfirstandandi verðlagsári. f fundarlok voru samþykktar eftirfarandi tillögur: Sameiginlegur fundur búnaðar- sambanda, stéttarsambandsfull- trúa, búnaðarþingsfulltrúa og ráðunauta í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum haldinn að Blönduósi 9. desember lýsir fullum stuðningi við tillögur svæðabú- marksnefndar um skiptingu bú- marks milli einstakra svæða á land- inu bæði fyrir mjólk og kindakjöt. Fundurinn leggur þunga áherslu á að Framleiðsluráð landbúnaðar- ins og stjórn Stéttarsambands bænda hviki í engu frá þessum til- lögum heldur leggi þær þegar fy rir landbúnaðarráðherra. Jafnframt mótmælir fundurinn öllum hugmyndum um að taka frekara mið af framleiðslu síðustu ára við ákvörðun svæðabúmarks. Verði ekki fallist á þessar tillög- ur og raunhæfu svæðabúmarki komið á, kveðji stjórn Stéttar- sambandsins fulltrúa saman á aukafund hið fyrsta. Ennfremur samþykkti fundur- inn að skora á landbúnaðarráð- herra að samþykkja nú þegar til- lögur svæðabúmarksnefndar sem samþykktar voru á fundi Fram- leiðsluráðs þann 30. október sl. um skiptingu búmarks milli einstakra svæða á landinu. Með því verður aflýst þeirri óvissu meðal bænda sem nú ríkir í framleiðslumálum. Flugbjörgunarsveitirnar: Efna til landshapp- drættis í fyrsta sinn ■ Landsamband flugbjörgunar- sveita efnir til landshappdrættis um þessar mundir til styrktar starfsemi flugbjörgunarsveitanna víðs vegar um landið. Stærsta verkefnið sem safnað er til er bygging nýs húss undir starfsemi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík en hún hefur búið við ó- fullnægjandi húsakost um langt ára- bil. í landshappdrætti flugbjörgunar- sveitanna eru alls 194 vinningar að verðmæti um sjö milljónir króna. Þar af eru þrjár bifreiðar af gerðinni Toyota Corolla DeLuxe og þrír Yamaha vélsleðar af gerðinni XLV sem eru tveggja manna vélsleði. Auk þessara stóru vinninga eru tölvur, myndbandsupptökuvélar, myndbandstæki, ferðahljómtæki, utanlandsferðir og soda-stream tæki meðal vinninga. Sá háttur verður hafður á þessu happdrætti að fyrst verða dregnir út fimm aukavinningar þann 23. des- ember en aðrir vinningar verða dregnir út 17. febrúar n.k. Þannig geta fallið tveir vinningar á sama miðann því vinningsnúmerin í aukadrættinum 23. desember verða aftur með í aðaldrættinum 17. febrú- Vinningarnir sem dregnir verða út þann 23. desember eru tvö mynd- bandstæki, tvær myndbandsupp- tökuvélar og ein heimilistölva. „CABINA“ rúmsamstæðurnar eftirsóttu fást nú aftur Dýnustærð: Teak 90x200 cm. Beyki 92x191 cm. Verð með dýnu kr. 19.500.- HUSGÖGN OG * INMRÉTTINGAR co cq SUÐURL ANDSBR AUT 18 OO Oí/ ■ Meðfylgjandi mynd er tekin við Grjótá í Hrófbergshreppi í skoðunar- ferð hreppsnefndarmanna og Húnboga Þorsteinssonar um fyrirhugað veg- arstæði. A myndinni eru: Húnbogi Þorsteinsson, skrifst.stj., Brynjólfur Sæmundsson, oddviti Hólmavíkurhrepps, Kjartan Jónsson, hreppsn.m. Hólmavík, Halldór Halldórsson oddv. Hrófbergi, Magnús Steingrímsson, hreppsn.m. Stað, Hrófb.hr. Sameining Hólmavíkur- og Hrófbergshreppa: Vegamál í brennidepli ■ Síðastliðinn fimmtudag var haldinn fundur á Hólmavík um fyrirhugaða sameiningu Hólma- víkur- og Hrófbergshreppa. Á fundinn mætti auk heimamanna, Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri í Félagsmálaráðuneytinu. Slæmt vegasamband innan hins nýja sveitarfélags er helsti þrösk- uldurinn í sameiningu hreppanna, en á vetrum er oft ófært úr Hróf- bergshreppi til Hólmavíkur. Vega- gerð ríkisins hefur mælt fyrir nýj- um vegi á þessari leið, og er þá áætlað að fara yfir svonefnd Fella- bök þar sem veður eru hörð og snjó- þyngsli mikil. Þessi nýi vegur verð- ur einnig tenging Strandavegar við Steingrímsfjarðarheiði. Á fundinum á Hólmavík lögðu heimamenn áherslu á að nýjum vegi yrði valinn staður meðfram sjó. Að öðrum kosti væri hætt við að ekki yrði unnt að halda uppi daglegum skólaakstri innan nýja sveitarfélagsins nema með miklum og kostnaðarsömum snjómokstri. Börn í Hrófbergshreppi sækja nú skóla að Klúku í Bjarnarfiðri og eru þar í heimavist. Eftir samein- inguna mun Hólmavíkurskóli taka við þessum börnum og verður dag- legur akstur þá nauðsynlegur, enda stutt að fara. Fyrirhugað er að gefa Hólmvík- ingum kost á að tjá sig um samein- ingu hreppanna í almennri at- kvæðagreiðslu, sem verður í fyrsta lagi um miðjan febrúar 1986. Stefnt er að því að kjósa sameiginlega hreppsnefnd fyrir báða hreppana í sveitarstjórnarkosningunum í vor. íbúar í Hólmavíkurhreppi voru 417 1. des. 1984, en 28 í Hrófbergs- hreppi. Stefán Gíslason, Hólmavík. Ljóðasnælda 15skálda - og Ijóðaf lutningur á vetrarsólstöðum kl. 17 ■ Út er komin splunkuný kassetta sem geymir ljóð fimmtán ljóðskálda og í tilefni þessara merku tímamóta í sögu íslenskrar ljóðlistar hefur verið ákveðið að efna til ljóðaflutnings á Lækjartorgi á vetrarsólstöðum, laugardaginn 21. desember kl. 17. Nokkur þeirra skálda sem eiga efni á ljóðasnældunni, sem Gramm- ið gefur út, munu flytja Ijóð sín í gegnum kraftmikla hátalara yfir jól- agjafakaupendum. Og það eru þau Sigfús Bjartmarsson, Jóhamar, Dagur, Þór, Þorri, Sjón, Einar Melax, Einar Már og Björk. En Gyrðir Elíasson, Bragi Olafs- son, Anton Helgi Jónsson, Steinþór Linda Vilhjálmsdóttir og Geirlaugui Magnússon flytja einnig Ijóð á snældunni en verða flest fjarverandi á laugardag. Allir ljóðaunnendur eru hvattir til að mæta á Lækjartorg og hlýða á skáldin. Einnig verður hægt að taka raddir þeirra með sér heim því snældan verður seld á staðnum ásamt bæklingi. Ekki er vitað til þess að svo formlegur Ijóðaflutningur hafi áður farið fram á Lækjartorgi. Og þá er bara að biðja um gott veður... Þjóðólfur: Nýr ritstjóri ■ Inga Lára Baldvinsdóttir hef- ur verið ráðin ristjóri Þjóðólfs á Selfossi og tekur hún við af Gísla Sigurðssyni sem ritstýrt hefur blaðinu í 20 ár. Inga Lára er cand.mag. í sagn- fræði og fornleifafræði og hefur unnið við Þjóðminjasafn Islands. Hún er jafnframt ritstjori Árbók- ar Hins íslenska fornleifafélags. Jólablað Þjóðólfs er komið út og þar skrifar Gísli Sigurðsson m.a. kveðjugrein. Heilsugæslustöðin í Fossvogi fær gjöf ■ Heilsugæslustöðinni í Fossvogi hefur borist góð gjöf frá Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. Er hér um að ræða eyrna- þrýstingsmæli (tympanometer). Slíkt tæki er ómetanlegt til þess að fylgja eftir börnum sem fengið hafa eyrna- bólgu með tilliti til vökva í miðeyra en slíkt getur valdið heyrnartapi. Einnig getur tækið hjálpað til að greina dulda heyrnargalla hjá börnum og fullorðn- um. Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar að dvalar- og sjúkradeild Hornbrekku Ólafsfirði. Umsóknarfrestur til 5. jan. ’86. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96-62480.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.