NT - 20.12.1985, Blaðsíða 11

NT - 20.12.1985, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. desember 1985 11 Náttúrufræðidagur íslands ber upp á fuglatalningardaginn: Allir eru hvattir til að telja fugla Sunnudaginn 29. desember 1985 verður haldinn síðasti náttúrufræði- dagur ársins, sá 8. á þessu ári. Ahugahópur um byggingu náttúru- fræðisafns hefur staðið að þessum kynningardögum, þarsem teknireru fyrir ýmsir þættir úr ríki náttúrunn- ar, svo og dæmi um starfsemi vænt- anlegs safns. Til dæmis má telja sýn- ingar, fræðsluferðir og eins og nú, samstarf áhugamanna og vísinda- manna við rannsóknir. Tilgangurinn með náttúrufræðidögunum er að vekja athygli ráðamanna og almenn- ings á nauðsyn þess, að byggt verði alhliða, nútímalegt náttúrufræði- safn, þar sem aðstaða er til sýninga á ýmsu því sem við kemur náttúrunni, svo og til ýmissa rannsókna. Að þessu sinni ber náttúrufræði- daginn upp á sama dag og fugla- áhugamenn halda árlegan talningar- dag. Fuglatalningardagar eru haldn- ir ár hvert, oftast milli jóla og nýárs. Hefur svo verið síðastliðinn 33 ár, eða frá árinu 1952. Þetta er eini dag- urinn sem segja má að sé almennt útkall meðal fuglaskoðara á öllu landinu í einu. Alls taka 50-60 áhugamenn þátt í þessum talning- um. Hversvegna fuglatalningar? Tilgangur þess að telja fugla að vetrarlagi ereinkum þríþættur: 1) Að kanna hvaða fuglategundir lifa í landinu um hávetur. 2) Að kanna hversu algengar hinar ýmsu tegundir eru. 3) Að fylgjast með ástandi fugla- stofna, hvort fuglum fækki, fjölgi eða hvort stofnar standi í stað. Fuglatalningar af þessu tagi gefa þverskurð af því fuglalífi sem hér er á þessum árstíma. Sá misskilningur hefur komið upp meðal þeirra sem þekkja ekki nægilega til, að taldir séu allir fuglar á landinu. Slíkt er vitaskuld ógjörningur, enda athug- endur sárafáir, landið stórt og hver talningarmaður kemst aðeins yfir takmarkað svæði. Hvernig fara talningar fram? Talningar fara þannig fram: Val- inn er hentugur dagur, en talið er sama daginn um land allt. Tekið er mið af því, hvenær flestir athugend- ur eiga frí frá sínum daglegu störfum. Talningarsvæðin eru ákveðin fyrirfram. Birtan takmarkar hversu lengi er hægt að telja hin ■ Sjálfsagt verða þreslirnir á listum flestra sem taka þátt í fuglatalningunni á náttúrufræðidcgi ársins, 29. desember. valda dag, en birtutíminn er ekki nema 5-6 klukkustundir á þessum árstíma. Talning hefst í dagrenningu og talið óslitið fram í myrkpr. Veður ræður að sjálfsögðu miklu um hvern- ig til tekst, og oft er kalsasamt við þessa iðju. Stundum verðurað telja á öðrum degi en þeim sem hafði verið ákveðinn vegna veðurs. Á þessum tíma komast menn yfir um 3-8 km2 svæði. Hvað á að gera á náttúrufræðidaginn? Á náttúrufræðidaginn 29. des- ember er öllurn sem vilja boðin þátt- taka í fuglatalningu. I staö þess að leita langt yfir skammt, skulu þátt- takendur taka upp kíkinn og skoða fuglana í næsta nágrenni sínu. Þátt- takendur skulu hafa eftirfarandi hluti við höndina: kíki, fuglabók, (besta bókin sem til er á íslensku til að greina fugla er Fuglar Islands og Evrópu, öðru nafni Fuglabók AB), vasabók (eða blað) og blýant. Þátttakendur skoða ákveðið af- markað svæði í nágrenni síns heima, t.d. garðinn við húsið, næsta ná- grenni sveitabýlis, ströndina neðan við húsið. Á þessu svæði er leitað að öllum fuglum og reynt að finna hvað þeir heita. Rita skal í bókina allar fuglategundir sem sjást og hve marg- ir eru af hverri tegund. Ef fuglahóp- ur er svo stór að ekki er hægt að tclja fuglana, má giska á hve margir þeir eru. I stað þess að telja allan tímann meðan birta endist (eins og margir Saga frá Tyrkjum Yashar Kemal. - Saga um uppreisn og ást - Þórhildur Olafsdóttir þýddi úr tyrknesku. Mál og menning. ■ Þessi saga gerist í Tyrklandi kringum 1930. Höfundurinn er fæddur 1923. Hér er lýst landi og þjóð, landslagi og þjóðháttum. Og þar er margt ólíkt því sem við eigum að venjast. Ýmsar sögur höfum við af ofriki lénsherra og ríkismanna á fyrri öldum. Sú mannfélagsskipun hefur haldist fram á okkar daga þar austur frá. Því miður mun það ekki eins- dæmi í veröldinni. Naumast man ég eftir naprari lýs- ingu á kúguðu fólki en þarna er gerð. En úrræði þeirra sem ekki una undir járnhæl kúgarans eru þau helst að leggjast út sem stigamenn og hefna harma sinna. Manni skilst að þjóðskáldin tyrkn- esku hafi samið hetjusögur af útlög- um á borð við Hróa Hött. Þar voru vaskir menn sem tóku völdin, - lög og rétt - í sínar hendur og færðu auðæfi frá ríkismönnum til snauðra og kúg- aðra. í því formi hafa draumar kúg- aðrar alþýðu lengi verið. Það er á sinn hátt skylt því þegar Grámann stal úr kóngsgarði til að halda lífi í karli og kerlingu. Sagan af Memed mjóa er spenn- andi saga af baráttu upp á líf og dauða. Að öðrum þræði er það bar- átta um rétt bóndans til að eiga jörð sína og búfé og viðleitni auðmanna til að framlengja lénsskipulagið með einhverjum hætti. Frelsishreyfingar eða pólitískrar vakningar meðal al- þýðu getur lítt enda er alþýðumennt- un ekki á háu stigi og fólk hefur ekki fréttirnar úr dagblöðum. En þó að margt sé ólíkt því sem við þekkjum best og búum við eru mannlegar til- finningar eins. En margt finnst okk- ur illa tamið hjá Tyrkjum og grunnt á grimmdinni. Þýðingin virðist vel af hendi leyst á lipru og léttu máli án allra framandi þýðingareinkenna. H.Kr. fuglaskoðarar gera) skal aðeins talið tvisvar sinum meðan bjart er, kl. 12 og kl. 15. Þeir scm taka þátt í talningunni skulu rita athuganir sínar skipulega á blað á þennan hátt: Fuglatalning 29.12.1985 og síðan 1) Lýsa svæðinu sent var athugað, hvar það sé og hvað stórt, 2) Gera lista yfir allar fuglategundir sem sjást og hve margir fuglar 3) Rita nafn sitt og heimilisfang. Blaðið er síðan sent til Náttúru- fræðistofnunar Islands, Pósthólf 5320, 125, Reykjavík. Þeir sem senda inn athuganir sínar munu fá sent yfirlit yfir fuglatalninguna, þeg- ar allar skýrslur hafa borist og búið er að taka upplýsingarnar saman. Er fjölskrúðugt fuglalíf hér á veturna? Margir halda, að þegar sumarið er búið og vetur gengur í garð, hverfi nánast allir fuglar brott til suðlægari landa og sjáist ekki fyrr en næsta vor. Þessi hugmynd á eflaust rætur sínar að rckja til þess tíma, er flestir bjuggu á sveitabýlum inn til landsins áður fyrr. Þar er vissulega fábreytt fuglalíf á veturna, nema þar sé opið vatn. Ef það er ekki til staðar, má nánast segja að þar sjáist varla fleiri tegundir en rjúpa, hrafn og snjótitt- lingur, e.t.v. einmana fálki. Út til sjávarins og þar sem vatn helst ís- laust er hins vegar mun meiri fjöl- breytni og fuglafjöldi langtum meiri. Það kemur víst ýmsum á óvart, að alls hafa sést í þessum talningum um 100 fuglategundir. Þó eru aðeins lið- lega 70 tegundir sem verpá hér á landi reglulega. Því er þó við að bæta, að meiri hluti þessara tegunda er sjaldgæfur og skipta því litlu í fuglalífi Islands. Það er engu að síð- ur rúmlega 40 tegundir sem fuglalíf Íslands að vetrarlagi byggist á. Þær tegundir sem helst er von á að sjá eru taldar hér á eftir, en það fer mjög eftir hvar skoðandinn á heima (inni í landi, út við sjó, í þéttbýli): Lómur Fjöruspói Himbrimi Stelkur Flórgoði Tildra Fýll Hrossagaukur Dílaskarfur Sendlingur Toppskarfur Silfurmávur Álft Svartbakur Stokkönd Hvítmávur Urtönd Bjartmávur Rauðhöfðaönd Hettumávur Húsönd Rita Hávella Teista Straumönd Músarrindill Æðarfugl Svartþröstur Gulönd Gráþröstur Toppönd Skógarþröstur Fálki Snjótittlingur Smyrill Auðnutittlingur Rjúpa Stari Tjaldur Hrafn ÁRMÚLA3 SÍMAR 687910-81266 0 jarnar Kitchen hr3£rlV .. endast og endast og e n d a s r Rafbú^aI"abþjót'w tryggir orugg PJ IsamkowW- 5* IMM /B - JTf/0 ## SAMBANDSINS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.