NT - 21.12.1985, Side 3
3
Þekkirðu mig
Nafn: Guðný Magnúsdóttir.
Fæðingard.: 1. mars 1976.
Heimili og skóli: Ég á
heima í Hvítárdal og er í
Flúðaskóla.
Áhugamál: Að greiða hár
og snyrta.
Skemmtilegast í skólan-
um: Sund.
Uppáhaldsmatur: Pylsur
og kjúklingar.
Besti félagi: Berglind í
Kópavoginum.
Besta bíómynd: Sagan
endalausa og ET.
Uppáhaldshljómsveit:
Wham.
Besti söngvari: George
Michael og Andy Ridgeley.
Uppáhaldssjónvarpsþátt-
ur: Dallas, Derrik og fleira.
Hvert langar þig að
ferðast: Til Skotlands.
Hvenær ferðu að sofa: Það
er mjög misjafnt.
Ertu safnari: Já, ég safna
Barna-tímanum og fleiri
blöðum.
Hað myndirðu gera ef þú
ynnir í happdrætti: Ég
myndi leggja alla peningana
(banka.
Hvað langar þig að verða:
Hárgreiðslukona og
snyrtisérfræðingur.
Hvað lestu helst: Alls konar
spennandi sögur.
Hvað er skemmtilegast:
Að æfa mig að greiða og
snyrta.
Hvað hefur þú gert í dag:
Ég og bróðir minn vorum að
renna okkur á svelli. Svo fór
ég inn að drekka og síðan að
sauma svolítið og svo að
skrifa þetta bréf. Reyndar
var ég í skólanum frá 9 til 12.
Besti brandari:
Siggi: - Mamma, ætlar þú til
Nínu?
Mamma: - Nei, til Siggu.
Siggi: - Af hverju ekki til
Nínu?
Mamma: - Af því að hún
tímdi ekki að lána mér tíu
krónurl-
Svona teikna ég mynd af
mér:
P.S. Barna-tíminn biö-
ur alla sem senda efni í
þáttinn Þekkirðu mig?
aö láta einnig fylgja Ijós-
mynd með. Því biðjum
viö Lilju Jónsdóttur,
Hafnargötu 2, Reyöar-
firöi, aö senda Ijósmynd
af sér sem fyrst. Veriö nú
dugleg aö láta heyra frá
ykkur svolesendur fái aö
kynnast sem flestum!
UT; 69 I
Hrærigrautur
( þessum hrærigraut er
búiö aö fela heiti 7 hljóð-
færa. Þau eru ýmist falin
lárétt, lóörétt, á ská, aftur á
bak eöa áfram. Þegar þú
hefur fundiö þau, skrifaðu
þau þá á blað og sendu til:
Barna-Tímans,
Síðumúla 15,
Reykjavík.