NT - 21.12.1985, Side 6
6
ég segja...
KATTER
Lilja er 7 ára gömul og á heima á bóndabœ sem heitir
Hóll. Hún á systur sem er 10 ára og heitir Guðrún en er
bara kölluð Gunna. Mamma er að baka fyrir jólin. Gunna
og Lilja mega hjálpa viö smákökurnar. Pabbi er (fjósinu
að gefa kúnum.
Gunna og Lilja áttu að fara að sofa. Lilju fannst leiðinlegt
að vera í sama herbergi og Gunna og Gunnu fanst þáð
líka. Daginn eftir kemur Gunna til Lilju til að vekja hana.
Lilja svaf fast. En loksins vaknaði hún og staulaðist fram
úr rúminu og fór fram í eldhús. Mamma beið með heitt
kakó og svo brauð með áleggi. Pabbi kom niður. Hann
hefur verið að vakna. Lilja og Gunna kölluðu báðar (kór:
Svefnpurka, svefnpurka!
Mamma sagði við Lilju: - Þú varst nú sjálf að vakna,
góða mín. Lilja roðnaði en Gunna fór að hlæja. Mamma
sagði við pabba:
- Hvað viltu nú boröa?
Pabbi sagðist vilja heitt kakó og brauð.
Þegar allir voru búnir að borða var farið út í fjós. Stelp-
urnar fóru að mjólka og pabbi og mamma fóru að moka
flórinn.
Gunna á einn hest og Lilja á annan. Mamma og pabbi
gáfu þeim þá í jólagjöf í fyrra. Stelpurnar voru bunar að
mjólka Bröndu og þá áttu þær bara eftir Búkollu. Mamma
og pabbi voru búin að moka og voru komin inn. Nú voru
stelpumar búnar að mjólka.
Gunna stakk upp á að fara út í hlöðu að sveifla sér (
kaðlinum á milli heystaflanna. Lilju fannst það gott ráð. Þær
léku sér í tvo klukkutíma. Þá sagði Lilja: - Eg nenni þessu
ekki tengur. Gunnastakk þáuppáaðfaraáhestbak.-Já,
já, sagði Lilja áköf.
Þær fóru inn og sögðu mömmu það og sfðan fóru þær á
hestbak og riðu yfir læk. Lilja datt af baki og Gunna fór
heim og sagði mömmu og pabba frá því.
Pabbi fór strax á Draum. Það er hesturinn hans. Þau
fóru til Lilju og pabbi bar hana heim. Mamma hringdi á
lækni og sagði hvað komið hefði fyrir. Læknirinn kom í
flýti. Hann sagði að bakið væri brotið og hann fókk að
hringja á sjúkrabíl. Svo var Lilja lögð inn á spítala.
Næsta dag fór hún (aðgerð en þá kom f Ijós að hún var
ekki brotin heldur bara sár. Lilja fékk að fara heim. Þá
sagði hún: - Á Hóli kátt er!
Sigurrós Jóhannesdóttir, 9 ára,
Fífuseli 19,
109 Reykjavík.
Svolítið er þetta skrýtin mynd.
Listamaðurinn hefur teiknað
a.m.k. 8 atriði sem ekki eru rétt.
Geturðu fundið þau? Sendið
lausn til:
Barna-tímans,
Síðumúla 15,
^ Reykjavík.
)