Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.2004, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.2004, Síða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 28. ágúst 2004 | 13 urnar rennur upp fyrsti áfangi í ferli um hús- ið, sem nær yfir efstu tvær hæðirnar og spannar grunnsýningu hússins um menning- arsögu Íslands. Eins og á siglingu standa innréttingar sænsku arkitektanna á arkitektastofunni Codesign og gera margt í senn: geyma gripi sýningarinnar, segja sögu, varða leiðir um aldir sögunnar og mynda smærri rými innan hins stóra rýmis. Hánútímalegar sérhannaðar innréttingarnar virðast fljóta um rýmið í mjúkri dagsbirtunni sem streymir inn um taktfasta gluggana á langhliðum salarins og yfirbragðið er svalt, eiginlega alþjóðlegt í módernískri naumhyggju 21. aldarinnar. Ör- lítið skakkur sjónás liggur gegnum allan sal- inn og fram á gamla stigaganginn í hinum enda hússins, þar sem litað glerverk listakon- unnar Nínu Tryggvadóttur leiðir augað til sín, og stiginn áfram upp á næstu hæð þar sem framvinda sýningarinnar heldur áfram – en ekkert liggur á, fyrst má eyða nokkrum tíma gripunum var safnað saman í röð og reglu í stórum einingum á bak við gler í rökkvuðu rými, fær hver gripur – eða lítið safn gripa – hér sinn eigin klæðskerasaumaða skáp, sem minnir á sveinsstykki í hagleik og fínvinnu. Sumir skápanna minna sjónrænt á verk- færabelti iðnaðarmanna (þar sem neðst fer breið leðurreim með litlum vösum þar sem tól og tæki standa út og upp úr). Hér eru það oregon pine viðarklæðning sem myndar grunninn, og ýmsar útgáfur af gleri og plexi- gleri, sem ramma inn gripina, hálfgegnsætt og gegnsætt sem speglar og hleypir í gegn á víxl, og sem eykur enn á þá upplifun að allt sé hér hverfult og hvergi nein festa í raunveru- leika eða tíma. Láréttum og lóðréttum línum er stefnt saman í hárfínu jafnvægi, og skáps- einingarnar skipa sér í þyrpingar sem renna þó saman án skýrra marka, en hvítir flekar sem innihalda upplýsingar á texta- og tölvu- formi virka eins og segl sem halda skápunum stöðugum á siglingunni um rýmið. Arkitektarnir hafa lagt áherslu á að hver gestur sé ekki bundinn heldur geti fundið sína eigin leið, sín eigin sjónarhorn um rýmið og safnið, og tilfinningin er á köflum ekki ósvip- uð og í „show-room“ eða verslun með dýrar lúxusvörur. En hér eru líka svartir flekar upphækkaðir á gólfinu með kumlum og máð- um altaristöflum, og manngeng askja í eld- rauðu plexigleri sem geymir návígi Heklu og Þjórsárdals í eldsumbrotum sögunnar. Á efri hæðinni, sem er opnari yfirbragðs – enda færri og stærri gripir eftir því sem nær dreg- ur í tíma, siglir báturinn Ingjaldur á háglans- andi plexiglerfleti á móti heilli baðstofu, og virðist hvort tveggja í senn svífa í lausu lofti yfir fletinum, og halda föstum háttsettum gluggunum yfir miðju salarins og rýminu um- hverfis sig í spegilfleti glersins. Sýningin á hér í samræðum við húsið, hið alþjóðlega á í samræðum við hið þjóðlega. Og rennur allt saman í tímaleysi nútíðar og fortíðar. V Heildaryfirbragð hins „nýja“ Þjóðminjasafns er nokkuð heilsteypt, en þó verða ávallt þætt- ir og spurningar sem fá að standa óleystar. Byggingalist stígur í eðli sínu línudans á milli tækni, notagildis og fagurfræði, og þegar best lætur getur hún miðlað verðmætu innihaldi í formi og rými, efni og birtuinntaki á þann hátt að grípi heimsmynd hvers tíma og hvers staðar hverju sinni. Það að vinna með eldri byggingu og græða hana nýjum lögum eða nýju samhengi og forsendum er vandasamt verk. Það að vinna með ramma eða umgjörð fyrir miðlun menningararfsins krefst afstöðu til okkar eigin tíma og okkar eigin menningar. Það er afar ánægjulegt að sjá hvernig arki- tektarnir á Hornsteinum nálgast upprunalega byggingu Sigurðar Guðmundssonar af virð- ingu og auðmýkt í stað þess að umturna öllu með látum. Þeirri þyngd sem einkennir upp- haflegu bygginguna er haldið áfram á rólegan hátt og er það sannfærandi andrúm fyrir dýr- mætan fjársjóð okkar Íslendinga. Salirnir sem standa nú stórir og opnir fyrir dagsbirtu eru kannski táknrænir fyrir breytta stöðu þjóðar frá því sem var; bjartsýnt, opið og létt- lynt þjóðfélag. Af viðbyggingunum tveimur á „koparkálf- urinn“ undir kaffistofuna sér skýrari rödd í samræðum við gamla húsið, þar sem hann er svo sjálfstæður frá hinu í formi og efni. Gler- hliðarnar bæði spegla og hleypa í gegnum sig svo bygging og landslag umhverfis birtist á ýmsa vegu allt eftir sjónarhorni, veðri og tíma dags. Aðkomubygginguna við suðurgaflinn er hins vegar erfiðara að staðsetja: Er hún hluti af gamla húsinu eða ekki? Er hún of lítil eða of stór? Þá má spyrja hvort tröppurnar frá aðkomu upp í salinn séu full mikilúðlegar? Og eins hvort hægt sé að færa „andlit“ eða að- komu byggingar á þann hátt sem hér er gert án sársauka? Með tilliti til innréttinga og sýningarhönn- unar arkitektanna á Codesign er hægt að velta vöngum yfir því hvort nálgun þeirra með tilvísun í zap-menningu nútímans auki enn á ringulreið og óöryggi eða hvetji frekar til endurtekinna heimsókna, þar sem sífellt eru nýjar víddir og ný sjónarhorn að upp- götva? Er naumhyggjan í dagsbirtu og fínum gleröskjum, trafalárum okkar daga, á kostnað efniskenndar og dulúðar sögunnar? Eða eru háglansandi efni sem bregða á leik með birtu og margræðum speglunum einmitt gáttin að upphafningu tímans? Kristján Eldjárn hugði fyrir fimmtíu árum marga mannsaldra í útþensluþörf Þjóðminja- safnsins, og ekki er gott að vita hversu langan tíma Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminja- vörður safnsins í dag, spáir safninu í núver- andi stærð þess. Enginn vafi þó leikur á að Háskólahverfið hefur með enduropnun Þjóðminjasafns í nýrri mynd öðlast góðan þyngdarpunkt og lifandi tengingu við borgina og borgarana. og reyna að átta sig á frjálslegri niðurskipan rýmisins. Stakir skápar úr svörtu plexigleri standa eins og vitar með jöfnu millibili, en þeir geyma lykilgripi hvers söguhólfs, sem hleyp- ur ýmist á 200 eða 100 árum, og allt eftir stærð hvers grips – lítils Þórslíkneskis, þykkrar Guðbrandsbiblíu eða Valþjófs- staðahurðar – er glerinnsetningin í svart gler- ið lítil eða stór. Andstætt gamla fyrirkomulaginu, þar sem Morgunblaðið/Árni Torfason Á brattann „Af jarðhæðinni sést öðrum megin við tröppuna inn í ljósmyndasafnið, þar sem birtan fær að flæða undir svífandi vegg við gluggana, og hinum megin lokkar kaffistofan, en sé haldið á brattann upp tröppurnar rennur upp fyrsti áfangi í ferli um húsið, sem nær yfir efstu tvær hæðirnar …“ Höfundur er arkitekt FAI.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.