Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.2004, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.2004, Qupperneq 17
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 28. ágúst 2004 | 17 Decemberists, sem er frá Portlandí Bandaríkjunum, þótt þeir hafi mjög breskan hljóm, er með afkasta- meiri sveitum. Nú hafa þær fréttir borist að ný hljómplata sveitarinnar sé svo gott sem tilbúin, sú þriðja á jafnmörgum árum. Í fyrra kom Her Majesty the Decemberists og árið 2002 Castaways and Cutouts. Nýju plötuna unnu þeir félagar með Chris Walla, úr hljómsveitinni Death Cab for Cutie. Forystumaður Decemberists, Colin Meloy, segir að hljómsveitin sé afar ánægð með afraksturinn og aðeins séu u.þ.b. tvær vikur í að platan verði að fullu tilbúin. „Ég held við höfum aldrei komist jafn nærri því að gera tónlist eins og við viljum gera,“ segir Meloy. Vinnuheiti hinnar nýju plötu er The Infanta.    Radiohead sendir frá sér nýjaupptöku innan tíðar. Verður lagið gjöf til War Child-góðgerð- arsamtakanna, sem safna fé til handa stríðshrjáðum börnum. War Child opnar nýja vefsíðu 9. september nk. og mun lagið verða fáanlegt til sölu eitt og sér á þeirri síðu og mun allur ágóðinn af sölu lagsins renna til sam- takanna. Umrætt lag er ný útgáfa af „Go To Sleep“ af Hail To The Thief, sem hljóðrituð var á tónleikum í Osaka og endurhljóðblönduð af Jonny Greenwood. Lagið mun aðeins kosta 99 bresk pens. Fleiri áður óútgefin lög verður að finna á warchildmusic- .com. Þar verður m.a. lag með hinu vinsæla tríói Keane, sem leikur ein- mitt fyrir Íslendinga á komandi Airwaves-hátíð . Stefnan er að bæta reglulega við nýjum lögum frá þekkt- um flytjendum á síðuna.    Nýjasta plata Tom Waits er dans-væn að hans eigin sögn. Þetta kemur fram í viðtali við Rolling Stone-tímaritið þar sem hann segir að svo mikill fítonskraftur sé í plöt- unni Real Gone að það væri hreinlega hægt að dansa við lögin á henni. Waits býður meira að segja upp á dans- kennslu í hinu glaðværa lagi „Metropolitan Glide“. „Hvað er langt síðan maður hef- ur heyrt lag sem um leið er kennd- ur nýr dans?“ spyr Waits. „Þetta er nafn á gömlum dansi sem var vinsæll á 3. áratugnum. Ég sagði við sjálfan mig; „Hvað ég væri til í að læra Metropolitan Glide“.“ Samkvæmt Rolling Stone er Real Gone, sem Waits samdi og tók upp í náinni samvinnu við eiginkonu sína, Kathleen Brennan, einhver hams- lausasta plata sem þau hafa unnið að saman, „plata sem veður um eins og naut á örvandi lyfjum“. Platan var að sögn Waits hljóð- rituð og -blönduð á tveimur mán- uðum. Meðal hljóðfæraleikara á plöt- unni verða auk fastagesta gítarleikarinn Mark Ribot en hann hefur ekki unnið með Waits síðan á hinni rómuðu Raindogs frá 1985. Waits segir textana fjalla meðal annars um bandaríska sjóræningja sem ræni og rupli allra þjóða kvikindi sem á vegi þeirra verða, m.ö.o. sé hann að fjalla um „bandarísku að- ferðina“. Á plötunni verða líka ball- öður eins og „Day After Tomorrow“. Engin plata fangar betur ferskleikann,heiftina, lífsþróttinn, vonleysið, hug-myndaauðgina og ringulreiðina semeinkenndi bresku skabylgjuna seint á 8. áratugnum og fyrsta plata The Specials. The Specials var stofnuð í Coventry árið 1977 af nokkum ungum og atvinnulausum félögum en hét þá Coventry Automatics, eða The Jaywalkers, The Hybrids, The Special A.K.A. en sló svo í gegn undir nafninu The Specials. Í bandinu var blanda af hvítum strákum og svörtum, nokkuð sem varla var farið að tíðkast þá. Og tónlistin var bræð- ingur úr þeim straumum sem þá kraumuðu hvað heitast í undirheimum breskr- ar tónlistar; krafturinn, reiðin og fasið úr pönkinu blandað saman við funheitan danstaktinn í ska-, rokksteddí- og reggí-tónlistinni. Þá var innihald textanna pólitískara og beinskeyttara en áður hafði tíðkast, hávær og skorinorð áköll til alþýð- unnar um að láta íhaldsöflin og lávarðalýðinn í landinu ekki lengur vaða yfir sig á skítugum Lloydsskónum. Útkoman var með eindæmum grípandi og sálarfullt popp sem dúndraði á hár- réttu augnabliki í afturendann á diskódasaðri æskunni. Heilarnir á bak við snilldina voru þeir Terry Hall söngvari – sem átti síðar eftir að leiða bönd á borð við The Fun Boy Three og The Color- field – og Jerry Dammers, lagasmiður og hljóm- borðsleikari, en The Specials var samt alveg inni- legt teymi, frjór og frjálslegur félagsskapur með skýr markmið. Vegna daðurs hinna mætu Clash við reggí- tónlistina fengu stóru fyrirtækin áhuga á semja við þessa pilta þegar eldmóður þeirra og áhrifa- máttur á tónleikum tók að spyrjast út fyrir Cov- entry-borg. En í staðinn ákváðu þeir að gefa út sjálfir á nýju útgáfumerki sem Dammers hafði stofnað og kallaði 2-Tone eftir tvílitum fötum sem höfðu verið í tísku á 7. áratugnum, sérstaklega hjá mod-urum. Önnur bönd sem voru á mála hjá 2- Tone Dammers voru Madness, The Bead og The Selecters, allt sveitir sem döðruðu hver á sinn hátt við ska, reggí og nýbylgju. Eftir að hafa gefið út litlu plötuna „Gangsters“ og komið henni inn á topp tíu gáfu The Specials svo út þessa umræddu tímamótaplötu, í október 1979. Platan hét eftir sveitinni, fór beint inn á topp fimm í Bretlandi og hrinti af stað nettu ska- æði sem Madness áttu síðan eftir að gera ennþá vinsælla, poppaðra. Upptökustjóri var Elvis Cost- ello en nærvera hans var þó í sjálfu sér óþörf, nema þá kannski til að hvetja þá til dáða, því plat- an var svo að segja tekin beint upp, m.ö.o. upp- taka í hljóðveri á tónleikaprógramminu rómaða. Ótrúlega þétt og skemmtilegt 14 laga sett sem samanstendur af frumsömdum lögum og smekk- lega völdum tökulögum sem flest eiga rætur að rekja til eldri reggí-, ska-, og rokksteddí- spámanna Karíbahafsins. Ef nauðsynlega þarf að gera upp á milli þeirra, má nefna gömlu rokk- steddí-standardana „A Message to You Rudy“, „Too hot“ og „You’re Wondering Now“og eitt af ska-stuðlögum allra tíma „Monkey Man“ sem þeir fengu lánað frá „Toots and the Mayals“. Ekki síðri eru þó frumsömdu lögin „It Doesn’t Make It Alright“, „(Dawning Of A) New Era“, „Little Bitch“ þar sem Specials sýndu að hægt væri að sameina Rolling Stones-rokkriffin og ska-ið og „Too Much To Young“ tímabær skilaboð til breskrar æsku um að gleyma ekki getnaðarvörn- unum. BBC bannaði síðastnefnda lagið en það náði samt toppi vinsældalistans. En The Specials gerðu kannski sjálfir of mikið of ungir. Aldrei tókst sveitinni að jafna snilldina sem var þessi fyrsta plata. Botninn var úr band- inu þegar önnur platan More Specials kom út og þegar Terry Hall klauf bandið þá var nafninu aft- ur breytt í The Special A.K.A. En nafn The Spec- ials lifir með samnefndri plötu sem er ska-kallað meistaraverk. Of mikið of ungir Poppklassík Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is F yrir skemmstu var hér staddur bandaríski tónlistarmaðurinn Lou Reed sem skandalíseraði í Sjón- varpinu, var vondur við blaða- menn og spilaði í Laugardalshöll. Ekki ætla ég að ræða sérkenni- legan fréttaflutning af ferðum Reeds, meintri mannvonsku og dónaskap, heldur fannst mér um- fjöllun um tónleika hans ágætt tilefni til pælinga um tónlistardóma almennt. Mér er minnisstæður blaðamannafundur sem Bubbi Morthens hélt er hann var að kynna nýút- komna plötu sína Frelsi til sölu haustið 1986. Einn blaðamannanna spurði hann af hverju hann væri ekki að spila almennilegt rokk lengur og Bubbi svaraði að bragði: „Viltu ekki líka spyrja af hverju ég sé ekki lengur 21 árs?“ Þetta svar Bubba situr í mér (nei, ég var ekki blaðamaðurinn), því það nær prýðilega að svara þeirri sífelldu kröfu um að tónlistarmenn breytist ekkert. Hvernig á að meta tónlistarmann eins og Lou Reed, mann sem starfað hefur í fjóra áratugi og sífellt að þreifa fyrir sér með nýjar tjáning- arleiðir? Ekki er bara að hann var leiðtogi einnar áhrifamestu rokksveitar sögunnar, Velvet Und- erground, heldur hefur hann einnig sent frá sér grúa af merkilegum sólóskífum, þá fyrstu fyrir rúmum þrjátíu árum. Á sólóferlinum hefur hann svo fengist við rokk, popp, hálfklassík, tilraunar- okk, raftónlist / óhljóðalist og svo má telja. Seildist inn í sig Á tónleikunum í Höllinni spilaði Reed lög á ýms- um aldri, sum frá upphafi ferilsins, önnur að segja glæný. Það var gaman að heyra hvernig hann tálgaði utan af lögum allan óþarfa, allt sem staðið gat í vegi fyrir textanum, fyrir innhaldi lagsins, sem skiptir hann greinilega æ meira máli. Í flutn- ingnum seildist hann inn í sig, lagði sig allan fram og skilaði sterkri og eftirminnilegri túlkun. Ekki var minna um vert að heyra hvernig hann lék lög- in þrjú sem allir þekktu, gamla slagara, spilaði þá eins og honum sýndist og sýndi þá um leið á þeim nýjar hliðar, gaf þeim nýja merkingu. Þeir sem komu til að heyra gamla tíma urðu væntanlega fyrir vonbrigðum, þeir sem komu til að heyra í Velvet Underground, eða réttara sagt upplifa goðsögnina Velvet Underground, hlutu að verða fyrir vonbrigðum, þeir sem vildu bara heyra gömlu lögin í upprunalegri útsetningu. Nýtt og gamalt Það vefst fyrir mörgum að vera skapandi alla tíð, þegar spenna og kraftur æskuáranna hverfur í barnastreð og búskaparbasl dvínar innblásturinn oft; um leið og listamenn fara að gefa af sér í einkalífinu er yfirleitt lítið aflögu útávið. Eins er frægðin gott apparat til að draga úr mönnum þrótt, einangra þá frá því sem var oft hvati að list- sköpun. Það er því svo að þó margir haldi ótrauðir áfram og séu enn að búa til nýja og forvitnilega tónlist áratugum eftir að þeir fyrst vöktu athygli, er svo með flesta að sköpunargleðin og -kraft- urinn dvínar með árunum og/eða milljónunum. Ágætt dæmi um hið fyrrnefnda var Lou Reed sem var ekki kominn hingað til lands til að spila lög af Transformer, hvað þá að hann hygðist spila Velvet Underground-lög eins og fram kom í við- tölum við hann; hann vill eðlilega helst spila það sem hann er að gera nýtt, sem er ferskast fyrir honum. Nokkuð sem allir tónlistarmenn skilja ef- laust vel. Í síðarnefnda flokknum er svo James Brown, sem leikur í Laugardalshöll í kvöld sína gömlu stuðmúsík. Brown hefur ekki verið að fást við nýja tónlist býsna lengi og alls ekki í þeirri heims- reisu sem heimsóknin hingað er liður í, hann er að flytja sín helstu lög í gegnum árin. Af dómum sem birst hafa um tónleika hans ytra á undanförnum mánuðum má sjá að Brown er í fínu formi þó hann sé orðinn nokkuð við aldur, hljómsveitin góð og stuðið ómengað, gamalt og gott. Thomas S. Eliot ræddi m.a. um að gagnrýnandi þyrfti að standa traustum fótum í sögunni til að hafa nauðsynlega yfirsýn og það sannaðist í um- fjöllun um Reed og tónleika hans að mínu mati. Það er nefnilega illa hægt að meta það sem tón- listarmaður með svo langan feril er að gera í dag nema þekkja eitthvað til þess sem hann hefur áð- ur gert. Þá er ekki nóg að kunna nokkur lög sem hann gerði fræg í upphafi ferilsins og krefjast þess að þau séu eins og þá – tónlistaráhugamað- urinn hlýtur að fagna því sem hann hefur ekki áð- ur heyrt og óska þess heitast að ekkert sé eins. Hlutverk gagnrýnandans Spurningunni um hlutverk gagnrýnandans er gjarnan svarað svo að skrif um listviðburði og út- gáfu, bækur og plötur, séu fyrst og fremst þjón- usta við lesendur / áheyrendur, leiðarvísir um það sem vert er að skoða betur eða forðast. Til þess að menn geti sinnt því verki sómasamlega þurfa þeir að vinna heimavinnuna sína og vera reiðubúnir að mæta listamanninum á miðri leið, reiðubúnir til að reyna að skilja það sem hann er að fara en ekki bara amast við því að hann skuli endilega vilja segja eitthvað annað en maður vildi heyra. (Það er svo eins gott að taka það fram að á þeim átján árum sem ég hef fjallað um tónlist er ég sek- ur um allt það sem hér er talið ámælisvert þó brotunum fari vonandi fækkandi.) Ekkert sé eins Hvert er hlutverk gagnrýnandans? Á hann að standa vörð um það að listamenn breytist ekki, fari ekki út af sporinu? Eða á gagnrýnandinn að reyna að mæta listamanninum á miðri leið, reiðubúinn til að reyna að skilja það sem lista- maðurinn er að fara? Morgunblaðið/ÞÖK Lou Reed í Laugardalshöll „Hvernig á að meta tónlistarmann eins og Lou Reed, mann sem starfað hefur í fjóra áratugi og sífellt að þreifa fyrir sér með nýjar tjáningarleiðir?“ Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Erlend tónlist Radiohead í góðum gír. Bandaríska rokksveitin Decemberists. Tom Waits

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.