Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.2004, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.2004, Page 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 23. október 2004 Árinni kennir illur ræðari“ er gjarnansagt um þann sem kemur sök á eiginvangetu á aðra eða annað. Orðtakiðhefur gengið í endurnýjun lífdaga seinustu fjórar vikur, meðan verkfall grunn- skólakennara hefur staðið, en þegar þessi orð eru skrifuð hefur verkfallið staðið í réttan mánuð og samningar kennaranna verið lausir í átta mánuði alls. Þessa átta mánuði hefur víst lítið sem ekkert þokast í átt til samkomulags milli deiluaðila, en önug staða hvors um sig er reyndar orðin ljós öllum landslýð. Sveitarfélögin eiga ekki fyrir kröfunum, en kennarar munu naumast slá svo af þeim að samkomulag takist á þeim grunni sem sveitarfélögin bjóða. Það er fyrir löngu komin pattstaða. Lagasetning kemur ekki til greina, því slíkt verður til þess að dampurinn, þótt lítill sé, dettur úr viðræðunum, og fjöldauppsagnir grunnskólakennara koma ugglaust til sög- unnar. Aðeins sú lausn virðist hugsanleg að nýlegur vanhugsaður samningur ríkis og sveitarfélaga um tekjuskiptingu milli þeirra vegna ábyrgðar á rekstri grunnskólanna verði endurskoðaður. Þar er þó ljón í veginum, því ríkisstjórnin stritast við að berja höfðinu í steininn og þverskallast við að axla ábyrgð á stöðu mála. Ríkisstjórnin er að því leyti verri en fasteignasalar að hún telur sig vera búna að „selja“ sveitarfélögunum skólahaldið og því verði ekki breytt. Sá sem kaupir fasteign get- ur þó alltaf fengið sölusamninginn endurskoð- aðan ef galli kemur í ljós á eigninni, en hversu ruglaður sem samningurinn um ábyrgð á rekstri grunnskólanna kann að vera, vill ríkis- stjórnin líta svo á að salan sé afstaðin og sá sem var hlunnfarinn, þ.e. sveitarfélögin, geti bara sjálfum sér um kennt. Sveitarstjórnirnar eru reyndar lítið skárri, því flestir sveitarstjórnarmenn sem á annað borð eyða orðum á þetta hörmungarástand sem nú ríkir, segjast ekki hafa umboð til þess að lýsa skoðunum sínum, hvað þá að breyta þeim forsendum sem samninganefnd sveitar- félaganna starfar eftir. Lái mér hver sem vill, en ég skil ekki svona röksemdir og efast reyndar um að þær séu skiljanlegar yfirleitt. Þessir sömu menn tóku sér umboð til að gera hinn vanhugsaða samning við ríkið á sínum tíma. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur var að fara yfir fréttir vikunnar á Útvarpi Sögu um daginn og var glöggskyggn sem fyrr. Hann benti á að ef sveitarstjórnarmenn kæmu sér undan því að axla ábyrgð hlytu kjósendur að álykta sem svo að þeir væru óþarfir og því hreinlega út í hött að kjósa þá til ábyrgðar- starfa. Samninganefndin gæti einfaldlega ann- ast rekstur sveitarfélaganna og sparað þannig launakostnað vegna þessara firrtu stjórnenda. Sama má segja um ríkisstjórnina, því ef hún heldur áfram að hunsa þetta ástand og dauf- heyrast við því sem hver skyni borin mann- eskja heyrir, er hún sömuleiðis að bregðast hlutverki sínu. Margt gullkornið hefur reyndar hrotið af vörum og úr tölvum þessa daga; og mörg óborganleg dellan. Samt finnst mér alls ekki nóg fjallað um verkfallið. Það vantar svo til al- veg þennan þrýsting sem fjölmiðlar gætu haldið uppi, enginn virðist þora að taka á mál- inu, nema þá helst Spegillinn á Rás 1 og Morg- unblaðið, sem hefur lýst stuðningi við málstað kennara. Einhvern veginn er það nú samt svo að dellan er minnisstæðari en gullkornin. For- sætisráðherra talaði fyrir skattalækkunum til handa þeim efnameiri og áleit að þær yrðu lág- launaræflunum hvati til þess að „vinna meira“! Skoðanabróðir forsætisráðherra, Pétur H. Blöndal, sem telur verkföll vera „ofbeldis- aðgerð“, bætti um betur í morgunsjónvarpinu um daginn og sagði að ef menn vildu fá skatta- lækkanir eins og auðmennirnir ættu þeir ein- faldlega „að mennta sig og skipta um starf“! Íslensk fyndni af bestu sort. Voru þetta skila- boð til kennara? Ég leyfi mér að túlka orð herranna háu á þann veg. Austur-þýskt skáld ráðlagði sínum stjórn- arherrum árið 1953 að skipta um þjóð ef þegn- arnir vildu ekki hlýða þeim og leggja á sig tvö- falda vinnu. Þau orð leita á hugann á eyjunni bláu. Hinn illi ræðari ’Margt gullkornið hefur reyndar hrotið af vörum og úrtölvum þessa daga; og mörg óborganleg dellan. Samt finnst mér alls ekki nóg fjallað um verkfallið. Það vant- ar svo til alveg þennan þrýsting sem fjölmiðlar gætu haldið uppi…‘ Fjölmiðlar Eftir Árna Ibsen aibsen@internet.is Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ! Hryðjuverk eru að mati flestra stærsta ógn samtímans. Þau eru mannskæð, ófyrirsjáanleg, koma fólki í opna skjöldu og skilja eftir sig slóð dauða, eyði- leggingar og sorgar. Gildir einu hvaða forsögu hryðjuverka- menn reyna að telja umheim- inum trú um, hvaða ástæður eða útskýr- ingar koma í kjölfar ódæðisverka, það er ekkert sem getur réttlætt árás á manns- líf. Það er erfitt að átta sig á hatri og hvötum sem hryðjuverkamenn bera með sér, sem drífur þá áfram og lætur þá myrða ókunnuga menn og saklaus börn. Heimurinn stendur næstum því viku- lega frammi fyrir skelfilegum atburðum, reynir að finna sökudólga, refsa þeim og á sama tíma finna leiðir til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Ég hef ekki fylgst mjög mikið með undirbúningi fyrir for- setakosningar í Bandaríkjunum (þó að maður ætti eiginlega að mynda sér einhverja skoð- un á þeim, það virðist hafa áhrif á allan heiminn hver situr í vesturálmunni), en það litla sem ég hef heyrt Bush og Kerry tala um er einmitt barátta gegn hryðjuverkum. Því miður eru alltaf til einhverjir duldir hagsmunir um olíu, strategískar stöður landanna, vinir og óvinir sem skjóta upp kollinum og gera mönnum ekki kleift að aðskilja auðveld- lega rétt og rangt Það er bara svona. Við á Íslandi erum blessunarlega langt í burtu frá áhættusvæðum í heim- inum. Það dást flestir að því hvað er gott og þægilegt að búa hér. Friður á götum, gott félagslegt öryggi, hreint loft og vatn, búið að lækka skatta, o.s.frv. (best að nefna ekki rétt til menntunar, í þess- ari fimmtu viku verkfalsins). Sem sagt, fólk sem býr hér í paradís hefur ekki mikla ástæðu til að óttast um öryggi sitt. Engir hryðjuverkamenn hér, allavega ekki sú týpan sem við hugsum fyrst um þegar talað er um þá. Dökkhærðir, skeggjaðir, vopnaðir reiðir menn, kald- rifjaðir morðingjar. Reynum nú aðeins að víkka skilgrein- ingu hugtaksins hryðjuverkamenn, horf- um lengra en á útlit og uppruna manna, ytri einkenni eða brjálæðislegt augna- ráð. Samkvæmt tölum Hagstofunar búa hér á landi 290.570 íbúar. Segjum sem svo að helmingur þeirra sé konur, það gerir 145.285 kvensálir. Það er vitað að 10-20% af konum hér á landi verða fyrir heimilisofbeldi. Grófur útreikningur seg- ir að það séu u.þ.b. 14.500 til 29.000. Það er lítil huggun í því að prósentutalan er með því lægsta í heiminum, ef við áttum okkur á því að hér á landi búa þúsundir manna á heimilum þar sem hryðjuverk eru framin daglega. Það eru meiri líkur á því að kona verði fyrir árás innan veggja heimilisins en að hún lendi í bíl- slysi. Heimili sem ætti að vera grið- arstaður, eitthvað til að hlakka til að koma í, eru fyrir þúsundir kvenna fanga- búðir einar, hættulegasti staðurinn til að vera á. Og á meðan karlar hafa áhyggjur af umheiminum og „stærri“ og „alvarlegri“ ógnunum, reka konur athvarf fyrir fórn- arlömb heimilishryðjuverkanna, reyna að komast til botns um orsakir ofbeldis, hvetja karla að leita sér hjálpar og kon- ur að leita réttar síns fyrir dómstólum þessa elsta lýðræðis í heimi. Með lögum skal land byggja. En það er því miður allt of oft kona sem er undir smásjá dómsins. Það er alltaf tekið tillit til þess hvort hún hafi á einhvern hátt ögrað manninn og hvatt hann sjálf til þess að berja hana í klessu. Var hún kannski að halda framhjá manninum? Og hvaða tepruskapur er þetta, þykjast missa meðvitund út af einu kverkataki? Aumingi! Samkvæmt dómi sem kveðinn var upp í þessari viku í Hafnarfirði, á tuttugustu og fyrstu öld, anno domini 2004, í þessu framsæknasta landi í heimi, hefur kona ekki áunnið sér meiri virðingu og réttindi heldur en for- mæður hennar á steinöld. Hún getur bara sjálfri sér um kennt hvernig fór, karlinn gat ekkert gert að því. Hryðjuverkamenn allra landa, takið eftir: Það er bannað að meiða! Ofbeldi er glæpur! Sama hvort þið beitið ókunnugu fólki því eða ykkar eigin konur. Hryðjuverk Eftir Tatjönu Latinovic tlatinovic@ossur.com I Í Lesbók sunnudaginn 15. ágúst 1926 birt-ist grein eftir Halldór Laxness á forsíðu sem hann nefnir „Um skáldsögur“. Þetta var tveimur árum eftir að Undir Helgahnúk kom út og ári áður en Halldór sendi frá sér Vef- arann mikla frá Kasmír. Greinin er forvitnileg en í henni ræðir Halldór um viðkvæmt sam- band milli skálds og samfélags. Hann hefur greinina á að ræða um mikilvægi þess að skáld finni sjálf sig, uppgötvi persónuleika sinn og rannsaki hæfileika sína. Hann telur þekkingu á lögmálum skáldskaparins skipta litlu ef skáld hafi „engan persónuleik til að bera, enga djúpa reynslu, sem hann þrái að miðla af, enga opinberun sem hann þarf að gera heyr- um kunna, engar dýpri sýnir inn í víðerni til- verunnar“. Halldór segir að verstur skáld- skapur komi frá fólki „sem ekkert hefir til að bera í áttina við sjálfstæðan persónuleik, en brýtur þar að auki allar reglur fyrir vanþekk- ingarsakir, sem hægt er að brjóta“. Halldór heldur því fram „að Ísland sje eina bók- menntalandið í heimi, þar sem skáldrit eftir slíkt fólk hafa skilyrði til að komast á markað, enda er búið að gera eftirminnilega út af við íslenskan bókmenntasmekk með þessum fjanda…“ II Halldór er hins vegar á þeirri skoðun aðhér á landi sé hægt að skrifa jafngóðar sögur nú á dögum eins og á þrettándu öld „ef menn vildu hætta að hýma eins og draugar og forynjur yfir leiðum gullaldarbókmenntanna“. Eigi að síður þurfa menn að kunna allar regl- ur frásagnarlistarinnar áður en þeir geta skapað eitthvað nýtt: „Fyrst þegar hann hefur lært allt, þá eru skilyrði til að hann vaxi upp úr því sem hann hefir lært.“ En skáldið verður að skapa eitthvað nýtt ef það vill vera mikils- háttar snillingur: „Vegurinn liggur út í sjald- gæfið, þangað sem persónuleikurinn fær að þroskast án þess að vera háður hinni vjelrænu fjelagshugsun, þar sem allir straumar fara í hringi eins og eilífðarvjel.“ Halldór talar um að manninum beri skylda til að „hugsa og tala um viðurkennd efni á viðtekinn hátt“, uppeldi þjóðfélagsins sé í því fólgið að kenna manni „að hugsa löglega“. Það geti því valdið stórtíð- indum að fram komi hugsun sem fer í bága við „hugmyndafræði hópsálarinnar“ enda séu þeir litnir hornauga sem „yfirgefa hjörðina til þess að leita að sjálfum sjer“. Og þó að sá sem fór hafi jafnan verið sá máttugasti í hópnum þá kosti það ævinlega mikið argaþras að „fá nýja hugsun lögleidda í heiminum, eða höfund viðurkenndan sem hefir fundið sjálfan sig“. III Halldór fann tvímælalaust sjálfan sig,hann hafði sterka rödd sem sannfærði sennilega jafnmarga og hún hneykslaði. Hann hlaut sína viðurkenningu árið 1955 en ekki án þess að því fylgdi mikið argaþras eins og kom- ið hefur í ljós. Smám saman varð þó meiri og meiri sátt um skáldið en aldrei svo að lygndi fullkomlega. „Menningin lifir fyrst og fremst á snild,“ segir Halldór í Lesbókargreininni og líklega má halda því fram að menningar- umræðan geti lifað mjög lengi á snilld. Neðanmáls Morgunblaðið/Sverrir Hornrétt borg!? Það er ekki hægt að halda því fram að velgengni Madonnu séframúrskarandi sönghæfileikum að þakka. Gagnrýnendursegja að hún búi yfir frekar hóflegum hæfileikum, meira að segja á mælikvarða poppmenningarinnar. Óvægnir gagnrýnendur hafa bent á að hana skorti danshæfileika Michael Jackson, sönghæfi- leika Whitney Houston og lagasmíðahæfileika Sinead O’Connor. Ma- donna hefur komist áfram á einbeittum vilja og mikilli kænsku. Hún hefur ávallt haft skýra mynd af því hver hún er, bæði sem listamaður og viðskiptajöfur. Sterk sjálfsmynd hefur hjálpað henni að komast vel frá hvoru tveggja og finna jafnvægi á milli þessara tveggja ólíku hlut- verka. [...] Útlit hennar hefur reglulega tekið stakkaskiptum og má segja að hún sé meistari á því sviði. Hún hefur breytt um útlit og ímynd milli platna og jafnvel á milli þess sem hún gerir myndbönd. Þetta er liður í markaðssetningunni og hefur skilað Madonnu ótrúlegum árangri. Í hvert sinn sem hún breytir útliti sínu er það mjög áhrifaríkt. Hún slær tóninn fyrir nýjustu tísku og strauma. Það er einsdæmi hve oft henni hefur tekist þetta og enn hefur henni ekki mistekist. Þá hefur hárlitur hennar hverju sinni haft mikil áhrif. Þróun ímyndar Mad- onnu hefur fylgt lífshlaupi hennar sjálfrar. Fyrst kom hún fram sem spilltur unglingur sem síðar breyttist í holdgerving kvenleikans. Eftir það breytti hún sér í létt ögrandi dívu og enn síðar í fallega móður. [...] Flest sambönd hennar hafa verið mikilvæg fyrir feril hennar. Þeg- ar hún fór úr dansinum yfir í tónlistina skipti miklu máli samband hennar við tónlistarmann. Þegar hún skellti sér í leiklistina í Holly- wood, þá gerðist það í kjölfar hjónabands hennar og Sean Penn og ástarsambands hennar við Warren Beatty. Segja má að Madonna hafi markvisst komið sér í réttan félagsskap sem tryggt hefur réttu samböndin og sýnt mikla herkænsku í barátt- unni við að koma sér á framfæri. Það ásamt heppni í að vera á réttum stað á réttum tíma, hefur tryggt Madonnu varanlegan sess sem popp- gyðja. Hæfileikar hennar eru óumdeildir á þessu sviði. Jarþrúður Ásmundsdóttir www.deiglan.com Útsmogin Madonna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.