Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.2004, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.2004, Qupperneq 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 23. október 2004 | 7 ekki ósennilegt að Fiske hafi fyrstur manna kennt íslensku við bandarískan háskóla. Eiginkona Fiskes, Jennie McGraw, var af efnafólki komin og hafði faðir hennar, John McGraw, lagt mikið fé til stofnunar Cornell- háskóla. Þegar Jennie lést um aldur fram arfleiddi hún eiginmann sinn og háskólann að miklum auðæfum. Ágreiningur um skipt- ingu auðsins og síðar málaferli urðu til þess að Fiske sagði starfi sínu lausu og fluttist til Flórens á Ítalíu, en málarekstri lyktaði um síðir með sigri Fiskes. Á Ítalíu vann Fiske ötullega að helsta áhugamáli sínu, bókasöfnun. Auk söfnunar íslenskra bóka, sem hann hafði byrjað sem ungur námsmaður í Danmörku og Svíþjóð, byggði hann upp mikið safn bóka um ítölsku höfundana Dante og Petrarca og viðaði að sér fjölda bóka á retórómönsku. Til að aðstoða sig við skráningu íslensku bókanna réð hann til sín til Flórens tvo ís- lenska Hafnarstúdenta, þá Halldór Her- mannsson og Bjarna Jónsson frá Unn- arholti. Fiske arfleiddi Cornell-háskóla að mest- öllum eignum sínum og þar á meðal þessum bókasöfnum. Íslenska safnið er þeirra stærst og kveður erfðaskrá Fiskes á um að því skuli haldið út af fyrir sig. Í erfða- skránni fylgdi íslenska safninu sjóður sem standa skyldi straum af starfi bókavarðar til að annast safnið og halda áfram að kaupa til þess íslenskar bækur. Enn fremur skyldi bókavörðurinn halda úti tímariti til að auka veg norrænna fræða í Bandaríkj- unum. Þá er ákvæði um það í erfðaskránni að til þessa starfs skyldi veljast maður er væri borinn og barnfæddur Íslendingur og hefði lokið prófi frá Lærða skólanum. Halldór Hermannsson gegndi fyrstur starfi bókavarðar við Fiske-bókasafnið eftir að því var komið fyrir við Cornell-háskóla árið 1905, en Halldór var vel kunnugur safninu eftir að hafa starfað með Fiske í Flórens. Halldór skipulagði safnið og gaf út vandaðar bókaskrár og hélt úti ritröðinni Islandica. Halldór var afkastamikill fræði- maður og var sjálfur höfundur að lang- stærstum hluta efnis Islandica-ritraðarinnar á fyrstu áratugum safnsins, en jafnframt bókavarðarstarfinu sinnti hann háskóla- kennslu. Næstir á eftir Halldóri voru bóka- verðir þeir Kristján Karlsson, Jóhann S. Hannesson og Vilhjálmur Bjarnar, en þeir höfðu einnig með höndum kennslu í forn- íslensku við háskólann. Þegar komið var fram á níunda áratuginn nægði ávöxtun sjóða Fiskes ekki lengur ein fyrir stöðu bókavarðar og önnuðust þá Louis Pitschmann og Philip M. Mitchell safnið í hlutastarfi. Málvísindadeild háskól- ans tók enn fremur við forræði yfir kennslu í forníslensku í samvinnu við Háskóla Ís- lands og hafa verið fengnir íslenskir mál- fræðingar til að annast þá kennslu, en þeir hafa þá jafnframt verið stúdentar við mál- vísindadeildina. Árið 1994 var starf bóka- varðar Fiske-safns aftur gert að fullu starfi innan fornbóka- og handritadeildar Cornell- bókasafnsins og hefur Patrick J. Stevens gegnt því síðan þá, en Íslendingar annast áfram kennslu í forníslensku. Arfleifð Fiskes Brennandi áhugi Willards Fiskes á Íslandi og íslenskri menningu hefur tvímælalaust borið ríkulegan ávöxt í mikilvægu framlagi til skákíþróttarinnar og menningarlífs bæði í Lærða skólanum og Grímsey og ekki síst í kraftmikilli söfnun íslenskra bóka. Fiske- safnið við Cornell-háskóla, sem nú er ríf- lega 40 þúsund bindi, er talið annað stærsta safn íslenskra bóka á erlendri grundu, næst á eftir Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn, og hefur að geyma mikinn fjölda afar fágætra bóka. Þar er enn unnið ötullega að framgangi norrænna fræða í vesturheimi með aðstöðu til fræðaiðkana í bókasafninu, útgáfu Islandica, verkefnum á borð við Sagnanetið (SagaNet) sem er sam- starfsverkefni Fiske-safns, Landsbókasafns- Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar, og kennslu í forníslensku í samvinnu málvísindadeildar Cornell og Há- skóla Íslands.  Richard Beck: „Willard Fiske. Aldarminning.“ Eim- reiðin 37 (1931), bls. 358–77. Bogi Th. Melsteð: Willard Fiske. Æfiminning. Kaup- mannahöfn 1907. Halldór Hermannsson: „Willard Fiske.“ Eimreiðin 11 (1905), bls. 104–109 Heimir Þorleifsson: Saga Reykjavíkurskóla 2. Reykjavík 1978. P.M. Mitchell: Willard Fiske in Iceland. Ithaca [1989]. Vilhjálmur Þ. Gíslason: „Íþaka. Hálfrar aldar afmæli.“ Skýrsla um Hinn almenna menntaskóla í Reykjavík skólaárið 1929–1930, bls. 1–11. Tenglar http://rmc.library.cornell.edu/collections/icelandic.html http://sagnanet.is ———— daga 1879. Hann var ákafur áhugamaður um sögu og fornar minjar þjóðarinnar og á meðan á dvöl hans stóð hér gerðist hann einn aðalhvatamaður að stofnun Hins ís- lenska fornleifafélags. Skólapiltum við Lærða skólann sýndi hann einnig áhuga og ræktarsemi og skrifaðist á við suma þeirra eftir Íslandsförina. Þeirra á meðal var Ein- ar Benediktsson skáld sem aðeins var sex- tán ára er fundum þeirra Fiskes bar saman. Fiske þótti bókakostur skólapilta í Lærða skólanum ónógur og mæltist til að þeir stofnuðu með sér félag til að afla bóka og útveguðu sér lestrarsal. Þetta færði hann í tal við einn kennara Lærða skólans, Björn M. Ólsen, sem ritaði drög að stofnskrá fé- lagsins. Er Fiske var kominn aftur vestur um haf sendi hann skólapiltum myndarlega bókagjöf og nefndu piltarnir félagsskapinn Lestrarfélagið Íþöku eftir heimabæ vel- gjörðamanns síns í New York. Fé- lagsskapurinn og bókasafnið fékk inni í bókhlöðu skólans sem reist hafði verið sunnan við skólahúsið árið 1866 fyrir gjafa- fé frá breskum efnamanni, Charles Kelsall að nafni. Bókhlaðan var því í öndverðu nefnd Kelsallsgjöf en ekki leið á löngu eftir stofnun lestrarfélagsins þar til nafnið Íþaka festist einnig við bókhlöðuna sjálfa. Lestrarfélaginu Íþöku bárust árlega gjaf- ir frá Fiske á meðan hans naut við. Á ár- unum 1880–1904 gaf hann félaginu nærri hálft sjötta hundrað bóka, um fimm hundr- uð samfellda árganga af tímaritum og blöð- um og rösklega eitt þúsund stök tímarits- hefti. Efnið var af ýmsum toga, á ensku, þýsku og frönsku. Í þakklætisskyni sendu skólapiltar Fiske albúm með ljósmyndum og var þar á meðal mynd tekin af skólapilt- um og kennurum úti á skólablettinum vorið 1880 og mun það í eina skiptið í langri sögu skólans sem allir nemendur og kennarar hafa verið saman á einni ljósmynd. Árið 1976 var bókasafn lestrarfélagsins sameinað bókasafni skólans og ber bókhlaða Mennta- skólans í Reykjavík enn nafnið Íþaka. Grímsey Á siglingu úti fyrir Norðurlandi 1879 sá Fiske Grímsey út við ystu sjónarrönd og varð óðara forvitinn um mannlífið á svo lít- illi og afskekktri eyju. Gaf hann manntafl á hvert heimili í eynni og 1901 sendi hann eyjarskeggjum myndarlega bókagjöf og með tvo vandaða bókaskápa sem á var letr- að Eyjarbókasafnið. Ótalin er þó stærsta gjöfin er hann í erfðaskrá sinni arfleiddi Grímseyinga að allmiklum peningasjóði, um tólf þúsund dollurum, og skyldi verja vöxt- unum af honum til viðreisnar andlegu og verklegu lífi eyjarinnar. Fiske kom aldrei sjálfur í Grímsey en árið 1902 réð hann Ei- rík Þorbergsson, ljósmyndara á Húsavík, til að taka myndir í eynni og senda sér. Mynd- irnar, sem eru ómetanleg heimild um mann- líf í Grímsey á þessum tíma, eru varðveittar í Fiske-safninu við Cornell-háskóla en birt- ust fæstar opinberlega fyrr en röskri öld síðar, í hinni nýju bók Grímsey og Gríms- eyingar (ritstjóri Helgi Daníelsson, Akra- fjallsútgáfan 2003). Grímseyingar hafa ötullega haldið minn- ingu velunnara síns á lofti. Drengjum var gefið nafn hans og enn er 11. nóvember, fæðingardagur Fiskes, eins konar þjóðhá- tíðardagur Grímseyinga, helgaður veislu- höldum, leiksýningum og dansi. Skáklistin Fiske var mikill áhugamaður um skák og sjálfur prýðilegur skákmaður. Hann ritaði mikið um skák í Bandaríkjunum og ritstýrði um skeið tímaritinu Chess Monthly. Íslend- ingar nutu góðs af skákáhuga Fiskes í rík- um mæli. Hann færði Landsbókasafni að gjöf veglegt skákbókasafn sitt, um 1200 bindi, átti þátt í stofnun Taflfélags Reykja- víkur árið 1900, gaf út skáktímaritið Í upp- námi 1901–1902 og ýmis smárit á íslensku um skák. Sjálfur stóð hann straum af kostn- aði við útgáfu þessara rita en gaf Taflfélagi Reykjavíkur allt upplagið til fjáröflunar. Þegar Fiske lést hafði hann um hríð unnið að miklu riti um sögu skáklistarinnar á Ís- landi, Chess in Iceland and in Icelandic Literature, og kom það út að honum látnum (1905). Þáttur Fiskes í vexti og viðgangi skáklist- arinnar á Íslandi er því gríðarmikill og hef- ur þess verið minnst með ýmsum hætti. Má nefna að þegar Hrókurinn efndi til fyrsta alþjóðlega skákmótsins á Grænlandi árið 2003 var það helgað minningu Fiskes. Fiske-safnið við Cornell-háskóla Eins og áður sagði réðst Fiske að Cornell- háskóla í Íþöku í New York-ríki árið 1868 og tók þegar stóran þátt í uppbyggingu þessarar ungu menntastofnunar ásamt þeim Ezra Cornell, stofnanda skólans, og Andrew Dickson White, fyrsta rektor skólans. Með- al kennslugreina Fiskes voru forníslenska, þýska, sænska, danska og persneska og er Höfundur er málfræðingur og kenndi um skeið forn- íslensku við Cornell-háskóla. ÁÐUR en síðari heimsstyrjöldin skall á var pólitísk staða á Ítalíu þegar orðin óbærileg fyrir margan. Sú var raunin fyrir lækninn Nino Rogers, sem vegna gyðinglegs uppruna síns sá sig tilneyddan til þess að flýja Flórens. Þaðan flutti hann til Lundúnaborgar árið 1938 ásamt konu sinni, Dödu, og fimm ára gömlum syni þeirra, Richard. Að baki sér skildu þau eftir virðulega þjóðfélagsstöðu, sem hafði endurspeglast á heimili þeirra í La Marmora stræti með stórkost- legu útsýni yfir dómhvelfingu Brunelleschis. Þrjátíu árum síðar, áður en Nino fór á eftirlaun, báðu þau Nino og Dada Richard son sinn, sem þá var orðinn arkitekt, að hanna fyrir sig lítið hús í Wimbledon. Richard Rogers tók verk- efninu sem einstöku tækifæri til að færa foreldrum sínum aftur birtuna sem þau minntust frá heimili sínu á Ítalíu. Rogers-fjölskyldan Nino og Dada höfðu átt hús í Flórens með stórum þakgarði og stórbrotnu útsýni yfir borgina. Það var búið viðar- og marmarahúsgögnum eftir bróðurson Nino, arkitektinn Ernesto Rogers. Ernesto, sem einnig hafði þurft að yfirgefa Ítalíu, var einn stofnenda BBPR stofunnar, sem var höfundur Torre Velasca byggingarinnar í Mílanó, og ritstjóri hins virta tímarits Casabella coninuitá. Þar hafði hann ákaft hvatt til al- þjóðlegrar umræðu um hugtök, sem tengdust sögunni og borginni á 5. áratugnum. Þegar Nino og Dada flúðu til London var þeim óheimilt að taka með sér sparifé sitt frá Ítalíu. Fyrsta húsið þeirra í Englandi var þar af leiðandi gjörólíkt því sem þau áttu að venjast frá Flórens, þrátt fyrir að Nino fengi fljótt stöðu við sjúkrahúsið í Surrey. Það var drungalegt gistiheimili, sem Dada reyndi að forðast með löngum gönguferðum með Richard litla um Hol- land Park í „örvæntingafullri leit að útsýni“. Eftir gistiheimilið fluttu þau í dæmigert enskt hús frá þriðja áratugnum, þrátt fyrir sterka löngun Dödu til að finna nútímalegt hús. Í úthverfi Surrey var ekkert nútímalegra á boðstólum. Rogers-húsið Rogershjónin eru bæði úr vel stæðum fjölskyldum og Dada var komin af velmenntuðum að- alsmönnum frá Trieste. Hún var ákafur unnandi nútímahönnunar. Richard minnist þess, að hún hafi aldrei hneykslast á því nýja, „hún unni sterkum litum, nýjum formum og efnum“. Hún bjó til keramík sem líktist flöskum listmálarans Giorgio Morandi, bjó heimili sitt húsgögnum frá Bauhaus, sem þótti sérstakt í Bretlandi á eftirstríðsárunum, og á síðustu æviárunum klæddist hún ávallt fatnaði frá japanska tískuhönnuðinum Issey Miyake. Áður en Nino fór á eftirlaun í lok 7. áratugarins óskuðu þau hjónin eftir litlu húsi, sem væri í senn ódýrt og þyrfti lítils viðhalds, væri sveigjanlegt og á einni hæð. Þau vildu líka að húsið yrði reist á stuttum tíma og væri þannig að Nino gæti verið með litla læknastofu og hún ker- amikverkstæði. Auk þess að fullnægja öllum þessum þörfum langaði Dödu þó mest í hús með karakter, andstætt húsinu í úthverfinu sem hún hafði aldrei haft mætur á. Árið 1967 fann fjölskyldan lóð í Wimbledon með grónum garði. Til að ná fram sem mestu næði ákváðu Richard og kona hans Sue, sem vann með honum sem félagsfræðingur, að hanna hús, sem skiptist í tvennt og verönd á milli. Keramikvinnustofan var nær götu og virkaði sem hljóðeinangrun gagnvart umferðarnið. Inn af garðveröndinni var íbúðarhúsið, sem, eins og Richard Rogers lýsti fyrir okkur, „er gagnsæ göng með sterkbyggðum hliðum.“ Húsið er gert úr stálrömmum sem spanna 14 metra en hliðarnar úr einangrunarplötum klæddum lökkuðu áli og settar saman með vatnsheldu efni, neopren. Þessi aðferð hafði þá aðeins verið þróuð í Bandaríkjunum við framleiðslu stórra kæliskápa. Richard Rogers notaði hér framleiðslueiningar og nýja tækni til þess að skapa sveigjanlegt og persónulegt rými, nokkuð, sem minnir á kenningar frænda hans Ernesto Rogers í Casabella continuitá um sköpun mannlegra rýma. Þessi huglægni var líka að vissu leyti fengin frá þekk- ingunni sem Richard hlotnaðist frá móður sinni og einstöku næmi hennar fyrir sterkum litum. Þannig máluðu þau stálrammana í gulum og grænum litbrigðum, eldhúsaðstöðuna, rúllugardín- urnar og renniflekana. Það sem meira var, grænleit birta garðsins hennar Dödu skein inn í hús- ið í gegnum glerjaðar framhliðarnar og flæddi um keramikið hennar, hægindastóla Eames og húsgögn Ernesto Rogers: stóla og borðstofuborðið úr marmara og viði, gólflampann og ynd- islega snyrtiborðið hennar með speglunum. Hús Rogers-hjónanna er staður þar sem saga og menning einnar fjölskyldu kemur fram. Síð- asta myndin, sem við höfum séð af Dödu, er af henni þar sem hún stendur brosandi heima hjá sér, fullviss um að hafa endurheimt birtuna og rúmgott rýmið sem hún hafði skilið eftir í Flór- ens. Richard Rogers segir einbýlishús „einna erfiðust verkefna“. Þó er hann vel að sér í hönnun stórra mannvirkja, sem jafnvel endurspeglast í viðhorfi hans til borgarinnar sem „hús manns- ins“. Hér er fjallað um hús sem hann teiknaði handa foreldrum sínum í Wimbledon á Englandi. Ljósmynd/Richard Bryant, Arcaid Rogershúsið Að frátöldu húsinu fyrir listamanninn Spender, höfðu verk Richard Rogers alveg verið laus við liti. Þau voru öll hvít, eins og Jaffer-húsið fræga, húsið sem Stanley Kubrick kaus fyrir eitt at- riði myndarinnar Gangverk appelsínunnar (Clockwork Orange) (1971). Höfundar eru arkitektar á Spáni. Eftir Halldóru Arnardóttur og Javier Sanchez Merina jsm@coamu.es Hús Rogers í Wimbledon

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.